Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Möguleikhúsið er 10 ára: Þú býður ekki börnum það sem fullorðnum finnst leiðinlegt Möguleikhúsið er at- vinnuleikhús sem sér- hœfir sig í leiksýning- um fyrir böm. Leikhús- ið var stofnað árið 1990 ogfagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir með því að bjóða miða á sýningar helgarinnar á hálf- virði. DV hitti Pétur Eggerz, einn af stofn- endum leikhússins og rakti úr honum garn- irnar um gildi leiksýn- inga fyrir böm og sögu Möguleikhússins. „Það sem böm sjá í leikhúsi lif- ir miklu lengur með þeim. Tölvur eða sjónvarp munu aldrei koma í staðinn fyrir leikhús. Það er þessi nærvera, að upplifa hlutina á staðnum og geta ekki ýtt á pásutakkann sem gerir það að verkum að leikhúsið verður alit önnur upplifun. Ég veit bara út frá mínum börnum að það gerist sjaldan að þau klæði sig upp í búninga og leiki það sem þau sjá í einhverrri teiknimynd sjónvarp- inu en ef þau sjá leiksýningu sem höfðar til þeirra tala þau um hana og leika hana jafnvel í smáatrið- um lengi á eftir," segir Pétur Eggerz, einn af forráðamönnum Möguleikhússins við Hlemm. A faraldsfæti Möguleikhúsið fagnar 10 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir en það var stofnað af þeim Bjarna Ingvarssyni, Grétari Skúlasyni og Pétri Eggerz. Allir voru þeir lærðir leikarar með mis- mikla starfsreynslu í bransanum. „Þetta var bara spuming um sjálfsbjargarviðleitni í bland við það að vilja gera eitthvað sjálfur eða eins og máltækið segir þá sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær,“ segir Pétur spurður um til- urð leikhússins. „Það kviknaði hjá okkur sú hugmynd að markað- Börn eru líka fólk „Þú færö ekki ódýrara timbur í Byko af því að þaö á að nota þaö í barnasýningu frekar en þú færö ódýrari málningu til aö mála barnaherbergi en fulloröinsherbergi heima hjá þér, “ segir Pétur Eggerz um þá röngu hugsun fólks aö barna- sýningar eigi aö vera ódýrari en fulloröinssýningar. Jóla hvað... „Börn eru virkari áhorfendur en fullorðnir og maöur þarf aö vera viöbúinn alls konar viö- brögöum frá þeim, “ segir Pétur, hér í hlut- verki sínu í jólaleikritinu Jónas týnir jólunum ásamt Hrefnu Hallgrímsdóttur áriö 1999. ur væri fyrir atvinnuleikhús sem einbeitti sér eingöngu að þvi að sýna leikrit fyrir börn þar sem það fyrirfannst ekkert slíkt á land- inu. Við byrjuðum á að sýna barnaleikþátt á 17. júní-skemmtun árið 1990 sem við síðan unnum upp í leiksýningu og ferðuðumst með um landið," segir Pétur sem hefur síður en svo séð eftir þvi að þeir félagar hrintu hugmyndinni i framkvæmd. Fyrstu fjögur árin starfaði leik- húsið eingöngu sem ferðaleikhús og sýndi í leikskólum, grunnskól- um og á hinum ýmsu skemmtun- um um land alit. Árið 1994 fékk það síðan eigið húsnæði við Hlemm þar sem það hefur verið síðan. „Síðan við flutt- um á Hlemm höfum við samt haldið áfram að ferðast og meiri- hluti sýninga okkar er utan leik- hússins," segir Pétur og bendir á að leikhúsið hafi ferðast til alls 87 byggðar- laga. Ahersla á íslensk leikrit Allt frá upphafi hefur Möguleikhúsið lagt áhersiu á að sýna ný ís- lensk leikrit fyrir börn og unglinga. Meðal vinsælla verka sem leikhúsið hefur sett upp er leikritið um umferðarálfinn Mókoll, Smiður jólasveinanna, Snuðra og Tuðra og Góð- an daginn, Einar Áskell. „Aðsókn að leikhúsi hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin, einnig hjá okkur. Eftirspurnin virð- ist fara vaxandi og ég held að leikhúsið eigi svo sann- arlega framtíð fyrir sér, sérstaklega ef við ölum bömin upp í aö koma í leikhúsið því þá halda þau áfram að koma þegar þau fullorðnast," segir Pétur sem vonast til að eitthvað af þeirra fyrstu áhorfend- um sé að skila sér inn á „Það er eins og viðhorf- ið sé það að það þurfi ekki að leggja eins mikla vinnu og kostnað í barnaefni og það sé eitthvað annars flokks. Það er algjörlega röng hugsun því það lœra bömin sem fyrir þeim er haft. Ef við œtlum að fara að ala bömin upp í því að sú menn- ing sem við sýnum þeim sé einhver annars flokks menning þá vœntanlega fara þau að sœtta sig við annars flokks menningu fram eftir aldri. “ leiksýningar hinna leikhúsanna sem ætlaðar eru fuilorðnum. Barnaefni á aö vera vand- að Starfsemi Möguleikhússins hef- ur verið rekin á aðgangseyri auk þess sem það hefur fengið styrki bæði frá ríki og borg. „Við erum ekki með neina fasta styrki heldur verðum við að sækja um styrki frá ári til árs sem gerir það að verkum að við höfum aldrei hug- mynd um hvort við fáum krónu. Þessi óvissa gerir okkur erfitt að skipuleggja okkur fram í tím- ann. Við höfum sýnt fram á að það er þörf og grundvöllur fyrir leik- hús fyrir börn og því orðið tíma- bært að geta rekið það á eitthvað fastari grundvelli," segir Pétur og talið berst að þeim misskilningi sem virðist vera ríkjandi varðandi að það sé ódýrara að reka leikhús fyrir börn heldur en fyrir full- orðna. „Fólki finnst að það eigi að vera hægt að setja upp sýningar fyrir börn fyrir minni peninga en fyrir fuiiorðna og að það eigi að kosta minna inn en á fuliorðinssýning- ar. Sýningarnar kosta hins vegar það sama, við verðum að borga fólki sömu laun, sama fyrir hverja það leikur. Þú færð ekki ódýrara timbur í Byko af því að það á að nota það í barnasýningu frekar en þú færð ódýrari málningu til að mála barnaherbergi en fuiiorðins- herbergi heima hjá þér. Það geng- ur illa að uppræta þessa röngu hugsun en vonandi áttar fólk sig á þessu með tíð og tíma," segir Pét- ur sem hefur reynt að koma þessu sjónarmiði á framfæri í 10 ár. Þykir þaö ekki eins fint innan leikhússheimsins að leika fyrir börn og fyrir fullorðna? „Auðvitað glímum við það sama vandamál og aðrir sem vinna efni fyrir börn, hvort sem það eru rithöf- undar eða kvikmyndagerð- armenn. Það er eins og viðhorfið sé að ekki þurfi að leggja eins mikla vinnu og kostnað í barnaefni og það sé eitthvað annars flokks. Það er algjörlega röng hugsun því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ef við ætlum að fara að ala börnin upp í því aö sú menning sem við sýn- um þeim sé einhver ann- ars flokks menning þá væntanlega fara þau að sætta sig við annars flokks menningu fram eftir aldri," segir Pétur og bæt- ir við að honum finnist oft mikið taiað um að bömin eigi skilið það besta en því sé svo ekki framfylgt í verki. Leikrit með boðskap Að leika fyrir börn er að sögn Péturs ekki minna krefjandi en að leika fyrir fullorðna. „Böm eru virkari áhorf- endur en fullorðnir og maður þarf að vera viðbúinn alls konar við- brögðum frá þeim. Það er miklu síður að fuilorðnir vilji tala við mann upp á sviði eins og gerist oft með börnin," segir Pétur. Og hvað gerir þú þá? „Stundum svara ég þeim en stundum held ég bara mínu striki. Það eru oft algjör gullkorn sem falla af vörum barnanna sem eru að horfa á sýningarnar," segir Pét- ur og kímir. í vetur mun leikhúsið alls vera með sjö sýningar og var ein þeima frumsýnd í gær, Lóma eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur en leikritið fjallar um tröllastelpu sem verður fyrir aðkasti í skólanum. „Við erum ekki með neina inn- prentun í börnin en auðvitað vill maður alltaf hafa eitthvað að segja með leikritunum. Það er alltaf boðskapur i öliu því sem þú ert að segja og öllu sem þú gerir en við reynum að foraðst að vera með prédikanir," segir Pétur en viður- kennir að svo sannarlega sé Lóma leikrit með boðskap. Leikritið var skrifað árið 1972 og var fyrsta ferðaleiksýningin sem flakkaði á mihi skóla. „Það er gaman að taka það inn núna til þess að vitna að- eins í söguna en fyrst og fremst er þetta skemmtilegt leikrit,“segir Pétur með sannfæringu enda seg- ir hann að frumskilyrðið sé að leikararnir hafi gaman af sýning- unum sem settar eru upp. „Það sem skiptir kannski mestu máli þegar maður er að vinna með börn er að gera sér grein fyrir að böm eru hugsandi verur og að það þýðir ekkert að sýna þeim eitthvað sem þér flnnst asnalegt eða leiöinlegt því þá geturðu ekki ætlast til þess að börnunum finn- ist það skemmtilegt. Maður heyrir oft foreldra kvarta yfir því að þeir nenni ekki að fara með bömunum á bamasýningar eða í bíó af því að „þetta er eitthvað barnaefni og það er ekkert gaman af því“ en ég segi að þá er það ekki gott barna- efni ef foreldramir hafa ekki gam- an af þvi. Ef fullorðna fólkið hefur ekki gaman af þessu efni afhverju í ósköpunum á börnum að finnast það skemmtilegt?" segir Pétur sem vonast til að sjá sem flesta foreldra nýta sér afmælistilboð Möguleikhússins um helgina ásamt börnum sínum. Og skemmta sér vel. -snæ Vinsæll umferðarálfur Mókollur fæddist áriö 1994 hjá Möguleikhús- inu. Hér er Gunnar Helgason í hlutverki um- feröarálfsins. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.