Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Síða 23
23 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Þegar komið er inn í íbúð Egg- erts Magnússonar málara í Selásnum er auðséð að hér búa ekki fleiri en hann. Stofan er greinilega vinnustofa Eggerts og þar eru myndir um alla veggi og í gluggakistunum lika. Fátt er annað í stofunni, tvö borð og nokkrir stól- ar. Eggerti liggur nokkuð lágt rómur og segir heldur fátt þannig að viss- ara var fyrir blaðamann að hafa sig allan við og fylgja honum fast eftir þar sem hann gekk um stofuna um leið og hann svaraði spurningum. Myndirnar á veggjunum eru lit- ríkar. þær eru af ýmsum atburðum sem honum eru hugstæðir og dýra- ríkið virðist Eggerti sérstaklega hugstætt. Sitt af hverju á sýningunni Eggert Magnússon er er 86 ára gamall. Hann er sjálfmenntaður listamaður og er einn af þekktari næfistum okkar. Hann hefur stytt sér stundir við að mála síðan hann hætti siglingum um 1960 en hann hafði þá verið sjómaður á ýmsum skipum frá unglingsaldri og á langri starfsævi siglt um öll heimsins höf, ailt frá Grænlandi til Gambíu. Ertu með eitthvert sérstakt við- fangsefni á sýningunni? „Þetta er bara svona sitt af hverju, eins og sýningamar mínar hafa verið.“ A nóg af myndum Eggert segist aðallega mála yfir sumartímann þegar bjart er og aldrei skorta viðfangsefni. Myndimar hafa skánað með árunum - segir Eggert Magnússon listmálari sem opnar sýningu í Gerðubergi í dag Eggert er Reykvíkingur í húð og hár. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá bænum Breiðholti og Hrefna Eggertsdóttir Norðdal frá Hólmi við Hólmsá. „Hólmur var hérna rétt fyrir ofan,“ segir Eggert og bendir út um stofugluggann. Magnús, faðir Eggerts, rak sauðabú viö Engjabæ við Holtaveg, þar sem nú er grasagarðurinn í Laugardal og þar átti Eggert lengst af heima, eða í 35 ár. „Við vorum tólf systkin- in og erum ellefu á lífl enn, ég er næstelstur en það er nú litið af okk- ur að segja.“ Eggert fór ungur á sjó. „Ég fór á Skúla fógeta og var á honum áður en hann strandaði en ég var farinn á Hannes ráðherra þegar það gerð- ist. Ég hefði farist ef ég hefði enn verið á Skúla fógeta," segir Eggert og bendir á málverk sitt af strandi Skúla fógeta. „Svo var ég við fisk- veiðar í Gambíu nokkra mánuði. Það stóð til að veiða túnfisk en við veiddum aðallega hákarl. Hann var bara soðinn upp úr sjó í hænsnafóð- ur.“ Þegar litið er á myndimar á veggjunum má sjá að Afríkudvölin hefur lifað með Eggerti því á nokkrum myndanna bregður fyrir ljónum og lífi á heitari stöðum en íslandi. Hefur skánað með árunum Eggert var kominn yfir fertugt þegar hann byrjaði að mála. „Ég hef margt gert. Ég hef verið bílstjóri líka, bæði á Þrótti og Þresti. Það hefur alltaf verið ígripavinna hjá mér að mála.“ Hvemig datt þér i hug að fara að mála? „Systur mínar hafa verið góðar að teikna," segir Eggert og sýnir blaðamanni um leið mynd sem ein systra hans hefur málað á rekavið- arbút. „Þetta er svolítið í ættinni. Amma mín var systir Einars bónda í Miðdal." Hafa myndirnar breyst meó árun- um? „Það hefur svolítið skánað hjá mér. Maður æfist þegar maður er mikið við þetta. Annars mála ég nú ekki mikið lengur en ég var ákveð- inn í að halda þessa sýningu." Eggert hefur haldið margar sýn- ingar og segist hafa fengið góðar viðtökur sem málari. „Mig minnir að ég hafi selt allar myndirnar þeg- ar ég sýndi síðast í Gerðubergi.“ Settirðu ekki bestu myndirnar þín- ar á sýninguna? „Ég veit það ekki. Það var nú at- riði að hafa þær í góðum römmurn." Eggert segir að myndefnið komi oftast til hans. Hann málar myndir af stöðum sem hann hefur komið á og atburðum sem hann hefur upplif- að. „Ég mála meira náttúruna en hús. Ég hef aldrei verið sérstakelga mikið fyrir að mála hús.“ Hefur aldrei skort myndir Eggert segist lítið mála á veturna. „Maður getur ekki átt við þetta í skammdeginu fyrir myrkri," segir hann en athygli vekur að á veggjun- um er margar myndir frá árunum 1999 og 2000 þrátt fyrir að 29 mynd- ir séu komnar upp í Gerðuberg. „Ég á nóg af myndum. Mig hefur aldrei skort myndir. Ég mála kannski tvær þrjár myndir í einu ef vel ligg- ur á mér.“ Eggert hefur aldrei kvænst og er barnlaus. „Ég hef bara haldið sjó með myndunum," segir hann. „Ég hef verið rólegur og sætt mig við ró- legheitin." Þú heldur aó það sé þess vegna sem þú hefur aldrei gifst. „Það fylgir stórum heimilum mikill skarkali," segir Eggert og hlær. „Við vorum nú tólf systkin- in.“ Eggert var spurður um áhugamál sín önnur en að mála. „Ég fór nú mikið í laugarnar gömlu. Við áttum heima svo nálægt þeim. Núna fer ég bara í baðkarið.“ Sýning Eggerts í Gerðubergi opn- ar í dag kl. 15. Á sýningunni eru 29 myndir sem allar eru til sölu. Allir eru velkomnir á opnunina. -ss DV-MYND E.ÓL Málar atburði sem eru honum minnisstæðir Eggert Magnússon hefur málað myndir í frístundum sinum i 30 ár. Laugardagar eru nammidagar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.