Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Rottir fláningsmenn Haft er fyrir satt aö rómantíkin biómstri í sláturhúsinu og þar hafa í gegnum tíöina ófá pörin byrjaö saman. Ef flán- ingsmennirnir eru eins laghentir viö kvenfólkiö og lömbin þá hlýtur þetta aö vera satt. Sláturhúsið við Laxá í Leirár- sveit stendur autt og hreint árið um kring að undanskildum sjö vikum á hverju hausti. Þá opnast dymar á hvítmáluðu húsinu fyrir fólki og fé og það strax klukkan sex á morgana. Það er Hallfreður Vilhjálmsson sem ræður ríkjum á staðnum en hann hefur borið slát- urhússtjóratitilinn í 17 ár. „Það var mun fastari kjarni hér áður fyrr. í dag eru aukin at- vinnutækifæri á svæðinu þannig að fólk sækir annað,“ segir Hall- freður sem hefur þó tekist vel að manna sláturhúsið við Laxá þetta haustið. Nokkrar gamlar kempur eru mættar til leiks enn á ný, m.a Magnús Ólafsson sem segist hafa unnið í sláturhúsinu svo mörg haustin að hann hreinlega muni ekki hversu mörg þau séu orðin. Rómantfsk verbúðar- stemning „Það finnst öllum gaman að byrja en menn eru líka fegnir þeg- ar þetta er búið,“ segir sláturhús- stjórinn þar sem hann situr ásamt hinum starfsmönnunum í morg- unkaffi í mötuneytinu. Fólk tekur duglega til matar síns því þrátt fyrir að klukkan sé aðeins hálftíu að morgni þá eru menn nú þegar búnir að vinna í þrjá og hálfan tíma og eiga minnst tíu eftir. Það eru ekki endilega launin sem draga fólk í sláturhúsið þó svo þessi vinna sé sannarlega upp- grip fyrir suma. „Ég hef ekki einu sinni spurst fyrir um það hvað ég fái borgað í haust,“ segir Kristjana Þórarins- dóttir og hlær, en hún er mætt í níunda skipti í sláturvertíðina. „Það er þessi vertíðarstemning sem heillar," segir réttarstjórinn, Sigurður Valgeirsson frá Neðra- Skarði, eins og gamlar myndir úti i homi á matsalnum frá fyrri haustum geta vitnað um. Þrátt fyrir að vertíðin sé nýhafin eru menn nú þegar farnir að tala um slúttið og bailið sem virðist vera toppurinn á öllu saman. „Rómantíkin liggur í loftinu," fullyrðir réttarstjórinn og segir að sláturhúsið hafi komið mörgum pörunum saman. Aðstaðan fyrir nýástfangna er líka ágæt því í húsinu sem hýsir mötuneytið er að finna gistiaðstöðu sem er þó að- allega ætluð þeim sem eiga langt heim að sækja. Kynjaskiptingin er nokkuð jöfn en þó ekki á borðunum í matsaln- um. Fláningsmennirnir eiga sitt eigið borð þar sem þeir skófla upp í sig hafragraut en restin af mann- skapnum dreifist tilviljanakennt á hin borðin. Þegar minnka tekur í grautarpottinum og tíukaffið er á enda smeygja menn sér í snjóhvít stígvélin og svuntumar. Múnder- Lömb leidd til slátrunar Bóndinn Ásbjörn frá Ásbjarnarstööum er mættur meö 250 lömb til slátrunar og fylgir þeim alla leiö í loftbyssuna. „Þaö þýöir ekki aö vera meö neina tilfinningasemi, “ segir hann. Tilvonandi mokkapels Skinnin eru send til Skinnaiönaöarins á Akureyri. Kannski mun einhver feröamaöurinn kaupa sér mokkapels úr þess- ari gæru? inginn er toppuð með einnota hár- neti. Það er eiginlega alveg ótrú- legt að rómantíkin skuli blómstra og menn hafi jafnvel gengið út í ljósi þess að þessir hvítu gallar, að ekki sé minnst á hárnetið, gera nú ekki mikið fyrir útlitið. Engin tilfinningasemi í fjárhúsinu stendur bóndinn Ásbjörn Sigurgeirsson frá Ás- bjarnarstöðum. Hann hefur verið bóndi í 20 ár og veit að það þýðir lítið að vera með einhverja tilfinn- ingasemi þegar að haustslátrun- inni kemur. í ár hefur hann lagt inn 250 lömb sem bíða sallaróleg i krónum eftir því sem verða vill. Hér hafa þau verið i sólarhring og grunar greinilega ekki hvað þau eiga í vændum. Það er hljóðlátt í fjárhúsinu. Aðeins stakt jarm, há- vaðinn frá viftunni og ómur frá loftbyssunni í skotklefanum rjúfa þögnina. „Þetta er ekki skemmtilegt en þetta er fyrst og fremst atvinna. Maður er ekki að framleiða ein- staklinga," segir Ásbjöm þar sem hann stendur úti i einu horninu, les á eyrnamerkin á lömbunum og ýtir þeim þar á eftir i skotkiefann. Eitt pang frá loftbyssunni og lömbin frá Ásbjarnarstöðum renna á færibandi út í slátursal- inn. UV-MYNUIIÍ ItllUK Rólegan æsing Lömþin koma í sláturhúsiö sólarhring áöur en á aö slátra þeim og fá ekkert á þeim tíma nema vatn. Þau bíða salla- róleg í krónum, óvitandi hvaöa örlög bíöa þeirra. 700 iömb á dag í slátursalnum er hver fermetri vel nýttur og hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Á færibandinu sem lið- ast úr skotklefanum spriklar stöku ær í dauðateygjunum. Það er hér sem hausamir eru skomir af áður en skrokknum er kastað á vagn sem rúllað er til flánings- mannanna. Hausarnir eru hengd- ir blóðugir upp á króka eftir að homin hafa verið söguð af. Fláningsmennirnir eru eldsnöggir og maður gæti haldið að þeir væru í akkorði. Bograndi hver yfir sínum vagni minna þeir á skurðlækna sem eru að líta á sjúklinga sína. Hér er engrar svæfingar þörf, lömbin liggja hauslaus á bakinu með lappimar upp í loft og skurðaðgerðin hefst án nokkurra málalenginga. Fyrst fá fæturnir að fjúka og síðan renna þeir berum höndunum und- ir gæruna á kviðnum, losa hana frá áðúr en þeir skéra skinniö eft- ir endilöngu. Það rýkur frá skrokkunum sem enn eru sjóð- andi heitir. Á hverjum degi fara 650-700 lömb í gegn, eitt lamb á mínútu þegar best lætur. Þetta er sann- kölluð færibandavinna þvi þegar búið að að losa gæmna taka aðrir við vagninum. Jámkeðju er brugðið um afturstubbana og skrokkurinn hífður upp um leið i" 4, Morgunkaffl Þaö er ekki einungis boöiö upp á mat heldur líka gistingu fyrir þá sem vilja. Hér slappa Magnús Ólafsson, Kristjana Þórarinsdóttir, Sigríöur Rafnsdóttir og Anna Einarsdóttir af í tíukaffinu en vinnudagurinn í sláturhúsinu byrjar klukkan sex á morgnana. - .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.