Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Megas í Ölfusinu Meistari Megas verður með hausttónleika í Ingólfs-Café í kvöld kl. 22.00. Allir gamlir og nýir aðdáendur Megasar eru hvattir til að mæta. Aðgangseyrir 1000 kr. og aldurtakmark 18 ár. Klassík ■ KAMMERTONLEIKAR I GARÐA- BÆ Þriöju tónleikar í tónleikarööinni „Kammertónleikar í Garöabæ áriö 2000 veröa haldnir í Kirkjuhvoli í dag kl. 17.00. Fram koma Cuvillés- strengjakvartettinn (áöur Sinnhofer- kvartettlnn) frá Miinchen og Sigurö- ur Ingvl Snorrason klarinettuleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eft- ir Haydn, Mozart og Beethoven. ■ TÓNLEIKAR í NESKIRKiU í dag, kl. 16.00, munu Sigurgeir Agnars- son sellóleikari og Andrew Paul Holman orgelleikari halda tónleika í Neskirkju. A efnisskránni eru sex fjölbreytt verk fýrir selló og orgel eftir Kurt Wiklander, Kjeil Mork Karlsen, Saint-Saéns, Daniel Pinkham, Jos- eph Jongen og Hugo Alfvén. Tón- leikarnir veröa endurteknir á morg- un, kl. 16, í Skálholtskirkju. Leikhús ■ POTTIR SKALDSINS - 3. SYN- ING í Tjarnarbíói í kvöld. ■ OPH) HÚS HJÁ LEIKFÉLAGI AK- UREYRAR Vetrardagskráin verður kynntí dag frá kl. 13-15. Boöið veröur upp á atriði úr Stjörnum á morgunhimni og Sæma sirkusslöngu. Leiklesið verður úr Gleðigjöfunum . Skoðunarferðir verða um leikhúsið. Einnig verður þar barnahorn og andlitsmálun. ■ LANGAFI PRAKKARI í Möguleik húsinu viö Hlemm í dag kl. 14. Helmingsafsláttur af miöaverði vegna afmælis Möguleikhússins þessa helgi. ■ SNUÐRA OG TUÐRA er sýnt í dag 1 Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 16. Helmingsafsláttur af miðaveröi um helgina vegna afmælis Mögu- leikhússins. ■ BARNAEINLEIKUR Stormur og Ormur er sýndur í Kaffileikhúsinu, Hlaövarpanum, Vesturgötu 3, kl. 15 í dag. ■ EINHVER i DYRUNUM Siguröur Pálsson er höfundur að verkinu sem var frumsýnt í gær í Borgarleikhús- inu. Ónnur sýning er í kvöld kl. 19. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Takmarkaöur sýningafjöldi. ■ HELLISBÚINN GENGUR ENN Sýning í kvöld á Hellisbúanum í Is- lensku óperunni. Miðasalan opin fram að sýningu sem hefst kl. 20. Þetta getur Bjami Haukur. Opnanir ■ PAC-MAN I GALLERI GEYSI I dag kl. 16.00 verður opnuð mynd- listarsýning þriggja ungra manna (Baldurs, Bibba og Hara) sem sam- an kalla sig Pac-Man. ■ SAMLAGH) Á AKUREYRI í dag, kl. 14.00, veröur Samlagiö Listhus, Kaupvangsstræti 12, Akureyri, meö kynningu á nýjum félaga, Halidóru Helgadóttur. Halldóra er Akureyring- ur og lauk námi frá Fagurlistadeild Myndllstaskólans á Akureyri síöast- liöiö vor. Á kynningunni verða myndir sem Halldóra hefur unnið á þessu ári, olíumálverk, vatnslitamyndir og krítarteikningar. Kynningin stendur til 24. septemþer og verður hún opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. A fimmtugsafmælinu Ómargekk á Esjuna þann daginn í staö þess aö halda veislu. Hann lofaöi vinum og vandamönnum aö vera meö stórveislu sextugur og stendur viö þaö um helgina. Þaö veröur opiö hús á Broadway um miöjan daginn og skemmtun um kvöldiö. landið hefur upp á að bjóða, VatnajökuU og umhverfi hans, af- gangurinn af hálendinu, Vest- fjarðakjálkinn, Austfirðir og byggðimar spiia saman og mynda heild. Af þessum „söngvurum“ er einn afburða söngvari og hann á engan sinn líka en það er Vatna- jökull og umhverfí hans. Hitt á sér flest hliðstæður í öðmm löndum. Áður en ég fór út þótti mér landið aUt jafnmerkilegt en nú þykir mér það stórmerkilegt sem heUd.“ Ómar hefur skoðun á vinnu blaða- og fréttamanna og telur þá aUt of sjaldan geta skoðað mál vel. „Ég hef sem betur fer fengið tækifæri tU þess hin síðari árin að fá að fara djúpt í ýmis mál og þar af leiðandi getað lagt mig fram um að leita að öUum staðreyndum og sannindum sem skipta máli. Þegar ég fer ofan í mál, eins og þessi viðkvæmu mál fyrir austan, ef við tökum þau sem dæmi, skipt- ir það mig engu máli hvort stað- reyndimar gagnast einum frekar en öðrum því ef ég dreg eitthvað undan sem máli skiptir þá hef ég brugðist skyldu minni sem frétta- maður. „ Tengd áhugamál Ómar á stóra fjölskyldu, 7 böm og 16 bamaböm og fæddust þrjú barnaböm í vor. „Ég hef verið svo ljónheppinn að eiga mér lífsforu- naut sem hefur staðið með mér aUa tið og er einfaldlega ómetan- leg. í áranna rás höfum við vaxið Viö íslendingar þurfum helst alltaf sjálfir að finna upp hjólið: Best væri ef það væri ferkantað - segir Ómar Ragnarsson á merkum tímamótum, 60 ára afmæli sínu Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Hinn síungi og kviki fjölmiðla- maður og skemmtikraftur Ómar Ragnarsson heldur upp á sextugs- afmæli sitt á sunnudaginn með heilmikiUi tvískiptri hátið á Broa- dway. „Það verður opiö hús á miUi klukkan 14 og 16 en um kvöldið verður heilmikil sýning á vegum hússins," segir Ómar sem sjálfur ætlar að taka virkan þátt í sýning- unni. En ekki hvað! „Ég gaf um það loforð fyrir 10 árum, þegar ég varð fimmtugur, að halda upp á sextugsafmælið og slapp þannig frá því að halda upp á fimmtugsafmælið," heldur hann áfram. „Á þeim tíma þótti mér svo langt í þessi tímamót að það væri í lagi að gefa slík loforð. En svo læðist þetta að manni... Á sýningunni, sem verður að loknu borðhaldi, munu fyrst ýms- ir listamenn, Sumargleðin, Berg- þór Pálsson, Bubbi, Karlakór Reykjavíkur, Helga MöUer og fleiri fremja gjörninga af fjöl- breyttu tagi en eftir hlé ætlar Ómar ásamt Þuríði Sigurðardótt- ur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur að vera með dagskrána: „í fréttum aldarinnar er þetta helst“ og verð- ur þar stiklað á ýmsu því sem fréttnæmast hefur þótt og gott er að draga fram á léttum nótum. Jafnréttisbyltingin m.a. en hún var nokkuð stór hluti af því sem átti sér stað og breytti aldarandan- um. „Meiningin er að snúa þessari afmælisveislu upp i að við íslend- ingar í heUd fognum því að fyrir 60 árum hætti Hitler við að ráðast inn í Bretland og þar með slupp- um við við að fá yfir okkur nas- istana. Svo er þetta líka merkUeg tímasetning þvi móðir mín er fædd sama dag og ég og líka Jón ÁrsæU fréttamaður sem er fimm- tugur. Ég ætla líka að bregða mér í gervi miðils og fá áheyrendur að heyra raddir aldarinnar, þjóð- þekkta listamenn og skáld ásamt útvarpsmönnum og þeim öðrum sem settu mark sitt á öldina. Ég bý svo vel að hafa verið í þessum bransa í 42 ár og hef því úr miklu að moða og verð meira að segja með ýmislegt efni sem aldrei hef- ur heyrst eða sést áður og svo gróf ég upp eitt og annað sem lítið hef- ur heyrst, kannski bara einu sinni eða svo, og þar á meðal er bragur frá 1963 sem á miklu betur heima nú en þá.“ Vatnajökull einstakur Það er varla hægt að tala við Ómar án þess að helsta áhugamál hans, ísland og náttúran, komi inn í umræðurnar. Hann verður ákafur á svipinn þegar minnst er á landið og segir: „Ég vildi gjarn- an að ég hefði farið fyrr út í heim tU þess að fá samanburð því mér finnst satt best að segja að ég hafi ráfað um landið í reiðUeysi í 40 ár þegar ég fór loks út til að skoða heiminn en það var ekki fyrr en 1998. Þá fór ég að skoða þær álfur sem liggja sín hvorum megin við okkur við Atlantshafið til að átta mig á því hvort þetta land væri nokkuð eins merkUegt land og okkur finnst það vera. Ég fór um Evrópu og Grænland og suður eft- ir KlettafjöUunum og þær ferðir koUvörpuðu eða breyttu að minnsta kosti mjög skoðun minni á íslandi. Mér finnst ég nú helst geta líkt landinu við kvintett þar sem samhljómurinn, allt sem þannig og þroskast að hvort um sig hefur sinnt sínu áhugamáli en jafnframt höfum við tekið þátt í áhugamálum hvort annars eftir því sem unnt hefur verið og reyndar hafa áhugamál okkar beggja tengst ferðalögum að miklu leyti.“ Ómar lætur ekki deigan siga og segist eiga mörg verk óunnin enn. „Nú er ég með bók í smíðum sem verður ólík öUu öðru sem ég hef gert hingað tU,“ segir hann. „Ég held áfram minni vinnu sem fréttamaður og skemmtikraftur og reyni eftir fremsta megni að koma með nýtt sjónhom á það sem er að gerast hverju sinni,“ og þar með er hann rokinn á nýjan stað því Ómar stoppar hvergi lengi í einu. -vs Þegar Omar hafði hár I gamla Sjálfstæöishúsinu viö Austurvöll í kringum áramótin 1958-59. Ein fyrsta myndin sem tekin var af Ómari viö aö skemmta. Markús Á. Einarsson er viö þíanóiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.