Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Utlönd J»V A leið heiin Dick Cheney er á batavegi eftir vægt hjartaáfall. Cheney heim af sjúkrahúsinu Varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, Dick Cheney, var í gær útskrifaður af sjúkrahúsinu sem hann var lagður inn á á mið- vikudaginn vegna hjartaáfalls. Hann er talinn geta hellt sér út í slaginn innan skamms. Samkvæmt niðurstöðum körinun- ar, sem birt var í gær, segjast 70 prósent repúblikana myndu líta á Al Gore sem ólögmætan forseta yrði hann lýstur sigurvegari. Aðeins 30 prósent demókrata kváðust myndu líta svo á að Bush hefði stolið sigrihum settist hann í forsetastól. Nýnasistar myrtu 6 ára í sundlaug Tveir karlar og ein kona hafa ver- ið handtekin í Þýskalandi fyrir meint morð á 6 ára dreng í sundlaug í bænum Sebnitz fyrir þremur ár- um. Drengurinn, sem var sonur irasks apótekara, sat einn á hand- klæði þegar um 50 meintir nýnasist- ar umkringdu hann. Þeir pyntuðu drenginn og fieygðu honum hálf- meðvitundarlausum í sundlaugina. Um 200 til 300 manns voru í sund- lauginni þegar þetta gerðist. Lög- reglan taldi drenginn hafa drukkn- að en foreldrarnir trúðu þvi ekki. Foreldrarnir fengu vísbendingu um að allt væri ekki með felldu. Móður- inni tókst að fmna 15 manns sem voru fúsir til að bera vitni. Drengur- inn var krufinn á ný og kom þá í ljós að hann hafði verið beittur of- beldi. Mál þetta hefur skekið Þýska- land og menn spyrja sig hvers vegna enginn kom drengnum til hjálpar. I skjalasafni Stasi Starfsmenn hafa handleikið skjöl sem voru gegnumsýrö af eitri. Veikir af eitruð- um Stasiskjölum Tuttugu starfsmenn skjalasafns Stasi, fyrrverandi leyniþjónustu A- Þýskalands, hafa veikst af því að handleika skjöl sem eru gegnum- sýrð af eitri. Hafa starfsmennirnir fengið ógurlegan höfuðverk, blóð- nasir, óstöðvandi niðurgang og vöðvakrampa. Nýr yfirmaður skjalasafnsins, Marianne Birthler, hefur staðfest að samhengi sé talið vera á milli sjúk- dómsins og eitraðra skjala. Fundist hafa 12 möppur með slíkum skjölum og sýnum. Gúmmíhanskar molnuðu þegar skjölin voru snert. Um er að ræða efni frá tæknideild Stasi sem gerði tílraunir með efni til að geta fylgst með borgurunum. Geislavirk- um títuprjónum var til dæmis stungið í föt andófsmanna og var hægt að fylgjast með ferðum þeirra með geigerteljara. Pútín kynnir friðaráætlun Forseta Rússlands, Vladimir Pútín, tókst í gær að fá Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að ræðast við i síma í fyrsta sinn í margar vikur. Pútín gerði skyndi- lega hlé í gær á fundi sínum með Arafat í Moskvu og hringdi í Barak. Eftir svolitla stund kallaði hann á Arafat í símann og komust þá leið- togarnir tveir að samkomulagi um að opna aftur samstarfsskrifstofurn- ar á Gazasvæðinu og Vesturbakkan- um sem lokað var á fimmtudaginn. Skrifstofunum, sem eru 10 talsins, var lokað eftir að sprengja hafði sprungið í einni þeirra. Hermaður lét lífið í sprengjuárásinni. Áður en fundinum lauk höfðu Arafat og Barak lofað að skoða gaumgæfilega friðaráætlun Rússa sem ekki var gerð opinber í gær. Ut- anríkisráðherra ísraels, Shlomo Ben-Ami, heldur til Moskvu á mánudag til að ræða áætlunina, að því er fréttastofan Itar-Tass hafði eftir stjórnarerindrekum. Samtimis var greint frá frekari dauðsföllum í átökum á herteknu svæðunum. Félagi í al-Fatah hreyf- ingu Arafats beið bana í bænum Jenin á Vesturbakkanum þegar ísraelskir hermenn vörpuðu sprengju að heimili hans aðfaranótt föstudags. Palestínumenn skutu til bana landnema nálægt Nablus í gær. Palestínumaður var skotinn til bana í átókum nálægt Qalqiliya. Palestínskur drengur, sem varð fyr- ir skoti í síðustu viku, lést í gær. Þar með hafa yfir 270 manns fallið í átökunum. í Gazaborg efndu þúsundir Palest- ínumanna til mótmæla. Grímu- klæddir menn stærðu sig í hátölur- um af sprengjuárásinni i Hadera á miðvikudaginn. Tveir létu lífið í árásinni. Hamassamtökin lýstu yfir ábyrgð á sprengjuárásinni og leið- togi þeirra sagði í ræðu að hún væri bara fyrsta aðgerðin af mörgum. Gærdagurinn byrjaði reyndar vel. Varnarmálaráðherra ísraels, Efraim Sneh, og herforingi Arafats, Tayeb Abdel-Rahim, höfðu á næturfundi náð samkomulagi um að hrinda strax í framkvæmd samkomulaginu um vopnahlé sem náðist i Egypta- landi í október síðastliðnum. Átök brutust engu að siður út. Vladimir Pútín sagði alla fundi árangurslausa tækist ekki að stöðva ofbeldið. Arafat baö Rússa um hjálp Vladimir Pútín Rússlandsforseti og YasserArafat Palestínuleiötogi fyrir fund sinn í Moskvu ígær. Forseti loftslagsráöstefnu Sameinuðu þjóðanna: Næstum ómögulegt að ná samkomulagi Forseti loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem lýkur i Haag i dag, Jan Pronk, sagði i gær að ómögulegt væri að ná samkomulagi í smáatriðum um niðurskurð á gróðurhúsalofttegundum út í and- rúmsloftið. Málamiðlunartillaga, sem Pronk lagði fram á fimmtudag- inn, virtist í gær ekki hafa fengið neinn hljómgrunn. í tillögu Pronks er ekkert ákvæði um hámarksviðskipti með losunar- kvóta eins og Evrópusambandið, ESB, hefur krafist. Bandaríkin eru mótfallin hámarki. ESB krefst þess að ekki verði veittur afsláttur á nið- urskurð út á koltvísýringsupptöku skóga og akurlendis. Tillaga Pronks gerir ráð fyrir takmörkuðum af- slætti. Bandaríkin og fleiri vilja meiri afslátt. ESB segir málamiðlunartillöguna ganga of langt til móts við kröfu Svartsýnn Jan Pronk, umhverfisráöherra Hollands. Bandaríkjanna og grafa undan sam- komulaginu sem gert var i Kyoto 1997 um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um 5,2 prósent fyr- ir 2010 miðað við útblásturinn 1990. Sambandið hefur reiknað út að með málamiðlunartillögunni yrði niður- skurðurinn einungis 2 prósent. Samkvæmt útreikningum um- hverfisvemdarsamtakanna WWF og Grænfriðunga myndi málamiðl- unartillaga Pronks ekki aðeins grafa undan Kyotosamkomulaginu heldur einnig auka losun gróður- húsalofttegunda hjá iðnvæddum ríkjum um nokkur prósent á árun- um 2008 til 2012. Vísindamenn segja 5,2 prósenta niðurskurð aðeins lélega byrjun. Nauðsyn sé að draga úr orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda um 50 til 60 prósent eigi að komast hjá afdrifaríkum loftslagsbreytingum. Stuttar fréttir Eyöilagt mannorö Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, sakaði í gær fjöl- miðla og pólítíska andstæðinga sina um að hafa eyði- lagt mannorð sitt og lýst honum sem glæpamanni fyrir að hafa tekið við fé í leynisjóði kristilegra demó-krata. Kohl kvaðst hafa gert mistök. Hann væri samt enginn glæpamaður. Jafnt í öldungadeildinni Demókratinn Maria Cantwell sigraði í öldungadeildarkosningun- um í Washington með naumum meirihluta. Demókratar fá líklega 50 sæti og repúblikanar jafnmörg. Óþekkt dóttir Mussolinis ítalski einræðisherrann Benito Mussoloni átti óþekkta dóttur sem er stærðfræðikennari í frönskum skóla. Þetta kemur fram í nýrri bók sagnfræðingsins Festorazzi. Dóttir- in er nú 68 ára en móðir hennar 98 ára. Kúariða í Þýskalandi Þýsk yfirvöld greindu frá því í gær að tvær kýr af þýskum uppruna hefðu greinst með kúariöu, önnur í Slésvík-Holtsetalandi en hin á Azor- eyjum. Skólabörn tróðust undir Ellefu skólabörn létu lífið í stiga á leið út úr skólanum. Eldri nemend- ur ýttu á þá yngri sem tróðust und- ir. Bleika höllin seld Dimitra Liani, ekkja Andreas Pap- andreou, fyrrver- andi forsætisráð- herra Grikklands, ætlar að selja glæsi- villuna sem hann reisti fyrir hana þar sem hún hefur ekki efni á að reka hana. Húsið, sem kallað var bleika höllin, var byggt fyrir sex árum. Smíði glæsivillunn- ar á þrengingartímum reitti Grikkja til reiði. Gæsluliðar fá frest Innanríkisráðherra Serbíu, Bozo Prelevic, sagði í gær að friðargæslu- liðar fengju 72 klukkustunda frest til að ná yfirráðum á öryggissvæð- inu við landamæri Kosovo áður en serbneskar sveitir yrðu sendar þangað vegna árása albanskra skæruliða á serbneska lögreglu. Stjórnarmyndun í Perú Bráðabirgðafor- seti Perú, Valentin Paniagua, ræddi í gær við forsætis- ráðherra sinn, Javier Perez de Cuellar, um mynd- un nýrrar stjórnar. Paniagua tók við þegar Fujimori var vikið úr forseta- embættinu. Mótmæli gegn Kostunica Fyrrverandi hermenn í Króatíu efndu til mótmæla í gær þegar Voj- islav Kostunica Júgóslavíuforseti kom til Zagreb á leiðtogafund ESB og ríkja á Balkanskaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.