Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Sydney: Bílstjórarnir þurfa aðstoð * Skipuleggjendur Ólympíuleik- anna í Sydney velta nú fyrir sér þeim möguleika að fá sjálfboðaliða til að aðstoða strætóbílstjóra sem ekki þekkja til í Sydney. Margir bíl- stjórar hafa hætt við að keyra á leikunum vegna lélegra vinnuskil- yrða og að tímatöflumar hafi verið illa skipulagðar. Því var gripið til þess ráðs að fá bílstjóra frá öðrum stööum á landinu og þeir hafa lent í miklum vandræðum, annaðhvort eru þeir of seinir eða koma alls ekki. Einn bOstjóri frá Canberra sagði aö sumir vissu hreinlega ekk- ert hvert þeir væru að fara. Þetta nýja vandamál hefur skap- að aukaálag vegna samgöngumála á **■ leikunum. Leikamir hafa líka haft í fór með sér vandræði fyrir lestar- ■ kerfið og leigubOstjóra og margir ibúar í Sydney hafa ákveðið að flýja borgina á meðan þeir standa yfir. Skipuleggjendurnir segjast vera búnir að leysa vandamálið og ekki sé hætta á frekari samgönguvanda- málum á leikunum. Alls konar túristar íslenskir víkingar heimsóttu Nýfundnaland á dögunum. St. Johns: Haustferðir fram undan Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið býður þriðja árið í röð upp á ferð- ’ ir tO St. John’s á Nýfundnalandi. í ár er annars vegar farið í 4 daga ferð þann 26.-29. okt. og hins vegar r 3 daga ferð þann 20.-22. nóv. Nokk- uð margir íslendingar hafa komið tO St. John’s sem er stór, ákaflega falleg og sérstök hafnarborg. íbú- amir era ákaflega stoltir af evr- ópskum uppruna sínum og þess gætir víða samhliða amerísku menningunni. Landslag er faOegt og kannski ekki ósvipað og á íslandi en gróður meiri þvi Nýfundnaland er mun sunnar en ísland og sumur því hlýrri. íslendingar era auðfúsu- gestir á St. John’s og vel er tekið á móti þeim. Saga þjóðanna er í *' mörgu lík og hér hefur verið barist við sömu náttúruöfl og forfeöur okkar gerðu. Það er mjög gott að versla í St. John’s sem er höfúðborg Ný- fúndnalands og Labrador og því miðstöð mjög víðfeðms svæðis. Verðlag er lágt og staða kanadíska dollarans gagnvart íslensku krón- unni er hagstæð. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar með aragrúa verslana eru í St. John’s og einnig era mörg stór verslunarhús sem og smærri sérverslanir. Eimskip sigl- ir til Argentia sem er í 130 km fjar- lægð frá St. John’s og er því einfalt , að senda stærri hluti heim með I þeim. I 1 Verðlaunagripir á Netinu www.klm.is DV-MYNDIR STEINUNN Margbreytilegt svæðl Horft yfir umfangsmikiö sýningarsvæöiö. EXPO 2000 í Þýskalandi stendur út næsta mánuö: Upplifun í Hannover Heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000, lýkur í næsta mánuði. Þetta er í 23. sinn sem heimssýning er haldin en hún er nú í fyrsta sinn í Þýskalandi og er yfirskrift hennar Maður - náttúra - tækni: Nýr heim- ur. Fyrsta heimssýningin var hald- in í Lundúnum árið 1851og sóttu hana um 6 milljónir manna. Fjöl- sóttasta heimssýningin hingað til er hins vegar sýningin í Osaka í Japan 1970 en hana sóttu rúmlega 64 millj- ónir manna. Aðsókn minni en búist var við Sýningin hefur staðið frá 1. júni í vor og er griðarlega umfangsmikil, I finnska skáianum gátu gestir ritaö nafn sitt í stærstu gestabók heims. nær yfír 160 hektara svæði. Um 180 lönd og samtök kynna framtíðar- hugmyndir sínar á sýningunni og meira en 50 lönd era þar með sér- staka sýning- arskála. Á svæðinu er einnig svo- kallað þema- svæði með 11 sýningmn þar sem lausnir við ýmsum vandamálum framtíðarinn- ar eru teknar til umfjöllun- ar. Síðast en ekki síst ber að nefna verkefni tengd EXPO 2000 sem unnin eru um heim allan og era 100 þeirra kynnt á sýning- unni. Sýningarsvæðið er sunnan Hannover og er vel aðgengilegt með lest, hvort sem maður kemur langt að eða úr miðborg Hannover. Svæð- ið er opið frá 9 á morgnana til mið- nættis. í áætlunum var gert ráð fyr- ir um 40 milljón gestum á sýning- una en ólíklegt þykir að það muni ná að ganga eftir. Aðsókn fór hægt af stað en glæddist þó eftir að líöa tók á og mun hafa náð um 25 millj- ónum um síðustu mánaðamót. íslenski skálinn er stálgrindar- hús, klætt bláum plastdúki. Bygg- ingin er 23x23m að grunnfleti, 18 m há og rennur vatn af þaki skálans niður hliðar hans. Um 80.000 ís- lenskum fjöl- skyldumynd- um og nöfn- um allra ís- lendinga frá upphafi, um 1.030.000 er varpað á vegg skálans en þar er einnig marg- miðlunar- kynning á landi og þjóð og kynning á fyrirtækjum að ógleymdum gos- hvemum sem gýs á 6 mínútna fresti i miðju skálans. Þýski skálinn hefur verið sá fjölsóttasti á sýningunni en næst á eftir kemur sá íslenski og er búist við að aðsókn í hann nái þremur milljónum manna nú um helgina. nema brot af sýningunni á einum degi. Skálamir sem farið var í voru afar ólíkir en höfðu allir einhvers konar upplifun að leiðarljósi. Fólk ver litlum tíma í hverjum skála og því er tilgangslaust að vera með mikla upplýsingar í lesmáli. Áhrifa- meira er að reyna að skilja eftir upplifun eða reynslu hjá gestinum. Sjónrænir og hljóðrænir effektar ganga í gegnum sýninguna alla, jafnvel sterk upplifun á þögn. Sums staðar er reynt að kalla fram and- rúmsloft og stemningu viðkomandi lands, t.d. með gróðri og matarlykt. Heimsókn á EXPO 2000 er veisla fyrir skilningarvitin en krefst vel úthvíldra gesta á góðum skóm ætli þeir að hafa verulegt gagn og gaman af heimsókninni. Hægt er að kaupa aðgöngumiða á EXPO 2000 á heimasíðu sýningar- innar, expo2000.de. -ss Skilningarvitin fá sitt Blaðamaður DV átti þess kost að veija degi á EXPO 2000 i Hannover. Sýningar- svæðið er griðarlega stórt og engin leið að komast yfir að sjá Nöfn og andlit íslenskar manna- og fjölskyldumyndir birtust og hurfu um leiö og nöfn íslendinga frá upphafi runnu. Markaðsstemning / skála Jemen var hægt aö kaupa ýmislegt glingur og tóku sölumenn því illa efekki var prúttaö. Veitingahúsin valin áöur en ferðin hefst: Borðið pantað á Netinu Það fylgir gjama utanferöum að fara út að borða og þá getur verið gott að þekkja til veitingahúsa í viö- komandi borg áöur en lagt er í hann. Vefsíðum þar sem hægt er að skoða verðlag og gæði veitingahúsa íjölgar stöðugt og sumar þeirra bjóða meira að segja upp borðapant- anir. Ein nýjasta vefsíðan í þessum flokki er www.opentable.com. Á henni er að finna upplýsingar um hundrað veitingahúsa í Bandaríkj- unum og á aðeins nokkrum sekúnd- um er hægt að fá svar um hvort borð sé laust tiltekið kvöld. Enn umfangsmeiri er zagat.com þar sem er að finna upplýsingar um yfir þrjátíu þúsund veitingahús. Flest þeirra era í Bandaríkjunum en borgir eins og London, París og Tokyo era með í dæminu. Á zagat- síðunni er hægt að lesa umsagnir og dóma gesta í þúsundavís, skoða verölag og jafnvel lesa sig til um innréttingar og annað sem gerir veitingahúsið sérstakt. Möguleik- amir era margir; hægt að velja veit- ingahús eftir matargerð, hvort þau era rómantísk, góð til fundarhalda og þar fram eftir götunum. Margir ferðamenn þekkja ferða- bækur Fodor’s og á heimasíðu fyrir- tækisins er aö fmna handhægar upplýsingar um veitingahús og mat- staði á yfir hundrað stöðum i ver- öldinni. Þá þykir frommers.com ekki síöri en galdurin við þá síðu er að fyrst verður að velja borg eða stað og síðan smella á „dining". Á Netinu er hægt aö fmna margs konar upplýsingar um veitingahús víöa í heiminum. Þá ættu grænmetisætur að skoða um japanskt sushi geta fundið gagn- síðuna www.veg.org og áhugafólk legar upplýsingar á www.sushi.to.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.