Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 25. NC AMBER 2000 Fréttir I>V RJúpnahæö Rjúpnahæö er í lögsögu Kópavogs en í eigu Landssímans. Forráöamenn Kópavogs ræba nú kaup á landinu. Kópavogsbær hyggst enn f æra út kvíarnar við Vatnsenda: Vill kaupa 160 hektara af Landssímanum - undir byggð og útivistarsvæði - viðræður á viðkvæmu stigi ~,A,,„ n^nHJn I----* I k ¦.-,¦!-¦!',t.'>. . "1.... !»-----'-------¦JH3.-!t-*; *»m.^M.-"-'~ !".l '-.-----!! .1 '-- ¦.-----»"E-----"7------!¦ L^i,-------------~------------------"-------------1----------------------------1 Crw. Ittttt- Samningaviðræður standa nú yfir milli Landssímans og forráðamanna Kópavogsbæjar um kaup bæjarins á landi sem Landssíminn á við Vatnsenda. Landið er um 160 hektarar að stærð, að útivistarsvæðum meðtöldum. Þaö liggur upp frá svokölluðu Salahverfi í Kópa- vogi og að Vatnsendalandinu sem bærinn hefur fest kaup á. Landssíminn á samtals 200 hektara land á þessu svæði en 40 hektarar af því eru innan lögsögu Garðabæjar. Ekki er rætt um kaup Kópavogsbæjar á þeirri spildu heldur einungis á því landi í eigu Landssímans sem er innan lögsögu Kópa- vogs. „Við erum aðallega að hugsa um að kaupa byggingarland og útivistarsvæði," sagði Gunnar I. Birgisson, formaður bæjar- ráðs Kópavogs, við DV. „Það er óvíst hvort Rjúpnahæðin sjálf verð- ur með í kaupunum, en við horfum vissulega til þess að kaupa það land í | - .V VfK.-' avo'gur Lögsjfg, Kópatíógs Vatnseridaldnd ¦ A Lögsqga/i Garfeibáijar > »"^TJ Rauða og bleika svæðiö er í eigu Landssímans Elliðavatn > sem er innan lögsögu Kópavogs. Við höfum verið í vanda með að skipu- leggja allt hverfið af þvi að við eig- um ekki allt svæðið. Það er erfitt að fara í heildardeiliskipulag og eiga ekki landið." Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæði fyrir allt að 5000 manns verði í Vatnsendalandi. Byggð fyrir um 3000 manns verður á því svæði sem bærinn hefur þegar keypt úr landinu. Um 2000 manna byggð er síðan fyrirhuguð á svæðinu sem Kópavogur hyggst kaupa af Landssím- anum. „Viðræður eru í gangi núna og þær eru á við- kvæmu stigi. Þeir sem eru að selja vilja fá sem mest fyrir sitt. Við sem kaupum viljum borga sem minnst fyrir það. Það eru uppi mis- munandi verðhugmyndir," sagði Gunnar sem ekki kvaðst vilja tjá sig um þær upphæðir sem rætt væri um. Hann kvaðst vonast til að kaupin gengju fyrir sig á allra næstu mánuðum. „Okkur ligg- ur á í málinu," sagði hann. -JSS Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi: Jarðgöng undir Þingholtin - til að fyrirbyggja umferðaröngþveiti í framtíðinni „Erlendir sérfræðingar hafa reikn- að út að umferð í Reykjavík eigi eft- ir að aukast um 40-50 prósent fram til ársins 2024 og til að mæta því sé ég ekki annað ráð að svo stöddu en að grafa jarðgöng undir Þingholtin," segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi sem hyggst leggja fram til- lögu í borgarstjórn þess efhis. „Við flutning Hringbrautarinnar niður fyrir BSÍ og Tanngarð í Vatnsmýr- inni koma óvenjulega flókin gatna- mót á horni Njarðargötu og þar sem það er stefna borgaryfirvalda að efla atvinnu- og menningarstarfsemi í miðborginni er alveg ljóst að Sóleyj- argata og Suðurgata geta aldrei ann- að þeirri umferð sem þar fer um í framtíðinni. Þess vegna vil ég að kannað verði af fullri alvöru hvort ekki sé æskilegt að grafa jarðgöng undir Þingholtin," segir Júlíus Vífill sem sér göngin fyrir sér djúpt í jörð með innkeyrslu sunnan Hringbraut- ar, rétt ofan við BSÍ, og út neðan við Arnarhól þar sem Faxaskáli stendur nú. Þar er einmitt fyrirhugað að reisa Tónlistar- og ráðstefnuhöll með risavöxnu bílastæðahúsi fyrir allt að 900 bifreiðar. „Ef efla á miðborgina og láta hana lifa er alveg ljóst að núverandi gatnakerfi getur aldrei annað þeirri umferð sem því fylgir. Við verðum að hugsa í nýjum leiðum og jarð- göngin undir Þingholtin eru hluti af þeirri nýju hugsun í umferðarmál- um höfuðborgarinnar," segir Júlíus Vífúl. -EIR DV-MYND ÞÖK Júlíus Vífill á Hringbrautinni Verðum aö hugsa í nýjum leiðum til að mæta umferðarþunga framtíðarinnar. Blaðið í dag Stuttar fréttir Afkoimiviðvörun frá Eimskip Afkoma Eimskips er lakari á siðari hluta ársins en áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir. Stærst veg- ur umtalsvert geng- istap sem verður, að öllu óbreyttu, á síð- ari hluta ársins vegna veikingar ís- lensku krónunnar. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri félagsins fyrir fyrstu tíu mánuði árs- ins var gengistap félagsins orðið um 1.000 milljónir króna í samanburði við um 300 milfjónir króna um mitt ár. Viðskiptablaðið greindi frá. Aukning í kókaínneyslu Työfalt fleiri hafa leitað á náðir SÁÁ á þessu ári en á öllu árinu 1999. Alls hefur 151 kókainneytandi komið á Sjúkrahúsið Vog. Á árun- um 1995 til ársins 1998 voru tilfellin 10 til 20 á ári. Visir.is greindi frá. Verslunarferö til Eyja Kaupmenn á landsbyggðinni hafa löngum kvartað yfir því að fólk fari utan eða á höfuðborgarsvæðið til að versla. Nú ætla Eyjamenn að freista þess að snúa þessu við og fá fólk af fastalandinu til að koma til Vest- mannaeyja og versla. Fréttavefur- inn greindi frá. Bóksala hafin á Listavaktinni Netverslun Hagkaups hefur hafið sölu á öllum jólabókum auk úrvals af myndböndum og geisladiskum í gegnum Netið á Listavaktinni á Vísi.is. Visir.is greindi frá. Launahækkanir ástæðan „Auðvitað bera sveitarfélögin alla ábyrgð á rekstri grunnskólanna en vegna launaþróunar koma þau út með 300 milljónir í mín- us," segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hann bendir á að ríkið leiði launa- þróun í samfélaginu, ekki sveitarfé- lögin. Visir.is greindi frá. Tvöföldun Reykjanesbrautar Búast má við því að legu Reykja- nesbrautar verði breytt við Kúagerði og hún færð lengra inn í landið, um leið og ráðist verður 1 tvöföldun veg- arins frá Hafnarfirði til Reykjanes- bæjar. Samkvæmt drögum að tillögu að matsskýrslu vegna tvöfóldunar Reykjanesbrautar er gert ráð fyrir því að öll gatnamót á leiðinni verði mis- læg og að framkvæmdir hefjist haust- ið 2002. Vikurfréttir greindi frá. Rekstur grunnskóla dýr Sveitarfélögin hafa haft 300 millj- óna króna kostnað af rekstri grunn- skólanna umfram þær viðbótartekj- ur sem þau fengu frá ríkinu við yf- irtöku skólanna árið 1996. Kostnað- ur vegna skólanna hefur þó hækkað umtalsvert vegna kjarasamninga við kennara. RÚV greindi frá. Refsirammlnn víkkaður Ríkisstjórnin samþykkti í gær að frumvarp dóms- og kirkjumálaráð- herra til þess að víkka refsiramm- ann í fíkniefhabrot- um yrði lagt fram sem stjómarfrum- varp. Visir.is greindi frá. Hjónaefni til sýslumanna Dómsmálaráðuneytið ihugar að fela sýslumönnum að kanna hvort skilyrðum fyrir hjúskap sé fullnægt áður en hjónaefni eru gefm saman en könnunarskyldan hvílir nú á prestum. RÚV greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.