Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. DBSEMBER 2001 Helgarblað_______________________________________________________________________________________________ PV Hallgrímur Helga- son: Höfundur ís- lands. Magnað skáldverk, í senn grípandi raunsæ- issaga af mannleg- um örlögum og fræðileg úttekt á öldinni sem leið. Mál og menning. HOFUNDUR ÍSLANDS r m ISLAND í alddnna lás Ulugi Jökulsson: ísland í aldanna rás 1951-1975. Skipulegt og skemmtilegt yfirlits- rit um atburði og tíð- aranda þessara ára, byggt eins og annáll en með ítarlegum köflum um sér- stök efni. JPV útgáfa. Þorvaldur Þor- steinsson: Við fót- skör meistarans. Saga um sérkennileg- an leigusala og ennþá einkennilegri leigj- anda og hvemig óhugnaður getur magnast upp í hugskoti lesanda án marktækrar ástæðu. Bjartur. Steinunn Sigurðar- dóttir: Jöklaleikhús- ið. Við flytjum búferl- um til Papeyrar í þessari sögu og fylgj- umst með þvi þegar leikhús er byggt og Kir suberj agarðurinn settur upp. Meinleg og fyndin út- tekt á íslensku mannlífi. Mál og menning. Sigfús Bjartmarsson: Sólskinsrútan er sein í kvöld. Bók af því tagi sem er að fá nobelinn um þessar mundir. Óhugnanlegar og glettnar lýsingar á líf- inu í Rómönsku-Ameriku. Bjartur. Kynlrf Jólin eru tími gleöi, snertingar, tónlistar og hreinleika: Enginn snjór í Betlehem - jólasveinar eru aldrei í kirkjum Jólin eru tími gleði og hamingju. Hafirðu verið hamingjusamur það sem af er árinu þá skaltu verða enn hamingjusamari og hafirðu verið óhamingjusamur er eins gott að taka sig saman í andlitinu og breyta því. Þeir sem ekki eru hamingju- samir um jólin passa ekki inn í árs- tíðina. Þess vegna halda þeir sig innandyra, fjarri mannþröng moll- anna og Laugavegarins. Fyrir ári var ég staddur í Kaup- mannahöfn í aðdraganda jólanna og frá hefðbundinni göngu um Strikið er mér minnisstæðastur gamall maður sem var klæddur í kjól, í net- sokkabuxum og kvenlegum skóm. Andlit hans hafði kannski einhvern tímann verið fagurlega málað og snyrt en karlmannleg tár höfðu rutt öllum fegrunarvörum niður kinn- amar eftir gilskorningum aldursins og ofan í hálsakot. Hann minnti mig um margt á litlu stúlkuna með eld- spýtumar sem mætti örlögum sín- um á jólanótt í frægri sögu HáSé Andersen. Kannski er maðurinn dáinn núna. Kannski dó hann á jólanótt 2000 í einhverri hliðargötu Striksins. Kannski er þetta full bölsýnt svona á aðventunni. Ekkert kynferðislegt Jólin eru tími snertingar við ann- að fólk. íslendingum reynist oft erfitt að snerta hver annan nema undir hektískum áhrifum áfengis en á stórhátíðum tilheyrir að taka í hendur þeirra sem maður mætir og gerast jafnvel svo kræfur að smella kossi á kinn eða, ef jólastuðið er yf- irþyrmandi, minnast við sína nán- ustu. Allt miðar jólastússið að því að gera okkur aðlaðandi. Þess vegna eru jólin mikilvægur hluti af upp- byggingu sjálfsmyndarinnar. Við erum flest ofboðslega fín um jólin. Og fínheitin eru annars eðlis en við flest önnur tækifæri. Við klæðumst helst glæsilegum og upphöfnum klæðnaöi sem er jafnan fjarri því að vera kynferðislegur, enda lítið kyn- ferðislegt við jólin sem slík, þótt þau tengist fæðingu. Reyndar óvenjulegri fæðingu því blessaður drengurinn var eingetinn. Eins og jólatré Jólin eru timi snertingar við nátt- úruna. íslendingar hafa lengst af veru sinni á þessu landi búið undir torfþökum í húsum sem voru grafín ofan í jörðina. Þannig skipti í raun litlu hvort menn voru lifandi eða dánir; grasið var alltaf yfir höfðinu á þeim en sjaldnast undir. íslend- ingar voru í mikilli snertingu við náttúruna en þó ekki sérlega vin- veittir henni þar sem hún var hörð, köld og sérvitur varðandi veðráttu og birtu. Eftir að íslendingar kynnt- ust steinsteypu og bárujámi hafa samskipti þeirra við náttúruna far- ið minnkandi í sama hlutfalli og virðing þeirra fyrir henni hefur vaxið. Nú þykir þaö fínt að fara á fjöll um hávetur; nokkuð sem Reynistaðabræður, Fjalla-Eyvindur og Halla hefðu ekki tekið undir. Um jólin kemur náttúran inn á heimili fólks í gervi jólatrésins. Áður fyrr gengu bændur á heiðar og leituðu að eini sem síðan var bund- inn á spýtur og úr varð nokkuð sem minnti á jólatré, sérstaklega ef menn höfðu aldrei séð jólatré áður. í borgarsamfélaginu er snertingin við jólatréð nærri því að vera nátt- úrleg upplifun fyrir börn sem hreyfa sig sjaldan eða aldrei af mal- bikinu. Nostalgiskt minningaflæöi Jólin eru tími einkennilegrar tón- listar. Raunar skiptist jólatónlist í tvennt eins og margt sem einkennir jólin. Annars vegar er það „gleði- gleði“ hlutinn (á birtingarmynd sína meðal annars í fjöllita músa- stigum og jólalaginu Jólahjól) og hins vegar „heilagiheilagi" hlutinn (á birtingarmynd sína meðal annars í fogrum og hógværum likneskjum af jötunni og nágrenni og jólasálm- inum Hátíð fer að höndum ein). Fullyrða má að mikið af þeirri tónlist sem við látum yfír okkur ganga um jólin myndum við aldrei líða á öðrum árstímum. Blandast þar saman nostalgískt minninga- flæði sem tengist lögunum og stutt- a’-á : l:. ;iy. >• t Er hægt að mennta sig í kynfræðum - öðruvísi en að vera lostinn eldingu? ur spilunartími. Það að jólalögin eru aðeins spiluð I desember gerir það að verkum að það tekur 200-300 ár að komast að því hvort jólalög eru klassísk. Margir hafa velt því fyrir sér hvað gerir lag að jólalagi. Jóna ingibjörg Jónsdóttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegilinn Síðan ég lauk námi i kynfræðum frá Pennsylvaniuháskóla árið 1988 hafa af og til dúkkað upp einstak- lingar hérlendis sem titla sig óhikað kynfræðinga, kynlífsfræðara eða kynlífsráðgjafa án þess að hafa lok- ið því sem talin er tilskilin mennt- un, a.m.k. erlendis. Því datt mér í hug að kynna menntunarmöguleika í kynfræðinni á háskólastigi en sem stendur veröur að leita út fyrir landsteinana til að komast í slikt nám. Rýrir oröspor kynfræöinnar Titlaskreytingar þeirra sem eru sjálfmenntaðir „kynfræðingar" rýra veg kynfræðinnar og alla faglega þróun og gildir einu hvort maður hefur skroppið á nokkurra vikna námskeið erlendis í kynfræðum - það gerir mann ekki að kynlífsfræð- ara, kynlífsráðgjafa - eða þerapista sem allt teljast kynfræðingar. Ekki frekar en aö vera hjúkrunarfræð- ingur og hafa skipulagt námskeið hérlendis þar sem umræðuefnið er tengt kynlífi á einhvern hátt. Ef ég beiti sömu rökum við titlaskreyting- ar og sumir hjúkrunarkollegar mín- ir (því miður) sem af og til skreyta sig með starfsheitum kynfræðinnar gæti ég kallað mig geðhjúkrunar- fræðing eða jafnvel geðlækni en ég læt þaö vera - einfaldlega af því ég hef ekki lokið tilskildu námi og starfsheitin eru einnig lögvernduð. Ég hef tekið þátt í ótal námskeiðum sem koma inn á svið geðhjúkrunar, svo sem þriggja mánaða kúrs i geð- hjúkrun, námskeiðum í hugrænni atferlismeöferð og persónuleika- röskunum, en þátttaka í einu eða fleirum þessara námskeiða gerir mig samt ekki að geðhjúkrunar- fræðingi. Og þótt ég hafi líka lokið tveggja ára námi í sálfræðilegri meðferð (psykoterapi) titla ég mig heldur ekki klínískan sálfræðing. Starfsheitið kynfræðingur er nefni- lega ekki lögverndað starfsheiti, enn sem komið er og því getur hver sem er kallað sig kynfræðing hér- lendis. Gjörið bara svo vel! Kynfræöin er ung fræðigrein Árið 1974 gaf Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin út veglega skýrslu um menntun heilbrigðisstétta í kyn- fræðum (Education and Treatment in Human Sexuality; The Training of Health Professionals). í skýrsl- unni komu fram ýmsar gagnlegar ábendingar sem ætlað var að efla framgang kynfræðinnar (sexology) í fræðslu, meðferð og rannsóknum. Hvemig hefur svo til tekist og hver eru næstu skref? Á síðasta ári sett- ust menn aftur niður, m.a. til að svara þessum spurningum, og gáfu út nýja skýrslu. Þetta er viðamikil skýrsla en mig langar að tæpa á því sem kemur fram um menntun heil- brigðisstétta í kynfræðum og áhuga- samir geta kynnt sér skýrsluna í heild sinni á vefslóðinni www.paho.org/Eng- lish/HCP/HCA/PromotionSexu- alHealth.pdf Kynfræöingur í fræðslu, klíník eöa rannsóknum? Það er hægt að mennta sig í kyn- fræðum á þremur sviðum: í kyn- fræðslu (sexuality education), klínískri kynfræði (clinical sexology), sem lýtur að ráðgjöf og meðferð, og loks rannsóknum i kyn- fræði (research sexology). Allir sem mennta sig í kynfræðum geta nefnt sig kynfræðinga (sexologists) en sem kynfræðingur er maður ýmist kynlífsfræðarir (sexuality ed- ucator), klínískur kynfræðingur (cl- inical sexologist) eða rannsóknar- kynfræðingur (research sexologist). Þeir sem sérhæfa sig í kyn- fræðslu verða að tileinka sér ákveð- inn þekkingargrunn, læra námskrárgerð í kynfræðslu, þekkja eigin viðhorf til kynferðismála m.a. svo þeir geti lært að virða ólík við- horf folks í þeim efnum og loks verða kynlífsfræðarar að þekkja helstu áhyggjuefni og vanda í kyn- lífi svo þeir geti vísað á viðeigandi meðferðaraðila. Starfsmöguleikar eru æði fjölbreyttir og ým- ist innan hins opinbera í heilbrigðis- og skólakerfínu eða meðal almennings, ekki síst ungs fólks. Síðan ég útskrifaðist sem kyn- fræöingur, nánar tiltekið sem kynlífsfræðari (sexu- ality educator), hef ég m.a. unnið að forvömum á sviði alnæmis fyrir hið opin- bera, tekið þátt í að skipu- leggja fyrstu könnun á kyn- hegðun meðal landsmanna, samið námsefni fyrir ólíka hópa og stundað kennslu bæði innan skólakerfisins og meðal almennings. Kyn- fræðingar sem starfa við klínísk störf sinna m.a. kynlífsvanda (sexual dys- function), vandamálum tengdum óvissu með kyní- myndina (gender identity syndromes) og meðferð vegna kynferðislegrar mis- notkunar og ofbeldis (sexu- al abuse and violence). Klinískir kynfræðingar eða kynlífsráðgjafar - eða þerapistar ööru nafni - verða að grunni til að læra það sama og kynlífsfræðarar en þar að auki fer mikill hluti námsins í að tileinka sér þekkingu á sálarlífi fólks, kynlífsvanda og meðferð. Kynfræðingar sem vinna á rann- sóknarsviðinu hafa sérhæft sig í að byggja upp þekkingu á kynlífi. Til að þeir geti það verða þeir að læra rækilega alla þá aðferðafræði sem kemur að sem mestu gagni viö aö rannsaka hið flókna fyrirbæri á borð við kynlíf. Það segir sig sjálft að það er reginmunur á að kanna sálarlíf, viðhorf, þekkingu og atferli hvað viðkemur kynlifi en t.d. eigin- leika kopars, málhelti eða innreið danskra og þýskra jólahefða á ís- landi. Kynfræðiklíník Á kynfræðiklíníkinni (sexologisk klinik) á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn starfar teymi fagfólks, m.a. úr ólíkum heilbrigðisstéttum. Á kynfræðikliníkinni fer fram með- ferð kynlífsvandamála, fræðsla og rannsóknir. Eitt af stærri verkefn- um teymisins undanfarin ár hefur verið að byggja upp meðferð kyn- ferðisafbrotamanna í Danmörku en það hefur sýnt sig að spara bæði umtalsverða íjármuni í heilbrigðis- kerfinu og fyrirbyggja ný kynferðis- afbrot. Hérlendis er ekki starfrækt nein samsvarandi klíník og ekki eru horfur á því í nánustu framtíð. Hér er hver að krukka í sínu horni og lítið ber á samstarfi hinna ólíku aðila sem sinna málefnum klíníska þáttarins í kynfræðinni. Má þar nefna þá sem sinna kynlífsvanda- málum og hina sem koma að með- ferðarúrræðum vegna kynferðis- legrar misnotkunar. íslenska menntunarleföin Hægt er aö mennta sig í kynfræð- um á háskólastigi bæði í Evrópu, á Norðurlöndunum (aðallega í Sví- þjóð og Danmörku) svo og í Banda- ríkjunum. Skal ég fúslega benda áhugasömum á hvar er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt nám. En ef maður vill spara sér háar námsskuldir hjá LÍN er auðvitað hægt að standa fyrir námskeiði um kynlíf eða bíða eftir að fá eldingu í hausinn og þá er maður orðinn kyn- fræðingur. Alla vega virðist það vera fræðilegur möguleiki á íslandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.