Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 DV greinar, oftast í slúöurformi, þar sem samtökin eru nefnd á nafn en þeim hafa aldrei veriö gerð ítarleg skil. Ýmsir óháðir fjölmiðlar erlend- ir hafa skrifað um samtökin en þeir hafa oftast takmarkaða útbreiðslu og ná aldrei til þess fjölda sem al- þjóðlegu fjölmiðlarisarnir gera. Og blaðamenn hafa veriö reknir og jafnvel fangelsaðir fyrir það eitt að reyna að fjalla um Bilderberg. Campbell Thomas, blaðamaður hjá Daily Mail, var staddur í námunda við Bilderberg-fund í Skotlandi 1998 í þeim tilgangi að uppljóstra þvi sem fram fór. Þegar hann var sirka 500 metra frá fundarstaðnum var hann handtekinn af tveimur lög- reglumönnum án nokkurrar sýni- legrar ástæðu og látinn dúsa í fangaklefa í 8 klukkustundir. Camp- bell hefur nú kært handtökuna og fengið bresk blaðamannasamtök til liðs við sig. Ástæðan fyrir áhugaleysi fjöl- miðla á Bilderberg-fundunum er afar einfóld: Stjómendur stærstu og áhrifamestu íjölmiðlanna hafa sjálf- ir setið fundina og þekkja þær inn- anhússreglur sem þar gilda. Þetta gildir jafnt um alþjóðlegar fjölmiðla- samsteypur og áhrifamikla fjöl- miðla í hverju landi. Af þeim hóp- um sem sækja fundina eru fjöi- miðlamenn sá þriðji stærsti. Á fundi sem var haldinn í Portúgal í fyrra mættu t.d. fjölmiðlamenn á borð við Jim Hoagland, aðstoðarrit- stjóri Washington Post, Martin Wolf, ritstjóri Financial Times, Matthias Nass, ritstjóri Die Zeit, John Micklethwait, skrifstofustjóri Economist, og Toger Seidenfaden, ritstjóri Politiken. íslenskir Bilderbergarar Fyrsti Islendingurinn til að þiggja boð Bilderberg-samtakanna var Bjarni heitinn Benediktsson, fyrrv. formaður Sjálfstæðisflokksins. menntamálaráð- herra Björn hefur fetaö í fótspor fööur síns og setiö all- nokkra fundi samtakanna. Höröur Sigur- gestsson, for- stjóri Eimskips Höröur er eini ís- lenski forstjórinn sem vitaö er til aö hafi setiö fundi Bilderberg. Bjami sótti nokkra fundi á 7. ára- tugnum þegar hann leiddi hina svokölluðu viðreisnarstjórn. Eftir fráfaU Bjarna árið 1970 var Geir Hallgrímssyni, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 1973-83 og forsætisráðherra 1974-78, boðið á BUderberg-fundi sem hann sótti stíft aUt tU dauðadags 1989. Geir mun hafa setið í stjórn samtak- anna á árunum 1982-88 og er eini ís- lendingurinn sem hefur hlotnast sá heiður. Bjöm Bjarnason, sonur Bjarna heitins, fór á sinn fyrsta BUderberg-fund sem fylgdarmaður Geirs árið 1977, þá sem skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu. Björn hefur farið á þónokkra fundi síðan þá, bæði sem ritstjóri Morgunblaös- ins, þingmaður og nú síðast sem menntamálaráðherra árið 1995. Þeir Gunnar Thoroddsen, fyrrv. forsæt- isráðherra, og Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélagsins, eru sagðir hafa setið einn til tvo fundi á 9. áratugnum og þá mun Einar Benediktsson hafa fylgt Geir Hall- grímssyni á einn fund árið 1982 þeg- ar hann var sendiherra í London. Davíð Oddssyni var boðið á sinn fyrsta fund árið 1991 þegar hann varð forsætisráðherra og hefur hann setið aUs fimm fundi á valda- tíð sinni og Jón Sigurðsson, fyrrv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti einn fund í kompaníi með Bimi árið 1993. Mogginn birti frétt um Jón Þegar litið er yfir hópinn kemur í ljós að þessir kandídatar okkar eru nær eingöngu flokksbundnir eða Helqarblað Bjarni Benedlktsson, fyrrverandl forsætisráð- herrra Bjarni var fyrstur ís- lendinga til aö sitja fundi hinna dularfullu Bilderberg-samtaka. Geir Hallgrímsson, fyrr- verandi forsætisráö- herra Geir sat marga Bilder- berg-fundi og er eini íslendingurinn sem hefur setiö í stjórn samtakanna. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráö- herra Gunnar sótti fundi Bildérberg um árabil. mjög flokkshollir sjálfstæðismenn og þrír af þeim eru forsætisráðherr- ar sem hafa verið mjög lengi á valdastóli eða samanlagt í 21 ár. Eina frávikið er Jón Sigurðsson, ráðherra Alþýðuflokksins í Viðeyj- arstjórninni 1991-95, enda þótti Morgunblaðinu ástæða tU að birta frétt með fyrirsögninni „Alþýðu- flokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderberg-fund,“ þegar Jón sat fund í Aþenu árið 1993. Með hlið- sjón af því að samtökin voru upp- haflega stofnuð tU að efla vestræna samvinnu gegn austurblokkinni, þá skyldi engan undra þó að þeir stjórnmálamenn tU vinstri sem hafa haft uppi efasemdir um þá sam- vinnu hafi ekki í ríkari mæli sótt Bilderberg-fundi. Grlmur Hákonarson Kawasaki fjórhjólin traust & lipur fiUdllO I daga! I dag, laugardag, opnum við óviðjafnanlega lagerútsölu hjá ESS0 á Geirsgötunni, við Faxaskála. \ isléW-uf ‘ \le\ð'"l'ó,“' aut ; jólavotuj NlaWOtu' * Goliubtut m Bilavotut Dæmi um verð: Svefnpokar - 1.900 kr. Veiðistöng, Red Wolf - 1.400 kr. Veiðibox, Red Wolf - 200 kr. Nike golfgjafasett - 1.400 kr. Jóiaspiladós - 400 kr. Áttaviti, stór - 400 kr. Skæri með upptakara - 200 kr. Grilláhöld, 5 stk. - 900 kr. Grillkveikikubbar - 90 kr. Geisladiskar - frá 200 kr. Kolagrill - frá 900 kr. Grillkol - 100 kr. Körfuboltar - 100 kr. Bílamottur, 4 stk. - 1.600 kr. Sólgardínur í bíla, stórar - 300 kr. Uppboð Útsöludagana, 16. og 17. september, verða sýningargrillin frá ESSO-stöðvunum í sumar boðin upp á þjónustustöð ESSO við Geirsgötu og hefst uppboðið klukkan 16. £ssa Olíufélagiðhf www.esso.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.