Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 ixv Tilvera Markaösstemning í Freiburg Mannlífið er skemmtilegt í Freiburg en bærinn sannkallaður skólabær. Sextán íslendingar sóttu þýskunámskeið í Freiburg: Sannkallaður menntaskólafílingur - fyrirhugað að efna til annarrar námsferðar á næsta ári I janúar slðastliðnum fór hópur ís- lendinga til Freiburg i Þýskalandi á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ, í þeim tilgangi að nema þýsku á svolít- ið annan veg en þann hefðbundna. Fyrsti dagur ferðarinnar markaði upphaf einnar skemmtilegustu ferðar sem undirrituð hefur farið í. Þarna var um að ræða námsferð með hátíðlegum formerkjum, þó svo hún væri talsverð skemmtiferð þegar upp var staðið. Til- gangurinn var sem sagt að læra þýsku á hraðnámskeiði í þýskum málaskóla sem sérhæfir sig í að kenna útlending- um þýsku. Það var sextán manna hópur sem lagði upp ásamt tveimur fararstjórum, Oddnýju Sverrisdóttur og Danfriði Skarphéðinsdóttur, en báðar eru þær vel mæltar á þýska tungu og kunnar staðháttum. Flogið var til Frankfurt. Á flugvellinum mætti hópnum óvænt sjón - rúta frá Guðmundi Jónassyni ásamt íslenskum bílsrjóra. Þetta var nokkuð sem varð tilefhi heilabrota um stund og var í hálfkæringi stungið upp á því að rútan hefði verið með í för í fiugvélinni en svo reyndist auðvitað ekki vera. Á leiðinni til Frankfurt fór fólk aðeins að tala saman og kynna sig og um kvóldið var boðið til kvöldverð- ar ásamt kennurum og skólastjóra frá skólanum í hinu glæsilega Dorrint-hót- eli þar sem hópurinn gisti við frábær- ar aðstæður. Hótelið er við miðborgina Viö komuna til Freiburg Hópnum til undrunar beið rúta, merkt Guðmundi Jónassyni, á flugvellinum í Frankfurt. og vel staðsett fyrir þá sem vilja skoða borgina, notfæra sér einhvern hinna fjölmörgu veitingastaða eða versla. Djasshúsið vinsælt Hópurinn náði vel saman en í Sprachenkolleg var honum skipt í tvo „bekki" eftir getu nemenda og þeir Rúllubaggar um öll tún Eftir að bændur hófu að hirða hey sín í rúllubagga sem síðan er pakkað inn i plast hefur bæst í flóru útsýnisins til sveita. Það mælist þó misjafnlega fyrir, menn eru ekki á eitt sáttir um hversu mikil prýði er að því að hafa stóra hvíta bagga um öll tún. Sums staðar hafa bændur skapað hrein lista- verk með baggastæðunum en annars staðar liggja þeir enn á víð og dreif úti um allt. Það er þó hægt að nota þá til að finna sér viðfangsefni til að festa á mynd í samvinnu við ljósið og vind- inn. -NH voru umsvifalaust nefndir A- og B- bekkur að íslenskri fyrirmynd með til- heyrandi glensi um „besta bekkinn" og „tossabekkinn". Að öllu jöfnu fór kennslan fram fyrir hádegi og fóru nemendur með sporvagni frá hótelinu að skólanum en seinni hluta dags var ýmist kennsla eða vettvangsferðir á vegum skólans. Freiburg er skólabær og umhverfið yndislegt. Stutt er til Frakklands, enda boðið upp á ferð til Strassbourg á námskeiðinu, einnig til Sviss og einn dagur fór í ferð þangað. Einnig voru skoðunarferðir í víngerð við Kaiserstuhl, sem er í um hálfrar stundar fjarlægð með lest, og bjórgerð sem er við upptök Dónár. I næsta nágrenni hótelsins er fjöldi skemmtistaða og notfærðu nemendur sér það svikalaust á kvöldin. Djasshús- ið, sem er í nokkurra metra fjarlægð, var vinsælt og eins kínverskur veit- ingastaður við hlið þess. Síðasta kvöld- ið var frábært - kvöldverðarboð með meiru þar sem kennari og skólastjóri Sprachenschule sýndu listir sínar á tónlistarsviðinu og Islendingarnir, trú- ir þjóðerni sínu, sungu fyrir gestgjaf- ana - á íslensku auðvitað. Það var með ljúfsárum söknuði sem blaðamaöur kvaddi Freiburg eftir stemninguna sem myndaðist þessa 10 daga sem námskeiðið stóð. „Mennta- skólafilingur" lýsir henni kannski best - enda tilgangurinn sá að vera i skóla og læra ... þýsku. Nánari upplýsingar um næstu námsferð fást hjá Endur- menntunarstofnun HÍ. -vs Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dalshrauni 6, Hafharfirði, sími 555 0397, fax 565 1740 Laugardagar eru nammidagar alla daqcu M íafóU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.