Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Ættfræði_______________________________ Umsjón: Arndís Þorgeirsdóttir 85 ára_________________________________ Gunnar Rognvaldsson, Dæli, Dalvík. Ingibjörg Jónsdóttir, Ketilsstöðum 1, Vík. Sigurður Tómasson, Hverabakka, Rúðum. 80 ára_________________________________ Anna Snorradóttir, Hofteigi 21, Reykjavik. Gissur Símonarson, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík. Kristín Óskarsdóttir, Dæli, Dalvík. Tómas Kristinsson, Miðkoti, Hvolsvelli. 75 ára_________________________________ Lýður Bogason, Ásvegi 21, Akureyri. Rafn Magnússon, Lindasíðu 4, Akureyri. 7Q-ár_a________________________________ Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Álfheimum 25, Reykjavík. Dísa Sigfúsdóttir, Þórunnarstræti 119, Akureyri. Guðbjörg Jónsdóttir, Fjölnisvegi 7, Reykjavík. Hafsteinn Sigurgeirsson, Norðurbyggð 16, Þorlákshöfn. Heiðbjört Björnsdóttir, Miðbraut 7, Vopnafirði. Júlíus Kristjánsson, Hólavegi 7, Dalvík. 60 ára_________________________________ Birgir Símonarson, Hrauntúni 4, Vestmannaeyjum. Bjarni Þór Friðþjófsson, Heiöarholti 8a, Keflavík. Hafliöi Benediktsson, Skaftahlíð 36, Reykjavík. Sveinn Árnason, Mýrargötu 33, Neskaupstað. Þorsteinn Árnason, Austurgötu 12, Keflavík. 50 ára_________________________________ Bergþór Bergþórsson, Háabaröi 15, Hafnarfirði. Jón Ársæll Þórðarson, Framnesvegi 68, Reykjavík. Sesselja Hermannsdóttir, Frostaskjóli 87, Reykjavík. Þórður Júiíusson, Skorrastað 4, Neskaupstað. 40 ára_________________________________ Bergsteinn Einarsson, Lóurima 4, Selfossi. Guörún Erna Gunnarsdóttir, Sæbólsbraut 4, Kópavogi. Guðrún Snorradóttir, Logafold 151, Reykjavík. Helga Jónsdóttir, Háholti 10, Hafnarfirði. Jódís Lára Gunnarsdóttir, Mánabraut 11, Kópavogi. Jón Gunnar Egilsson, Meðalholti 17, Reykjavík. Kristín Álfheiður Arnórsdóttir, Fjarðarstræti 59, tsafirði. Kristjana Ósk Hauksdóttir, Fagraholti 9, tsafiröi. María Árnadóttir, Laufengi 15, Reykjavík. Sigrún Anna Stefánsdóttir, Rauðagerði 10, Reykjavík. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, Háhæð 15, Garöabæ. Vigdís Pálsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Landspitalanum, Fossvogi, miðvikud. 13.9. I Sólveig Anna Leósdóttir, Sólheimum, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju laugard. 16.9. kl. 13.30. Ólafur Þórmundsson, Bæ, Bæjarsveit, veröur jarðsunginn frá Bæjarkirkju laug- ard. 16.9. kl. 14.00. Þórey D. Brynjólfsdóttir, hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánud. 18.9. kl. 15.00. Sólrún Magnúsdóttir, Eyrarholti 3, Hafn- arfirði, verður jarösett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánud. 18.9. kl. 13.30. Margrét Lára Rögnvaldsdóttir, Gull- smára 10, áður Álfheimum 48, veröur jarösett frá Fossvogskirkju miðvikud. 20.9. kl. 15.00. Jaröarför Baldvins H.G. Njálssonar, Garði, fer fram frá Útskálakirkju laugard. 16.9. kl. 14.00. DV Ómar Ragnarsson fréttamaður og dagskrárgerðarmaður Ómar Ragnarsson ásamt konu sinni, Helgu Jóhannsdóttur, við Grímsvótn Enginn einn maður hefur lagt meira af mörkum við að opna augu landsmanna fyrir náttúruperlum íslenskra óbyggða. Ómar Þorfinnur Ragnarsson, fréttamaður, Neðstaleiti 5, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Ómar fæddisf í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann varð stúdent frá MR 1960 og var í námi í lögfræði í HÍ 1961-64. Ómar lék eitt af aðalhlutverkun- um í Vesalingunum hjá LR 1953 og lék þrisvar í Herranótt 1958-60. Hann lék í útvarpsleikritum 1953-69 og lék nokkur hlutverk í í Þjóðleik- húsinu og hjá LR 1953-69. Ómar hefur verið skemmtikraft- ur frá 1958, var skemmtikraftur að aðalstarfi 1962-69 og að aukastarfi eftir 1969. Hann skemmti með Sum- argleðinni 1971-85, hefur skemmt í ýmsum þjóðlöndum og var fulltrúi íslands í norrænum skemmtiþætti í Finnlandi 1967. Ómar hefur samið fjölda texta og laga og sungið inn á hljómplötur frá 1960 og hafa komið út á fjórða hundrað textar eftir hann á hljómplötum. Ómar var íþróttafréttamaður 1969-76, ritstjóri dagsskrár 1970, fréttamaður og dag- skrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu 1976- 88, fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður hjá Stöð 2 1988-95 og síðan aftur á Sjónvarpinu frá 1995. Ómar keppti í hlaupagreinum með ÍR 1958-64, var drengjameistari íslands í 100 m og 300 m hlaupi og boðhlaupi 1958 og keppti í meistara- flokki í knattspyrnu með Ármanni 1970. Hann sigraði í góðaksturs- keppni BFÖ 1963, 1969 og 1970 og keppti í rallakstri 1975-85, varð ís- landsmeistari í rallakstri 1980-82 og 1984 og var Jón bróðir hans að- stoðarökumaður hans. Ómar vann 18 röll af 38 sem hann keppti í 1977- 85, þar af öll mót sem Renault- bifreið þeirra bræðra keppti í 1981. Ómar tók einkaflugmannspróf 1966 og atvinnuflugmannspróf 1967. Hann var flugkennari hjá Flugskóla Helga Jónssonar og Navy Aeroclub á Keflavíkurflugvelli 1969 og vann Frambikarinn í flugkeppni 1970. Fjöiskylda Ómar kvæntist 31.12. 1961 Helgu Jóhannsdóttur, f. 25.11. 1942. For- eldrar Helgu voru Jóhann Jónsson, d. 1950, vélstjóri á Patreksfirði, og k.h., Lára Sigfúsdóttir, d. 1972. Böm Ómars og Helgu eru Jónína, f. 29.4. 1962, gift Óskari Olgeirssyni, vélvirkja í Reykjavík og eiga þau þrjú börn; Ragnar, f. 21.9.1963, bygg- ingafræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Kristbjörgu Clausen söngkonu og eiga þau tvo syni; Þorfmnur, f. 25.10.1965, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs, kvæntur Önnu Hauks- dóttur, bankamanni og eiga þau tvo syni; Öm, f. 22.11. 1967, búsettur í Reykjavík; Lára, f. 27.3. 1971, nemi í Reykjavík, gift Hauki Olavssyni sölumanni og eiga þau fjórar dætur; Iðunn, f. 8.10.1972, kennari i Reykja- vík, gift Friðriki Sigurðssyni kenn- aranema og eiga þau þrjú börn; Alma, f. 9.9. 1974, afgreiðslumaður í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Ægir örn Símonarson tölvu- nemi og eiga þau einn son. Systkini Ómars eru Eðvarð Sig- urður, f. 4.8. 1943, útibússtjóri Landsbanka íslands á Seltjamar- nesi, kvæntur Jóhönnu Magnús- dóttur kennara; Jón Rúnar, f. 12.12. 1945, framkvæmdastjóri og rallöku- maður í Reykjavík, kvæntur Petru Baldursdóttur; Ólöf, f. 16.6. 1948, kennari í Reykjavik, gift Ólafi Jó- hanni Sigurðssyni vélvirkja; Guð- laug, f. 20.8. 1951 húsmóðir í Stokk- hólmi í Svíþjóð, gift Sigurjóni Leifs- syni matreiðslumanni og Sigurlaug Þuríður, f. 17.7. 1964, listfræðingur í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Jóhann Vilhjálmsson málari. Foreldrar Ómars: Ragnar Eð- varðsson, f. 24.6. 1922, fyrrv. bakari og síðar borgarstarfsmaður í Reykjavík, og k.h., Jónína Rannveig Þorfmnsdóttir, f. 16.9. 1921, d. 10.4. 1992, kennari og húsmóðir. Ætt Ragnar, er sonur Eðvarðs, bak- arameistara í Reykjavík, Bjarnason- ar, formanns í Reykjavík, Gíslason- ar. Meðal systkina Eðvarðs: Anna, gift Erlendi Þórðarsyni, pr. í Odda, og Sigríður, móðir Bjarna Jónsson- ar listmálara. Móðir Ragnars var Sigurlaug Guðnadóttir, b. á Óspaksstöðum í Hrútafirði, Einarssonar og Guðrún- ar Jónsdóttur. Meðal systkina Sig- urlaugar voru Einar, prófastur í Reykholti, faðir Bjarna, fram- kvæmdastjóra Byggðastofnunar, og Guðmundar, forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins. Annar bróðir Sigurlaug- ar var Jón, pr. og skjalavörður, fað- ir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs, Torfa og Eiríks. Föðurbróðir Ómars er Gunnlaug- ur, faðir Gísla Ágústs, lektors í sagnfræði. Jónína er dóttir Þor- finns, múrara í Reykjavík, bróður Guðbrands á Prestbakka, fóður Ing- ólfs, forstjóra og söngstjóra. Þor- finnur var sonur Guðbrands, b. á Orustustöðum, Jónssonar, b. í Efri- Vík, Þorkelssonar. Móðir Jóns var Málmfríður Bergsdóttir, pr. á Prest- bakka, Jónssonar og Katrínar Jóns- dóttur eldprests Steingrímssonar. Móðir Þorfínns var Guðlaug ljós- móðir Pálsdóttir, b. á Hörgslandi, Stefánssonar og Ragnhildur Sigurð- ardóttir. Móðir Jónínu er Ólöf, syst- ir Bjarna, hugvitsmanns á Hólmi, Runólfsdóttir, b. i Hólmi í Land- broti, Bjarnasonar, b. í Hólmi, Run- ólfssonar, bróður Þorsteins, afa Jó- hannesar Kjarvals og Eiríks Sverr- issonar sýslumanns, langafa Egg- erts Briem í Viðey, foður Eiríks, fyrrv. forstjóra Landsvirkjunar. Ómar tekur á móti gestum í Brod- way á Hótel íslandi sunnud. 17.9. kl. 14.00-16.00. Á sunnudagskvöldið verður stórskemmtun til heiðurs „þjóðareiginni”, Ómari, í Brodway, þar sem landsliö skemmtikrafta hyllir þennan mesta grallara og gleðigjafa þjóðarinnar. ir£ 'iJjjjjjj íifu Þorbergur Einar Einarsson verkamaður í Vík í Mýrdal Þorbergur Einar Einarsson verkamað- ur, Hátúni 10, Vík í Mýrdal, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Þorbergur fæddist að Ytri-Sólheimum í Mýrdal og ólst þar upp til átján ára aldurs. Hann var síðan þrjár vertíðir í Vestmanna- eyjum en heima á sumrin. Þorbergur hóf tvítugur störf hjá Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga og starfaði auk þess við hross og hey- skap í Norður-Vík í nokkur ár, var síðan kúahirðir að Suður-Vík til 1961, starfaði á síldarplani hjá Sunnuveri á Seyðisfirði til 1966, fór þá aftur að Sólheimum og var þar fjárhiröir fyrir Erling ísleifsson til 1973 og síðan hjá Kristjáni Bjarna- syni í eitt ár. Þorbjöm gerðist síðan verktaki við sorphirðu í Vík og starfaði við það þar til nú í haust. Hann hefur ætíð haft yndi af sauðkindinni, átti lengi um fimmtíu ær, til 1973, en fækkaði þá fénu um helming og hætti fjárbúskap 1993. FJölskylda Systkini Þorbergs: Kristjana Geirlaug, f. 29.6. 1919; Maríus Guðni, f. 15.3. 1923, d. 15.3.1950; Þor- steinn, f. 17.11.1927; Sig- urjón Einar, f. 20.10. 1930; Sigríður Guð- munda, f. 2.12. 1933. Foreldrar Þorbergs voru Einar Einarsson, b. á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, og k.h., Ólöf Einarsdóttir húsfreyja. Ætt Einar var sonur Ein- ars, b. á Raufarfelli, Einarssonar, b. i Reyn- ishólum, Einarssonar, b. í Kerlingardal, bróður Bjama amtmanns, föður Steingríms Thor- steinssonar skálds. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal, Stein- grímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Einars á Raufarfelli var Ingi- björg Sveinsdóttir, náttúrufræðings i Vík, Pálssonar og Þórunnar Bjamadóttur landlæknis Pálssonar. Móðir Þórunnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnússon- ar. Ólöf var dóttir Einars, b. í Ytri- Sólheimum, Guðmundssonar, b. á Litlu-Hólum í Mýrdal, bróður Þór- unnar, langömmu Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Guömundar var sonur Þor- steins, smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar og Margrétar Nikulásdóttur, í Ytri-Sólheimum, Sigurössonar. Þorbergur verður að heiman. Rúnar Guðjónsson húsvörður og prentari í Reykjavík Rúnar G. Guðjóns- son, húsvörður og prentari, Skúlagötu 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Rúnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavik, lærði pren- tiðn og lauk sveins- prófi í þeirri grein. Rúnar var prentari hjá Reykjaprenti frá 1962 og í nokk- ur ár, hjá Prentun hf., Prentsmiðj- unni Leiftri, hjá Prentsmiðjuni Skarði hf. hjá Hafsteini Guðmunds- syni og loks hjá Félagsprentsmiðj- unni. Þá var hann stöðvarstjóri hjá 01- íuverslun íslands og hjá Olíufélag- inu Essó og aðstoðarverkstjóri hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Rúnar var söngvari með dans- hljómsveitum um árabil, s.s. með Hljómsveit Hinriks Konráðssonar, J.J.-kvintettinum, Sóló-sextett, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, Hljómsveit Rúts Hannessonar, Hljómsveit Árna Schevings, með Haukum, Hljómsveit Magnúsar Pét- urssonar, Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar. Þá söng hann með Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar á rokkhátíðum á Brodway. Hann var trúnaðarmaður hjá Dagsbrún um árbil og hefur starfað i Kiwanisklúbbunum Elliða og Viðey. Fjölskylda Rúnar kvæntist 5.12. 1964 Birnu Valgeirs- dóttur, f. 17.1. 1941, skrifstofumanni og húsmóður. Hún er dóttir Valgeirs Krist- jánssonar klæðskera og Unnar Runólfsdótt- ur húsmóður. Böm þeirra eru Ás- geir Örn, f. 9.6. 1965, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Steinu Stein- arsdóttur og á hann fjögur böm; Valgeir, f. 28.11. 1966, nemi í Dan- mörku, og á hann tvö böm; Ásdis María, f. 14.2. 1977, flugfreyja og nemi í Reykjavík, en maður hennar er Atli Freyr Þórðarson flugmaður; íris Ósk, f. 22.7.1979, nemi í Reykja- vik, og á hún einn son. Systkini Rúnars: Theódór Helgi, f. 24.7. 1943, d. 28.2. 1973, sjómaður; Jóhann Sveinn, f. 27.6. 1948, d. 24.11. 1994, kennari; Guðbjörg, f. 6.7. 1950, húsmóðir í Kópavogi; Kjartan Sveinn, f. 10.12. 1958, bifvélavirki í Kópavogi. Foreldar Rúnars voru Guðjón Theódórsson, f. 5.9. 1915, d. 23.4. 1986, búfræðingur í Reykjavík, og k.h., Lydía Guðjónsdóttir, f. 29.5. 1921, d. 10.3. 1998, húsmóðir. Rúnar verður að heiman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.