Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 23 I>V Helgarblað Val Kilmer: Betri en Kubrick? Val Kilmer er svo sem ekki talinn í hópi albestu leikara samtímans, hvað þá sögunnar. Sjálfstraustið vegur þar nokkuð á móti því Val er ekki sérlega „tilbageholdende". Val er með nýja mynd um þessar mund- ir sem heitir Red Planet og fjallar auðvitað um Mars og geimferðir ýmiss konar. Hann er nokkuð sátt- ur við útkomuna, reyndar svo sátt- ur að gagnrýnendur svitna undan lofrullu hans um eigin verk. Val hefur til dæmis sagt að myndin væri örugg með að verða sígild og að hún væri betri en 2001 eftir Stanley Kubrick. Val segir að þótt Kubrick hafi verið klár hafi ýmis- legt í myndinni verið hálfslappt. Út- lit Red Planet sé til dæmis gífurlega magnað og áhrifamikið. Hvort Kubrick sér ástæðu til þess að vera að velta sér mikið í gröfmni verður svo hver og einn að meta með sjálf- um sér. Cher segist hafa tapaö stórfé á því aö styðja Al Gore tlt fbrseta. Cher er foxill: Tapaði stórfé á Gore Al Gore sóttist mjög eftir stuðn- ingi listamanna og skemmtikrafta í framboði sinu til forseta Bandaríkj- anna á dögunum. Hann náði ekki al- veg alla leið í mark eins og kunnugt er þó ekki séu öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Það kom ftatt upp á menn á dög- unum þegar Cher, söngkona og leik- kona, sagði frá því að hún hefði tap- að stórfé á því að veita Gore stuðn- ing sinn - ekki vegna þess að hún hefði lagt fé í kosningasjóð hans heldur vegna þess að hún var svo mikilvægur skemmtikraftur á fund- um og samkomum að hún skrópaði í plötuupptökum í Bretlandi þar sem hún átti að vera að syngja inn ný topplög. í samningi hennar við útgefandann var sérstók klausa um slíkar fjarvistir og hver dagur sem hún skrópaði kostaði hana 1000 pund sem lætur nærri að vera hundrað þúsund krónur. Diaz fær ekki leika á móti Dillon Val Kllmer: Leikkonan Cameron Diaz er í afar góðum málum þessa dagana. Hasarmyndin Charlie's Angels gengur mjög vel og mokar inn pen- ingum hvar sem hún er sýnd. Fyrir vikið hækkar gengið Diaz og hún getur nú sett fram launakröfur í lík- ingu við það sem Julia Roberts set- ur upp fyrir að leika. Framleiðendur kvikmyndarinnar Stuck Nowhere vildu endilega fá Diaz til þess að leika fyrir sig aðal- hlutverkið i þessari kvikmynd sem enn er í undirbúningi og settu ekk- ert fyrir sig himinhá laun. Það verður hins vegar ekkert af því að Diaz leiki í myndinni. Það var kærasti hennar, Jared Leto, sem kom í veg fyrir það. Hann ærðist þegar hann frétti að mótleikari Diaz í myndinni væri Matt Dillon en Dillon og Diaz voru einu sinni par. Aukinheldur var gert ráð fyrir ást- arsambandi og nektarsenum og hver veit hvað í þessari ófétis mynd. Þetta gat Leto alls ekki sætt sig við og setti hnef- ann í borðið og Diaz fer hvergi þrátt fyrir girnileg laun. Það er sennilega þetta sem er kallað að fórna öllu fyrir ástina. Cameron Diaz fær ekkl að lelka á mótl gamla kærastanum vegna afbrýðlseml eiglnmannslns. Rúnar Helgi Vignisson „ÞaÖ er ekkert fyrirsjáan- legt í samskiptum karís og konu í þessum bráö- smeffnu smásögum... persónurnar eru af holdi og blóöi og þvi hafa sögurnar erótískan blæ." Súsanna Svavarsdóttir/Mbl. „... glæsilegt smásagna- safn ... Þá er aðdáunar- vert á hve raunsæjan og trúverðugan hátt Rúnar nær að vinna úr við- kvæmu söguefni... sagan Dropinn á glerinu er í hópi bestu íslensku smá- sagna." Ágúst Borgþór Sverrisson Listavaktin/visir.is „Sögur hans búa yfir sannleika og dýpt... færir kynin nær hvort öðru, fær þau tíl að brosa hvort að öðru og viðurkenna eigin nekt. Með eða án fata." Sigríður Albertsdóttir/DV Kynin í þessum smásögum eru karlar og konur í tilfinningalegu og kynferðislegu návígi. Sögurnar draga hver með sínum hætti upp mynd af berskjölduðum persónum og dirfska höfundarins felst í því að ögra hinu viðtekna, ekki síst með því að líta styrk og getu karlmannsins í samlífinu nýjum augum. i navigi WWW.UI JPV FORLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.