Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Þverholti IX, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerö: jsafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samvinna grannþjóða Stundum vill þaö gleymast hér á landi hverjir eru okk- ar næstu nágrannar. Viö lítum langt yfir skammt í sam- skiptum okkar viö aörar þjóöir. Þess vegna er ánægjulegt aö ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart á vaxandi gengi aö fagna. Aðildarþjóðir aö þeirri stefnu eru, auk ís- lendinga, okkar næstu grannar, Færeyingar og Grænlend- ingar. Kaupstefnan hefur veriö haldin á tveggja ára fresti í fimmtán ár í löndunum þremur. Að þessu sinni var hún haldin hér á landi og lauk í gær. Ferðakaupstefnuna sóttu 190 erlendir kaupendur og feröaheildsalar, ásamt 120 seljendum, en þar af voru 90 frá íslandi, 20 frá Grænlandi og 10 frá Færeyjum. Hún gegn- ir því mikilvægu hlutverki sem samnefnari og markaðs- torg á þessu sviöi. Ferðaþjónustan er í uppsveiflu sem at- vinnugrein í þessum löndum en þau bjóöa að ýmsu leyti upp á svipaða möguleika fyrir feröafólk, stórbrotna og óspillta náttúru. Kaupstefna sem þessi stuölar því aö nýj- um viðskiptasamböndum og endurnýjun þeirra eldri meö- al fyrirtækja í feröaþjónustunni. Hún bætir hag þátttak- enda og um leið aðildarþjóðanna. Gróskuna í ferðaþjónustunni hér á landi má meðal annars sjá af því aö á tímabilinu janúar til apríl síöastliö- inn vetur fjölgaöi ferðamönnum til landsins um þrjátíu prósent. Þessi árangur er athyglisveröur því hér er um aö ræöa fjölgun utan háannatímans yfir sumarmánuðina. Þessi fjölgun endurspeglar aukna fjölbreytni í þeirri afþr- eyingu sem í boði er, meðal annars í margs konar vetrar- ferðum. Kynningarstarfiö, ekki síst á Vestnorden-kaup- stefnunni, er aö skila sér. Tekjur af feröaþjónustu nema rúmlega 13 prósentum af útflutningstekjum þjóðarinnar. Ár frá ári hefur stööug aukning gjaldeyristekna veriö af ferðaþjónustunni. Feröa- málaráö íslands gerir ráö fyrir rúmlega 30 milljörðum króna í gjaldeyristekjur af atvinnugreininni á þessu ári. Velgengni hennar skiptir því miklu 'fyrir þjóöarbúiö. Hvergi má slaka á í kynningar- og upplýsingastarfi í greininni, sem og nýjungum sem höföa til ferðamanna. Þar skiptir kynningarstarf líkt og á vestnorrænni kaup- stefnu grannþjóðanna miklu. Haft hefur verið eftir Hauki Birgissyni, markaösstjóra Ferðamálaráðs, aö áhugi er- lendra kaupenda á Vestnorden hafi aukist jafnt og þétt. „Ég er ekki í nokkrum vafa um,“ segir Haukur, „að Vest- norden-kaupstefnan á drjúgan þátt í þeim vexti sem orð- iö hefur í ferðaþjónustu undanfarin ár. Vestnorden er einn liöur í þeirri markaðssetningu aö koma íslandi og ís- lenskri feröaþjónustu á framfæri.“ Heilbrigð samkeppni Ólympíuleikarnir í Sydney í Ástralíu voru settir í gær- morgun. Þar meö er hafin mesta íþróttahátíö sem haldin er í heiminum fjóröa hvert ár. Ólympíuleikarnir eru í senn skrautsýning og einstakt framlag þeirrar þjóöar sem þá heldur í hvert sinn en um leið vettvangur heilbrigðrar samkeppni þjóöanna. í þeirri hollu samkeppni einstaklinga og þjóöa felst mikilvægi leikanna. Ólympíuleikarnir eru keppni allra, stórra þjóöa jafnt sem smárra. Úrslit eru oft óvænt og þjóðhetjur veröa til. Leikamir minna okkur á aö öll búum viö á sömu jörð og hagsmunir okkar eru sameig- inlegir. íslendingar senda vaska sveit íþróttamanna til Sydney. íþróttafólkið hefur lagt á sig ómælt erfiði viö æfingar og annan undirbúning og uppsker nú árangur erfiöisins í keppni meðal þeirra bestu. Því er óskaö velfarnaðar í drengilegri keppni. Jónas Haraldsson Skoðun x>v Klofin Evrópa Valur Ingimundarsson stjórnmála- fsagnfræöingur Erlend tiðindi_________ efni á því aö standa fyrir utan. Hins vegar eru þær þjóðir í Mið- og Aust- ur-Evrópu sem hafa knúið á um að- ild að ESB af efnahags-, stjórnmála- og öryggisástæðum. Valda- og áhrifahópar í þessum ríkjum eru mjög gagnrýnir á ESB-ríkin. Þeir saka Vestur-Evrópubúa um að líta niður á þjóðir eins og Slóvena og Slóvaka og tala um „vestrænan hroka og sjálfselsku.“ Þrátt fyrir fógur loforð um að veita þessum ríkjum aðgang að Evrópusamstarf- inu eftir fall Berlínarmúrsins hafi stjórnvöld í ESB-ríkjunum reist Hver er sjálfsmynd Evrópu? Mörg svör hafa komið fram við þeirri spumingu. Hvað með evrópska menningu, Shakespeare, Dante, Beethoven - eða mannúðar- og lýðræðisgildi? En Evrópa á sér aðra hlið: stríð, útrým- ingarherferðir, einræðisstjómir og nýlendustefnu. Er Evrópusamband- ið tákn Evrópu? Þeir sem sjá ESB í jákvæðu ljósi telja að það sé tæki til að draga úr þjóðernisdeilum og koma í veg fyrir stríð meðal Evrópuríkja og stuðla að pólitískri, menningarlegri og efnahagslegri samvinnu. Og þeir sem vilja aðra pólitíska kosti og hafna „sósíaldemókratískri íhalds- stefnu", eins og þýski mannfræðing- urinn Heidrun Friese kýs að nefna það, líta svd á að samkennd Evrópu- búa sé ónotað afl til að berjast gegn nýfrjálshyggju og koma á virkara lýðræði í Evrópu. Og í augum margra er búa í ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu og vilja tengjast Vestur-Evrópu nánum böndum er „Evrópa" og Evrópusambandið já- kvæð tákn fyrir pólitískan og efna- hagslegan stöðugleika og opin landamæri. Þeir sem em tortryggnir gagn- vart Evrópusambandinu draga upp svarta mynd af „skrifræðinu í Brússel“ sem takmarki fullveldi ríkja eða líta á það sem birtingar- form óheftrar markaðshyggju sem sé orðin allsráðandi í Evrópusam- starfmu. Óljós sjálfsmynd Margir menntamenn í Vestur- Evrópu leggja áherslu á menningu og sameiginlegar venjur og hefðir sem kjarnann í evrópskri sjálfs- mynd og telja að henni stafi nú ógn af útlendingahatri, öfgaþjóðernis- hyggju og alþjóðavæðingu. Það aftr- ar ekki öðrum frá því að hafna hug- takinu á þeirri forsendu að sjálfs- mynd sé ekki sprottin af sjálfu sér heldur mótuð af ráðandi þjóðfélags- öflum. Rithöfundurinn Jaan Kaplinski kynntist því af eigin raun hvemig Sovétmenn þvinguðu sov- éskri sjálfsmynd upp á Eista. Hann stingur ekki aðeins upp þvi aö því aö umskíra Evrópu og tala frekar um „Vestur-Evrópu-Asíusvæðið"! Hann spyr einnig hvort hug- myndin um sjálfsmynd Evrópu sé ekki aðeins eitt form af „and-amer- ikanisma" Gamlir og nýir múrar Það gefur augaleið að þjóðfélags- hópar innan þjóðríkja, sem kenna sig við Evrópu, hafa mismunandi skoðanir á því hvað geri þjóðir evr- Þaö hefur ávallt veriö erfitt aö skilgreina evrópska sjálfsmynd, enda hafa margar þjóöir og þjóöfélagshópar, sem kenna sig viö Evrópu, mismunandi afstööu til hennar. nýja múra á þessum áratug. Afleið- ingarnar séu öryggisleysi og kvíða- tilflnning. Ekki er eingöngu unnt að skella skuldinni á vestræn ríki. Króatíski rithöfundurinn Sla- venka Drakulic segir að ekki megi gleyma því að margir styrktu það þjóðfélagskerfi í sessi sem komið var á fót á kommúnismatímanum með því að vinna með ráðandi öfl- um. Áhrifafólk í „Austur-Evrópu" gerir sér grein fyrir því að ESB-rík- in eru ekki með góðgerðarstarfsemi í huga gagnvart þeim ríkjum sem áður voru á áhrifasvæði Sovét- manna. En það vill ekki hlusta á þá Rússa sem ráðleggja þeim að standa fyrir utan ESB og skapa sér sér- stöðu í Mið-Evrópu. Slóvakar treysta ekki Rússum eft- ir reynslu sína af valdi þeirra og fullyrða að þeir séu að vinna gegn því leynt og ljóst að Slóvakía fái að- Od að ESB, m.a. með efnahagsþving- unum. Eitt er víst: Það mun taka fjölda ára að koma á eðlilegu sambandi milli Rússa og þeirra þjóða sem voru undir stjóm þeirra í kalda stríðinu. Er skeytingarleysi Vestur- Evrópuríkja í garð þessara þjóða annað vandamál? ísraelski heim- spekingurinn Ezra Talmor telur að Evrópubúar séu með evrópska sjálfsmynd á heOanum og ráðleggur þeim að hugsa um eitthvað annað, eins og t.d. að brjóta niður valdapýramída og eyða stéttaskipt- ingu. Það er óþarfl að ganga svo langt að hætta að hugsa um hugtak- ið. En það má styðjast við það í öðr- um tilgangi en nú er gert: til að brjóta niður þá efnislegu og andlegu múra sem reistir hafa verið mOli Vestur-Evrópu og „Austur-Evrópu". ópskar og hvað ekki. Og sumar þjóðir hafa ekki almennilega gert það upp við sig hvort þær heyri tO Evrópu, eins og Rússar. En ef við hugum að því sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir blasir ein staðreynd við: efnahagsleg lag- og misskipting. í kjarnanum eru Evrópusambandsríkin sem fara með forræði í málefnum Evrópu. Umhverfis hann eru tveir ríkjahóp- ar: Annars vegar eru þjóðir eins og íslendingar, Norðmenn og Sviss- lendingar sem ekki eru knúðar til þess af efnahagsástæðum að gerast aðilar að ESB. í raun eru lífskjör í þessum rikj- um betri en hjá flestum ESB-þjóðun- um svo að stjórnvöld telja sig hafa ...er naudsynlegt fyrir velferð þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.