Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 51
59
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
x>v
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
hagfræðingur
Skyldleika þjóöarinnar er þannig
háttaó aö flestir íslendingar eru
skyldir í sjöunda lið og allir í þann
tólfta. Það er því leikur einn fyrir
hvern sem er að rekja sjálfan sig
til einhvers forföður eða formóður
og þá blasir framættin viö.
Urðum snemma vinir
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
hagfræðingur hefur starfað hjá
aðalskrifstofu Háskóla íslands i
þrjátiu ár, hann er mikill áhuga-
maður um sagnfræði og hefur
m.a. unnið að mynd um fornar
reiðleiðir landsins. Guðlaugur
Tryggvi og Sigurgeir Þorgríms-
son, höfundur bókarinnar
Framættir íslendinga, voru mikl-
ir vinir frá æsku allt til dauða
Sigurgeirs. Það er því mjög
ánægjulegt fyrir Guðlaug
Tryggva að fylgja þessu verki vin-
- rétti mér tæpleg hundrað þéttskrifuð vinnubókarblöð um ættir og uppnma minn
Englands, árin liðu og ég hugsaöi
ekki meira um það. Eftir að ég
kom heim hringdi Sigurgeir í mig
og spurði hvort ég ætlaði ekki að
fara að taka þetta hjá honum. Ég
kom af fjöllum en fór til hans og
þá rétti hann mér tæpleg hundrað
þéttskrifuð vinnubókarblöð, báð-
um megin, um ættir og uppruna
minn. Sigurgeir skifaði svo þétt
að ég hef ekki þekkt nokkurn
mann sem nýtti pappír jafnvel.
Þetta var fyrir svona þrjátíu
árum og bókin hefur verið í
vinnslu síðan. Ég sá strax að
þarna voru geymdar gríðarlega
miklar upplýsingar og að þetta
var ekki bara fyrir mig heldur
allt áhugafólk um ættfræði og
sögu íslendinga. Þarna eru hund-
ruð í öðrum lið og þúsundir í
þriðja, o.s.fr. Skyldleika þjóðar-
innar er þannig háttað flestir ís-
lendingar eru skyldir í sjöunda
lið og allir í þann tólfta. Það er
því leikur einn fyrir hvern sem
er að rekja sjálfan sig til einhvers
forföður eða formóður og þá blas-
ir framættin við.“
Væntanleg á markað fyrir
|Ó!
„Ég byrjaði strax á því að fá
efnið vélritað og fann fyrir mikl-
um áhuga. Það voru svo bestu rit-
arar landsins sem settu efnið og
þar á ég við ritarana í Háskólan-
um en þeir eru ýmsu vanir og út-
rúlega glöggir að lesa flókna
handskrift. Sigurgeir hjálpaði
líka til á þessu stigi því hann sat
oft með riturunum, leiðrétti og
bætti við. Hann tók stundum eitt
og eitt blað og sagðist þurfa að
skreppa frá en þá fór hann niður
á Landsbókasafn, vann þar í
nokkra daga og kom með tíu blöð
til baka.
Sigurgeir setti handritið upp
eftir rómversku kerfi sem þykir
erfitt aflestrar, greinarnar eru
raktar sikk sakk í móður- og karl-
legg en það var Þorsteinn Jóns-
son bókaútgefandi sem setti efnið
inn á tölvu og í það kerfi sem það
er í dag. Ætli þetta hafi ekki ver-
ið fyrir svona tíu árum og síðan
hefur efnið verið í keyrslu. Þor-
steinn og Friðrik Skúlason tölv-
unarfræðingur hafa lagt mikla
vinnu í bókina og Sigurður Lín-
dal prófessor las handritið yfir og
gaf grænt ljós á útgáfuna. Síðustu
fimm árin hefur svo verið unnið
skipulega að útgáfunni og bókin
er núna á síðustu metrunum. Við
erum að safna síðustu myndun-
um og i Tabula Gradulatore og
ganga frá ýmsum smáatriðum.
Bókin er svo væntanleg á markað
fyrir jól.“ -Kip
Uröum snemma vinir
„Bókin Framættir íslendinga
skipist í 1518 greinar og hver
grein í allt að 60 liði. Bókin er
langstærsta og viðamesta rann-
sókn sem gerð hefur verið á upp-
runa íslensku þjóðarinnar eftir
leiðum þjóðaríþróttarinnar ætt-
fræðinnar. íslendingar eru þekkt-
ir fyrir hvað þeir vita mikið um
ættir sínar. Tildrög bókarinnar
eru þannig að við Sigurgeir vor-
um bekkjarbræður í barnaskóla,
það var mikil vinátta milli for-
eldra okkar og þeir upprunnir
úr sömu sveitum. Sigurgeir
var bæklaður á fæti og
mömmu tók það ákaflega sárt
og hún bað mig að gæta þess
að hann fengi að vera með
okkur strákunum í leik. Við
urðum snemma miklir vin-
ir, höfðum báðir gaman af
söng og sagnfræði. Leiðir
okkar skildu þegar ég fór í
landspróf. Sigurgeir átti
erfitt með reikning en á
sama tíma varð hann
landsfrægur i þáttum
Sveins Ásgeirssonar þar
sem hann rakti ættir Sturlunga-
aldar og Norðurlandakonunga.
Þjóðin stóð á öndinni yfir þekk-
ingu þessa unga manns á ætt-
fræði.“
Kom af fjöllum
„Við félagar hans vissum svo
sem af þessari sérgáfu hans og
vorum stundum að spyrja hann
um ættir okkar. Þegar ég var
kominn í menntaskóla hitti ég
Sigurgeir einu sinni og nefndi við
hann að mér þætti gaman að vita
eitthvað um uppruna minn.
Stuttu seinna fór ég i nám til
ar síns úr hlaði.
Sýnishorn úr Framættum Islendinga
I. grein
2 Karl Jónasson, f. 15. 6.1900, d. 18.
10. 1952. Stöðvar-
stjóri í Reykjavík.
Hann var stiUtur,
prúður, hafði
skemmtilega fram-
komu, vann traust
fólks. Nám i
Hvítárbakkaskóla
(Inspector) og
Verslunarskóla ís-
lands. Framhaldsnám í Bretlandi og
Þýskalandi. Ökukennarapróf. Einn af
stofnendum Karlakórs Reykjavíkur.
Verðlaunahafi Ungmennafélags Staf-
holtstungna í sundi i Norðurá. Bif-
reiðarstjóri og ökukennari í Borgar-
firði til ársins 1926 þegar hann varð
stöðvarstjóri á Bifreiðastöð Steindórs í
Reykjavík. - (6/10 1934) Guðný Guð-
laugsdóttir. (Sjá 3. grein.)
Höfðar-Galtar, hratt með sann
hirða Jónas náir
myndar ailan með hagleik hans
hver einn snjallt er beiða hann.
II. grein
3 Guðriður Eyjólfsdóttir, f. 16. 4.
1884, d. 9. 4. 1948.
Húsfr. og veitinga-
maður á Selfossi.
Hún þótti mikill
jafhoki manns
síns, góðmennska
ogjafnlyndi satþar
i fyrirrúmi. Marg-
ur heimsótti hana
og þótti gott að
koma þar, ekki síst þreyttum ferða-
langi í kaupstaðaferð. (2-3)
135. grein
15 Ólafúr tóni yngri Geirmunds-
son, f. um 1397. Bóndi á Rauðamel ytra,
Eyjahreppi, Hnapp. Hann var auðmað-
ur og talinn fjölkunnugur, var í þjón-
ustu Bjöms rika Þorleifssonar, talinn
mesti hólmgöngumaður á Islandi. -
(1446) Sigríður Þorsteinsdóttir. (Sjá
389. grein.)
178. grein
28 Þorfmnur
karlsefni Þórðar-
son, f. 974, d. um
1049. Landafunda-
maður frægur í
Vesturheimi. fór í
landkönnunarferð
til Ameriku um
1003-1006. Hann var hið mesta göfug-
menni. - Guðríður Þorbjamardóttir.
(Sjá 452. grein.)
216. grein
18 Margrét Bjarnadóttir, f. um
1376. Húsmóðir á Rauðuskriðu. (58-18)
(Framætt Margrétar Bjarnadóttur er
getgáta eftir fyrirsögn Steins Dofra.)
246. grein
32 Bjólan O-Beolan. Konungur í
Skotlandi (í Appelcross í Ross á
Skotlandi). - Kaðlín Göngu-Hrólfs-
dóttir. (Sjá 573. grein.)
779. grein
13 Pétur Einarsson, f. um 1514, d.
fyrir 1583. Gleraugna Pétur, sýslumað-
ur og prestur i Hjarðarholti í Laxárdal.
- Fógeti á Bessastöðum 1541-1547,
ofFicialis í Hjarðarholti og sýslumaður.
Konungsumboðsmaður eða hirðstjóri,
klausturhaldari á Reynisstað 1556,
ráðsmaður í Skálholti. Hann var mikil-
hæfur maður og mikils metinn, vitur
og fróður. - Ingiríður Guðmundsdótt-
ir. (Sjá 311-14.)
852. grein
12 Halla Grímsdóttir. Húsmóðir í
Skógum. Hún lét taka allar fjörumar
frá flestum klausturjörðum á Síðu og
leggja undir Klaustrið svo síðan eiga
leiguliðar engan rétt til fjörunnar.
(48-12)
900. grein
39 Mm-chad Midi mac Diarmiato
(um 630-715) rí Mide. - Ailpin, dóttir
Congall frá Dealbhna Mor.
919. grein
30 Finnbogi rammi Ásbjamarson
(um 970 - ). Bóndi á Finnbogastöðum i
Trékyllisvík. Hann var hinn mesti
ágætismaður að afli og vöxtum og allri
karlmennsku. - Hallfríður Eyjólfs-
dóttir. (Sjá 1191. grein.)
971. grein
13 Sólveig kvennablómi Giumars-
dóttir, f. um 1570, d. 22. 6. 1627. Hús-
móðir á Melstað. Hún þótti allra
kvenna fegurst. (642-13.)
988. grein
24 Snorri Sturluson, f. 1178, d. 23.9.
1241. Sagnaritari, skáld, jarl, 1240- dd„
lögsögumaður i Reykholti 1215-1218,
1222-1231, lendurmaður og goðorðs-
maður, einn merkasti fræðimaður sem
uppi hefur verið, höfðingi mikill, ásæl-
inn, stórhuga, metorðagjam, vitur,
lærður, djúpsær og listfengur. - Odd-
uý.
1043. grein
14 Þorleifur Bjömsson, f. um 1490.
Prestur í Reykholti frá 1526, enn á lífi
1581. Hann var allra manna hagastur
talinn en undarlegur, oft svo sem
rænulaus og asmæltur, svo fljótmæltur
að sóknarbörn hans sögðust enga nyt-
semi hafa af predikunum hans. Fékk
aflausn af biskupi 1546 fyrir óhæfilegt
kvennafar og töfra, skrifaði um lækn-
ingar og galdra. -
Jórann Jónsdótt-
ir. (Sá 1267. grein.)
1292. grein
29 Mörður Val-
garðsson, f. um
972, á lffi 1012. Goði
og skáld á Hofi á
Rangárvöllum.
Hann var lögmaður mikill en grálynd-
ur. Hann var slægur maður í skaplyndi
og illgjarn i ráðum, vellauðugur að fé
og heldur óvinsæll. - Þórkatla Gissur-
ardóttir. (Sjá 1410. grein.)
1404. grein
25 Valdimar
hinn-mikli Knúts-
son, f. 14.1.1131, d.
12. 5. 1182. Hertogi
af Jótlandi, kon-
ungur 1154, ein-
valdur 1157. - Sofia
af Halicz.
1490. grein
39 Karlamagn-
ús, konungur í
Frakklandi 768,
rómverskur keis-
ari 800 - 14, f. 2.
apríl 747, d. 28. jan
814. - Hyldegard
af Bayern.
1499. grein
15 Helga Aradóttir, f. um 1538. Hús-
móðir á Staðarhóli. Hún var mjög
óstýrilát, dutlungafull, gikkur í skapi,
blendin og einráð, uppivöðslumikil.
1479. grein lidJMIÉtiftlr „ 13 Sesselja Ámadóttir, f. um 1575. Húsmóðir á Kalastöðum. Hún var wim W Áu1
' V rvi* íí / • * » kvenskörungur og átti í ýmsum úti-
stöðum. Hún var aðsópsmikil og svarri mikill, að minnsta kosti ef í hart sló og /} • 1 \ fi v iil yií m í’yy ij
EjA varði sitt meö oddi og egg og stundum framar en lög stóðu tO og hlífðist ekki
wmm við, hver sem i hlut átti. (1431-13.)
1518. grein
35 Boleslav l
hinn grimmi, d.
15. júlí 967, hertogi
í Bæheimi 935-67. -
Bozena.
Grænatún
Kópavogi
Taska með snyrtívörum lylgir
frítt með andlitsmeðferð.
HRUND
Verslun & Grænatún 1
snyrtistofa Kópavogi
S. 554 4025
Söluturninn
Grænatúni
Söluturit • videoleiga
Opið virka daga 09 - 23.30,
lau-sun 10- 23.30.
■
Nýbýlavegur
Grænatún.
Tilboð á Ijósakortum:
10 tíma kort á 2990
10 tíma morgunkort 2490
20- 50% afsláttur af nærfötum
20% afsláttur af sólkremum.
Sfmi 554 3799
•Styrking, grenning og mótun.
•Mjög góður árangur.
•Rólegt umhverfi.
HeílsU'Cj-dLerí
Grænatúni 1, Kópavogi, s. 554-5800.
Glaðningur frá Joico
fylgir litun og
permanenti.
ítðeCilu & Jðuimon
jj Hárgreiðslustofa
S. 554 2216