Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V 40 ár í alfaraleið: s Arin okkar Magnúsar bæði hér í sýslu og á Ströndum. Hann var um tíma með kjötflutn- inga á haustin fyrir Kaupfélag Bitruíjarðar á Óspakseyri og flutti fóður þangað en hann var hættur allri bUaútgerð nokkrum árum áður en hann lést.“ Góðar konur á bæjunum í kring - Var það ekki mikið sem bættist við hjá þér í sambandi við rekstur- inn meðan mest var að gera í flutn- ingunum? „Það voru góðar konur á bæjun- um hérna í kring og fleira fólk i vinnu sem var traust og hægt var að leita tU um aðstoð ef með þurfti Bára Guðmundsdóttir, Staðarskála í Hrútafirði Þar starfaði ein stúlka með eigendunum fyrsta sumarið en núna þarf þrjátíu starfsmenn dVAÓLMAVIK: „Eg starfaði í tvö ár á símstöð- inni í Brú þar sem við Magnús kynntumst en hingað kom ég vorið 1960 og það sama vor opnuðum við Staðarskála," segir Bára Guð- mundsdóttir sem hefur ásamt Ei- riki, mági sínum, séð um rekstur Staðarskála frá þvi eiginmaður hennar, Magnús Gíslason, lést fyrir sex árum. „Skálinn þótti stór á þeirra tíma mælikvarða en var þó aðeins sá hluti sem er veitingasalurinn í dag. Hann varð fljótt of lítUl þvf ferða- mannastraumurinn breyttist og óx næstu árin. Það var síðan árið 1964 sem byggt var við hann, aðaUega tU að bæta eldunaraðstöðu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Árið 1970 létum við teikna þá byggingu sem sjá má hér í dag. Sem dæmi um breytingar á starfsmannahaldi var hér ein starfsstúlka fyrsta sumarið en nú eru starfsmenn um þrjátíu yfir sumartímann. Þörfin fyrir þessa starfsemi kom fljótlega í ljós en fyrstu árin var ekki boðið upp á gistingu. Það er ekki fyrr en eftir að skálinn var stækkaður og kom- inn í það horf sem hann er 1 dag að við höfðum fjögur gistiherbergi á neðri hæðinni. Ef þörf var fyrir meira gistirými tókum við gesti inn á heimili okkar. Fyrir nokkrum árum var reist gistihús hér á nýbýlinu Staðarflöt þegar hætt var að starfrækja svínabú þar. Keyptum við það og breyttum í glæsilegt gistihús og getum við því tekiö á móti fólki og boðið upp á gistingu í herbergjum með baði. Aðstaða á gistihúsinu er einnig mjög góð til fundahalda og fyrir smærri veislur. Margt hefur orðið til að auka okkur bjartsýni. Við merkjum verulega aukningu á umferð. Þar vegur þyngst hinn góði vegur sem kominn er yfir Holtavörðuheiði og daglegt eftirlit með honum að vetri til hefur aukið umferð til muna. Eins má nefna göngin undir Hval- fjörð sem tvímælalaust hafa aukið umferð. Það tekur ekki orðið svo langan tíma að skjótast norður i land af Suðvesturlandinu." Örfáir áttu leið um heiðina - Hefur verið jafn og stígandi gangur i þessu eða hafa einhver ár eða tímabil verið erfiðari en önnur í sambandi við reksturinn og af- komuna? „Veturnir eru oft erfiðir og sum- Fyrsti skálinn á Stað Þessi bygging var opnuð 1960 og þótti með mikiun armánuðirnir bera reksturinn uppi og sjá um að halda starfseminni gangandi. Hér hefur verið bensinaf- greiðsla frá árinu 1929 en var fyrst i smáum stíl. Farartæki voru óvíða. Þó voru örfáir sem voru að brölta yfir heiðina þó vegleysa væri, eins og t.d. Guðmundur Jón- asson og nokkrir aðrir. Það mun hafa verið 1954 sem hingað kom smáskúr með eldsneytisafgreiðslu en áður var ekkert afdrep sem af- greiðslumaðurinn hafði, eins og tíðkaðist til sveita, og þótti ekki til- tökumál. Magnús byrjaði með flutninga upp úr 1960, eftir að hafa eignast vörubíl, og hann sá að mestu leyti um flutninga fyrir starfsemina, auk margs konar vinnuamsturs, svo sem í vegagerð og við fóður- flutninga fyrir bændur. Hann var kominn með þrjá vöru- bíla á timabili og margs konar flutninga. Meðal annars var mikið um flutninga á fóðri fyrir bændur, á álagstímum. Við höfum alltaf ver- ið mjög heppin með starfsfólk. Núna er aftur á móti að verða sú breyting á að við þurfum að aug- lýsa eftir fólki því það sem býr ná- lægt sækir minna í þessa vinnu en áður sem er nokkúð athygiisyert, Þetta er góð vinna fýrir skólafólk og sumar stúlkurnar hafa verið hér allt upp í fimm til sex sumur.“ Heitur náttúrupottur í göngufæri - Er boðið upp á einhverja af- þreyingu, svo sem veiðar eða skipulagðar gönguferðir? „Það eru ekki beint skipulagðar ferðir héðan en það er merkt gönguleið fram að Hveraborg sem er skemmtileg leið og ætti ekki að vera ofraun heilbrigðu fólki. Þar er heitur pottur þar sem hægt er að láta fara vel um sig. Bæði hefur þar verið hlaðinn pottur og eins er þar aðstaða frá náttúrunnar hendi þar sem þrír til fjórir geta laugað sig Afmæliö Vegleg veisia var haldin í sumar í tilefni 40 ára afmælis skálans. brugðist vonum okkar í þeim efn- um. Vorum samhent í öllu „Árin okkar Magnúsar hér á Stað voru skemmtileg og það er gaman að minnast þeirra. Við vor- um samhent í öllu og þetta gekk allt mjög vel. Hann var drífandi maður og það gekk allt fram sem hann tók að sér. Við éignuðumst sex börn og ég átti eina stúlku áður. Elsta dóttir okkar er búsett hér og hún og hennar maður starfa hér með okkur. Fyrstu árin hér á Stað vorum við bæði með kindur og kýr en hættum síðan með kýrn- ar. Við höfum verið með sauðfé Gestunum skemmt Veislugestir hlusta á karlakór á afmælishátíðinni. fram til þessa en munum trúlega hætta með það í haust og þar með lýkur búskaparsögunni á þessari jörð, a.m.k. f bili. Siðustu árin höf- um við notið aðstoðar góðra ná- granna við heyskapinn en við höf- um alltaf verið sérstaklega heppin með nágranna hér. Póstþjónustan fluttist aftur að Stað í ársbyrjun 1999, eftir að hafa verið í áratugi á Brú, en fyrr á öldinni var Staður miðstöð póstdreifmgar fyrir Norð- ur- og Vesturland og Vestfirði.“ Arvissir gestir Flokkur veiðimanna sem komu í nokkur ár í Staðarskála. samtímis. Einnig er vinsælt að fara þangað að vetrinum. Hægt er að fara á bíl fram fyrir Fosssel og það- an er um eins og hálfs tíma göngu- leið að Hveraborg, ekki bratt en aflíðandi eins og landið er á þess- um slóðum. Nú er verið að koma þarna upp húsi og var efnið dregið fram eftir um síðustu páska.“ Reynum aö greiða götu fólks „Á tímabili vorum við með smá- viðgerðarþjónustu sem ungir menn sáu um fyrir okkur. Það var ekki síst í sambandi við dekkjaviðgerð- ir. Áður en bundna slitlagið kom fór oft mikið úrskeiðis í bílum. Þá var hægt að gera við smávegis bil- anir en aðallega voru það viðgerðir á dekkjum. Við hættum þessari þjónustu þegar þörfín fyrir hana minnkaði með batnandi vegakerfi og betri og traustari farartækjum. Við höfum í gegnum tíðina reynt að greiða götu allra þeirra sem van- hagað hefur um eitthvað. Þaö er líka til að fólk vill ekki endilega það sem er á matseðlinum hverju sinni og þá reynum við að verða við óskum þess eins og okkur er fært. Þetta hefur starfsfólk okkar alltaf vitað og það veit að við leggj- um ríka áherslu á að það veiti gest- um góða þjónustu og hafi góða framkomu. Starfsfólkið hefur ekki Gott veganesti I uppvextinum Bára er fædd árið 1937 í Ófeigs- firði á Ströndum, dóttir hjónanna Elínar Elísabetar Guðmundsdóttur og Guðmundar Péturssonar. „Ég ólst upp með lífsglöðu fólki þar sem kynslóðabil þekktist ekki. Þar bjuggu þrjár kynslóðir saman og uppeldið var gott. Það var lítið verið að kvarta. Okkur vantaði ekkert og allir höfðu nóg við að vera þótt leiktækin væru fá og nú- tímaafþreying óþekkt. Það var ekki verið að mata böm og unglinga með alla skapaða hluti eins og síð- ar varð. Ég gekk í barnaskóla á Finnbogastöðum og var þar sam- tals þrjá vetur á heimavist. Skóla- stjóri þar var fyrst Kjartan Hjálm- arsson og síðar Jóhannes Péturs- son úr Reykjarfirði. Þar kenndi líka um tima Böðvar Guðlaugsson skáld. Síðan lá leiðin í Reykjaskóla og seinna fór ég á Húsmæðraskól- ann á Laugalandi i Eyjafirði. Þetta var öll mín menntun. Þegar ég var að alast upp var börnum kennt mikið heima og ég naut þess ekki síður en önnur sveitaböm og sú kennsla hefur reynst haldgóð. Þegar við tvíburasysturnar, ég og Sjöfn, komum í Reykjaskóla lentum við í því að þar var sam- kennsla og nemendum i fyrsta og Miklar breytingar Séð yfir byggingar á Stað og Staðarflöt. Geysimiklar breytingar hafa orðið á staðnum frá því rekstur hófst fyrir 40 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.