Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 41 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 DV DV Helgaiblað .Raiíðhausinn rokkar enn - Eiríkur Hauksson snýr aftur á sviöid í „Ég vona satt að segja að ég eigi eftir að komast heim aftur og setjast hér að. Það er hins vegar ekki á dag- skrá alveg á næstu árum því ég og fjöldskyldan eigum orðið ákveðnar rætur í Noregi sem getur verið erfitt að slíta. Hitt er alveg öruggt að mér finnst miklu merkilegra að vera íslendingur en Norðmaður. Við erum svo miklu sjaldgæfari," segir Eiríkur Hauksson rokksöngv- ari sem i kvöld stígur á sviðið á Broadway þegar þar verður frum- sýnd mikil söngva- og dansskemmt- un sem byggð er á tónlist hljóm- sveitarinnar Queen. Eiríkur verður þar í framlínunni í hlutverki hins látna söngvara Freddy Mercury sem leiddi Queen í 20 ár eða frá 1971 til 1991 þegar hann raddböndin. Hljómsveitin hét Piccolo og fyrir þá sem hafa gaman af poppsögu var hún skipuð Eiríki, Gústaf Guðmundssyni ljósmyndara, sem lék á trommur, Birgi Ottóssyni, sem lék á bassa og gerir enn, Jó- hannesi Helgasyni, gítarleikara og flugmanni, og Sigurgeir Sigmunds- syni sem lék á gítar og gerir svo sannarlega enn. Á þessum árum skiptust ungling- ar og tónlistarmenn í fylkingar í af- stöðu sinni til tónlistar. Menn voru annaö hvort rokkarar eða ekki. Það var ekki hægt að hlusta á þá saman Ragga Bjama og Led Zeppelin. „Þetta hefur breyst mjög mikið," segir Eiríkur. „Fyrir nokkrum árum hlustaði dóttir mín mikið á New Kids on the fram undan en ég var líka bókaður með Start suður á Keflavíkurflug- velli. Þarna tókust þeir á fótbolta- maðurinn og rokkarinn og rokkar- inn vann. Ég er ekki alveg viss um að ég hefði valið eins í dag en á þessum tíma var jafnvel enn fjar- lægara að láta sig dreyma um at- vinnumennsku í fótbolta en heims- frægð í rokkinu." Byltingin í rokkinu Þannig réðust örlög Eiríks en þrátt fyrir vinsældir hljómsveita sem hann lék í fannst honum hann aldrei fá almennilega útrás fyrir rokkarann. Eiríkur vildi spila og syngja sína eigin tónlist, alvöru þungarokk, en ekki stæla vinsæl lög eftir aðrar hljómsveitir til að syngja Þetta er þungarokkssveitin Drýsill sem varö skammlíf Gegnum hana komst Eiríkur í kynni viö norska þungarokkara og fór út í heim aö elta drauminn um frægö. lést úr alnæmi og þá missti þessi skrautlega og iilflokkanlega hljóm- sveit nokkuð flugið eftir að hafa svifið hátt yfir tindum vinsældalist- anna um allan heim. Smitaðist ungur af rokkinu Eirikur fæddist árið 1959 og ólst upp í Vogahverfmu í Reykjavík og hedlaðist snemma af rokktónlist, sérstaklega hljómsveitum eins og Led Zeppelin og Deep Purple sem báðar heimsóttu ísland á unglings- árum Eiríks. En sérstaklega mark- aði koma Led Zeppelin djúp spor í íslenska rokksögu. Var Eiki hrifmn af Queen? „Það heilluðust allir af A Night at the Opera sem kom út árið 1975. Þá var ég í menntaskóla og þetta þótti manni alveg frábær tónlist og plat- an glumdi í öllum partíum á þess- um árum og maður kunni hana bók- staflega utan að.“ Eiríkur á að baki um 25 ára feril í rokktónlist og þrátt fyrir 41 árs aldur skartar hann enn hinu alþjóð- lega vörumerki rokkaranna, síðu hári sem nær niður á mitt bak og er enn koparrautt eins og þaö hefur verið síðan hann steig fyrst á sviö með rokkhljómsveit á íslandi. Piccolo stígur á svlðið Það var í Þórscafé árið 1975 sem Eiríkur Hauksson stóð fyrst með míkrófóninn í framlínunni, 16 ára gamall með sitt rautt hár, og þandi Block og Guns and Roses báða í einu. Mér skilst að á tónleikum hér heima fyrir skömmu hafi Lúdó og Stefán hitað upp fyrir Utangarðs- menn. Það má allt í dag en þegar ég var unglingur hefði þetta verið óhugsandi." Sekur slær í gegn Eiríkur hefur sungið með ýmsum hljómsveitum á sínum ferli og fleiri en hér er rúm til að telja upp en segja má að þáttaskil hafi orðið á ferli hans þegar hann fór að syngja með hljómsveit sem hét Start og var leidd af hinum gamalvana rokkjaxli Pétri Kristjánssyni. Þar, eins og oft áður, var Sigurgeir Sigmundsson, æskuvinur Eiríks, með gítarinn í höndunum og saman tryllti bandið landsmenn upp úr skónum og upp á borð með lögum eins og Seinna meir og Sekur sem eflaust margir muna eftir. Öfugt við marga aðra rokkara sinnti Eiríkur námsferli sínum af alúð og lauk stúdentsprófi og út- skrifaðist síðar úr Kennaraháskól- anum. Hann var þá eins og nú ástríðufullur fótboltaáhugamaður og æfði og spilaöi með Þrótti. Rokkarlnn sigraöi sparkarann „Það má segja að ég hafi staðið á krossgötum 19 ára gamall þegar ég var valinn í aðalliðið hjá Þrótti. Það var mikilvægur leikur á Selfossi á dansleikjum. Við það upprót sem varð í íslenska tónlistarheiminum upp úr 1980 þegar Utangarðsmenn byltu íslenska rokkheiminum urðu hljómsveitir eins og Start og fleiri hallærislegar á einni nóttu því allt í einu varð mjög ófmt að syngja á ensku lög eftir aðra. Þessir draumar Eiríks leiddu hann til þess að stofna þung- arokksveitina Drýsil á miðjum ní- unda áratugnum. Drýsill spilaði bara þungarokk og ekkert annað en þungarokk. Þar voru ásamt Eiríki Einar Jónsson gítarleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Sigurður Reynisson trommari. Þeir félagar áttu sér lítinn hóp harðra aðdáenda en markaðurinn var heldur lítill fyrir svona sérviskulega tónlist. „Við börðumst samt áfram,“ segir Eiríkur þegar hann rifjar þetta upp. „Við gáfum út eina plötu á eigin kostnað sem að lokum seldist í 1000 eintökum. Ég malbikaði upp í kostnaði með þrotlausu puði. En við þurftum líka að spila á böllum til að afla fjár og þá þýddi ekki að spila eigin tónlist heldur það sem var vin- sælt og það hötuðum við allir svo við féllum á eigin bragði og hættum fljótlega." Gaggó vest geröi allt vitlaust Þótt Eiríkur vildi helst syngja sitt sérviskulega þungarokk voru vin- sældirnar aldrei langt undan því Broadway eftir 12 ára útlegð í Noregi. Rúmlega fertugur segist rokkarinn aldrei munu skerða hár sitt. Eiríkur Hauksson er kominn aftur á sviðlö á Broadway meö stæl eftir 12 ára búsetu í Noregi Rokkarinn rauöhæröi segist vera sáttur viö feril sinn og hefur lagt drauma um heimsfrægö á hilluna. hann virtist vera jafnvígur á margs konar tónlist og íslendingar lögðu við hlustir þegar rödd hans hljóm- aði. Eiríkur söng á plötu Gunnars Þórðarsonar, Borgarbragiu, tvö lög. Annað hét Gull en hitt var Gaggó vest sem varð eitt vinsælasta lag ní- unda áratugarins og um tíma kunni öll þjóðin það utanbókar. Eiríkur varð vinsælli en nokkru sinni fyrr en var samt aldrei virkilega ánægð- ur með hlutskipti sitt. „Ég var afskaplega upp með mér þegar Gunnar leyfði mér að velja úr þeim lögum sem til stóð að setja á plötuna. í kjölfarið hafði ég gríðar- lega mikið að gera og kom stundum fram á mörgum stöðum sama kvöld- ið. Þá tíðkaðist hið svokallaða „playback" sem þýddi að maður fór á milli staða með tónlistina á bandi og söng svo með. Þetta fannst mér ekki skemmtilegt til lengdar. Mér leið eins og apa í búri því þetta var ekki tónlistarflutningur eins og mér finnst skemmtilegur. Það eina sem þetta gaf mér voru peningar." Reið á vaðið í Eurovision Það er ekki hægt að skiljast við níunda áratuginn og Eirík Hauks- son án þess að rifja aðeins upp fyrstu þátttöku íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni 1986 en þá fór hann ásamt Pálma Gunn- arssyni og Helgu Möller til Bergen og söng Gleðibankann fyrir íslands hönd. Fyrirfram voru margir sann- færðir um sigur og viðskiptajöfrar töluðu alvörugefnir um afleiðingar þess að ísland sigraði og hvar hentugt hús fyndist og þar fram eftir götunum. Kvöldið sem keppn- in var hefði mátt heyra saumnál detta á mannauðum götum borgar- innar og hálfgerð þjóðhátíðar- stemning myndaðist í kjölfarið þótt sextánda sætið væri stað- reynd. „Þetta var auðvitað múgsefjun. Það voru allir einhvern veginn sannfærðir um að við myndum sigra og við sem tókum þátt í þessu misstum hálfgert fótanna um tíma í allri vitleysunni. Maður var allt í einu á launum hjá Sjón- varpinu, allir skápar fylltust af undarlegum fotum og gamlir rokk- hundar eins og við Pálmi vorum famir að læra einhver spor. Það var í rauninni ekki fyrr en við komum á sviðið í Bergen og fórum að æfa með stórsveitinni að ég áttaði mig á þvi að sitthvað var ekki i lagi. Við vorum svo reynslu- laus að það vissi enginn hvort mætti koma með undirleik á bandi eða yfirleitt hvemig leikreglumar væru. Ég hafði upphaflega þvælst inn í þetta til þess aö syngja í und- ankeppninni í Sjónvarpinu, Mér fannst í fyrstu að Pálmi ætti að fara með Gleðibankann enda hafði hann sungið hann vel í und- ankeppninni. Ég þurfti að hugsa mig dálítið mikið um áður en ég fór því mér fannst þetta ekki passa vel fyrir rokkara eins og mig. En þetta fór allt vel að lokum og við erum öll vinir enn þá og þjóðin virt- ist ekki erfa þetta viö okkur, þótt undarlegt megi virðast.“ Aftur og nýbúinn Árið 1991 steig Eiríkur aftur á svið í Eurovision en að þessu sinni fyrir Noregs hönd. Þá var hann meðlimur í vinsælum sönghópi í Noregi sem hét Just 4 Fim og Norð- menn vom nýbúnir að vinna keppn- ina með hinu ógleymanlega lagi La det svinge. Hann segist halda að hann sé eini maðurinn sem hefur keppt fyrir tvö lönd í þessari um- deildu keppni sem allir elska að hata. Þegar hin skammlífa þung- arokksssveit Drýsill gerði sína fyrstu plötu var eitt laganna byggt á örstuttu stefi eftir norsku þung- arokkssveitina TNT. Það leiddi til samskipta við norska rokkara sem síðan leiddi til viðtals í þungarokks- tímariti við Eirík. „í þessu viðtali sagðist ég vera til- búinn að leita á önnur mið en ís- land og þetta lásu meðlimir í Artch, norskri þungarokksveit, og höfðu samband við mig og spurðu hvort ég vildi koma út og prófa að syngja með þeim.“ Draumurinn um heimsfrægð Eitt leiddi af öðru. Eiríkur fór til Noregs 1988, fyrst til reynslu en síð- ar alfarinn. í kjölfarið fluttu Helga Steingrímsdóttir, eiginkona Eiríks, og tvær dætur þeirra út og fjölskyld- an býr í dag í Fredriksstad þar sem Helga kennir, Eiríkur syngur og vinnur í hálfu starfi á meðferðar- heimili fyrir börn sem eiga í aðlög- unarerfiðleikum og eldri dóttirin er í sænskum háskóla en hin enn í fóð- urgarði. Upphaflega erindið til Nor- egs var að höndla heimsfrægðina með Artch. „Mér finnst ekkert athugavert við að sækjast eftir frægð. Það er stund- um talað um það eins og draumóra en allir listamenn vilja ná til sem flestra og það er eðlilegt að setja markið hátt. Artch fékk plötusamn- ing í Ameríku og við gerðum fleiri en eina plötu og fengum fjölda til- boða en reynsluleysi okkar varð okkur að falli. Við urðum stórir upp á okkur og biðum eftir stóru tilboð- unum þegar við hefðu sennilega átt að taka einhverju af því sem okkur bauðst. En það þýðir ekki að sýta það og bandið leystist svo upp.“ Eiríkur syngur í fiölmörgum hljómsveitum i Noregi sem leika ólíka tónlist. Stg. Pepper einbeitir sér að tónlist bítlanna, Soul Train flytur sálartónlist og Rock ‘n Roll Adventure flytur þungarokk. Aunt Mary leikur gamalt og gott rokk. Ei- rikur segist vera afar sáttur við hlutskipti sitt og segist munu rokka meðan hann stendur í fætumar. Fyrst kóngur, svo drottning Hann leggur gjörva hönd á margs konar tónlist því áður en hann fór að takast á við Freddie Mercury í Queen var hann á fiölunum í Noregi í hlutverki Ólafs helga Haraldsson- ar Noregskonungs í söngleik sem byggði á norskum menningararfi. „Þetta var skemmtilegt og krefi- andi. Ég lét mér vaxa alskegg fyrir hlutverkið og þetta var ekki bara söngur því ég þurfti að leika tals- vert líka.“ Þannig má segja að Eiríkur fari úr því að leika konung í hlutverk drottningar en Freddie Mercury, fyrrverandi söngvari Queen, var mikil „drottning" eins og það er kallað í heimi samkynhneigðra sem hann tilheyrði og af því var nafn sveitarinnar dregið en ekki bresku krúnunni. Hættur að dreyma um heimsfrægö „Ég hef lagt alla drauma um heimsfrægð á hilluna. Það verða yngri og efnilegri menn að sækjast eftir því en ég. Ég er mjög sáttur við líf mitt eins og það er núna. Um tíma spilaði ég einn á krám og pöbb- um í Noregi til að hafa sem mestar tekjur en ég hataði það og var við það að gefast upp á allri spila- mennsku. Tónlist sem ég vil flytja nýtur sín ekki nema í samfélagi við aðra tónlistarmenn og ég hef fengið tækifæri til að fást við margs konar tónlist og er í dag mjög sáttur við það. Ég vann lengi ekkert með tónlist- inni en þetta starf sem ég gegni er afar krefiandi og skemmtilegt og maður þarf á öllu sínum andlega og líkamlega styrk að halda á köflum." Sagan endurtekur sig Á liðnu sumri hefur Eiríkur verið tíður gestur á íslandi, einkum til þess að syngja þungarokk með hljómsveitinni Gildrunni á rómuðum sam- komum í Mosfellsbæ þar sem hefur verið slegið upp tjaldi við hverfispöbbinn í Mosó og rokkað til dögunar yfir sveitt- um og sælum aðdáendum. Þannig hefur sagan snúist við. Áður fór Eiríkur til Noregs að syngja þungarokk en nú kem- ur hann heim til þess sama. Enn stendur Sigurgeir við hlið hans á sviðinu líkt og í Þórscafé forðum og þenur gít- arinn. Samson er minn maður Eiríkur virðist ekki hótinu eldri en þegar hann söng Gaggó vest hérna um árið. Margir halda að lífsstíll þung- arokkara sé tómt sukk og svall. Er þetta bara vitleysa? „Þetta er ekkert sérstaklega hollur lífsstíll, miklar vökur og löng ferðalög. Það eru mörg tækifæri til að að skemmta sér í þessum bransa og auövelt að missa fótanna ef maður er veikur fyrir. Mér finnst óhugs- andi að lifa án áfengis en það hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir mig að umgangast það.“ Eiríkur hefur aldrei látið skerða hár sitt og segir að þaö standi ekki til. Finnst engum það neitt athuga- vert að hann skuli halda tryggð við þessa hártísku, kominn á fimmtugs- aldur? „Nei, alls ekki. Þrettán ára dóttur minni finnst þetta „cool“ og vill hafa pabba gamla svolítið öðruvísi. Þetta tefur ekkert fyrir mér og ég hef ekki í hyggju að breyta neitt til.“ Er þér kannski farið eins og Sam- son hinum sterka í Biblíunni sem hélt kröftum sínum aðeins óskert- um ef hann lét ekki skerða hár sitt? „Samson er minn maður. Ég held með honurn." -PÁÁ Eiríkur hefur verið í rokkinu frá unga aldri eða í 25 ár Þessi mynd úr safni DV er ekki merkt meö ártali en Ijósmyndarinn var Helgi Þorgils Friöjónsson svo líklega er hún aö minnsta kosti 20 ára gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.