Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað I>V Draugur af Jökuldal vitjar Jóhannesar Proppé: Myrtur gengur aftur - massinn var með einhvers konar mannsmynd en var þó meira eins og útlínur með einhverju innan í Jóhannes Proppé, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Sjóvá, var við vegavinnu austur á Fljótsdalshéraði og Jökuldal rétt eftir 1940 þegar félagi hans fann gamla dys. Sá sem stjórnaði verkinu vildi ekki að nokkur maður frétti af fundinum af hræðslu við að verkið yrði stöðvað. „Á þess- um tíma var ég ungur og for- vitinn og stalst í dysina eitt kvöldið og rótaði í henni. Ég fann bein, hauskúpu og ein- hverja smáhluti sem ég tók og pakkaði í pappír og tók með mér heim í tjald." Brá sér bak vlð Lúdóiö „Aðdragandi málsins var sá að ég var í vegavinnuflokki sem hafði slegið upp tjaldbúð- um rétt vestan við Lagar- fljótsbrú og við vorum að vinna okkur vestur eftir. Tjaldbúðirnar voru í hlíðinni sem lá niður að Jökulsá á Brú, en þar var vegurinn í ,'iamla daga. Jökulsá rennur oarna í nokkuð djúpu gljúfri og segir sagan að nokkrir breskir hermenn hafi farið þar út af og látist. En slikt gerðist oft á íslenskum vegum og þótti víst ekki fréttnæmt á sínum tíma. Flokkurinn sem ég vann í var að gera við þjóð- veginn og fólst starfið aðal- lega í að handmoka grús úr stóru barði á vörubíl. Ég man að einn pilturinn í hópnum hét Ásmundur og það var hann sem fann dysina. Ás- mundur þurfti að bregða sér einu sinni sem oftar bak við Lúdóið, eins og við kölluðum það þegar menn þurftu að fara afsíðis og hægja sér. Þegar hann kom til baka var hann með eldgamla og molduga hauskúpu í hendinni og sagðist hafa séð hana standa út úr moldarbarði þar sem hann sat á hækjum sér. Verkstjórinn brást hinn versti við og skipaði Ásmundi að fara með hauskúpuna aftur á sinn stað og segja ekki nokkrum manni frá þessu. Ég held að verkstjórinn hafi verið hræddur um að það yrði bannað að taka ofaníburð þarna og verkið yrði stöðvað eins og svo oft er gert þegar eitthvað svona finnst." Rótaðl í dysinnl „Ég fékk Ásmund til að koma með mér um kvöldið og sýna mér staðinn og ég bað hann líka að þegja yfir þessu, en af allt öðrum ástæð- DV-MYND GVA Á þessum tíma var ég ungur og forvitlnn og stalst f dysina eitt kvöldiö. Jóhannes Proppé var viö vegavinnu austur á Fljótsdalshéraöi rétt eftir 1940, þegar félagi hans fann gamla dys. um en verkstjórinn hafði gert. Næstu helgi fór ég á staðinn með brúnan kraftpappír sem ég átti og tók hauskúpuna, eða þann hluta af henni sem hafði komið í ljós. Ég sá strax að þetta var dys og fór að krafsa í henni, sem ég hefði í raun ekki átt að gera, en áhugi minn fyr- ir öllu fornu var of mikill til að sleppa tækifærinu. Fljótlega fann ég herðablað af manni og eitthvað sem líktist mjög ryðguðu hnifsblaði und- ir herðablaðinu. Einnig fann ég fieiri bein, lærlegg og hryggjarlið. Enn fremur kom í ljós ýmislegt járnadrasl, m.a. nokkuð heillegur hlutur sem var langt ryðgað járn- stykki með einhvers konar krók á endanum. Ég pakkaði öllu sem ég gat inn og hætti leit en það var ör- ugglega meira þarna því ég sá móta fyrir fleiri dysjum í melnum. Ég fór með góssið inn i tjald til min og svaf á því um nóttina í von um að dreyma manninn sem haus- kúpan var af. Ég var viss um að beinin tilheyrðu einhverjum forn- manni sem hlaut að hafa verið drep- inn þarna. Mér var seinna sagt að forn þjóðleið hefði legið ofan af Jök- uldal rétt við dysina. Mig dreymdi ekkert um nóttina og ég komst manchester m M united Jóía sukkulaði-dagatöl Full búð afnýjum vörum tilvöldum tiljólagjafa Póstsendum nsTuno Austurveri, Háaleitisbraut 68,sfmi 568 4240 www.astund.is aldrei aftur í dysina til að gramsa meira því nokkrum dögum seinna var ég fluttur til og settur i vinnu ofar á Jökuldal." Elns og að fara í gegnum deig „Þegar ég fór heim um haustið tók ég beina- og járnadraslið með mér til Reykjavíkur og geymdi það inni í skáp i herberginu mínu. Ég kláraði Verzló um vorið 1944 og fór til Englands í framhaldsnám um haustið. Ári seinna kom ég heim en þá hafði velviljaður kvenmaður tekið til i herberginu mínu og fundið pakka með moldardraslinu og hent honum í öskutunnuna. Sem betur fer hafði ég sett járndót- ið í kassa og var það því óhreyft. Svo gerist það veturinn eftir að ég kom heim að ég á oft erfitt með svefn, vakna um miðjar nætur, og á tímabil hélt að ég væri að verða veikur. Eina nóttina í svartasta skammdeginu vaknaði ég skyndi- lega og fannst ekki allt með felldu, settist upp og sá einhvern massa standa við rúmgaflinn. Massinn hafði einhvers konar mannsmynd en var þó meira eins og útlinur með einhverju innan í. Ég verð að viðurkenna að ég varð dauðhrædd- ur en forvitnin varð þó yfírsterk- ari. Ég reis á fætur og fór að þukla á massanum en það var eins og að fara í gegnum mjúkt deig. Mér brá hræðilega og kveikti ljós en þá hvarf massinn. Eftir smástund lagðist ég aftur og fór að hugsa um þetta og hélt að mig hefði verið að dreyma. Ég slökkti því ljósiö og fór aftur að sofa. Stuttu seinna hrökk ég upp aftur og fannst einhver vera Sviösljós Kelsey Grammer: Lætur í minni pok- ann fyrir hægri öfl- unum Stjarnan góða Kelsey Grammer, sem er okkar besti drengur úr sjón- varpinu, á í vandræðum þessa dag- ana en hann þarf að borga ríflega tvær milljónir dala til fyrrverandi umboðsmanna sinna vegan samn- ingssvika. En það er svo sem ekki það eina. í endursýningum á Frasi- erþáttunum í bandarísku sjónvarpi hefur það verið umdeilt að enn hef- ur ekki skilað sér þáttur sem gerði grín að Lauru Schlessinger sem er hægrisinnuð útvarpskona sem er þekkt fyrir siðferðisviðhorf sín. Ástæðan fyrir því að þátturinn hef- Ur ekki verið sýndur er að Para- mount sem á Frasier á líka þátt Lauru og þeir vilja ómögulega styggja nýja barnið sitt. Aftur á móti er umhugsunarvert það sem einn af höfundum Frasiers bendir á - að sá þáttur sem fær Emmy-verð- laun sé felldur út fyrir þann sem afi- ar sér óvina. En svona er skynsem- in í Hollywood. að horfa á mig. Ég ætlaði varla að þora að líta upp en gerði það samt og þá var þetta sest á fótagaflinn. Forvitnin var hræðslunni yfir- sterkari og ég þreif í þetta eins og áður en það sama gerðist. Ég fór í gegnum þetta eins og deig. Nú var mér öllum lokið, ég stökk fram úr rúminu, öskraði eins hátt og ég lifandi gat og hljóp að ljósa- rofa sem var á veggnum við dyrn- ar. Það vöknuðu náttúrlega aHir i íbúðinni við öskrin og komu hlaupandi til að vita hvað væri eig- inlega að mér. í margar vikur á eft- ir þorði ég ekki að sofa með ljósln slökkt og hafði því kveikt á borð- lampanum við rúmið." Líklega drepinn „Ég hef aldrei fengið neina stað- festingu á hvað þetta var og hef aldrei orðið var við það síðan, en ég er sannfærður um að þetta hefur verið fornmaðurinn sem átti beinin. Hann hefur áreiðanlega verið að leita að þeim eða komið til að skamma mig fyrir hugsa ekki betur um þau og láta henda þeim í ruslið. Stuttu seinna fór ég með járna- draslið upp á Þjóðminjasafn til dr. Kristjáns Eldjárns. Hann sagði mér að hlutirnir væru að öllum líkindum frá landnámsöld og að hluturinn með króknum sem ég hafði velt mest fyrir mér væri skemmulykill. Hann taldi einnig að lega hnífsblaðsins í dysinni benti til þess að maðurinn hefði verið drepinn i bardaga eða úr launsátri." -Kip Jennifer Lopez: Puff Daddy pereat - Puffy fái fjúk Það er vart ofsögum sagt að rika og fræga fólkið hafi annars konar áhyggj- ur en afgangur mannkyns. Jennifer Lopez leggur mikið á sig til að halda í kærastann sinn, Puff Daddy, þrátt fyr- ir að þar fari hið mesta fól. Puffy átti afmæli um daginn og þvældist Jennifer um alla New York borg í leit að hinni fuUkomnu af- mælistertu sem átti að sýna Puffy á bláa Bentleyn- um sínum. Hún fann hana að lokum á Manhattan. Vandræðin voru hins vegar þau að af- mælisveisluna átti að halda á Miami. Jennifer skundaði því út á flugvöll með baksturinn og keypti sæti undir tertuna í farþegaflugi og sendi hana til Miami en fór síðan sjálf með einka- þotu Puffys. Þetta dugði henni hins vegar ekki í hjónabandsplástur í þetta sinn. Jenni- fer þurfti að pissa í upphitunarveislu Puffys og eins og flestir varð hún að bregða sér á klósett. Vitni sem stödd voru í veisluhni vitna um að um leið og Jennifer var horfin af vettvangi hafi Puffy ekki getað stillt sig um að bjóða konu á næsta borði að hitta hana við gott tækifæri. Puff Daddy pereat - Puff Daddy fái fjúk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.