Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað r>v Ibráðum 50 ár hafa vestræn stórmenni úr atvinnu- og stjómmálalífi hist árlega á svokölluðum Bilderberg- fundum. Mikil leynd hvílir yfir fundunum: þeir eru vaktaðir af vopnuðum öryggissveitum og fjöl- miðlum er meinaður aðgangur. 8 ís- lendingar hafa setið fundina, þ. á m. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fyrsti Bilderberg-fundurinn var haldinn í Oosterbeek i Holiandi 29- 31. maí árið 1954. Nafnið er dregið af hóteli þar sem fundurinn var hald- in, Hótel Bilderberg. Síðan þá hefur tiðkast að halda fundina á afskekkt- um hótelum viðs vegar um hinn vestræna heim. Hótelin eru tekin á leigu í þrjá sólarhringa og öllum öðrum en fundargestum og þjón- ustuliði er haldið í skefjum á með- an. Upphaf og tilgangur samtak- anna Stofnendur Bilderberg-samtak- anna, sem hafa það eina hluverk að skipuleggja fundina, voru þeir Jos- ep Retinger, bandarískur athafna- maður, Bernhard prins af Hollandi, aðaleigandi Royal Dutch Petroleum (Shell), og Paul Rijkens, forstjóri fjölþjóðafyrirtækisins Unilever. Upphaflegur tilgangur samtakanna var aö efla samstarf á milli landa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku í vaxandi spennu kalda stríðsins. Jon Sigurðsson, fyrrverandi raðherra ÞegarJón fékk að mæta á Bilderberg-fund varö þaö tilefni frétta því aldrei áöur haföi íslendingur utan Sjálfstæöisflokksins sótt fundi þessa. Saumaklúbbur eða samsæri: spjallsamkundur manna sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. En þeg- ar helstu toppar í stjóm- og efna- hagskerfi Vesturlanda hittast bak við luktar dyr á hverju ári og ræða saman í þrjá sólarhringa er það þá ekki líklegra til að hafa áhrif á um- heiminn en t.d. þegar hópur manna safnast saman á yrkinu? Bilderberg-fundur getur ekki gef- ið frá sér formlega yfirlýsingu eða ályktað um einstök mál. Það er þó algengt að hugmyndir verði til og mótist á fundunum sem eiga eftir að hafa stefnumarkandi áhrif á heims- málin. Talið er að Rómarsáttmál- inn, sem var undirritaður 1957 og er stjórnarskrá Evrópusambandsins, hafi að miklu leyti verið mótaður á Bilderberg-fundum. Síðan þá hafa háttsettir menn inn'an sambandsins verið tíðir gestir á fundunum. Hug- myndin að evrópskri mynt, sem við þekkjum í dag sem Evru, er einnig sögð hafa fæðst og mótast á Bilder- berg-fundum. Þá eru umræður á fundunum taldar hafa mikil áhrif á innri málefni Atlantshafsbandalags- ins (NATO). Flestir framkvæmda- stjórar NATO frá upphafi hafa setið fundina, þ.á m. Lord Carrington, sem var stjómarformaður Bilder- berg 1991-98, og á síðustu árum hafa umræður fundanna oftar en ekki snúist um breytta stöðu NATO á heimsvísu. i Bak við luktar Bilderberg-samtökin og þeir íslendingar sem þar hafa setið Davíð Oddsson forsætisráðherra Davíö sækir fundi Bilderþerg eins og margir fyrirrennara hans. Eins og þeir og aörir sem sækja fundina er Davíö bundinn þagnareiöi um þaö sem rætt er á fundunum. Hugmyndasmiður samtakanna, Jos- ep Retinger, skrifaði skömmu eftir stofnun þeirra: „Fundarboð eru að- eins send til mikilvægra og virtra manna sem með þekkingu sinni og reynslu, persónulegum tengslum og áhrifum í hinu þjóðlega eða alþjóð- lega umhverfi geta fylgt markmið- um Bilderberg-samtakanna eftir.“ Þarna kemur ekki beint fram hver markmið samtakanna séu en þegar boðslistamir er skoðaðir kemur í ljós að þetta er enginn venjulegur saumaklúbbur. Hverjir mæta og um hvað er rætt? Um 120 manns sækja Bilderberg- fundina ár hvert, þriðjungur kemur frá Bandaríkjunum og tveir þriðju koma frá Evrópu og Kanada. Þetta er litríkur hópur manna sem á það sameiginlegt að gegna mikilsmetn- um stöðum í sínu heimalandi eða á alþjóðavisu. Þama koma stjórn- málamenn, ráðherrar og aðrir opin- berir embættismenn, stjómendur banka og fyrirtækja, yfirmenn al- þjóðlegra stofnana, hershöfðingjar, fjölmiölamenn og háskólaprófessor- ar. Mönnum er boðið í krafti síns embættis en boðið er óopinbert, þ.e. lögö er sérstök áhersla á að menn sæki fundina fyrst og fremst sem einstaklingar. Forsætisráðherra til- tekins ríkis mætir á fundina sem áhrifamikill ríkisborgari en ekki sem æðsti yfirmaöur framkvæmda- valdsins, þrátt fyrir að kostnaður ferðarinnar sé greiddur af ráðu- neyti hans. Umræður á fundunum em einnig á óformlegum nótum og það getur enginn vitað hvað þar fer fram nema þátttakendur sjáifír þar sem þeir eru lokaðir fjölmiðlum. Stjómendur samtakanna segja aö þetta sé gert til þess að tryggja frjálsar og óheftar umræður; fjöl- miðlanæðið veiti þátttakendum færi á að tjá dýpstu meiningar sínar án þess að úr verði stórfrétt. Bjöm Bjamason menntamálaráöherra, sem setið hefur nokkra Bilderberg- fundi, segir: „Hér er um árlegar ráð- stefnur að ræða með þátttöku ólíkra manna sem vilja geta sest niður og skipst á skoðunum utan fjölmiðla- ljóssins." Þegar hann er spurður hvort boðsgestir séu bundnir einhveijum þagnareiði svarar hann: „Það er enginn bundinn eiði á þessum ráð- stefnum, hins vegar em þær haldn- ar undir þeim formerkjum að gætt sé nafnleyndar þegar sagt er frá orð- um manna." í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér eftir fund í Tumberry í Skotlandi 1998 segir: „Þátttakendur mega ekki veita við- töl á meðan á fundunum stendur. Þaö er almenn regla að í viðtölum við fjölmiðla eftir fundina má ekki greina frá því hvað einstakir þátt- takendur lögðu til umræðunnar." Stjórn og skipulag Stjórn Bilderberg-samtakanna (Steering Committee) samanstendur af stjómarformanni, framkvæmda- stjóra fyrir Evrópu og Kanada, framkvæmdastjóra fyrir Bandarík- in og gjaldkera. Fyrir neðan hana eru svo fulltrúar frá hverju þjóð- landi og svokallaður Ráðgjafahópur (Advisory Group), skipaður rótgrón- um meðlimum sem koma með upp- ástungur um nýja þátttakendur. Að sögn stofnenda samtakanna reynd- ist erfitt að finna þátttakendur á fyrstu 3-4 fundina en síðan hafi fyr- irkomulagið að mestu orðið sjálf- virkt og nú sé varla til sá framagosi á Atlantshafssvæðinu sem ekki hef- ur setið Bilderberg-fund. Fundimir em fjármagnaðir af frjálsum framlögum auðugra manna og stofnana en ferðir fundar- gesta eru yfirleitt greiddar af vinnu- stað viökomandi. Ýmsir blaðamenn hafa reynt að komast að því hver fjármagni og manni hina þéttskip- uðu öryggisgæslu viö fundarstað- ina. Skýrt svar hefur ekki fengist við þeirri spumingu en margir telja að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi yfirumsjón með gæslunni. Bilderberg út á viö Samtök eins og Bilderberg eru eðli síns vegna kjörinn efniviður í samsæriskenningar og getgátur ým- iss konar. Þeir aðilar sem sitja fund- ina bera af sér allar sögusagnir um aö þama sé eitthvað annarlegt á seyði: þetta séu bara meinlausar dyr Mótsögnin í formgerðinni Þingmaður breska íhaldsflokks- ins, Christopher Gill að nafni, beindi spurningu til Georges Ro- bertssons, þáverandi varnarmála- ráðherra og núverandi fram- kvæmdastjóra NATO, á breska þinginu skömmu eftir Bilderberg- fund í Skotlandi áriðl998. Hann vildi fá að vita hver kostnaður ferð- arinnar hefði verið. Robertsson svaraði því til að þetta hefðu verið 3.840 sterlingspund. Nokkrum dög- um síðar gerðist Gill örlítið ágeng- ari og vildi þá fá að vita hverjir hefðu verið á fundinum og um hvað þeir hefðu rætt. Svar Robertssons var afdráttarlaust: „Ég hef engar op- inberar skyldur til að upplýsa um boðsgesti eða gefa neina skýrslu af Bilderberg-fundi þeim er ég sótti í maí á þessu ári.“ I svari Robertssons kemur fram hin mikla mótsögn sem býr að baki fundunum: Þeir eru skilgreindir sem einkasamkvæmi og menn fara þangað á sínum prívatforsendum en í tilfelli stjórnmálamannsins borgar hið opinbera ferð hans, rétt eins og hverja aðra opinbera erindagjörð, en hann hefur aftur á móti engar skyldur til að upplýsa almenning um hvað fram fer á fundunum þrátt fyrir að umræður á þeim geti haft stefnumarkandi áhrif á líf almenn- j ings. Flestum umræðum fylgir einhver niðurstaða eða samhljóða álit þeirra sem taka þátt. Þegar 120 vel gefnir einstaklingar hittast og ræða málin í þrjá sólarhringa hlýtur að koma eitthvað bitastætt úr skrafinu. Ein- staklingur sem sækir Bilderberg- fund verður óneitanlega fyrir ein- hverjum áhrifum sem endurspegl- ast síðan í starfi hans. Fundir sem þessir gera þannig vestrænum ríkj- i um kleift að samhæfa stefhu sina. g Bjöm Bjamason segir, aðspurður um þetta atriði: „Ég tel, að það sé mjög gagnlegt fyrir alla sem fá tæki- færi til þátttöku í fundum á borð við þessa, gagnist þeim sjálfum og síðan í þeim störfum sem þeir gegna." Linkind fjölmiöla Margur kann að spyrja sig hvers vegna svo lítið sé fjallað um þessa fundi í fjölmiðlum, enda þykist ég vita að fæstir sem lesi þessa grein hafi heyrt þeirra getið. Á íslandi 1 hafa birst stuttar og snubbótar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.