Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað x>v Afbrýðisemin nagaði Jenny Cubit: Hárgreiðslu- konan myrti skólastýruna Það voru hræðileg örlög að Jenny Cubit og Kathy Linaker skyldu eiga eitthvað sameiginlegt. Þær bjuggu báðar í bænum Warr- ington á Englandi og báðar léku þær í áhugamannaleikhúsinu á staðnum. Það var meira en nóg til að skapa óstjórnlega spennu og nagandi afbrýðisemi sem að lok- um brast út í morði. Jenny Cubit var 24 ára og yngri en Kathy. Það var næstum þvi eini kosturinn sem hún hafði um- fram Kathy sem var nær 10 árum eldri. Jenny, sem dreymdi um glæsilegan feril á leiksviðinu, fékk aldrei neitt annað en uppfyll- ingarhlutverk. Hin fagra Kathy fékk hins vegar öll aðalhlutverkin í söngleikjum, eins og til dæmis í Oklahoma og Sound of Music. Jenny var hafnað og það olli hræðilegri öfund hjá henni. Hún fékk þar að auki alvarlega átrösk- un og þurfti lengi aö vera í lækn- ismeðferð. Keppinautarnir bjuggu í ólíkum hverfum í bænum. Jenny var menntuð hárgreiðslukona og mað- urinn hennar, Nick, var verka- maður. Hjónin, sem áttu tvö lítil börn, bjuggu í bæjaríbúð í verka- mannahverfi. Kathy var hins veg- ar virtur skólastjóri og maðurinn hennar, Chris, var tölvuráðgjafi. Þau bjuggu í stóru einbýlishúsi i virðulegu úthverfi. Þau áttu líka tvö litil börn og vorið 1998 fjölgaði í fjölskyldunni. í leynilegu ástarsambandi Aðstæðurnar voru ekki þær sömu en á einu sviði hafði Jenny tekist að skora mörk sem keppi- nauturinn vissi ekki um. Hún hafði nefnilega í eitt og hálft ár verið í leynilegu ástarsambandi við Chris Linaker. Hann lét Jenny koma heim til sín þegar Kathy var í vinnunni sinni í skólanum. Kathy grunaði ekkert. Hún hélt að eiginmaðurinn væri þreyttur vegna ofreynslu í flóknum tölvu- bransanum. Jenny hataði konuna sem hún gat ekki sigrað á leikhússviðinu. I aðalhlutverki Kathy Linaker fékk alltaf aöalhlutverkin hjá áhugamannaleikfélaginu. En húu gat niðurlægt hana í einkalífinu. Það var þó ekki nema hálfur sigur sem kynti enn frekar undir öfund hennar og átröskun. Ástand hennar var svo slæmt að það lá viö að hún brotnaði alger- lega niður. Neitaðl aö yfirgefa elglnkonu og bórn Vanlíðan hennar náði hámarki þegar Kathy Linaker varð móðir í þriðja sinn. Allir hrósuðu Kathy sem tókst að gegna móðurhlut- verkinu óaðfinnanlega samtímis því sem hún stjórnaði skólastarf- inu. Þar við bættist að Chris Linaker neitaði að yfirgefa eigin- konu og börn og flytja með Jenny til Kanada eins og hún hafði stungið upp á. Hann gerði henni Ijóst að sambandi þeirra væri lok- ið fyrir fullt og allt. Hatur Jenny var orðið svo ofsa- fengið að það hlaut að brjótast út. Morguninn 17. apríl 1998 gekk Jenny Cubit Hana dreymdi um glæstan feril á leiksviðinu. Nick Cubit Hann vissi um leyndarmál eiginkonunnar. hún eins og í leiðslu heim til Linakerfjölskyldunnar og hringdi dyrabjöllunni. Hún hélt fast um tösku sem hún var með í fanginu. Kathy Linaker opnaði dyrnar og brosti undrandi þegar hún sá hver var fyrir utan. Hún bauð Jenny inn. „Komdu og fáðu þér kaffibolla með mér," sagði hún. Fékk þungt högg í hnakkann En Kathy var varla komin inn í anddyrið þegar hún fékk þungt högg í hnakkann. Er hún leit við óstöðug á fótunum sá hún að gest- ur hennar hafði reitt til höggs blómapott sem staðið hafði á borði í anddyrinu. Hún gat ekki forðað sér undan öðru höggi en reyndi að komast í síma til þess að biðja um hjálp. Hún tók ekki eftir því að Jenny Cubit fleygði samtímis blómapott- inum frá sér og tók upp stóran steikarhníf upp úr tösku sinni. Kathy Linaker rak upp sársauka- og angistaróp þegar hnífnum var stungið í bak hennar af svo miklu afli að hann brotnaði í tvennt. Jenny öskraði nú í æði sínu á meðan hún ýtti fórnarlambi sínu til hliðar og hljóp út í eldhúsið. „Morguninn þann 17. apríl 1998 gekk hún eins og í leiöslu heim til Linakerfjöl- skyldunnar og hringdi dyrabjöllunni. Hún hélt fast um tösku sem hún var með í fanginu. Kathy Linaker opnaði dyrn- ar og brosti undrandi þegar hún sá hver var fyrir utan." Þar fann hún nýjan hníf sem hún rak af ofsa í Kathy sem var varn- arlaus. Ekki góð leikkona Jenny Cubit stóð hugsi um stund hjá Kathy Linaker sem lá látin í blóðpolli. Svo gekk hún að símanum og hringdi í lögreglu og á sjúkrabíl. Henni sagðist svo frá að þegar hún hefði verið í heim- sókn hjá „vinkonu" sinni hefði skallabulla ruðst inn þegar þær ætluðu að fara að drekka kaffi. Frásögn hennar var samhengis- laus. Jenny Cubit var ekki góð leikkona. Hún gat hvorki útskýrt meiðslin á höfði hinnar látnu né hvers vegna blómavasinn hafði brotnað. Hún gat heldur ekki skýrt frá því hvers vegna hún var með nokkra djúpa skurði á hægri hendi né hvers vegna ekki voru neinir bollar á borðinu þar sem þær hefðu verið í þann veginn að fara að drekka kaffi. Þegar Jenny kom fyrir rétt i janúar 1999 neitaði hún fyrst að hafa framið morð en játaði á sig manndráp vegna þess að hún hefði ekki verið ábyrg gerða Hamingjusöm fjölskylda Kathy og Chris Linaker við skírn yngsta barns þeirra. Fjölskyldan virtist hamingjusöm á yfirborðinu. Engan gat grunað hvaða örlög biðu þessara glæsilegu hjóna og barna þeirra. Vettvangur glæpsins Hús Linakerfjölskyldunnar var í fínu úthverfi í bænum Warrington á Englandi. í þessu húsi var hræðilegur glæpur framinn þegar húsbóndinn var hvergi nærri. sinna. Áfimmta degi réttarhald- anna breyttist framburður hennar og játaði hún á sig morð. Blkarinn fullur Verjandinn sagði skjólstæðing sinn hafa þjáðst af taugaveiklun og þunglyndi, einkum vegna af- skiptaleysis og áhugaleysis eigin- manns síns, Nicks. Hún hefði þess vegna reynt að fyr- irfara sér að minnsta kosti einu sinni. Bikarinn hefði orðið fullur þegar enn ein barnsfæðingin hefði bæst við af- rekaskrá helsta keppinautarins, Kathy Linaker. Saksóknarinn sá harmsöguna i öðru ljósi. Afbrýði- semi, öfund og girnd hefðu ráðið gerðum Jenny Cubit. Kathy Lina- ker leit á hana sem vinkonu sína úr áhugamannaleik- húsinu og hafði, þegar hún lést á hörmulegan hátt, enga hugmynd um að hún hafði verið svikin þegar hún sinnti starfi sínu af samviskusemi. Saksóknarinn sagði að Chris Linaker ætti I næstu viku einnig sök á dauða konu sinnar. Jenny Cubit var dæmd í lifstíð- arfangelsi. „En þú munt aldrei geta friöþægt fyrir að hafa eyði- lagt lif fimm saklausra barna, barnanna þinna tveggja og þriggja barna fórnarlambs síns. Það er sekt sem hvílir á þér alla ævi..." Taldi sig í öruggri höfn Christine Jennings tók ekki eftir breytingum á eiginmamu sinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.