Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Síða 46
54 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Sydney: Bílstjórarnir þurfa aðstoð * Skipuleggjendur Ólympíuleik- anna í Sydney velta nú fyrir sér þeim möguleika að fá sjálfboðaliða til að aðstoða strætóbílstjóra sem ekki þekkja til í Sydney. Margir bíl- stjórar hafa hætt við að keyra á leikunum vegna lélegra vinnuskil- yrða og að tímatöflumar hafi verið illa skipulagðar. Því var gripið til þess ráðs að fá bílstjóra frá öðrum stööum á landinu og þeir hafa lent í miklum vandræðum, annaðhvort eru þeir of seinir eða koma alls ekki. Einn bOstjóri frá Canberra sagði aö sumir vissu hreinlega ekk- ert hvert þeir væru að fara. Þetta nýja vandamál hefur skap- að aukaálag vegna samgöngumála á **■ leikunum. Leikamir hafa líka haft í fór með sér vandræði fyrir lestar- ■ kerfið og leigubOstjóra og margir ibúar í Sydney hafa ákveðið að flýja borgina á meðan þeir standa yfir. Skipuleggjendurnir segjast vera búnir að leysa vandamálið og ekki sé hætta á frekari samgönguvanda- málum á leikunum. Alls konar túristar íslenskir víkingar heimsóttu Nýfundnaland á dögunum. St. Johns: Haustferðir fram undan Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið býður þriðja árið í röð upp á ferð- ’ ir tO St. John’s á Nýfundnalandi. í ár er annars vegar farið í 4 daga ferð þann 26.-29. okt. og hins vegar r 3 daga ferð þann 20.-22. nóv. Nokk- uð margir íslendingar hafa komið tO St. John’s sem er stór, ákaflega falleg og sérstök hafnarborg. íbú- amir era ákaflega stoltir af evr- ópskum uppruna sínum og þess gætir víða samhliða amerísku menningunni. Landslag er faOegt og kannski ekki ósvipað og á íslandi en gróður meiri þvi Nýfundnaland er mun sunnar en ísland og sumur því hlýrri. íslendingar era auðfúsu- gestir á St. John’s og vel er tekið á móti þeim. Saga þjóðanna er í *' mörgu lík og hér hefur verið barist við sömu náttúruöfl og forfeöur okkar gerðu. Það er mjög gott að versla í St. John’s sem er höfúðborg Ný- fúndnalands og Labrador og því miðstöð mjög víðfeðms svæðis. Verðlag er lágt og staða kanadíska dollarans gagnvart íslensku krón- unni er hagstæð. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar með aragrúa verslana eru í St. John’s og einnig era mörg stór verslunarhús sem og smærri sérverslanir. Eimskip sigl- ir til Argentia sem er í 130 km fjar- lægð frá St. John’s og er því einfalt , að senda stærri hluti heim með I þeim. I 1 Verðlaunagripir á Netinu www.klm.is DV-MYNDIR STEINUNN Margbreytilegt svæðl Horft yfir umfangsmikiö sýningarsvæöiö. EXPO 2000 í Þýskalandi stendur út næsta mánuö: Upplifun í Hannover Heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000, lýkur í næsta mánuði. Þetta er í 23. sinn sem heimssýning er haldin en hún er nú í fyrsta sinn í Þýskalandi og er yfirskrift hennar Maður - náttúra - tækni: Nýr heim- ur. Fyrsta heimssýningin var hald- in í Lundúnum árið 1851og sóttu hana um 6 milljónir manna. Fjöl- sóttasta heimssýningin hingað til er hins vegar sýningin í Osaka í Japan 1970 en hana sóttu rúmlega 64 millj- ónir manna. Aðsókn minni en búist var við Sýningin hefur staðið frá 1. júni í vor og er griðarlega umfangsmikil, I finnska skáianum gátu gestir ritaö nafn sitt í stærstu gestabók heims. nær yfír 160 hektara svæði. Um 180 lönd og samtök kynna framtíðar- hugmyndir sínar á sýningunni og meira en 50 lönd era þar með sér- staka sýning- arskála. Á svæðinu er einnig svo- kallað þema- svæði með 11 sýningmn þar sem lausnir við ýmsum vandamálum framtíðarinn- ar eru teknar til umfjöllun- ar. Síðast en ekki síst ber að nefna verkefni tengd EXPO 2000 sem unnin eru um heim allan og era 100 þeirra kynnt á sýning- unni. Sýningarsvæðið er sunnan Hannover og er vel aðgengilegt með lest, hvort sem maður kemur langt að eða úr miðborg Hannover. Svæð- ið er opið frá 9 á morgnana til mið- nættis. í áætlunum var gert ráð fyr- ir um 40 milljón gestum á sýning- una en ólíklegt þykir að það muni ná að ganga eftir. Aðsókn fór hægt af stað en glæddist þó eftir að líöa tók á og mun hafa náð um 25 millj- ónum um síðustu mánaðamót. íslenski skálinn er stálgrindar- hús, klætt bláum plastdúki. Bygg- ingin er 23x23m að grunnfleti, 18 m há og rennur vatn af þaki skálans niður hliðar hans. Um 80.000 ís- lenskum fjöl- skyldumynd- um og nöfn- um allra ís- lendinga frá upphafi, um 1.030.000 er varpað á vegg skálans en þar er einnig marg- miðlunar- kynning á landi og þjóð og kynning á fyrirtækjum að ógleymdum gos- hvemum sem gýs á 6 mínútna fresti i miðju skálans. Þýski skálinn hefur verið sá fjölsóttasti á sýningunni en næst á eftir kemur sá íslenski og er búist við að aðsókn í hann nái þremur milljónum manna nú um helgina. nema brot af sýningunni á einum degi. Skálamir sem farið var í voru afar ólíkir en höfðu allir einhvers konar upplifun að leiðarljósi. Fólk ver litlum tíma í hverjum skála og því er tilgangslaust að vera með mikla upplýsingar í lesmáli. Áhrifa- meira er að reyna að skilja eftir upplifun eða reynslu hjá gestinum. Sjónrænir og hljóðrænir effektar ganga í gegnum sýninguna alla, jafnvel sterk upplifun á þögn. Sums staðar er reynt að kalla fram and- rúmsloft og stemningu viðkomandi lands, t.d. með gróðri og matarlykt. Heimsókn á EXPO 2000 er veisla fyrir skilningarvitin en krefst vel úthvíldra gesta á góðum skóm ætli þeir að hafa verulegt gagn og gaman af heimsókninni. Hægt er að kaupa aðgöngumiða á EXPO 2000 á heimasíðu sýningar- innar, expo2000.de. -ss Skilningarvitin fá sitt Blaðamaður DV átti þess kost að veija degi á EXPO 2000 i Hannover. Sýningar- svæðið er griðarlega stórt og engin leið að komast yfir að sjá Nöfn og andlit íslenskar manna- og fjölskyldumyndir birtust og hurfu um leiö og nöfn íslendinga frá upphafi runnu. Markaðsstemning / skála Jemen var hægt aö kaupa ýmislegt glingur og tóku sölumenn því illa efekki var prúttaö. Veitingahúsin valin áöur en ferðin hefst: Borðið pantað á Netinu Það fylgir gjama utanferöum að fara út að borða og þá getur verið gott að þekkja til veitingahúsa í viö- komandi borg áöur en lagt er í hann. Vefsíðum þar sem hægt er að skoða verðlag og gæði veitingahúsa íjölgar stöðugt og sumar þeirra bjóða meira að segja upp borðapant- anir. Ein nýjasta vefsíðan í þessum flokki er www.opentable.com. Á henni er að finna upplýsingar um hundrað veitingahúsa í Bandaríkj- unum og á aðeins nokkrum sekúnd- um er hægt að fá svar um hvort borð sé laust tiltekið kvöld. Enn umfangsmeiri er zagat.com þar sem er að finna upplýsingar um yfir þrjátíu þúsund veitingahús. Flest þeirra era í Bandaríkjunum en borgir eins og London, París og Tokyo era með í dæminu. Á zagat- síðunni er hægt að lesa umsagnir og dóma gesta í þúsundavís, skoða verölag og jafnvel lesa sig til um innréttingar og annað sem gerir veitingahúsið sérstakt. Möguleik- amir era margir; hægt að velja veit- ingahús eftir matargerð, hvort þau era rómantísk, góð til fundarhalda og þar fram eftir götunum. Margir ferðamenn þekkja ferða- bækur Fodor’s og á heimasíðu fyrir- tækisins er aö fmna handhægar upplýsingar um veitingahús og mat- staði á yfir hundrað stöðum i ver- öldinni. Þá þykir frommers.com ekki síöri en galdurin við þá síðu er að fyrst verður að velja borg eða stað og síðan smella á „dining". Á Netinu er hægt aö fmna margs konar upplýsingar um veitingahús víöa í heiminum. Þá ættu grænmetisætur að skoða um japanskt sushi geta fundið gagn- síðuna www.veg.org og áhugafólk legar upplýsingar á www.sushi.to.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.