Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 4
4 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 ÐV Fréttir _/ Vélstjórar mótmæla afnámi stuttbylgjusendinga RUV: Sjómenn eiga rétt á þessari þjónustu - segir Helgi Laxdal - máliö fyrir útvarpsráð „Útsending stuttbylgjunnar skiptir alla sjó- menn gríöarlegu máli. Þetta er ör- yggistæki á hafi úti auk þess sem sjómenn, rétt eins og aðrir, vilja verá í tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélag- inu,“ segir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands, um þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að hætta stuttbylgjusendingum og minnka styrk á langbylgjusending- um. Megn óánægja er innan sjó- mannastéttarinnar vegna málsins og hefur Helgi, fyrir hönd Vél- stjóraþings, sent áskorun til út- varpsráðs vegna málsins. Helgi kveðst vongóður um að ráðið taki málið fyrir á næsta fundi ráðsins. Hann segir útvarpið gegna mikil- vægu hlutverki á hafi úti og því geri vélstjórar kröfu um að stutt- bylgjusendingum verði komið á að nýju. „Sjómenn bíöa alltaf eftir frétt- unum og almennt er mikið hlustað á útvarp á hafi úti. Okkur finnst þessi krafa ekki ósanngjörn í ljósi þess að sjómenn borga sína skatta eins og aðrir - og eiga þvi fullan rétt á þjónustu,“ segir Helgi. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði nýverið í viðtali við DV að stuttbylgjusendingum hefði verið hætt í sparnaðarskyni en þær kostuðu á aðra milljón króna á ári. Hann sagði enn fremur að hann vonaðist til að skipafélögin, sem gerðu út farskip, myndu koma sér upp móttökubúnaði fyrir netsend- ingar. Stuttbylgjumálið verður að lík- indum tekið fyrir hjá útvarpsráði i næstu viku. Þór- unn Gestsdóttir, sem á sæti í út- varpsráði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, kvaðst í sam- tali við DV vera hlynnt endur- skoðun málsins og hún liti svo á að um tíma- bundna aðgerð hefði verið að ræða. Hún sagði lít- il viðbrögð hafa verið við niðurfell- ingu stuttbylgjunnar í sumar. For- stjóri Eimskips skrifaöi hins vegar útvarpsstjóra bréf í liðnum mán- uði þar sem hann mótmælti af- námi stuttbylgjusendinga fyrir hönd sjómanna. „Ég hef fullan skilning á þessari kröfu sjómanna og mun styöja að málið verði vakið upp að nýju. Mér finnst líklegt að ráðið kaUi eftir gögnum er varða kostnað við þess- ar sendingar. Það er hins vegar ekki nóg að hafa skilning á mál- inu, verðmiðinn verður að vera hagstæður," sagði Þórunn og úti- lokaði ekki að stuttbylgjusending- ar útvarps muni aftur hljóma á hafi úti. -aþ Helgi Laxdal. Forstjóri Ríkisspítala segir enn rúmt ár þangað til sameiningarferli spítalanna lýkur: Höfum skyldur við sjúklingana - gengis- og verðlagsútgjöld upp á 300 milljónir. Sameiningin mjög tæknilega flókið ferli Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítala - há- skólasjúkrahúss, segir vegna gagn- rýni Ríkisendur- skoðunar á fjár- mál spítalans að mál sjúkrahús- anna séu flóknari en svo að aðeins sé hægt að hugsa um fjárheimildir. Eins og DV greindi frá í gær er Landspítalinn í hópi fjölmargra rikisstofnana sem ítrekað fara fram úr fjárheim- iídum og átelur Rikisendurskoöun þingmenn fyrir að sinna ekki eftir- litshlutverki sínu. Rétt er þó að undirstrika að Ríkisendurskoðun fjallar ekki um sameiningarmál spitalans í skýrslu sinni og dregur Landspítalann ekki fram umfram aðrar sofnanir. „Spítalinn hefur fleiri skyldur en að virða fjárlögin. Við tökum á móti sjúklingum og höfum t.d. slysavakt allt áriö. Ég fagna því hins vegar að menn hyggist ræða hvað eigi að njóta forgangs í þess- ari heilbrigðisþjónustu," segir Magnús. Spurður um skýringar þess að spítalamir fari fram úr fjárheim- ildum segir Magnús aö í ár megi sem dæmi nefna að gengis- og verðlagsþróun hafi aukið útgjöld spítalans um 300 milljónir. Fleira kemur þó til, sbr. ófyrirséðan aukakostnað við sameiningu spít- alanna tveggja. Formaður fjárlaga- nefndar Alþingis sagði í DV í gær að sú vinna hefði reynst fjár- og tímafrekari en séð hefði verið fyr- ir og undir það tekur Magnús. „Það er alveg ljóst að menn sáu hvorki fyrir sér hvaða peninga þyrfti, né ýmsar hindranir sem upp hafa komið. Þetta er ein flókn- asta aðgerð sem hér hefur veriö gerð og tekur til margra og við- kvæmra hluta. Okkar hlutverk er að standa aö þessu án þess að það raski starfseminni og bitni á sjúk- lingum. Starfsmenn hafa verið ein- staklega skilningsríkir." Sameiningin er langt í frá í höfn en áætlanir miðast við að ferlinu verði lokiö eftir rúmt ár eða ára- mótin 2002-2003. Búið er að sam- eina æðaskurðlækningar og þvag- færaskurðlækningar og er afrakst- urinn að skila sér í faglega betri starfsemi en fyrr að sögn Magnús- ar. Verið er að skipuleggja hvar bráðamóttakan verður til húsa í framtíðinni og búið að ná sátt með- al lykilstarfsmanna um helstu framtíðaráætlanir. „Við höfum mjög þröngan húsakost en verðum að vinna eftir því,“ segir Magnús. -BÞ Vatnsfellsvirkjun: Eldur í túrbínu Túrbína eitt i Vatnsfellsvirkjun skemmdist í fyrradag þegar starfs- menn gangsettu hana án þess að los- að væri um bremsur. Eldur og mik- ill reykur gaus upp þegar aflvélin, sem er 45 megavatta, ofhitnaði og voru reykkafarar úr slökkviliði staðarins sendir inn til að stöðva vélina. Bjöm A. Harðarson, staðarverk- fræðingur Landsvirkjunar, segir óljóst hversu mikið tjónið er en ljóst sé að túrbínan hafi skemmst við at- vikið. Hreinsun og skoðun túrbín- unnar var ekki lokið í gær. Túrbínan var ræst í fyrsta sinn um miðjan þennan mánuð. „Við höfum verið mjög ánægðir með gang vélarinnar hingáð til. Það sem gerðist nú má rekja til óhapps í tölvustýrðu stjórnkerfi virkjunar- innar. Á þessu stigi vitum við ekki hversu langan tíma viðgerð mun taka,“ segir Björn. Túrbínan er önnur tveggja sem munu knýja Vatnsfellsvirkjun en ráðgert er að sú seinni verði ræst í desember. -aþ RÚV verði sjálfs- eignarstofnun Á miðstjórnar- fundi Framsóknar- flokksins í gær kom fram að flokksnefnd um málefni Ríkisút- varpsins undir for- ustu Einars Skúla- sonar telur að breyta eigi RÚV í sjálfseignarstofn- un. Nefndin vill að áhrif stjórnmálaflokka í útvarpsráði verði minnkuð um leið og stjórnin verði gerð virkari í stjóm rekstrar og dagskrár. í stjórninni verði þá fjöl- breyttari hópur fólks og meiri þver- skuröur af þjóðfélaginu. Nefndin sér fyrir sér að horfið verði frá inn- heimtu afnotagjalda og stofnuninni þess í stað fundinn taustari grund- völlur, t.d. með þjónustusamningi við ríkisvaldið. Sem kunnugt er hefur rikisstjómin ákveðið að setja málefni RÚV í sérstakan starfshóp stjórnar- flokkanna og sagði Halldór Ásgríms- son á fundinum í gær að þetta nefnd- arálit væri gott veganesti inn í það starf. -BG Veörið í kvöld Slydda eöa snjókoma Norðlæg átt 5-13 m/s og slydda eða snjókoma síödegis, en sunnan 8-13, rigning og 5 til 10 stiga hiti á Suðaustur- og Austurlandi. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK' AKÚREYRI Sólarlag í kvöld 16.03 15.33 Sólarupprás á morgun 10.28 10.28 Síödegisflóö 13.50 18.23 Ardegisflóö á morgun 02.32 07.05 Skýríngar á ve&urfáknum J^VINDÁTT 10V-HITI "^VINDSTVRKUR {fnetrtun i saklmdu N.fROST HBDSKÍRT O O o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKYJAÐ AtSKÝJAÐ v,. íí Ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA *W = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR /,h,i jjíi Allir á vetrardekk Vonandi eru allir bíleigendur búnir að gera farartæki sín klár fyrir vetraraksturinn því búast má viö éljagangi meö tilheyrandi hálku víöast hvar á landinu. Eljagangur NV strekkingur og snjókoma eða éljagangur á Noröurlandi en skýjaö meö köflum sunnan og vestan til. Frost 2 til 6 stig. ManudagU Vindur: 8-12 Hiti lur: ( -2° «1-7“ V«° Fremur hæg breytileg átt og él. Frost 2 til 7 stig á Vestfjöröum en annars hlti kringum frostmark. Þríöjiida^iir Vindur: ( 13-18 \ / Hiti-3° til-8° Ve NV 13-18 m/s og él, elnkum noröan tll. Frost 3 tll 8 stlg. Míóvíkut! Vindur; 6—12 m/s^** Hiti -5° til -9° Breytlleg átt, víöa léttskýjaö og talsvert frost. IggBTOli' ■ -■ AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR úrkoma I gr. 4 BOLUNGARVÍK haglél 4 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 5 KEFLAVÍK súld 4 RAUFARHÖFN skýjað 5 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI úrkoma í gr 4 BERGEN skýjaö -1 HELSINKI snjókoma -4 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 4 ÓSLÓ hálfskýjaö 3 STOKKHÓLMUR 0 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -1 ALGARVE léttskýjaö 19 AMSTERDAM skúr 5 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN skýjaö 4 CHICAGO alskýjaö 8 DUBLIN súld 9 HALIFAX skýjaö 0 FRANKFURT skýjaö 4 HAMBORG léttskýjaö 4 JAN MAYEN rigning 1 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG skýjaö 3 MALLORCA léttskýjað 16 MONTREAL heiöskírt 1 NARSSARSSUAQ snjókoma -2 NEWYORK skýjað 7 ORLANDO skýjað 16 PARÍS léttskýjað 7 VÍN skýjað 4 WASHINGTON heiðskírt -2 WINNIPEG þoka 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.