Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Fréttir iO'V Salmonellubakterían talin vera í matvælum í mikilli dreifingu: Ný tilfelli bætast stöðugt við „Það hafa stöðugt verið að bætast við ný tilfelli og munu halda áfram að gera næstu daga,“ sagði Harald- ur Briem sóttvarnalæknir við DV í gær um salmonellusýkingu þá sem geisar nú á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtiu manns hafa veikst, sumir þeirra svo hastarlega að þeir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús. Eng- inn mun þó vera lífshættulega veik- ur. Þeir sem hafa sýkst eru á aldrin- um 20 til 30 ára. Einkenni sýkingar- innar eru ógleði, uppköst, miklir magaverkir og niöurgangur, jafnvel blóðlitaður. Fylgikvillar salmonellu- segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir verið impmHn ekki notuð í landbúnaði hér. Vinnukenningin væri sú að bakterían hafi borist hingað með innfluttum matvælum en ekki væri vitáð hverjum. Ef fólk héldi. hins vegar áfram að veikjast mætti ætla að bakterían væri í ein- hverju sem væri í stöðugri dreifmgu. „Þetta hljóta að vera ein- hver matvæli sem farið hafa í mikla dreifingu í byrjun september," sagði Haraldur. „Þeir sýkingar geta m.a. bólga í liðum. Heilbrigðisyflrvöld vinna hörðum höndum að rann- sóknum á uppruna farald- ursins. Þau áttu fund í gær þar sem farið var yfir stöðu málsins. Sýni hafa verið tekin úr íjölda matvælateg- unda. Haraldur sagði að enn væri ekkert ótvírætt vitað um orsök faraldurs- ins. Ótrúlegt væri að sýk- ingin væri upprunnin héðan, þar sem bakterian væri með fjölónæmi gegn sýklalyíjum og sýklalyf væru Haraldur Briem sóttvarnalæknir. sem hafa greinst virðast hafa verið að sýkjast á bilinu 1.-4. september. Þá hefur þessi matur verið í um- ferð.“ Þeir sem hafa veikst hafa borðað á skyndibitastöðum, á veitingahúsum og í heimahúsum. Það er þvi engin ein tegund staða sem hægt er að rekja faraldurinn til með öruggum hætti. Því er talið frekar ósennilegt að um smygluð matvæli sé að ræða. Ekki er vitað um mörg tilfelli utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suð- urlandi er vitað um tvö tiifelli sem ekki hafa augljós tengsl við Reykja- vik. Þá greindust tveir á Akureyri en þeir komu báðir frá Reykjavík. -JSS Skuldir á Vestfjörðum vegna félagslegra íbúða: Sveitarfélög- in í kröggum - kaupverð langt umfram raunverulegt markaðsverð Staða félagslega húsnæðiskerfisins hefur verið í brennidepli undanfarið, en sveitarfélögin eiga mörg hver við miklar skuldir að stríða vegna þess. Samkvæmt áfangaskýrslu á vegum félagsmálaráðuneytisins er ástandið einna verst á Vestfjörðum, þar sem rekstur félagslegra íbúða stendur ekki undir sér. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á ísafirði, skuldar ísafjarðarbær um 1,1 millj- arð króna. „Bærinn hefur keypt upp um 180 af 270 félagslegum íbúðum á svæðinu. Nýtingin hefur verið um 85%, sem er reyndar ágætt, þannig að sá hluti er ekki vandamál hjá okk- ur. Við höfum hins vegar haldið nokkuð að okkur höndum með sölu íbúðanna af þvi að okkur hefur ekki fundist nægilega skýrar reglur um varasjóð tii að jafna mismun á sölu- verði félagslegra íbúða og raunveru- legu markaðsverði. Við viljum sjá fullkláraðar heildstæðar tillögur en við sjáum fyrir okkur að við getum selt eitthvað af íbúðum hér, enda er markaðsástand þokkalegt. Þær verða þó aldrei margar í einu þar sem við viljum ekki hafa áhrif á hinn al- menna markað. Vandinn er það stór að menn verða að viðurkenna að félagslega íbúða- kerfið hefur mistekist hér á landi, rétt eins og í Svíþjóð, Noregi og ann- ars staðar sem slíkt kerfi hefúr verið sett upp. Ég er ánægður með skýrslu félagsmálaráðuneytisins en það er nauðsynlegt að hún verði fullkláruð fljótlega. Okkar tillögur hljóða m.a. upp á að 90% ábyrgðarinnar verði hjá íbúðalánasjóði eða einhverri annarri stofnun á vegum ríkisins en afgang- urinn hjá sveitarfélögunum. Ef ráð- herra staðfestir þessa skýrslu sem góðan grunn til að byggja á erum við í góðum málurn." Ástandiö slæmt í Bolungarvík Ólafur Kristjánson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði ástandið hafa orðið sífellt alvarlegra síöan árið 1996 þegar ótimabært gjaldþrot Ein- ars Guðfinnssonar hf. hratt af stað miklum fólksflótta þar sem m.a. fækkaði í bænum um 70 manns á einu ári. „Fjórar skýrslur hafa verið Halldór Halldórsson bæjarstjóri ísafjaröarbæjar. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri Boiungarvikur. settar fram um málið en lítið hefur gerst. Vonandi verður búið að ganga frá skýrslu félagsmálaráðuneytisins fyrir áramót því staða okkar er af- skaplega slæm og við erum að inn- leysa íbúðir fyrir upphæðir sem eru langt umfram markaðsverð. Bæjar- sjóður hefur lagt metnað sinn í að standa í fullum skilum við íbúða- lánasjóð en hefur hins vegar þurft að leggja húsnæðiskerfinu til 51 millj- ón. 22 af 67 íbúðum standa auðar en við verðum með því af 10-11 milljón- um á ári í leigutekjum miðað við fulla nýtingu." -MT Berjahlíð 3 Stórtjón á eigum ibúa þegar dælubúnaöur í kjaiiara bilaöi. Hriplek blokk í Hafnarfirði: Þurfum stíg- vél frekar en inniskó - segja íbúar sem eru nýfluttir inn Kjallari í nýrri blokk við Berja- hlíð í Hafnarfirði fylltist af vatni í fyrrakvöld og urðu miklar skemmd- ir á eignum íbúa í geymslum en íbú- amir fluttu flestir inn fyrir nokkrum vikum. „Okkur finnst skrýtið að svona ný blokk skuli leka. Það var 20 sentimetra vatnsflaumur í kjallar- anum og allar geymslur fylltust," sagði íbúi í blokkinni sem byggð er af Húsnæðisnefnd Hafnarijarðar- Skuldir gagnvart íbúðalánasjóði > - í milljónum króna ■i.iuu 1.000 Fjöldi félagslegra íbúða TJD 250 200 150 100 DU 4 57 Mi£ Tálkna- krona fiörður Hólmavik Bolungar- Vestur- Isafiarðar- vík byggð 50 ; Fjöldl -l.-l Tálkna- fiörður E„ Hólmavík Bolungar- vík Vestur- ísafiarðar- bær bæjar. „Þarna skemmdust örbylgju- ofnar, tjöld og fatlaður maður sem býr hérna missti bókasafn sitt und- ir vatn. Við þurfum frekar stígvél en inniskó þegar við erum heima við.“ Að sögn íbúa á að vera sérstakt viövörunarkerfi í blokkinni sem fer í gang þegar hætta er á vatnsleka. Engar bjöllur hringdu hins vegar þegar kjallarinn fylltist af vatni á dögunum. „Það er undarlegt að byggja hús og gera ráð fyrir að það leki,“ sagði einn íbúanna. „Okkur skilst að það sé vatnsuppspretta hér til hliðar við blokkina sem liggi ofar en kjallar- inn sjálfur." Guðbjörn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisskrifstofu Hafnar- fjarðarbæjar, segir að dælubúnaður sem eigi að sjá um að dæla grunn- vatni undan kjallaranum hafi bilað þetta tiltekna kvöld: „Við fengum slökkviliðið til að dæla vatninu upp úr kjallaranum en dælubúnaðurinn er nú kominn í lag aftur. Blokkin stendur undir hlíð og það er vatns- agi þarna undir en dælubúnaðurinn á aö sjá við honum,“ sagði Guðbjöm Ólafsson. -EIR Sandkorn Hallelúja K Umsjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra hefur verið ráðherra duglegust að halda blaðamanna- fundi þar sem boðskapurinn er hvað allt gangi vel í hinum ýmsu málaflokkum ráðuneytis hennar. Nokkrum sinnum hefur hún stillt upp strípulögðum rjóm- anum af lögregluliðinu þar sem ýmist er boðað stórátak eða árang- ur reifaður. Ósjaldan hefur hún haft orð á frábærum árangri fikni- efnalögreglunnar. Nú er öldin önn- ur þar sem í óefni stefnir hjá fíknó sem aðeins má elta dópsala í dag- vinnu vegna fjárskorts. Og það er enginn blaðamannafundur og ráð- herrann lætur ekki ná i sig... Þunnskipaður kór Nú mora | blöðin af aug- lýsingum eftir I söngfólki í hina ýmsu kóra og mætti I ætla að þeir I væru flestir [ þunnskipaðir. | Karlakór Reykjavíkur I auglýsti meðal annars eftir söngmönnum í Mbl. á dögunum og segir að vanti sárlega góða tenóra. Ekkert var minnst á hámarksþyngd en margir muna eft- ir því þegar söngmanni var vísað úr kórnum sl. haust vegna þess að hann var of feitur. Væntalega hefur ekkert verið slakað á fagurfræðilegum kröfum í þessum efnum og því vonlaust fyr- ir þungavigtarmenn að sækja um. Grannir og penir tenórar eru sér- lega velkomnir. Vangaveltur Á Pressunni, [ nýrri vefsíðu sem Hrafn Jökulsson heldmr úti á [ strik.is, er talsvert fjallaö um fjölmiðla | og fréttir af 1 þeim. Þar er * miklu plássi eytt í vangaveltur um arftaka Matthíasar Johannessens, ritstjóra Mbl., sem lætur af störfum um áramótin. Fjöldi einstaklinga er tilgreindur. Ein tilgáta sem þar er sett fram segir að Davíð Odds- son muni vilja setjast í stólinn og geti vel hugsað sér að bíða á friðar- stóli í Kringlumýri þangað til Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, snýr sér alfariö að tilhuga- lífinu... Oklipptir Þegar Erpur Eyvindarson, ættaður úr Skjaldabjamar- vík á Hom- ströndum, tók viðtöl við marga ráða- menn þjóðar- innar í sumar í gervi rapp- arans og fúrðu- fuglsins Johnnys National, setti hann marga þeirra út af laginu. Hann hjólaði í Björn Bjarnason og Geir H. Haarde, svo fáein dæmi séu nefnd. I stjórnarráðinu starfar óformlegur klúbbur sem í eiga sæti allir aðstoðarmenn ráð- herra í ríkisstjóminni. Það hefur verið ákveðið að óklippt viðtöl Johnnys við yfirmennina verði skemmtiatriði á árshátíð klúbbs- ins. Almennt þykir Björn hafa staðið sig sýnu betur en Haarde í átökunum við rapparann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.