Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað i>v Steinn Steinarr - leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal Stelpurnar hans Steins Steinn Steinarr er vafalaust eitt mesta og áhrifamesta Ijóð- skáld íslendinga. Þó rúm 40 ár séu liðinfrá andláti Steins njóta Ijóð hans sífellt meiri vinsælda og hver ný kynslóð tekur ástfóstri við skáldskap hans. Steinn átti ekki vel- gengni að fagna í lifanda lífi. Hann var umdeildur og naut lítillar virðingar í samfélaginu fram eftir aldri. Gylfl Gröndal rithöfundur hefur skrifað fyrstu samfelldu ævisógu skáldsins og aflaó heimilda þar sem fram koma ýmsar nýj- ar og óþekktar upplýsingar um œvikjör hans, ástir og œvin- týri. í bókinni Steinn Steinarr - leit að ævi skálds fjallar Gylfi um konurnar i lífi Steins og þar kemur ýmislegt á óvart. JPV-forlag gefur bókina út. Hér birtast nokkur kaflabrot úr bókinni. Steinn Steinatr bjó um skeió í her- bergiskytru inn af stofu sem Theódór Frióriksson rithöfundur leigði í Þing- holtsstrœti 28 seint áfjórða áratugnum. Steinn var frekar hirðulaus og nœgju- samur í veraldlegum efnum. Theódóri Friðrikssyni þótti Steinn heldur þurr á manninn og fár í tali hversdagslega. „Ekki var hann heldur nema í meðallagi góðgjarn í umtali um aðra menn, og fullur var hann fyrir- litningar á borgaralegum reglum og valdi," segir hann. „Ekki var hann drykkfelldur, svo að hann væri þar ekki sjálfráður vilja síns. Stundum var hann þó undir áhrifum víns, og varð hann þá ærslafullur og ör i framkomu. Þá gerðist hann opinskár og sagði mér frá ævintýrum sínum og kvennaförum sem hann lét talsvert mikið yfir. Víst var, að ekki var hann frábitinn kven- fólki, og heldur var hann opinskár um þau efni, enda hafði ég þá gaman af skáldinu." Engin upphitun var í kompu Steins, en hann fékk að njóta yls frá ofni í stofu Theódórs; settist þá oftast á bekk- inn fræga og ríslaði í bókum rithöf- undarins. Eitt sinn þegar Theódór kom heim sátu tveir ungir og greindir menn með Steini í stofunni. Samræður þeirra voru hressilegar og Theódór tók strax þátt í þeim og hafði gaman af. Talið barst að löngum kaupstaðar- ferðum, og Theódór sagði frá einni, sem farin var frá Grímsey á nítjándu öld. Nokkrir eyjaskeggjar lentu í haf- villum á leið til lands, en síðan tafði þá hafís og óveður, þegar þeir ætluðu að snua heimleiðis. Átján vikur voru liðn- ar frá því að þeir lögðu af stað er þeir komust loks aftur til eyjarinnar. Að svo mæltu brá Theódór á leik og sagði með stríðnisglampa í augum: „En ég veit um aðra langa kaupstað- arferð, og það á tuttugustu öld, þegar farartæki eru hin fullkomnustu og að- stæður allar eins og best verður á kos- ið. Nú eru sex vikur liðnar frá því að Steinn Steinarr skáld lagði af stað til þess að útvega ljósaperu 1 her- bergiskytruna sína hér fyrir innan. Sú kaupstaðarferð stendur enn og er vandséð hvenær henni muni ljúka." Gestimir hlógu dátt og Steini var líka skemmt. Daginn eftir gerðist undrið: Það var komin pera í lampagarminn, en ljósið af henni var dimmrautt og sáust ekki stafaskil á bók við það. Theódóri datt i hug að þessi rauða [ pera ætti að vera til örvunar og heilla í ástamálum skáldsins - og hann átti kollgátuna. „TVær óléttar eftir mig í einu!" Þegar gengið er upp Hverfisgötu er fyrst á hægri hönd gamalt hús kennt við Garðar Gíslason stórkaupmann. Þar bjó á stríðsárunum i kjallara Jón skáld úr Vör, rak fornbókasölu og var ritstjóri og útgefandi Útvarpstíðinda (1941-1945) ásamt Gunnari M. Magn- úss, sem kom þó lítið nærri blaðinu, þar sem hann gegndi fóstu starfi sem kennari. Jón var enn ókvæntur, en hafði fjögur herbergi til umráða; í einu þeirra svaf hann sjálfur, annað höfðu tvær systur hans, hið þriðja var rit- stjórnarskrifstofa Útvarpstíðinda og loks var fornbókaverslun í fjórða her- berginu og afgreiðsla blaðsins. „Steinn Steinarr kom í heimsókn," sagði Jón úr Vör, „ekki aðeins einu sinni á dag, heldur stundum oft á dag, því að ég bauð öllum upp á .kaffi. Hann sýndi mér aldrei handrit að ljóðum sínum, en fór nokkrum sinnum með kvæði eftir sig fyrir mig, sem hann úti í bæ, og mér var hlátur í huga þeg- ar ég heyrði hve slyngur hann var að skjaUa þær og ögra þeim á víxl; hann var meistari mótsagnanna, spurði á tviræöan hátt og athugasemdir hans voru frumlegar og gráglettnar." Jón úr Vör (f. 21. janúar 1917, d. 4. mars 2000) dró þá ályktun af þessum simtölum að Steinn væri talsvert upp á kvenhöndina, og hið sama gaf Theó- dór Friðriksson í skyn. Konur, sem þekktu Stein á stríðsárunum, fullyrða aftur á móti að hann hafi ekki verið neinn kvennamaður; hins vegar hafi hann haft gaman af að látast vera það. „Ja, nú er illt í efni," sagði hann eitt sinn við Margréti 1 Kofanum. „Ég er aldeilis kominn i klípu. Heldurðu að þær séu ekki tvær óléttar eftir mig í einu; böfnin fæðast líklega með mán- aðar millibili!" „Ó, guð hjálpi þér," hljóðaði Mar- grét upp yfir sig. „Og þú eins og þú ert, Steinn minn!" Þá hló skáldið, og Margréti varð Unuhúsi Þar var Steinn Steinarr fastagestur og þar kynntist hann listakonunum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Myndin er tekin ário 1939; talið frá vinstri: Svavar Guðnason listmálari, Selma Jónsdóttir listfræðingur, Louisa Matthíasdóttir og Erlendur í Unuhúsi. kunni utanbók- ar, og gerði það vel. Hann lét mig heyra, eins og sagt er, og spuröi mig síðan álits. Ég hrósaði kvæð- unum, því að ég var einlægur að- dáandi Steins sem skálds, þótt ég væri ekki alltaf sáttur við hegðun hans sem persónu. En önn- ur not hafði Steinn einnig af heimsóknum til min þessi við- burðaríku stríðs- ár; hann fékk að hringja hjá mér endurgjaldslaust. Og ég komst ekki hjá að hlusta á hvað hann sagði i stoann, þvi aö þetta var skrif- stofa mín, og Steinn talaði hátt og skýrt. Það leyndi sér ekki að hann var oft að tala við konur Listakonan Nína Tryggvadóttir málar Viggó bróður sinn í Reykjavík 1939 samstundis ljóst að hann hafði, eins og svo oft áður, verið að gantast við hana. Sérfræoingur Þórbergs í per- sónuníöi Steinn mun efiaust hafa hringt úr kjallaranum hjá Jóni úr Vör til Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdótt- ur sem hann umgekkst á fyrri árum stríðsins. Þær komu báðar hingað til lands frá námi í Paris 1939, en héldu til Bandaríkjanna með skipalestum í miðri styrjöldinni, Louisa seint á ár- inu 1942 og Nína árið 1943. Sumir kölluðu þær stelpurnar hans Steins, og þær vöktu athygli í bænum; ungar og djarfar listakonur, bóhemar, gengu í síðbuxum, sem þótti tiðindum sæta um ungar stúlkur í þá daga, sátu löngum á kvöldin hjá snillingunum í Unuhúsi; og verk þeirra voru stór- skrýtin og jafnvel fáránleg í augum kynslóðar landslagsmálverksins. Þær voru báðar laglegar, en afar ólíkar að skaplyndi; eins og dagur og nótt, Nína var hressUeg í tali, frökk og framgjörn, en Louisa þögul, feimin og hlédræg. Þessir ólíku eðliskostir gerðu það að verkum að Nína ríkti yfir vinkonu sinni og réði ferðinni í samstarfi þeirra á sviði listarinnar umræddan tíma. Steinn kynntist Nínu og Úllu, eins Skáldiö Steinn Steinarr eins og hann kom Nínu Tryggvadóttur fyrir sjónir á olíu- málverki frá 1940. Það var í eigu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar. Louisa málaði Stein líka, en mynd hennar er týnd. Vonandi á hún eftir að koma í leitirnar. og Louisa var kölluð, í Unuhúsi. „Þá sátu allir spekingarnir við kaffiborðið og skeggræddu um bókmenntir og list- ir og heimsmál," segir Nína. í áður- nefhdu viðtali. „Og síður en svo að all- ir væru á einu máli. Þegar stjórnmál bar á góma urðu oft heitar umræður. I Unuhúsi hitti ég Þórberg fyrst. Hann kom hér um bil á hverju kvöldi, því að hann þurfti að ræða við sérfræðinga sína í ýmsum efhum, en þeir voru flestir fastagestir í Unuhúsi. Hann sagði að Guðný Lynge væri sérfræð- ingur sinn í praktískum ástamálum og erótík. Og upphaflega var Steinn Stein- arr sérfræðingur hans í persónuníði, en honum þótti skýrslur Steins of loft- kenndar og útnefhdi Guðmund Sig- urðsson aðalsérfræðing sinn í persónu- níði, en til að særa ekki Stein leyfði hann honum að vera aðstoðarmaður Guðmundar. Þórbergur þurfti oft að ráðfæra sig við Guðnýju - og þá ekki síður sérfræðinga sína í persónuníði. Erlendur hlustaði á þetta allt með jafh- aðargeði, en þó laus við persónulega hnýsni. Hann var spekingur með heimsborgaralega afstöðu og nánast vaxinn upp úr því umhverfi sem varð hans daglegt brauð..." Dag nokkurn kemur einn af gestun- um í litla rauða húsið við Garðastræti, Árni Guðnason magister og ensku- kennari, „öndvegis bókmenntamaður og fin manneskja", eins og Steinunn Árnadóttir frá Höfðahólum kemst að orði. „Honum er mikið niðri fyrir. Hann kveðst hafa séð Stein Steinarr og Louisu Matthíasdóttur leiðast úti i Örfirisey og jafhvel faðmast. Árni var ekki vanur að blaðra um einkamál annarra, en hann gat ekki orða bund- ist í þetta sinn. Þetta kom honum svo áóvart Sigurður A. Magnússon fjallar í fyrsta skipti á prenti um ástarsam- band Louisu og Steins, en um það hafa lengi gengið sögur. Hann birtir merki- leg ummæli náfrænku Louisu og sam- verkakonu Erlends, Unnar Bjarnadótt- ur (1910-1997), svohljóðandi: „Hafi Steinn einhverntíma á þessum árum verið hrifinn af konu, þá var það Úlla. Hann gerbreyttist í framkomu á þess- um árum. Hann gat af ráðnum hug verið kaldur og fráhrindandi í fram- komu, sem kannski stafaði af vanmátt- arkennd, en fyrir honum vora kynnin við Úllu eitthvaö alveg nýtt. Mér fannst hann jafnvel breytast gagnvart mér, afþví ég var frænka hennar. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.