Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 72
Tré- húsgögn í úrvali Sími567 4151 & 567 4280 Heildvenlun með leikföng og gjalavörur FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sunnlenskur bóndi ætlar að slátra 150 hrossum og urða heima: Sé á eftir lífsstarf- inu ofan i jorðina - hvatning landbúnaðarforystu hefur sett marga í vanda Sunnlenskur hrossabóndi segist vera orðinn langþreyttur á að losna hvorki við hross sín með því að selja þau né senda í sláturhúsið. Hann er með um 150 hross sem hann segist ætla að slátra heima og urða í heima- landi sínu þegar hann hafi fengið til- skilin leyfi. Annað úrræði kveðst hann ekki eiga því hann hafi ekki efni á að greiða með hrossunum leng- ur. Hvatningarorð forystumanna í 'landbúnaði um ræktun hrossa til sölu á erlendum markaði hafi leitt til þess að margir hafl farið út í hrossa- rækt og sitji nú uppi með sárt ennið og stór stóð sem þeir hafi enga mögu- leika á að losna við. „Sláturhúsin taka ekki við full- orðnum hrossum og ég stend frammi fyrir þeim vanda að þurfa að grafa hrossin mín," segir Sveinbjörn Bene- diktsson bóndi á Krossi i Landeyjum. Svelnbjörn Benediktsson. Hann kveðst hafa ræktað hross í 30 ár, m.a. notað verð- launaða stóðhesta, en nú sé þeim bú- skap senn að ljúka. „Offjölgun hrossa er fyrirsjáanlegur landsvandi og það er blóðugt að ekki skuli vera gert neitt í að markaðssetja hrossakjötið sem er hágæðakjöt. Ég hef ekki komið einu einasta hrossi frá mér þrátt fyr- ir að hafa lagt inn pantanir í langan tíma. Að visu stóð mér til boða að senda í sláturhús á síðustu vordög- um en þá voru hryssurnar að kasta þannig að það kom ekki til greina." Sveinbjörn segist vera með um 100 hryssur. Hann kæri sig ekki um að taka þátt í þeim hrossauppboðum sem farið hafl fram að undanfórnu. Þar fari hrossin jafhvel undir slátur- verði og þessi aðferð geri endanlega út af við markaðinn. Það sé forkast- anlegt að menn skuli leyfa sér þetta en samtök meðal hrossabænda séu ekki til. „Ég þarf að gefa hrossunum 800-1000 heyrúllur úti yflr veturinn. Fóðurkostnaðurinn nálgast þrjár milljónir eins og verðlagið á heyi er í dag. Ég hef ekki efni á að greiða þær upphæðir með mínum búskap. For- ystumenn í landbúnaði sögðu bænd- um á sínum tima að hrossarækt væri framtíðin og allir markaðir að opnast í Ameriku og Evrópu. Það hefur nú farið á annan veg. Ef ég hefði verið rollubóndi þá hefði ég fengið eitthvað fyrir minn snúð. En nú sé ég á eftir lífsstarfi minu ofan í jörðina." -JSS Búðardalur: * Bílar velta í hálku Tvær hílveltur urðu í nágrenni Búðardals vegna hálku í gærdag og var ökumaður annarrar bifreiöar- innar fluttur talsvert slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Fyrri veltan varð skömmu fyrir klukkan 13. Að sögn lögreglunnar í Búðardal var ökumaður fólksbils einn á ferð við Nesodda í Miðdölum þegar hann missti stjórn á bifreið- inni vegna hálkunnar. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Rúmum klukkutíma síðar valt G "^fcjeppi með kerru aftan í á Heydal. Hjón sem í jeppanum voru sluppu lítið meidd en jeppinn er töluvert skemmdur. Að sögn lögreglunnar missti ökumaðurinn stjórn á bíln- um vegna hálku. -SMK RÚV: Þjófur ófundinn Þjófurinn, sem stolið hefur tækja- búnaði fyrir milljónir úr höfuð- stöðvum Ríkisútvarpsins við Efsta- leiti, er enn ófundinn. Grunur bein- ist að starfsmönnum þvi með ólík- indum þykir að aðrir geti haft ráð- rúm til þjófnaðar sem þessa. „Málið er enn í rannsókn," sagði ^—c^Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri RÚV, í gærkvöld. -EIR Náttúruauðlindir og menntun: Þorvaldur í Wall Street Journal - fólk mikilvægara en dauður fiskur Stórblaðið The WaU Street Journal birti nýverið frétt um rannsóknir Þorvaldar Gylfasonar prófessors á því hvernig þjóðir sem eru ríkar af náttúruauðlind- um hafa tilhneigingu til að van- rækja menntun þegna sinna. Þor- valdur rannsakaði þessi tengsl meðal hundrað þjóða og kynnti niðurstöður sinar á þingi evr- ópska hagfræðingafélagsins sem haldið var á ítaliu í september. „Þó Island sé ekki i hópi þess- ara hundrað þjóða sem ég kannaði þá hef ég áður lýst áhyggjum mín- um af ástandi mála hér heima af þessum sökum. Ef menn halda að fiskurinn sé mesta auðlind þjóðar- innar missa menn sjónar á þvi sem mestu skiptir; mannauðn- um," sagði Þorvaldur Gylfason í gær og var að vonum ánægður með umfjöllun The Wall Street Journal á rannsóknum sínum. „Lifandi fólk er mikilvægara en dauður fiskur." Niðurstöður rannsókna Þor- valdar Gylfasonar voru gefhar út í London í síðasta mánuði og í kjöl- farið birtist fréttin í The Wall Street Journal. Þar er meðal ann- ars haft eftir Þorvaldi: „Rikir for- eldrar spilla oft börnum sínum með dekri og móðir náttúra er ekkert öðruvísi að þvi leyti." -EIR LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 ^% pEETJ0UWL EM "'" VIBb ' • *""—•«---------— B'~----- >- WSMm W, ^¦Ncw, --:^:- •- Þorvaldur Gylfason les stórblaöiö Móöir náttúra ekkert frábrugöin öðrum foreldrum. DV-MYND INGÓ ÉG ER f3ARA í DV! j Formaður samninganefndar ríkisins: Við viljum ræða við kennara - kröfur kennara hafa ekkert minnkað „Ef menn setja skilyrði um með hvaða hætti rætt sé um hluti, þá eiga engar viðræður sér stað. Við vifjum ræða," sagði Gunnar Björnsson, for- maður samninganefhdar ríkisins, vegna slita á viðræðum ríkisins og samninganefndar framhaldsskóla í fyrradag. Raunar kvaðst Gunnar ekki líta svo á að viðræðunum hefði verið slitið. Hann kvaðst búast við fundi deiluaðila hjá sáttasemjara eftir helgi. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði við DV að viðræðum hefði verið slitið þar sem ríkið hefði ekki verið tilbúið að draga til baka kröfuna um aukna kennsluskyldu. Þá hefði ekki verið flöt- ur á áframhaldandi umræðu um laun og launakerfi af hálfu ríkisins. „Við höfum ekki sett þá kröfu á samninganefnd framhaldsskóla- kennara að þeir dragi til baka sína kröfugerð," sagði Gunnar. „Með sama hætti ætlumst við til að þær forsend- ur og lausnir sem við sjáum séu rædd- ar. Það þarf tvo til að semja og kenn- Gunnar Björnsson. arar hafa sett fram kröfur langt um- fram það sem við teljum okkur geta komið til móts við. Þær kröfur hafa ekkert minnkað. Við getum ekki orð- ið við þeirri kröfu kennara að dag- vinnulaun hækki án þess að nokkuð annað gerist. Þar með væru þeir komnir langt fram úr þeim félögum sem þeir eru að bera sig saman við. Við viljum ræða breytt launakerfi en á öðrum forsendum en kennarar. Við. viljum tengja það breytingum á vinnutímafyrirkomulagi. Það hafa kennarar ekki viljað gera í sama mæli og við. Horfurnar eru því ekki góðar." -JSS bfOthOT P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Dagatöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.