Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 31 E>^r Helgarblað Bitra kynslóðin Þá hefur réttlætinu verið full- nægt rétt einu sinni. Edduverð- launin hafa verið afhent þeim sem hafa til þeirra unnið. Verðlaun fyrir að búa til góðar bíómyndir og leika vel í þeim; verðlaun fyrir uppbyggilegt sjón- varpsefni; verðlaun fyrir að vera besti leikarinn, ljósamaðurinn eða hljóðhönnuðurinn og önnur fyrir að vera besti aukaleikarinn, besta aðalleikkonan og besta aukaleikkonan og verðlaun fyrir að vera Friðrik Þór Friðriksson, Þorgeir Þorgeirson og Björk. Öngvum var gleymt, sem betur fer, því þeir sem ekki fengu verð- laun voru tilnefndir til verðlauna og þeir sem ekki voru tilnefndir til verðlauna fengu að afhenda þeim verðlaun sem fengu verð- laun, svo afar margir geta nú unað glaðir við sitt. Ég er einn af þeim og féU í minn hlut að fá að afhenda bestu leikkonu í aukahlutverki Eddu- verðlaun fyrir að leika svona vel þó hún væri ekki í aðalhlutverki. Fyrir bragðið fékk ég að sjást á skjánum í sjónvarpinu í margar sekúndur og svo komu myndir af Leikhus mér í blöðunum eftir helgina. Er hægt að biðja um meira? Það er afar algengt að menn verði alveg rosalega bitrir með aldrinum. Stundum eru þetta al- gerir lúserar en oftar fólk sem í gegnum tíðina hefur verið svona í umferð en samtíðin svo misst á þeim áhugann þegar Elli kelling kom í spilið. Stundum eru þetta menn sem aldrei hafa fengið Óskarinn, Tré- hestinn, Silfurlampann, tilnefn- ingu á kvikmyndahátíðina í Lof- oten, Edduverðlaun eða Fálka- orðuna. Við, sem aldrei höfum meikað það, erum „bitra kynslóðin". Alla tíð hef ég verið öfund og afbrýði knúinn útaf þeim ósköp- um að hafa aldrei á æfinni verið tilnefndur,' hvaðþá verðlaunaður fyrir nokkurn skapaðan hlut, en hugga mig við það að á meðan ég var og hét, var enn ekki farið að Bindi 3280 í sögu Bens Affleck og Gwyneth Paltrow: Á ég að elska hann - eða á ég ekki? Þau hafa verið sundur og saman svo lengi sem elstu menn muna. Það þekkja efiaust margir svona pör og pað er alltaf jafnvandræðalegt að hitta helming slíkra para á götu og velta því fyrir sér hvort tala eigi um hinn hlutann í þátíð eða nútíð, plús eða mínus. Það er ekki það að Ben og Gwyneth hafi ekki sent frá sér ít- rekaðar fréttatilkynningar um stöðu sambandsins - þau eru para duglegust við það. Nýlega kom til að mynda frá þeim yfirlýsing um að samband þeirra væri einungis á vináttustiginu. Og það á líklega að segja að þau stundi ekki kynlif? Þau sátu við sama borð i kosn- ingapartíi og töluðu fyrst í stað lítið saman. Þegar líða tók á kvöldið og ölið hafði runnið sína leið stökk Ben síðan til Gwyneth og þau hófu hrókasamræður. Viðstaddir sögðu þau hafa verið komin á það stig að þukla hvort annað þegar auglýsing fyrir nýju myndina þeirra, Bounce, Bens Affleck. AIGLE á Islandi Höfum opnao í Ástund, Austurveri, nýja og glæsilega deild meö hinn heimsþekkta AIGLE útivistarfatnao frá Frakklandi. Glæsileq opnunartilboð. nsTuno Austurveri, Háaleitisbraut 68 sími 568 4240 www.asfund.is verðlauna fyrir aukahlutverk. Nú er hinsvegar svo komið að loku er fyrir það skotið að ég fái nokkurntímann verðlaun þar sem almennt er álitið að ég sé svo aldurhniginn að orðin sé af mér sjónmengun. Bitru kynslóðinni finnst að hún hafi aldrei verið metin að verðleikum. Við erum að gleym- ast og sitjum samanherptir af biturð fyrir framan sjónvarpið og fjargviðrumst yfir sjónvarpsefni sem útbúið er af vitleysingum fyrir aðra vitleysinga. í leikhúsunum finnst okkur allir farnir að tala svo lágt og þvoglulega að ekki sé nokkur leið að heyra textann. Blöðin eru skrifuð með svo smáu letri að ekki er nokkur leið fyrir venju- legan mann að lesa þau - sem betur fer. Þessa lífssýn þarf „bitra kyn- slóðin" að búa við. Okkur finnst að afhending, Edduverðlaunanna sé bara um- búðir utanum bjána sem eru að hampa öðrum bjánum og erum í dúndurfýlu þangaðtil að ... já þangaðtU hvað? Jú, þangaðtil kall- að er í okkur til að vera með í leiknum. Þegar hringt var i mig og mér boðið að vera þess heiðurs aðnjótandi að afhenda bestu leikkonunni í aukahlutverki verðlaun fyrir að leika svona vel í aukahlutverki, hvarf öll biturð einsog dögg fyrir sólu og ég hugsaði einsog sannur íþrótta- maður: - Það er ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í drengilegum leik. Og ég var farinn að fíla mig einsog stórleikari i litlu aðalhlut- verki með pálmann - eða hvað það nú heitir - í höndunum. Þegar ég kom niðrí Þjóðleik- hús í gamla smókingjakkanum mínum var þar fyrir menningar- elítan í landinu að fá sér einn léttan í anddyrinu. Allt frá ráð- herrum, kvikmyndajöfrum, stór- leikurum og fegurðar- drottningum, niðurí ljósa- menn, hljóðhönnuði og allskyns maskínufólk, jafnvel hvíslara, skriftur og tré- smiði og g aUt þar á miUi. Hugfangnastur var ég þó af því hvað aUir voru faUegir. Stútungskerlingar voru einsog telpur í blóma lífsins og telpur í blóma æskunnar skörtuðu öllu því sem helst má prýða hina mannbæru konu. Og aldrei hef ég séð glæstari karlafans. Svo ég hugsaði sem svo: Er nema von að þetta fjölgi sér. Og að öUu þessu athuguðu er mér orðið ljóst að eftir Edduhá- tíðina tilheyri ég ekki lengur „bitru kynslóðinni" heldur á ég heima í hópi þeirra sem hafa út- litið, æskuna, hæfileikana og heppnina með sér. Og nú ætla ég að fara að skoða myndirnar af mér í blöðunum. Flosi s m á a u g I ý s i n g a r n a r n á athygli H3 5505000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.