Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Utgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformabur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjöri: jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bladaafgreiösla, áskrift: Þvcrholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafrœn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vlsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugero: ísafoldarprensmioja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Niðurlœging í Haag ísland er aðili aö fámennum ríkjahópi, sem kallaður er Regnhlífarhópurinn og talinn standa í vegi fyrir fjölþjóð- legu samkomulagi um verndun lofthjúps jarðar. Á loft- mengunarráðstefnunni i Haag beindu umhverfisvinir spjótum sínum einkum að þessum hópi ríkja. Fyrir hópnum fara Bandaríkin með Kanada á aðra hönd og Ástralíu á hina. Evrópusambandið vill ganga mun lengra í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og telur þennan hóp vilja túlka Kyoto-sátt- málann aftur á bak, það er taka upp meiri mengun. Evrópusambandið og samtök umhverfisvina saka Regnhlífarhópinn um að nota Haag-fundinn ekki til að taka þátt í að vernda lofthjúp jarðar, heldur til að búa til smugur fyrir sig, svo að þau þurfi ekki að leggja í kostn- að við að taka á vandanum fyrir sitt leyti. Ríkisstjórn íslands kann vel við sig í þessum hópi auð- ugra ríkja, sem ekki vilja taka til hendinni í umhverfis- málum, og þá ekki sízt Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, sem kerfisbundið úrskurðar náttúru íslands í óhag, hvenær sem hún telur sig hafa tækifæri. Misheppnuð barátta hennar fyrir Eyjabakkavirkjun er frægasta dæmið um þetta. Hún hefur líka heimilað frek- ari námavinnslu í botni Mývatns. Hún hefur hafnað um- hverfismati á sjókvíaeldi á norskum laxi í Mjóafirði og mun sennilega einnig hafna slíku mati í Berufirði. Siv er ekki eini umhverfisóvinur íslands, aðeins sá, sem starfar með mestum fyrirgangi. Samstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarfiokks er almennt hallt undir rót- tæka verkfræðiáráttu af ýmsu tagi. Það kemur til dæmis fram í Elliðavatnsmálinu í bæjarstjórn Kópavogs. Sameinuð verkfræðiárátta þessara fiokka krefst þess, að byggð séu fjölbýlishús við eina helztu náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins. Þar sem Sjálfstæðisfiokkurinn er einn við völd, svo sem á Seltjarnarnesi, var hins vegar í miðju kafi hætt við að spilla náttúruperlum. Það er eins og þessir tveir flokkar magni það versta upp hvor hjá öðrum, þegar þeir starfa saman. Frumkvæði að náttúruspjöUum kemur þó oftast frá Framsóknar- flokknum, sem er að þessu leyti þveröfugur við norræna systurfiokka sína, sem allir eru mjög grænir. Verkfræðiáráttu verður líka vart utan flokkanna tveggja. Þekktar eru tillögur um að hlaða landfyllingar úti í sjó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, einmitt þar sem land hefur sigið alla 20. öldina og mun síga enn hrað- ar á 21. öldinni vegna loftslagsbreytinga. Meðal íslenzkra kjósenda hefur orðið mikil vakning í umhverfismálum á undanfórnum árum. Hæst náði hug- arfarsbreytingin í vel heppnaðri aðför að ráðgerðum rík- isstjórnarinnar um Eyjabakkavirkjun. Flest bendir til, að umhverfisáhugi fari enn vaxandi meðal fólks. Ljóst er, að þjóðin stendur ekki einhuga að baki hinu sorglega hlutverki, sem ríkisstjórnin valdi henni á lofts- lagsfundinum í Haag. Þjóðarviljinn fer ekki saman við ríkisstjórnarviljann og verkfræðiáráttuna. Og þeim fjölg- ar, sem vilja taka virkan þátt í baráttunni. Framundan eru spennandi átakatímar. Fólk mun í auknum mæli taka pólitíska afstöðu á grunni skoðana sinna á umhverfinu, á meðferð ríkisins á ósnortnu víð- erni hálendisins, á meðferð sveitarfélaga á náttúruvinj- um, á stöðu þjóðarinnar í landinu almennt. Niðurlæging íslands i Haag getur orðið herhvöt til að efla stuðning þjóðarinnar við náttúru landsins og magna andstöðu hennar við ógæfusöm stjórnvöld. Jónas Kristjánsson Skoðun I>V Klofinn Balkanskagi Ef dregin er upp gróf mynd af stöðu mála í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu eftir stríð og hörmung- ar síðustu ára má helst líkja henni við geðklofa-ástand: Samfara lýð- ræðisþróun í Serbíu og Króatíu hefur þjóðernisöfgaöflum vaxið ás- megin í Bosníu; stjómmála- og efnahagsvonir Serba eru á kostn- að Svartfellinga og sigur hófsamra afla í kosningunum í Kosovo hefur ekkert dregið úr spennu milli Kosovo-Albana og Serba. Með öðr- um orðum hefur þjóðernisstefnan enn afgerandi áhrif á stjórnmálaá- standið á Balkanskaga. Það er kaldhæðnislegt að þrátt fyrir fall Slobodans Milsovics, fyrrverandi forseta „Júgóslavíu", bendir allt til þess að hann verði endurkjörinn formaður Sósíalista- fiokks Serbíu á flokksþingi 1 dag og leiði flokkinn 1 kosningabarátt- unni fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði! Milosevic gerir sér reyndar ekki miklar vonir um sig- ur: Kosningabandalagi þeirra 18 flokka sem studdu Vojislav Kost- unica í forsetakosningunum í sið- asta mánuði, DOS, er spáð yfirburða- sigri. Ekki má þó gleyma því að DOS er haldið saman af þeirri nauðsyn að binda enda á valdakerfi Milosevics en ekki pólitískri sannfæringu, enda eru flokkarnir sem að þvi standa mjög ólíkir að upplagi. í andstöðu við vilja DOS hefur Kostunica t.d. neitað að reka tvo skósveina Milosevics úr emb- ætti yfirmanna öryggislógreglunnar og hersins þótt þeir séu bendlaðir við glæpi af ýmsum toga. Helstu stúdenta- samtökin, sem börðust gegn Milos- evic, Otpor, hafa að undanförnu hengt upp veggspjöld um alla Belgrad með varnaðarorðunum: „Við erum enn á verði." Full ástæða er til að veita nýj- um stjórnarherrum (konur eru ekki í forystu), sem skipa „bráðabirgða- stjórnina" í Belgrad ásamt fulltrúum flokks Milosevics, strangt aðhald. Framtíð „Júgóslavíu" Það er kaldhæðnislegt að lýðræðis- þróunin í Serbíu hefur veikt mjög stöðu Svartfjallalands innan „Júgóslavneska sambandsríkisins". Þegar Milosevic var við völd gátu Svartfellingar treyst á vestræna efna- hagsaðstoð og pólitískan stuðning. En nú er öldin önnur: FuUyrða má að um það sé pólitísk sátt í Belgrad að koma í veg fyrir að Svartfellingar segi skil- ið við ríkjasambandið vegna þess að það gæti leitt til þess að Kosovo-Al- banar krefðust hins sama. Vestræn ríki hafa sömuleiðis ekki viljað hlusta á aöskilnaðarkröfur SvartfeÚinga. Um 650 þúsund manns búa í Svartfjalla- landi og hefur efnahagslífi landsins verið haldið uppi með vestrænu gjafa- fé. Astandiö á Balkanskaga er enn mjög oldfimt þótt einræðisherrarnir Slobodan Milosevic og Franjo Tujdman séu ekki lengur við stjórnvölinn í Serbíu og Króatíu. Öfgasinnaöir þjóöernissinnar eru enn mjög sterkir í Bosníu og enn er allt á huldu um hvort kjör Ibrahims Rugovas leiöir til pólitísks stóöugleika í Kosovo eöa hvort stuöningsmenn Frelsishers Kosovo komast til valda. Kosovo er enn aðili að „Júgóslav- neska sambandsríkinu" að forminu til þótt Serbar hafi verið sviptir þar völdum. Niðurstöður kosninganna í Kosovo í síðasta mánuði, þar sem hinn hófsami Ibrahim Rugova vann ¦ I Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræðingur stórsigur, vöktu vonir um að draga mundi úr spennu milli Kosovo-Al- bana og Serba. En ef marka má at- burði síðustu daga geta Serbar átt von á að þeim verði áfram sýnd banatil- ræði. Áhrif albönsku mafíunnar í Kosovo eru svo viðtæk að þvi hefur verið haldið fram í alvöru að hún hafi í raun verið sigurvegari Kosovo- stríðsins. Og þess eru dæmi að serbneskir og Kosovo-albanskir glæpaflokkar hafl hætt erjum sínum og tekið höndum saman um að hneppa konur í kynlífsánauð í Kosovo. Miklu máli skiptir að Rugova og stuðingsmenn hans geti sýnt fram á áþreifanlegan árangur í uppbygg- ingarstarfinu í Kosovo. Að öðrum kosti má búast við því að stuðningsmenn Frelsishers Kosovo fái uppreisn æru í þingkosningunum á næsta ári, með þeim afleiðingum að þjóðernisdeilur magnist enn frekar. Þjóöernisstefna í Bosníu Sigur öfgafullra þjóðernissinna í kosningunum í Bosníu fyrr í þessu mánuði, meðal Bosníu-Serba og Bosn- íu-Króata, er mikið áfall fyrir Samein- uðu þjóðirnar og vestrænar þjóðir. Því hafði verið trúað að það sama mundi gerast Bosniu og Króatíu og Serbíu: að hófsamir stjórnmálamenn kæmust til valda i kosningum. Þetta sýnir hve dómínó-kenning kalda stríðsins er lífseig. Fulltrúar Samein- uðu þjóðanna gerðu auk þess afdrifa- rík mistök með því að breyta kosn- ingareglunum stuttu fyrir kosning- arnar, en öfgasinnaðir þjóðernissinn- ar nutu góðs af því. Forseti Króatíu, Stipe Mesic, hefur deilt hart á þjóð- erniskröfur Bosniu-Króata um eigið sjálfstjórnarhérað í Bosniu, enda hefði annað jafhgilt því að lýsa aftur yfir stuðningi við þjóðernishreinsan- ir. En úrslit kosninganna sýna hve lít- ið hefur í raun breyst i Bosníu: Þótt um fimm milljörðum dollara hafi ver- ið varið til uppbyggingar hefur al- menningur enn vart aðgang að sjálf- stæðum fjölmiðlum. Og það sama má segja um frjáls fé- lagasamtök sem áttu vitaskuld mik- inn þátt stjórnmálabreytingunum í Króatíu og Serbíu. Ástandið á Balkanskaga er vitaskuld mun skárra en þegar allt logaði þar í ófriði. En það er svo ótryggt að engum dettur annað í hug en fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og NATO-sveitir verði á þessu svæði til langframa. Vandamál- ið er að árangurinn af starfi þeirra er enn mjög takmarkaður. \WKSSkfcANAjN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.