Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Frank Ginstmann var djöfull í mannslíki: Móðirin afhjúpaði son sinn Enginn vissi að hann lifði tvö- fóldu lífi. Frank Ginstmann frá Oberhausen í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi var virtur þaklagninga- maður sem var vel liðinn af yfir- manni sínum. Nágrannarnir létu vel af honum sem heimilisíoður og hjálpsömum kunningja sem alltaf var hægt að leita til. En bak við vingjarnlega grimu var djöfull í mannslíki, Satan, sem hafði á grimmilegan hátt limlest og myrt hverja konuna á fætur annarri. Allir lögreglumenn á svæð- inu höfðu leitað hans mánuðum saman. Það var svo loks móðir hans sem kom því til leiðar að hann var handtekinn. Móðirin, Dagmar Ginstmann, var einn daginn eins og venjulega að lesa úr Karo-spilunum sinu. „Þetta er fimm þúsund ára list sem er lyk- illinn að sönnu eðli mannsins," seg- ir hún. „Þennan dag las ég fyrir Frank son minn úr spilunum og ég varð dauðhrædd því myndin sem ég fékk var beinleinis óhugnanleg. Hún benti bara til neikvæðra atriða varðandi son minn.“ Spil með brugðnu sverði Dagmar Ginstmann stokkaði spil- in aftur og dró eitt. „Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið satt. Ég dró aftur sama spil með brugðnu sverði. Það merkir ofbeldi, fangelsi og dauða.“ Móðirin stokkaði spilin þrisvar aftur. Og þrisvar sinnum dró hún sama óheillavænlega spilið. Nú var Ástríkur faöir Frank Ginstmann meö Simone dóttur sinni. hún ekki lengur í neinum vafa. Þetta gat ekki verið tilviljun. „Þess vegna hringdi ég í son minn og spurði: „Hverning tengist þú dauðanum, drengurinn minn? Hann svaraði ekki strax en svo spurði hann: „Hefurðu nokkrar minútur aflögu fyrir mig, rnamrna?" Við komum okkur saman um að hann skyldi koma strax til mín.“ Móðirin átti eftir að verða fyrir áfalli. Þegar sonurinn var kominn stokkaði hún aftur spilin og dró eitt í augsýn hans. Hún fólnaði þegar hún sá að það var enn á ný spilið með brugðna sverðinu. Hryllti við frásögn sonarins Hún sagði syni sínum hvað það þýddi og allt í einu leysti hann frá skjóðunni. Hann greindi henni frá því að hann hefði tekið konu, sem ferðaðist á puttanum, upp í á þjóð- vegi við Dússeldorf f september 1994. Konan, Katharina Jane Thompson, sem var 28 ára Nýsjá- lendingur, var á ferðalagi um Evr- ópu. Hann nauðgaði henni í bílnum og skaut hana aftan frá í hálsinn. Því næst hafði hann sagað höfuðið og báðar hendurnar af llkinu. Lik- hlutunum fleygði hann í ána Rín. Móðurina hryllti við frásögn son- arins. Samt sem áður trúði hún honum ekki. „Hættu þessu blaðri," sagði hún. „Þú lætur ímyndunar- aflið hlaupa með þig í gönur.“ Hún var samt óróleg vegna hinn- ar óhugnanlegu frásagnar og ræddi við fjölskylduna um hana. Hún sagði einnig frá spilinu sem hún hafði dregið. Frænka Franks, Annika frá Hannover, sem var 24 ára, hlustaði „Frank ákvað að leggja spilin á borðið. Frásögn hans var svo skelfileg að jafnvel harðsvíruðustu lögreglumenn hryllti við henni. Með frásögn hans upplýstist fjöldi dularfullra kvennamorða.“ sérstaklega vel á það sem Dagmar sagði. Móðir Anniku, Gerlinde Neu- mann, hafði nefnilega horfið í apríl 1998. Hún hafði einmitt síðast sést með Frank Ginstmann. Annika fór til lögreglunnar og greindi frá því sem frændi hennar hafði tjáð móður sinni. Stykkjaði líkið Lögreglan handtók Frank og hann kvaðst hafa fundið Gerlinde Neumann látna í skógi við Bad Ber- leburg. Því næst hefði hann stykkj- að líkið. Lögreglan fann aðeins bol- inn en Frank gat ekki gefið neina skýringu á því hvað hann hefði gert við hina hluta líksins. Hann gat heldur ekki útskýrt hvers vegna hann hefði stykkjað líkið. Samtímis hélt hann því fram að hann hefði ekki myrt Gerlinde. Áhugi lögreglunnar á morðinu, sem Frank hafði játað fyrir móður sinni, vaknaði nú fyrir alvöru. Frank ákvað að leggja spilin á borð- ið. Frásögn hans var svo skelfileg að jafnvel harðsvíruðustu lögreglu- menn hryllti við henni. Með frásögn Franks upplýstist íjöldi dularfullra kvennamorða. Hálfu ári eftir morðið á konunni, sem var á puttaferðalagi, sá hann mynd af undurfallegri magadans- mey i glugga ljósmyndavöruversl- unar. Frank fór inn í verslunina og bak við afgreiðsluborðið var sjálf magadansmærin. Hún var samt Fórnarlömbin Konurnar hlutu allar grimmilegan dauödaga. Móðirin Dagmar Ginstmann meö mynd af syni sínum frá þeim tíma er hann var lítill sakiaus drengur. Skapofsinn felldi skúrkinn hjartað út. Hjartanu kom hann svo fyrir á milli læra Svenju. Það var ökumaður sem fann síðar líkið. í júní 1998 fann vegfarandi limlest og nakið lík ungrar konu í skógi við Múnster. Það var af Söndru Wiesche sem hafði verið nauðgað. Hún hafði síðan verið skotin í hnakkann. Búið var að skera hend- urnar af. Sandra var þriðja konan sem Frank Ginstmann hafði myrt. Hann kvaðst einungis hafa stykkjað lík móður frænku sinnar en ekki myrt hana. Frank gat ekki um ástæðuna fyr- ir morðunum. Sálfræðingar töldu hann vera kynlífsfíkil sem ekki fengi fullnægingu fyrr en hann væri búinn að limlesta lík kvennanna. Frank Ginstmann hefur valdið mikilli óhamingju. Ruth og Simone hafa ílutt til staðar þar sem enginn þekkir þær. Móðir hans er haldin gífurlegri sektarkennd. Hún for- dæmir voðaverk sonarins en spyr sjálfa sig allan tímann: „Hvaða mis- tök gerði ég í uppeldinu?" Frank sendi móður sinni bréf frá fangelsinu: „Kæra mamma. Ég þakka þér fyr- ir að hafa komið því til leiðar að ég var handtekinn. Þú hefur gert sam- félaginu stóran greiða því upp á hverju hefði ég ekki getað fundið væri ég enn frjáls? Nú verð ég sennilega dæmdur í ævilangt fang- elsi. Ég sætti mig við það þó að mér þyki sjálfum það alls ekki nógu hörð refsing fyrir að hafa svipt íjór- ar manneskjur lífi. Það eina sem ég mun sakna hræðilega mikið er sam- veran við konu mína og dóttur. Það er versta refsingin. Lifðu heil mamma. Þinn Frank.“ Á brúökaupsdaginn Ruth og Frank Ginstmann. ekki hálfnakin eins og á myndinni. Þau tóku tal saman og urðu fljótt vör við að vel fór á með þeim. Áður en Frank fór út úr búðinni höfðu þau ákveðið að hittast. Tveimur vikum seinna flutti stúlkan, sem hét Ruth, inn í tveggja herbergja íbúð hans. Hann málaði rúmið, sem þau eyddu miklum tima í, svart. Ruth komst fljótt að því að Frank væri haldinn kvalalosta. Hún sætti sig við að láta binda fyrir augun á sér og vera bundin á höndum og fótum. Hann lét vax renna á hana á meðan þau höfðu samfarir. Kynlífið sat á hakanum Átta vikum seinna gengu þau í hjónaband og í júlí 1996 fæddi Ruth dóttur sem hlaut nafnið Simone. Ruth tók móðurhlutverkið mjög al- varlega og kynlíflð sat á hakanum. Kynlífshungrið var að gera út af við Frank og í október 1996 ók hann um Ruhrhéraðið í kvenmannsleit. Hann varð að fá kvenmann hvað sem það kostaði. Svenja Dittmer í Essen, sem var 30 ára, varð fyrir valinu. Hann vissi að hann naut kvenhylli og þegar hann bauð henni í stuttan bíltúr þáði hún boð hans. Þar með var hún búin að kveða upp eigin dauðadóm. Dauðdaginn var grimmilegur því Frank Ginstmann hegðaði sér eins og skepna enn einu sinni. Hann ók inn á bílastæði skammt utan viö bæinn. Þar nauðgaði hann fyrst Svenju. Síðan greip hann aftur sögina. Svenja var enn lifandi þegar hann brá söginni á háls hennar. En þetta nægði Frank ekki. Hann spretti líkinu upp að hálsi og reif j Kenneth Noye lifði hátt á illa fengnu fé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.