Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 ÐV Fréttir _/ Vélstjórar mótmæla afnámi stuttbylgjusendinga RUV: Sjómenn eiga rétt á þessari þjónustu - segir Helgi Laxdal - máliö fyrir útvarpsráð „Útsending stuttbylgjunnar skiptir alla sjó- menn gríöarlegu máli. Þetta er ör- yggistæki á hafi úti auk þess sem sjómenn, rétt eins og aðrir, vilja verá í tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélag- inu,“ segir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands, um þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að hætta stuttbylgjusendingum og minnka styrk á langbylgjusending- um. Megn óánægja er innan sjó- mannastéttarinnar vegna málsins og hefur Helgi, fyrir hönd Vél- stjóraþings, sent áskorun til út- varpsráðs vegna málsins. Helgi kveðst vongóður um að ráðið taki málið fyrir á næsta fundi ráðsins. Hann segir útvarpið gegna mikil- vægu hlutverki á hafi úti og því geri vélstjórar kröfu um að stutt- bylgjusendingum verði komið á að nýju. „Sjómenn bíöa alltaf eftir frétt- unum og almennt er mikið hlustað á útvarp á hafi úti. Okkur finnst þessi krafa ekki ósanngjörn í ljósi þess að sjómenn borga sína skatta eins og aðrir - og eiga þvi fullan rétt á þjónustu,“ segir Helgi. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði nýverið í viðtali við DV að stuttbylgjusendingum hefði verið hætt í sparnaðarskyni en þær kostuðu á aðra milljón króna á ári. Hann sagði enn fremur að hann vonaðist til að skipafélögin, sem gerðu út farskip, myndu koma sér upp móttökubúnaði fyrir netsend- ingar. Stuttbylgjumálið verður að lík- indum tekið fyrir hjá útvarpsráði i næstu viku. Þór- unn Gestsdóttir, sem á sæti í út- varpsráði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, kvaðst í sam- tali við DV vera hlynnt endur- skoðun málsins og hún liti svo á að um tíma- bundna aðgerð hefði verið að ræða. Hún sagði lít- il viðbrögð hafa verið við niðurfell- ingu stuttbylgjunnar í sumar. For- stjóri Eimskips skrifaöi hins vegar útvarpsstjóra bréf í liðnum mán- uði þar sem hann mótmælti af- námi stuttbylgjusendinga fyrir hönd sjómanna. „Ég hef fullan skilning á þessari kröfu sjómanna og mun styöja að málið verði vakið upp að nýju. Mér finnst líklegt að ráðið kaUi eftir gögnum er varða kostnað við þess- ar sendingar. Það er hins vegar ekki nóg að hafa skilning á mál- inu, verðmiðinn verður að vera hagstæður," sagði Þórunn og úti- lokaði ekki að stuttbylgjusending- ar útvarps muni aftur hljóma á hafi úti. -aþ Helgi Laxdal. Forstjóri Ríkisspítala segir enn rúmt ár þangað til sameiningarferli spítalanna lýkur: Höfum skyldur við sjúklingana - gengis- og verðlagsútgjöld upp á 300 milljónir. Sameiningin mjög tæknilega flókið ferli Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítala - há- skólasjúkrahúss, segir vegna gagn- rýni Ríkisendur- skoðunar á fjár- mál spítalans að mál sjúkrahús- anna séu flóknari en svo að aðeins sé hægt að hugsa um fjárheimildir. Eins og DV greindi frá í gær er Landspítalinn í hópi fjölmargra rikisstofnana sem ítrekað fara fram úr fjárheim- iídum og átelur Rikisendurskoöun þingmenn fyrir að sinna ekki eftir- litshlutverki sínu. Rétt er þó að undirstrika að Ríkisendurskoðun fjallar ekki um sameiningarmál spitalans í skýrslu sinni og dregur Landspítalann ekki fram umfram aðrar sofnanir. „Spítalinn hefur fleiri skyldur en að virða fjárlögin. Við tökum á móti sjúklingum og höfum t.d. slysavakt allt áriö. Ég fagna því hins vegar að menn hyggist ræða hvað eigi að njóta forgangs í þess- ari heilbrigðisþjónustu," segir Magnús. Spurður um skýringar þess að spítalamir fari fram úr fjárheim- ildum segir Magnús aö í ár megi sem dæmi nefna að gengis- og verðlagsþróun hafi aukið útgjöld spítalans um 300 milljónir. Fleira kemur þó til, sbr. ófyrirséðan aukakostnað við sameiningu spít- alanna tveggja. Formaður fjárlaga- nefndar Alþingis sagði í DV í gær að sú vinna hefði reynst fjár- og tímafrekari en séð hefði verið fyr- ir og undir það tekur Magnús. „Það er alveg ljóst að menn sáu hvorki fyrir sér hvaða peninga þyrfti, né ýmsar hindranir sem upp hafa komið. Þetta er ein flókn- asta aðgerð sem hér hefur veriö gerð og tekur til margra og við- kvæmra hluta. Okkar hlutverk er að standa aö þessu án þess að það raski starfseminni og bitni á sjúk- lingum. Starfsmenn hafa verið ein- staklega skilningsríkir." Sameiningin er langt í frá í höfn en áætlanir miðast við að ferlinu verði lokiö eftir rúmt ár eða ára- mótin 2002-2003. Búið er að sam- eina æðaskurðlækningar og þvag- færaskurðlækningar og er afrakst- urinn að skila sér í faglega betri starfsemi en fyrr að sögn Magnús- ar. Verið er að skipuleggja hvar bráðamóttakan verður til húsa í framtíðinni og búið að ná sátt með- al lykilstarfsmanna um helstu framtíðaráætlanir. „Við höfum mjög þröngan húsakost en verðum að vinna eftir því,“ segir Magnús. -BÞ Vatnsfellsvirkjun: Eldur í túrbínu Túrbína eitt i Vatnsfellsvirkjun skemmdist í fyrradag þegar starfs- menn gangsettu hana án þess að los- að væri um bremsur. Eldur og mik- ill reykur gaus upp þegar aflvélin, sem er 45 megavatta, ofhitnaði og voru reykkafarar úr slökkviliði staðarins sendir inn til að stöðva vélina. Bjöm A. Harðarson, staðarverk- fræðingur Landsvirkjunar, segir óljóst hversu mikið tjónið er en ljóst sé að túrbínan hafi skemmst við at- vikið. Hreinsun og skoðun túrbín- unnar var ekki lokið í gær. Túrbínan var ræst í fyrsta sinn um miðjan þennan mánuð. „Við höfum verið mjög ánægðir með gang vélarinnar hingáð til. Það sem gerðist nú má rekja til óhapps í tölvustýrðu stjórnkerfi virkjunar- innar. Á þessu stigi vitum við ekki hversu langan tíma viðgerð mun taka,“ segir Björn. Túrbínan er önnur tveggja sem munu knýja Vatnsfellsvirkjun en ráðgert er að sú seinni verði ræst í desember. -aþ RÚV verði sjálfs- eignarstofnun Á miðstjórnar- fundi Framsóknar- flokksins í gær kom fram að flokksnefnd um málefni Ríkisút- varpsins undir for- ustu Einars Skúla- sonar telur að breyta eigi RÚV í sjálfseignarstofn- un. Nefndin vill að áhrif stjórnmálaflokka í útvarpsráði verði minnkuð um leið og stjórnin verði gerð virkari í stjóm rekstrar og dagskrár. í stjórninni verði þá fjöl- breyttari hópur fólks og meiri þver- skuröur af þjóðfélaginu. Nefndin sér fyrir sér að horfið verði frá inn- heimtu afnotagjalda og stofnuninni þess í stað fundinn taustari grund- völlur, t.d. með þjónustusamningi við ríkisvaldið. Sem kunnugt er hefur rikisstjómin ákveðið að setja málefni RÚV í sérstakan starfshóp stjórnar- flokkanna og sagði Halldór Ásgríms- son á fundinum í gær að þetta nefnd- arálit væri gott veganesti inn í það starf. -BG Veörið í kvöld Slydda eöa snjókoma Norðlæg átt 5-13 m/s og slydda eða snjókoma síödegis, en sunnan 8-13, rigning og 5 til 10 stiga hiti á Suðaustur- og Austurlandi. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK' AKÚREYRI Sólarlag í kvöld 16.03 15.33 Sólarupprás á morgun 10.28 10.28 Síödegisflóö 13.50 18.23 Ardegisflóö á morgun 02.32 07.05 Skýríngar á ve&urfáknum J^VINDÁTT 10V-HITI "^VINDSTVRKUR {fnetrtun i saklmdu N.fROST HBDSKÍRT O O o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKYJAÐ AtSKÝJAÐ v,. íí Ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA *W = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR /,h,i jjíi Allir á vetrardekk Vonandi eru allir bíleigendur búnir að gera farartæki sín klár fyrir vetraraksturinn því búast má viö éljagangi meö tilheyrandi hálku víöast hvar á landinu. Eljagangur NV strekkingur og snjókoma eða éljagangur á Noröurlandi en skýjaö meö köflum sunnan og vestan til. Frost 2 til 6 stig. ManudagU Vindur: 8-12 Hiti lur: ( -2° «1-7“ V«° Fremur hæg breytileg átt og él. Frost 2 til 7 stig á Vestfjöröum en annars hlti kringum frostmark. Þríöjiida^iir Vindur: ( 13-18 \ / Hiti-3° til-8° Ve NV 13-18 m/s og él, elnkum noröan tll. Frost 3 tll 8 stlg. Míóvíkut! Vindur; 6—12 m/s^** Hiti -5° til -9° Breytlleg átt, víöa léttskýjaö og talsvert frost. IggBTOli' ■ -■ AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR úrkoma I gr. 4 BOLUNGARVÍK haglél 4 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 5 KEFLAVÍK súld 4 RAUFARHÖFN skýjað 5 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI úrkoma í gr 4 BERGEN skýjaö -1 HELSINKI snjókoma -4 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 4 ÓSLÓ hálfskýjaö 3 STOKKHÓLMUR 0 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -1 ALGARVE léttskýjaö 19 AMSTERDAM skúr 5 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN skýjaö 4 CHICAGO alskýjaö 8 DUBLIN súld 9 HALIFAX skýjaö 0 FRANKFURT skýjaö 4 HAMBORG léttskýjaö 4 JAN MAYEN rigning 1 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG skýjaö 3 MALLORCA léttskýjað 16 MONTREAL heiöskírt 1 NARSSARSSUAQ snjókoma -2 NEWYORK skýjað 7 ORLANDO skýjað 16 PARÍS léttskýjað 7 VÍN skýjað 4 WASHINGTON heiðskírt -2 WINNIPEG þoka 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.