Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Reykvíska læðan Camille Claudell þjáist af offitu: Köttur yfir kjörþyngd Láta breyta sér í Britney Spears Útvarpsstöð 1 Ohio hefur hrundið af stað frekar óvenjulegri sam- keppni undir yfirskriftinni „Líkami eins og Britney Spears“. Allar kon- ur yfir 21 árs geta tekið þátt í sam- keppninni sem er mjög einfóld. Þær þurfa einfaldlega aö senda inn mynd af sér ásamt rökstuðningi fyr- ir því af hverju þær vilja lita út eins og söngkonan Britney Spears. Sú sem vinnur keppnina hlýtur að launum lýtaaðgerð, að verðmæti þrjár og hálf milljón, svo hún geti látið drauminn rætast og orðið sem líkust Britney Spears. Sjálf hefur Britney oft verið orðuð við lýtaað- gerðir og hefur t.d. verið mikið spáð í það hvort hún sé með silíkon í brjóstunum eða ekki, en hin 18 ára poppstjama hefur neitað öllu slíku. Hvorki Britney sjáif né útgefendur hennar styðja samkeppnina. Andvökur „Hún var af- skaplega illa á sig komin og mjög tauga- veikluð þegar ég fékk hana. Ég stóð bara með hendur á mjöðmum og vissi ekkert hvað ég átti eigin- lega að gera við hana, enda var ég fyrsta árið oft að þvi kominn að gef- ast upp. Ég ráðfærði mig við dýra- lækni og hann sagði mér að ef ég héldi þetta út í u.þ.b. þrjú ár þá væri ég kominn með hinn prýðileg- asta heimiliskött." Þetta segir graf- íski hönnuðurinn Heimir Guð- mundsson um hina sjö ára gömlu læðu sína, Camille Claudel, en hún heitir í höfuðið á frönskum mynd- höggvara sem uppi var í lok 19. aldar og fram á þá 20. en sú Camille var mjög greind, geðrík og umfram allt hæfileikarík á sínu sviði. Erfiö æska Þó að Camille hafi verið erfið þeg- ar hún var yngri þá hefur ræst úr henni, en hegðunarvandamál henn- ar á yngri árum má að öllum líkind- um rekja til æsku hennar sem var enginn dans á rósum. Móðir hennar var sagður flækingsköttur sem ól hana í Bláa lóninu. Eftir að móður- inni var lógað hafnaði Camille í höndum góðhjartaðrar stúlku í Hafnarfirði. Síðan lenti Camille inn á heimili Heimis, þá einungis mán- aðargömul. Heimir hafði síður en svo ætlað að fá sér kött en vinur hans kom með kettlinginn inn á heimilið á sínum tíma og varð hann eftir hjá Heimi sem gat ekki hugsað sér að láta hann fara heldur ákvað að takast á við þetta hlutverk. Enda hefur Camille veitt honum ómælda ánægju. „Ég sá strax að hún var vel gef- in,“ segir Heimir um sín fyrstu kynni af Camille. Hún var fljót að átta sig á umhverfinu og það gaf honum von um að hægt yrði aö vinna traust hennar með tímanum. Vandlát á mat Camille er ekta innikisa og lætur sér það vel líka. Hún er sérlunduð og með sterkan karakter, er katt- þrifin og á þessum sjö árum sínum Þegar ég var að vaxa úr grasi upp úr sið- ari heimsstyrjöldinni þótti mér og minni kynslóö svefninn til hinnar mestu óþurftar, einfaldlega vegna þess að alltaf var sú hætta fyrir hendi að maður missti af gleðskapnum við það að sofna. Mönnum fannst semsagt fráleitt að eyða - einsog sagt var - æskunni í svefn. Þess vegna var kjörorð eftirstríðskynslóð- arinnar: - Nú ríður á að vaka. Þessu markmiði náðu menn svo með því að vera sífellt að aðhafast eitthvað sem hélt fyrir þeim vöku. Eyða ekki æskunni í svefn. Og nú vaknar spurningin, hefur eitthvað breyst? Já, heldur betur. í dag er takmarkið ekki að vaka heldur að sofa. Ekki lengur talið eftirsóknarvert og æski- legt að vaka einsog í dentið. Talið beinlínis sjúklegt í dag að halda vöku sinni. Með þeim afleiðingum að þjóðin liggur meira og minna andvaka útaf því að geta ekki sofið. Amma mín hélt því fram að þeir sem svæfu að öðru jöfnu til hádegis og legðu sig svo eftir hádegismatinn ættu það til að sofna seint og illa á kvöldin og verða jafnvel andvaka frameftir nóttu, sérstaklega ef þeir stunduðu ekki einhverja erfiðisvinnu þegar þeir væru vakandi. Hún hélt þvi fram að andvökur stöfuðu af of miklum svefni. Þetta er bara, einsog hún orðaði það: - hy- sterí í fólki sem alltaf er útsofið og óþreytt. Hún sagði líka að svefnleysi barna stafaði af því að nútímabörn fengju aldrei að hreyfa sig. Þau væru borin úr vöggunni í barnastól, úr barnastólnum í barnavagn, úr barna- vagninum i bílstól, úr bílstólnum í einhvers- konar meis, sem kallaður væri barnagrind, úr þeirri grind í bílstól, úr bílstólnum í barnastól og svo úr barnastólnum í vögguna aftur. Ég man aö hún sagði þegar hún frétti að kjúklingar væru negldir niður gegnum fit- ina til að þeir reyndu ekki á sig og eyddu orkunni í eitthvað annað en safna spiki fyr- ir slátrunina. Þá sagði amma: - Nú, það er bara farið með þá einsog börnin í dag. Afturámóti sagði afi að ekkert jafnaðist á við það að sofna hlæjandi og vakna bros- andi. En nú eru bæði amma og afi dáin og vís- indin á fullu í því að færa svefnleysið í vís- indalegan búning svo hægt sé að rannsaka það eftir vísindalegum kúnstarinnar regl- um. Þegar fornmenn sótti svefn á miðjum degi var það stundum fyrirboði válegra tíðinda og eins sóttu aðkomumenn að fólki með þeim hætti að það steinsofnaði jafnvel þegar sól var hæst á lofti. Nú hafa svefnvísindi samtimans sýnt framá að draumspeki fornmanna var ein- faldlega sprottin af sjúkdómi sem nefnist á vísindamáli drómasýki. Og hvað þá með konumar? Sérfræðingar rannsóknarstofu geðdeildar Landspítalans hyggja nú á rannsóknir á svefnstoli kvenna á breytingarskeiðinu með hliðsjón af líkamshita þeirra þegar þær eru ekki með hita. Ég er persónulega haldinn bæði dróma- sýki, kæfisvefni og svefnstoli og þar að auki held ég að ég sé á breytingarskeiðinu, en ég er sannfærður um að drómasýkin sem sæk- ir á mig á daginn stafar öðru fremur af Berst við aukakílóin Heimir Guömundsson hefur sett læöuna sína í megrun aö læknisráöi en hún berst viö aukakíióin eins og svo margur íslendingurinn. H?.. óvæntum gestkomum og mikilli gestanauð og stopulum svefnfriði á nóttinni þar sem rekkjunautur minn þarf að stunda bók- og blaðlestur allar nætur með tilheyrandi ljós- um, blaðaskrjáfi og allslags bóklestrar- bramli, ef hún er þá ekki að lemja saman potthlemmum framí eldhúsi þegar allt al- mennilegt og siðað fólk á að sofa djúpum og draumlausum svefni. Svo er ég haldinn kæfisvefni vegna holda- farsins og undirlagður er ég af svefnstoli af því ég er meira eða minna útsofinn og óþreyttur þegar ég leggst til hvílu á kvöldin. Af því sem hér hefur verið sagt má ljóst vera að ég fagna rannsóknum geðdeildar Landspitalans á svefntruflunum. Einkum ef þær gætu orðið til þess að draumur afa míns sáluga rættist. Semsagt draumurinn um að sofna bros- andi og vakna hlæjandi. Flosi og núna er hún rúmum þremur kílóum of þung. „Ég er búinn að setja hana á megrunarfæði eftir fyr- irmælum frá dýralækni. Með aldr- inum hægja dýrin á líkamsstarf- seminni eins og mennirnir og þá þarf að breyta mataræðinu hjá þeim,“ segir Heimir. Að hans sögn er ekki er óalgengt að innikisur séu settar á megrunar- kúra því þær brenni minna en þeir sem fá að vera úti og verði kettimir of feitir getur það einfald- lega orðið þeim að fjörtjóni. -snæ á heimilinu hefur hún aldrei brotið nokkum hlut. „Ef ég hef gleymt að skipta um sand í dallinum hennar þá kemur hún til mín og vælir. Hún vill hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Heimir og bætir við að hún sé einnig mjög vandlát í sambandi við mat. „Hún vill eingöngu smáýsu. Henni finnst stór ýsa ekki nógu bragðgóð og fúlsar við henni. Það þýðir heldur ekkert að bjóða henni lax eöa silung, hvað þá humar, en hún hámar í sig rækjur," segir Heimir sem gefur henni ýsu í bland viö kattarmat. Camille er ekki bara vandfýsin á mat heldur líka fólk. „Hún flaðrar ekki upp um hvern sem er heldur fer hún í manngreinarálit. Hún er að eðlisfari frekar tortryggin í garð ókunnugra og verður að fá að nálg- ast þá á sínum forsendum," segir Heimir. Þremur kílóum of þung Eins og margir íslendingar á Camille við ofFituvandamál að etja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.