Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 12
 12 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Fréttir j>v Njósnaforinginn féll á eigin óþokkabragði Maöurinn á bak við fall Albertos Fujimoris Perúforseta olli meiri skaða en nokkur stjórnmálaand- stæðingur og efnahagskreppa á 10 ára valdatimabili forsetans. Fyrr- verandi yfirmaður leyniþjónustunn- ar í Perú, Vladimiro Montesinos, hefur verið kallaður Raspútín Perú. Hann er sakaður um að hafa njósn- að fyrir bandarísku leyniþjónust- una, stjórnað dauðasveitum Perú, verið í samvinnu við fíkniefnasala, selt vopn og greitt þingmönnum mútur. Ferill Montesinos hófst innan hersins snemma á áttunda áratugn- um. Árið 1977 var hann rekinn úr hernum og dæmdur í 1 árs fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa afhent Bandaríkjunum skjöl um herinn í Perú sem þótti hollur Sov- étríkjunum. Á níunda áratugnum hóf hann störf sem lögmaður í Lima í Perú. Meðal viðskiptavina hans voru menn sem sakaðir voru um fikni- efnabrot, skattsvik og svindl. Árið 1996 sakaði fíkniefnasali fyr- ir rétti Montesinos um að hafa heimtað 50 þúsund dollara á mán- uði árið 1991 fyrir að hylma yfir fikniefnaviðskipti í HuaÚaga-daln- um. Nokkrum dögum seinna breytti fíkniefnasalinn, Demetrio Chavez, framburði sínum. Falsað fæðingarvottorð Montesinos er sagður hafa hitt Alberto Fujimori þegar sá síðar- nefndi bauð sig í fyrsta sinn fram til forseta 1989-1990. Montesinos að- stoðaði Fujimori vegna ásakana um svindl. Montesinos er einnig eignað það að hafa með umdeildu fæðing- arvottorði sannað að Fujimori væri fæddur í Perú en ekki Japan. Hefði hann fæðst í Japan hefði hann ekki mátt bjóða sig fram til forsetaemb- ættisins. Móðir Fujimoris sór hins vegar að sonur hennar væri fæddur Keyptl atkvæöi stjórnmálamanna Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmaöur leyniþjónustu Perú, er talinn hafa undir höndum upplýsingar um fjölda stjórnmálamanna, dómara, blaðamanna og kaupsýslumanna. Erlent fréttaljós í Perú. Orð móðurinnar voru ekki vefengd. Eftir kjör Fujimoris var Montesinos settur yfir herferð gegn fikniefnum sem farin var í sam- vinnu við Bandaríkin. Montesinos átti einnig þátt í árangursríkum að- geröum til að uppræta skæruliða- samtökin Skínandi stíg. Völd Montesinos jukust eftir að þingið var leyst upp 1992 þegar Fu- jimori forseti tók allar stofnanir kverkataki. Það var Montesinos sem aðstoðaði við skipun nýrra yf- Ohrelnt í pokahorninu Fyrr i þessum mánuöi þvoðu íbúar Lima i Perú fána fyrir framan stjórnarhöllina og hengdu þá til þerris til að mótmæla óþverra þar innandyra. irmanna í hernum og hæstaréttar- dómara. Árið 1997 var hann náinn ráðgjafi Fujimoris þegar gíslar voru teknir I bústað japanska sendiherrans. Gíslatökunni lauk með því að allir mannræningjarnir, sem voru í Tupac Amaru-samtökunum, voru drepnir. Montesinos, sem var orðinn ör- yggisráðgjafi og yfirmaður leyni- þjónustunnar í Perú, var oft sakað- ur um mannréttindabrot en aldrei tókst að sanna neitt. Net uppljóstrara Hann var hafinn yfir lög vegna náinna tengsla sinna við forsetann. Haft er eftir Fujimori að hann myndi vaöa eld og reyk fyrir vin sinn. Montesinos var sagður hafa kom- ið sér upp neti uppljóstrara sem hann notaði til að hóta andstæðing- um forsetans og kúga fé út úr þeim. Ekkert var hins vegar hægt að rekja beint til hans. Samkvæmt fjölmiðlum í Perú var það ein af földum myndavélum Montesinos sjálfs sem myndaði hann er hann var að afhenda stjórn- arandstöðuþingmanni 15 þúsund dollara fyrir að tryggja flokki forset- ans meirihluta á þinginu. Þegar myndbandsupptakan var sýnd í sjónvarpi í september síðastliðnum neyddist Fujmori ekki bara til að taka afstöðu gegn Montesinos öpin- berlega heldur einnig til að tilkynna að hann myndi segja af sér á næsta ári og boða til kosninga til að finna eftirmann sinn. Stjórnarandstæðingurinn Fern- ando Olivera, sem hafði fengið myndbandsupptökuna afhenta, sagði hana koma frá óbreyttum borgara sem hefði tengsl við óá- nægða herdeild. Olivera sagði að borgarinn hefði fyrst haft samband við þingkonu og fyrrverandi eigin- konu Fujimoris, Susönu Higuchi, sem sakaði eiginmann sinn um spillingu þegar hún skildi við hann fyrir nokkrum árum. Olivera kvaðst hafa undir höndum fleiri myndbandsupptökur sem sýndu Montesinos múta kaupsýslumönn- um, blaðamönnum, stjórnmála- mönnum og liðsforingjum. Þegar leyniþjónustumenn Montesinos reyndu að handtaka sjóliða, sem sakaður var um að hafa afhent myndbandsupptökuna frægu, kom herinn í veg fyrir handtökuna. Her- inn var farinn að draga sig í hlé. Montesinos flýði til Panama þar sem hann þykir augljóslega hafa við- skiptahagsmuna að gæta. Mánuði síð- ar tóku yfirvöld í Panama þá ákvörö- un að veita Montesinos ekki hæli og hann flaug aftur heim til Perú. Sjálfur kvaðst hann hafa neyðst til að koma heim eftir að hafa fengið líflátshótan- ir frá vinstri sinnuðum skæruliðum og fikniefnasölum. Hann hefur farið huldu höfði eftir heimkomuna. Þing- menn fullyrða að Fujimori hafl að- stoðað Montesinos við að komast hjá handtöku. Með hálsbindi í stíl Heimkoma Montesinos leiddi til gífurlegra mótmæla á götum úti. Mótmælendur kröfðust handtöku hans. Fyrsti varaforseti Perú, Francisco Tudela, sagði af sér í kjöl- farið. Talið er að Montesinos hafi undir höndum upplýsingar um fjölda stjórnmálamanna, dómara, blaða- manna og kaupsýslumanna. „Ég held að Montesinos stjórni í raun landinu," sagði rithöfundur- inn Mario Vargas Llosa fyrr á þessu ári. Hann keppti um forsetaembætt- ið við Fujimori 1990. Margir Perú- búa hafa verið á sömu skoðun og er því ekki undarlegt að þeir hafi ótt- ast valdarán í kjölfar flótta Fujimor- is til Japans. Herinn lofaði hins veg- ar að fara að lögum. Þrátt fyrir að Montesinos hafi verið hægri hönd Fujimoris þau 10 ár sem hann var við öld veitti hann fyrst sjónvarpsviðtal fyrir tæpum tveimur árum. Hann kom fram við hlið Fujimoris og stríddu þeir hvor öðrum. Þeir voru með hálsbindi í stíl. Byggt á Washlngton Post, BBC o.fl. Afsögn frá hótelherbergi Alberto Fujimori Perúforseti sendi afsagnarbréf'heim frá hótelherbergi í Tókýó í Jaþan. Fujimori er hér fyrir utan hótelið umkringdur öryggisvörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.