Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 66
-74 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Tilvera JL>V fið Storsveitin 1 Ráðhúsinu Stórsveit Reykjavíkur efnir til tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 16. Á dagskrá verður tónlist eftir Sigurð Flosason sax- ófónleikara í útsetningum sænska stórsveitarstjórans og útsetjarans Ðaniels Nolgárds. Nolgárd mun sjálfur stjórna hljómsveitinni, en hann hefur tvívegis áður stjórnað Stórsveit Reykjavíkur með frábærum ár- angri, í september 1998 og apríl 1999. Sigurður Flosason kemur sjálfur fram sem einleikari með stórsveitinni á þessum tónleik- um. Klassík ¦ PIANOKEPPNII dag veröur keppt í úrslitum í öllum flokkum í íslensku píanókeppninni. Keppnin fer fram í Salnum í Kópavogi og er opin al- menningi til áheyrnar gegn vægum aögangseyri. Sveitin ¦ GALDRASYNING A STRONDUM - KVOLDVAKA A CAFE RIIS Galdrasýnlng á Ströndum stendur fyrir kvöldvöku vetrarins á veitinga- staönum Café Rlls á Hólmavík. I þetta sinn mun Vlðar Hreinsson bókmenntafræðingur heimsækja Strandir og flytja fyrirlestur undir heitinu Hehnur í hrafnshöfðl . Galdrasýning á Ströndum verður opin í tilefni dagsins frá kl. 18.00-20.00. Leikhus ¦ AUÐUN OG ISBJORNINN I dag kl. 14 hefur Islenskl dansflokkurinn sýnjngar á verkinu AUÐUN OG IS- BJÓRNINN, dansverki fyrir böm eftir Nönnu Ólafsdóttur. Sagan fjallar um Auðun sem á sér draum um að gefa Danakonungi ísbjörn sem er mikil gersemi. Verkiö verður aðeins sýnt fimm sinnum á Stóra sviðl Borgar- leikhússins og er samið með bórn á aldrinum 4 til 9 ára í huga. ¦ PRINSESSAN í HÖRPUNNI Leik- brúðuland sýnir Prinsessuna í hörp- unni í Tjarnarbíól í dag kl. 15. ¦ STRÆTI HJÁ STÚDENTALEIK- HUSINU Stúdentaleikhúslð hefur komiö sterkt inn aö undanförnu eftir löngu tímabæra upprisu og um þessar mundir sýnir það hið bráð- skemmtilega leikrit, Stræti. Stúd- entaleikhúsið sýnir í Sal B í Loft- kastalanum í kvöld klukkan 19.30. ¦ ÁSTKONUR PICASSOS í kvöld verður sýnt á Smíöaverkstæðinu í Þjóðlelkhúslnu leikritið Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera.. Fyrir börnin ¦ BARNADAGUR I GERÐUBERGI I dag verður barnadagur í Gerðubergi undir yfirskriftinni: Viltu lesa fyrir mig? - Lestur, söngur og myndir. Silja Aðalstelnsdóttir kynnir. Kemst eldþursinn Ari heim til sín? Hverjir eru Byssu-Jói, Orri prestsins og Mói hrekkjusvín? Getur Grímur bjargaö sækúnum? Þessum spurningum og mörgum öörum verður svaraö í Gerðubergi i dag kl. 14-16. Anna Pálína og Aðalsteinn syngja og leika lög af nýja geisladiskinum Bullutröll! Aögangur ókeypis. ¦ JÓLABASAR AÐ MARARGÖTU 6 Hinn árlegi jólabasar Waldorf-skól- ans Sólstafa, Waldorf-leikskólans Sólstafa og Waldorf-leikskólans Hafnar verður haldinn í dag frá kl. 14.00 til 17.00 að Marargötu 6. Þuríður Guðmundsdóttir ætlaði aldrei að setjast að í sveit: í öllum aðstæðum felast tækifæri DV, HÓLMAVÍK „Jurtirnar okkar búa yfir mjög öflugum lækningamætti en upp- haflega held ég að þetta hafi verið forvitni í mér. Ég er alin upp við að amma mín var að sjóða jurtir á sumrin fyrir sig og sína og mér fannst þetta mjög spennandi," seg- ir Þuríður Guðmundsdóttir í Hvammi í Vatnsdal en hún hefur undanfarin ár búið til smyrsl úr jurtum og hefur verið að þróa framleiðsluna sem nú hefur fengið lífræna vottun. „Ég hafði suðað í ömmu minni í nokkur ár um að fá að vera með henni þegar hún var að sjóða smyrslin þegar hún ákvað, árið 1984, að nú væri það tímabært. Ég er örlagatrúar og trúi því að kippt hafi verið í spotta því síðar um sumarið lenti sonur okkar, Gunn- ar Örn, í alvarlegu brunaslysi. Ég held jafnvel að slysið hafi orðið þess valdandi að ég gerði eitthvað meira með jurtirnar og ákvað að fara að búa til græðandi smyrsl." Á tíræöisaldri með slétta húð Þuríður segist enn njóta leið- sagnar ömmu sinnar sem komin er á tíræðisaldur. „Ég segi að jurtirnar geri að verkum að húðin á henni er alveg ótrúlega slétt og mjúk enn. Ég væri alsæl með húð eins og henn- ar á sextugs- eða sjötugsaldri." í kremin eru notuð burðarefni sem eru kókosfeiti og olíur og þau efni þurfum við að fá erlendis frá. Áður var náttúrlega notað smjör og svínafeiti en þetta eru hráefni sem þrána svo fljótt að þau er ekki hægt að notað ef á að markaðssetja vöruna. Ég nota þrjár jurtir í fram- leiðsluna, vallhumall er aðaljurtin en ég nota líka birki og haugarfa og allar jurtirnar eru hér innan girðingar. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég þyrfti að þróa framleiðsl- una og finna mína leið. Allt ferlið skiptir máli, hvar jurtimar eru Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Visi.is Flmm ættliöir Sitjandi f.v. Turid með nýfædda dóttur sína, írisi Björgu, amma Þuríöar, Björg Lilja Jónsdóttir og a miiii þeirra er Lilja yngri dóttir Þuriöar. Fyrir aft- an standa Þuríður og móðir hennar, Fjóla Jóhannsdóttir. Ánægð í sveitinni Þuríður, dóttir hennar, Lilja, og Móa Björnsdóttir sem er sænsk-íslensk. Hundurinn Mikki stendur fyrir framan. tíndar og hugarfar meðan verið er að vinna vöruna. Amma bjó til seyði úr jurtum sem hægt var að nota við kvefi en það tók mig fimm ár að ná sama árangri og amma hafði náð." Grasalækningar opna nýjan heim Markaðssetning vörunnar, sem gengur undir framleiðslunafninu Móa, hefur gengið nokkuð vel, að sögn Þuríðar. „Ég segi þó stundum, að ef ég væri sauðfjár- eða kúabóndi gæti ég bara framleitt vöruna og aðrir sæju um að markaðssetja hana og auglýsa. Það er ákveðin óvissa i sambandi við þessar lifrænt ræktuðu vörur. Sjálf framleiðslan er aðeins 10% en markaðssetning og auglýsingar eru 90%. Við teljum okkur vera í landbúnaði þar sem við erum að nýta jörðina þó að við séum ekki í hefðbundnum búskap en það er mjög erfitt aö þurfa að sinna öllum pakkanum sjálfur. Við erum í sam- tökunum Vor sem eru samtök líf- rænna bænda en við erum einu heilsu- og snyrtivöruframleiðend- urnir í samtökunum. Ég hef haldið mig við að vera með gömlu þekkinguna sem gerir að verkum að miklu meira magn af jurtum eru notaðar í hvert kíló heldur en ef við færum út í þennan hvíta snyrtivörugrunn og þetta er kannski mín þrjóska að vilja vera með þetta gamla íslenska frekar en að fara út í hefðbundnar snyrtivör- ur. Aðferðin við að útbúa kremin er hernaðarleyndarmál og er aðstað- an lokuð óviðkomandi." Þuríður er núna að læra grasa- lækningar og segir það hafa opnað sér alveg nýjan heim. „Ég læri grasalækningarnar í Reykjavík hjá Arnbjörgu Lindu sem er bæði menntaður nálastungu- og grasa- læknir. Ég var búin að kynna mér jurtirnar sem ég nota í minni framleiðslu en þetta er alveg nýr heimur. Þarna lærir maður allt í sambandi við þessa austrænu, vistvænu hugsun sem fylgir grasa- lækningum. Það má eiginlega segja að þetta sé heimspekin á bak við alla hluti. Ég er lærður svæðanuddari og hef unnið mikið með fólk og í rauninni finnst mér ég núna vera að fá ákveðinn grunn í hendurnar svo ég geti betur nýtt það sem ég hef áður lært. Þegar við fluttum hingað 1986 var engin sjúkraþjálf- un á Blönduósi svo ég þurfti því sjálf að þjálfa Gunnar son minn eftir brunaslysið og upp úr þvi fór ég að læra nudd." Ekki ætlað að vera kúabændur Þuríður er fædd og uppalin í Reykjavík en hún og eiginmaður hennar, Gunnar Ástvaldsson, keyptu jörðina Hvamm n í Vatns- dal árið 1985. Jörðin var þá bæði með sauðfjár- og mjólkurkvóta en þau voru eingöngu með kýr. „Við vorum kúabændur í sjö ár en það gekk á ýmsu og það voru margir samverkandi þættir sem urðu þess valdandi að við ákváð- um að hætta og það var greinilegt að okkur var ekki ætlað að vera kúbændur. Ég ætlaði aldrei að setjast að í sveit en við höfðum gengið í gegn- um fimm ára veikindatímabil á börnunum okkar og við vorum fyrst og fremst að gefa þessari litlu fjölskyldu tækifæri til að verða fjölskylda aftur. Við gerðum okkur t.d. ekki grein fyrir því hvað börn- in, sem eru systkini veiku barn- anna, verða út undan. Viðbrigði að flytjast í sveit Það voru mikil viðbrigði að flytja hingað í Vatnsdalinn úr Reykjavík. Það var svo margt sem var liðið, bæði veikindi dóttur okkar sem lést þetta ár og brunaslys sonar okkar, Gunnars Arnar, ári áður en við keyptum jörðina. Ég var því mikið bundin sjúkrahúsi á þessum tima. Fyrst eftir að við fluttum hingað norður upplifði ég ákveðinn tóm- leika. Okkur fannst við vera að svíkjast um, þó vissulega séu það erfiðleikar og mikil sorg að vera háður sjúkrahúsum og ganga í gegnum svona erfið veikindi. Ég hélt að ég væri svo mikið borgarbarn að ég mundi aldrei geta unað vel í sveitinni en í rauninni gerði ég það strax. Gunnar er bú- fræðingur frá Hólum og það hafði verið draumur hans lengi að setjast að í sveit svo við ákváðum að slá til. Við vorum lengi að vinna okkur frá sorginni, missinum og söknuðinum i sambandi við veikindin á börnun- um. Það eru algjör forréttindi að geta alið börn upp í sveit og hafa vinn- una heima. Við komum hingað með börnin okkar þrjú, Thurid, 11 ára, Gunnar Örn, 8 ára, og Kára 6 ára. Vorið 1997 bættist við stúlkan Lilja. Tekið á móti krabbameinssjúkum börnum Fljótlega eftir að Þuriður og Gunnar fluttu í Vatnsdalinn fóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.