Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 29 I3>V Helgarblað kom oft í Unuhús og var málkunnug honum... Steinn gat stundum verið ill- málgur og jafnvel skrökvað uppá fólk. En nú tók hann algerum stakkaskipt- um." Neitaö um áritun til Bandarikjanna „Mér er til efs að ort hafi verið á ís- lensku öllu heitari ástarljóð en ljóðin sem Steinn orti til hinnar glötuðu ást- meyjar í Ferð án fyrirheits og Tíman- um og vatninu," skrifar Sigurður A. Magnússon. Hann nefnir ljóðin Ég leita þín, Lát huggast barn, Myndlaus og Utan hringsins. Vert er að hafa í huga hve óvarlegt er varðandi ástarljóð skálda að full- yrða neitt um til hvers þau eru ort. Slíkar staðhæfingar geta verið alrang- ar; eru í raun þarflausar, þótt þær séu forvitnilegar - og breyta engu um bók- menntalegt gildi ljóðanna. Varðandi kvæðin, sem eiga að vera ort til Louisu, ber að hafa í huga að um getgátur einar er að ræða. Hins vegar er vitað með vissu að Steinn orti ljóð- ið Siesta til Ásthildar Björnsdóttur, að öllum líkindum á Sðlbakka árið 1938, þegar hann vann það: í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Min hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. En hvað skyldi Louisa sjálf hafa sagt um samband þeirra Steins og ástarljóð hans? Hún var að venju fáorð, þegar Sigurður A. Magnússon spjallaði við hana: „Ég þekkti Stein og Nína líka. Hann sat fyrir hjá okkur. Ég held hann hafi verið ástfangnari af Nínu en mér. Sé það rétt eftir honum haft að Tíminn Louisa Matthíasdóttir í Paris 1938 og vatnið sé um mig, þá er það rétt. Hann hlýtur að hafa vitað það sjálfur. Ég segi ekki að ég hafi ekki haft grun um það, en ég er ekkert að leita að slík- um hlutum." Sigfús Daðason segir í bók sinni að Steinn hafi verið einráðinn i að leggja af stað til Bandaríkjanna árið 1942, þegar Louisa var nýlega farin þangað. „Sótti Steinn um vegabréfsáritun til bandaríska konsúlsins, en umsókninni var hafnað," skrifar hann. „Verður engum getum leitt að því, hvað eink- um hefur ráðið því að Steini var bann- aður aðgangur að Vesturheimi; hvort þeim herrum hefur litist illa á skáld- skap hans, eða hvort tukthúsdómur- inn vegna niðurskurðar hakakrossfán- ans hefur verið honum þar til trafala, eða eitthvað enn annað." Sigurður A. Magnússon segir að Steinn hafl fengið vegabréfsáritun, en hún síðan verið dregin til baka. Sögu- sagnir voru um að faðir Louisu, Matt- hías Einarsson yfirlæknir, hefði fengið því fram- gengt, og reynt á þann hátt að koma 1 veg fyrir samband dóttur sinnar og skálds- ins. Flestir, sem höfundur hefur rætt við, telja þá skýringu ólík- lega. Þolinmóður aðsHjafyrir En til eru áþreifanlegar minjar um sam- starf Steins Steinarrs við Louisu og Nínu Tryggvadóttur; dýrmæt lista- verk sem lifa munu um ókomna tíð. Nína sagði Erlendi í Unu- húsi einhverju sinni að hana og Úllu langaði til að mála por- trett, en það væri svo erfitt að fá fólk til að sitja fyrir, þar sem allir væru að vinna á dag- inn þegar birta væri næg. „Það er þá helst hann Steinn," sagði Erlendur. „Hann yrkir bara á næturnar, svo að hann getur vel setið fyrir á daginn." Steinn var staddur í litlu stofunni og tók vel í þetta; og hann sat oft fyrir hjá listakonunum báðum. Þær máluðu einnig Halldór Laxness, og dag nokkurn hringdi Erlendur til Ninu og sagði: „Nú verð ég að vera heima í dag; ég er svo slæmur af kvefi að ég kemst ekki til vinnu minnar hjá tollinum eins og ég er vanur. Nú máttu koma og mála mig ef þú vilt." Og Nína og Louisa ruku til, örkuðu með trönur og málningu upp í Unuhús og máluðu Erlend í rúminu. „Þolinmóðasti fyrirsáti Nínu var Steinn Steinarr," skrifar Hrafhhildur Schram listfræðingur. „Af honum mál- ar Nína alls þrjár myndir á fjórum árum. Þær eru tvímælalaust meðal sterkustu andlitsmynda hennar. Má með sanni segja um þessar myndir að þær séu frekar „um hann" en af hon- um, eins og Björn Th. Björnsson kemst svo réttilega að orði í íslenskri mynd- list II. Hér er Nína fyrst og fremst að fást við formið sem hún þjappar sam- an í flata geometríska litablakka og hvelfd form sem hún byggir upp eftir lögmáli kúbismans... Nína málar Stein með sterkum litum og höggnum form- um, augun brenna eins og tveir leisergeislar og munnsvipurinn er festulegur en ekki alveg laus við þykkju." Málverkiö sem hvarf Matthías Johannessen sagði Sigurði A. Magnússyni sögu um ástir Steins Steinarrs, sem eflaust á eftir að festast í minni manna og teljast til þjóðsagna í framtíðinni. Hún byggist á því hve erfitt er að greina sundur myndir Nínu og Louisu frá þeim árum, þegar þær unnu saman, þótt verk þeirra yrðu síðar gjörólik og auðþekkt. Nokkru áður en Steinn Steinarr lést sat Matfhías í stofunni hjá honum í Fossvogi og þeir spjölluðu saman. Þá varð skáldinu skyndilega litið á vegg- inn og spurði: „Veistu eftir hvern þessi mynd er?" „Já," svaraði Matthías. „Nú," hváði Steinn. „Eftir hvern er hún?" „Nínu Tryggvadóttur," fullyrti Matthías. „Nei, Matthías minn," sagði Steinn og lækkaði róminn. „Hún er ekki eftir Nínu, þótt ég hafi sagt það öllum. Hún er eftir Louisu frænku þina. Nefndu það aldrei við Ásthildi," bætti hann við. Þegar Steinn var látinn fóru Matthi- as og Ragnar í Smára í heimsókn til ekkjunnar. Matthías leit í kringum sig; honum fannst eitthvað vanta. Málverk Louisu hafði verið tekið niður. Það var horfið úr stofunni. Hagstofa Islands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið aö frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé réft skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögunum frá árinu 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvaða er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýöir aö lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheim- ili. Sama gildirt.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. venga atvinnu, skal lögheimili allrar fjöldkyld- unnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breyting á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrif- stofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóöskrá Skuggasundi 3 150Reykjavík Sími: 560 9800 Bréfsími: 562 3312 Steinn Steinarr árið 1938 Myndin er tekin fyrir utan Ingólfsstræti 14. Haust - vetur 2000 Ut K^~ v_i- I— l_<- á vönduðum dömu- og herrafatnaði að Rauðagerði 26 í dag, laugardag, frá kl. 10-18. Verið velkomin V -i I ^- ^- I I_I I \J L/LaJ w. Visa the friendly way of selling Rauðagerði 26, s. 588 1259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.