Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 25 JL>V Helgarblað andi orðum sem hann lét falla á Kirkjuþingi: Biskup vildi ekki svara „Kirkjan sem fulltrúi sátta og samlyndis, aðili að sáttaumleitun- um í fjölskyldumálum um langt skeið, sýnir hér slíkt úrræðaleysi að erfitt er að sætta sig við það. í það minnsta þurfa að koma fram haldbærar skýringar á málinu." Síðar í ræðu sinni gerði Gunnar áminningarbréf og auðmýkingar- bréf biskups að umtalsefni: „Ég óska eftir skýringum bisk- ups á þessari auðmýkjandi og nið- urlægjandi framkomu við virtan sóknarprest í íslensku þjóðkirkj- unni og spyr hvort þess sé að vænta að prestar íslensku þjóð- kirkjunnar megi eiga von á slíkri meöhöndlun af hans hálfu í fram- tíðinni." 1 stuttu máli sagt þá svaraði Karl Sigurbjörnsson biskup með engum hætti fyrirspurnum um „Holtsmálið" heldur vísaði ásök- unum á bug og kvaðst undrandi ef þau gífuryrði sem uppi voru höfð endurspegluðu vilja Kirkjuþings og skoðun íslensku þjóðkirkjunn- ar á þessari embættisfærslu hans. Hann kvaðst svo ekki svara frek- ari ásökunum á þessum vettvangi. Á lokadegi þingsins kom aftur til átaka vegna þessa máls og lyktaði þeirri snerru með því að sérstök tillaga um að Kirkjuþing tæki ekki undir þessar ásakanir á hendur biskupi var borin undir at- kvæði og samþykkt. Hvað var eig- inlega að gerast þarna? Ekki sæmandi viröingu embættisins „Þarna liggur að baki óánægja margra presta og sjálfsagt annarra með þá málsmeðferð sem sr. Gunnar Björnsson fékk i erfiðu og lýjandi máli. Hann var áminntur, nánast þvingaður til að biðjast af- sökunar og þar að auki auðmýktur með biskupsbréfi. Ég taldi slíkt stórmál eiga erindi inn á vettvang Kirkjuþings sem er æðsta valda- stofnun þjóðkirkjunnar. Ég rakti málið samkvæmt málsskjölum og bréfum og beindi fjórum spurning- um, sem það vórðuðu, til biskups. Tilgangurinn var að fá svör við brennandi spurningum margra. Því miður kaus biskup að svara engu en túlka málið sem árás á persónu sína. Þessa afgreiðslu tel Gunnar er nieöal þeirra fjölmörgu presta sem hafa áhyggjur af stöðu kirkjunnar Sú stofnun sem þolir ekki átök um skoóanir er dauö stofnun. Deilurgeta veriö harðar en þær veröa aö vera sann- gjarnar, menn mega taka djúpt í árinni og tala litríkt mál í hita leiksins, en menn eiga ekki aö misnota vald sitt. „Því tniður kaus biskup að svara engu en túlka málið sem árás á persónu sína. Þessa afgreiðslu tél ég algerlega óviðunandi og hún gefur auk þess slœmt fordæmi. Með þessu er málið allt sett í annarlegan farveg. Það er afar óþœgilegt þegar biskup persónugerir um- rœðuna með þessum hœtti og virðingu emb- œttisins alls ekki sœmandi." ég algerlega óviðunandi og hún gefur auk þess slæmt fordæmi. Með þessu er málið allt sett í ann- arlegan farveg. Það er afar óþægi- legt þegar biskup persónugerir umræðuna með þessum hætti og virðingu embættisins alls ekki sæmandi. Þarna hófst afar mikil- væg umræða sem fékk ekki þann tíma sem hún hefði þurft og þess vegna var málinu í raun enn sleg- ið á frest." Valdio er hættulegt Þú lýsir þessu eins og menn hafi drepið málinu á dreif og sópað um- ræðunni undir teppið. Er þá málið úr sögunni? „Svo er vonandi ekki, þá væri illa farið lýðræðislegri umræðu innan kirkjunnar og þá væri illa farið umræðu um mannréttindi innan kirkjunnar. Ég lít svo á að biskup eigi eftir að svara þeim spurningum sem voru bornar fram. Valdið er vandmeðfarið, ekki síst vald sem safnast á fárra hendur og fátt hefur reynst kirkj- unni eins skeinuhætt í langri sögu." En hverjar breytingar telur þú að þurfi helst að gera í stöðunni? „Á undanförnum áratugum hef- ur kirkjan í vaxandi mæli verið persónugerð í þeim manni sem gegnir biskupsembættinu hverju sinni. Margir sem þessi mál hafa skoðað sjá þar veikleikamerki í stjórnskipan kirkjunnar. Og þetta mál er tÚ umræðu á kirkjulegum vettvangi nú sem stendur. Sú um- ræða verður aö hafa sinn gang, sitt sýnist hverjum, en umræðan verður að fara fram. Mörgum er illa við deilur innan kirkjunnar, sérstaklega deilur um trúfræðileg atriði. En hér er tekist á um stjórnskipan og stjórnsýslu, kirkjuþingsmenn verða að fást við mál af þvi tagi, undan því verður ekki vikist." Kirkjan verður aö þola um- ræður Telur þú þá ekki að deilur skaði kirkjuna til lengri tíma litið? „Það fer eftir ýmsu hvort deilur skaða kirkjuna. En hvernig verður undan þeim komist i stórri stofn- un? Og hvernig stofnun eða félag er það sem þolir ekki átök um skoðanir? Sú stofnun sem þolir ekki átök um skoðanir er dauð stofhun. Deilur geta verið harðar en þær verða að vera sanngjarnar, menn mega taka djúpt í árinni og tala litrikt mál i hita leiksins, en menn eiga ekki að misnota vald sitt. Lifandi stofnun fylgja litríkar umræður og skapandi skoðana- skipti. Og kirkjan er lifandi stofn- un, það má ekki gleymast að hið eiginlega starf kirkjunnar fer fram úti í söfnuðunum og er viða þrótt- mikið og blómlegt eins og allir vita. Hlutverk Kirkjuþings er að skapa þessu starfi umgjórð með lögum og starfsreglum þar sem réttlæti og sanngirni ræður ríkj- um og þar sem stjórnsýsla er skil- virk svo að starfið fái aö blómstra." -PÁÁ kr. 96.700stgr Þykk og góð spríngdýna 140x190cm SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 60 Þegarþú ferð til veislu... fimm, átta, átta fimm, fimm tveir, tveir Gunnar telur átök Innan kirkjunnar snúast um völd Þaö er afar óþægilegt þegar biskup persónugerir umræöuna meö þessum hætti og viröingu embættisins alls ekki sæmandi. 5 88 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.