Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 51
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 59 DV Helgarblað Fjaðrafok úr kvenlögreglunni hefðu einfald- lega komið og rætt málið við hana. Engin slagsmál hefðu átt sér staö. Sama sagði Auður Eir í samtali við Morgunblaðið 21. október en Marjun hefði verið „mjög vanstillt, grét mikið og átti i miklu stríði". Skömmu síðar gafst Marjun upp og féllst á að senda bam sitt til Fær- eyja. Hún sagði að móðir sín hefði lofað að taka barnið að sér en er það kom til Færeyja var því fljótlega komið fyrir á barnaheimili. Marjun hélt því fram í viðtalinu í Þjóðviij- anum að hún hefði ekki fengið að kveðja barn sitt heldur hefði sér verið gefin tafla sem olli því að hún svaf allan þann dag er barnið var flutt á brott. Þessu hafnaði Anna Oona algerlega og kvað hana víst hafa kvatt barn sitt. Strauk af Bjargi Eftir að Marjun frétti að bamið væri komið á barnaheimili strauk hún af Bjargi og heim til móðursyst- ur sinnar sem búsett var á íslandi. í viðtalinu i Þjóðviljanum sagði: „Þar fann kvenlögreglan hana og í refs- ingarskyni var hún lokuð inni í her- bergi sínu í náttfötum einum klæða, mátti ekki tala við neina af hinum stúlkunum og enginn talaði við hana nema þegar henni var færður matur eða hún þurfti að fara á sal- erni.“ Hún sagði að sér hefði að lok- um tekist að strjúka úr þessari prís- und en fljótlega náðst aftur og þá verið flutt á upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. „Þama átti Marjun að vera í algerri einangrun um viku- tíma til refsingar, í herbergi með einu járnrúmi og læstum dyrum og glugga. En forstöðukonan þarna sá aumur á henni og var ekki eins ströng og fyrir var lagt.“ Hún var síðan flutt aftur að Bjargi og var þar þangað til í októ- ber 1967 að hún strauk og sagði sögu sína í Þjóðviljanum og Tíman- um. Fyrirsögn Þjóðviljans segir alla söguna um tón fréttaflutningsins: „Ríkisstyrkt uppeldisheimili í hönd- um ofsatrúarflokks" - Viststúlkum refsað með barsmíðum og einangr- un - „neyddar til trúarathafna" - ófagrar lýsingar færeyskrar stúlku á skólaheimilinu Bjargi á Seltjarn- arnesi." Lögreglan rannsakar málið í Morgunblaðinu var fjallað um málið með öðrum hætti. Þar var öll áhersla lögð á að leyfa starfsfólki á Bjargi og Auði Eir Vilhjálmsdóttur að svara hinum alvarlegu ásökun- um sem bomar höfðu verið fram. Hinn 21. október var til dæmis ítar- legt viðtal við Önnu Oonu Hansen í blaðinu og var það tekið á skrifstofu hennar á Bjargi en „allan tímann mátti heyra háværar athugasemdir frá stúlkunum sem voru í setustof- unni þar skammt frá“. Er skemmst frá því að segja að Anna Oona neit- aði öllum ásökunum um að Marjun Gray hefði verið beitt harðræði, þar á meðal að hún hefði ekki fengið að kveðja bamið sitt. Eftir að Marjun strauk af Bjargi fór stjórn heimilisins fram á rann- sókn lögreglu á hvarfi hennar og eftir að málið komst í hámæli var óhjákvæmilegt að öll starfsemin á Bjargi yrði rannsökuð. Heimilið var því leyst upp og þeim fáu stúlkum sem þar voru þá eftir var komið fyr- ir annars staðar. Um einstakar ásakanir Marjunar Gray og annarra stúlkna á hendur starfsfólki á Bjargi verður fátt sagt svo óyggjandi megi teljast. Öllum þeim ásökunum var afdráttarlaust hafnað af öllum þeim sem viðriðnir voru reksturinn á Bjargi, þótt starfsfólk viðurkenndi að stundum hefði ýmislegt gengið á, enda sumar stúlkurnar erfiðar viðfangs. Hefði sú einkum verið raunin fyrst eftir að þær komu aö Bjargi en flestar hefðu róast meðan á dvölinni þar stóð. Auður Eir mun hafa viljað að Hjálpræðisherinn færi í meiðyrða- mál eftir að blaðaskrif hófust um Bjarg en yfirmaður Hersins á Norð- urlöndum hafnaði því og kvað slík- an málarekstur ekki við hæfi. Úlfaldi úr mýflugu Vafalitið hafa Marjun og hinar stúlkumar oft gert úlfalda úr mýflugu í vandræðum sinum og Þegar Bjargsmálið stóð sem hæst skrifuðu blöðin mikið um málið og sýndist sitt hverjum. Fór ekki hjá því að flokkapólitík blandaðist þar inn í eins og í öll önnur mál á ís- landi um þær mundir og dró um- fjöllun blaðanna dám af því. Gísli Gunnarsson, sem aðstoðaði Marjun Gray við að komast af heimilinu, var virkur félagi í Alþýðubandalag- inu og sem slíkur var hann gerður tortryggilegur af fulltrúum stjómar- flokkanna sem töldu hann einungis vilja nota málið til að koma höggi á ríkisstjórnarflokkana. Ljóst er af blöðunum að þau tóku afstöðu til deilnanna um Bjarg eftir flokkspólitískum línum; Þjóðviljinn og Tíminn gagnrýndu starfsemina harkalega en Alþýðublaðið og Morg- unblaðið snerust til varnar. í Morg- unblaðinu var til dæmis birt gagn- rýnislítið viðtal við forstöðukonuna á Bjargi þar sem því er lýst hvað eft- ir annað hversu stúlkurnar, sem fylgdust með viðtalinu, hefðu hegð- að sér dólgslega. Síðan birti Morg- unblaðiö helst fréttir sem komu for- ráðamönnum heimilisins á Bjargi vel en sniðgekk aðrar að mestu. Seinna bindið komið Þetta er forsíöa seinna bindis ís- lands í atdanna rás eftir llluga Jök- ulsson en þaö er JPV-útgáfan sem gefur út. í ljósi þessa kom nokkuð á óvart þegar ritstjóri Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, skrifaði leik- rit sem augljóslega var byggt á Bjargsmálinu og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1969. Leikritið birti harða gagnrýni á alla tilhögun á heimilinu. Aðalpersóna verksins er stúlka sem flutt er á stúlknahæli og sætir þar hinni verstu meðferð, kúgun, áreitni og barsmíðum. Leikrit Matthíasar hét Fjaðrafok og reyndist réttnefni því það olli miklu fjaðrafoki. Áður en það var frumsýnt höfðu ættingjar Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur hótað lög- banni ef því yrði ekki breytt. Matth- ías gekk að því og dró úr „svæsn- ustu“ lýsingum sínum á ástandinu á stúlknahælinu í leikritinu, en jafnvel sú „rnilda" útgáfa sem síðan var frumsýnd varð tilefni mikilla deilna. túlkað sérhverja andspyrnu starfs- fólks á Bjargi sem argasta ofbeldi og kúgun, ekki síst eftir að þær upp- götvuðu að fólk var tilbúið að hlusta. Hitt virðist þó jafn ljóst að rekstur heimilisins var, þrátt fyrir nafnið, ekki á nógu traustu bjargi byggður. Starfsfólk var ekki vand- anum vaxið til langframa, staða heimilisins var alltof óljós og sú áhersla á trúarlegt 'uppeldi sem þar fór fram olli tortryggni. Sagt er að blöð á íslandi hafi sjaldan selst betur en meðan Bjargs- málið stóð sem hæst. Fannst mörg- um eftir á að Hjálpræðisherinn hefði legið undir ómaklegu ámæli, jafnvel ýmsum þeirra sem viður- kenndu að sitthvað hefði mátt betur fara á Bjargi. Blandaðist þar margt inn í, ekki síst stjómmál, og voru ríkisstjómarflokkarnir sakaðir mn Það sem olli mestu fjaðrafoki - og lögbannshótun - voru atriði þar sem stúlkan verður fyrir kynferðis- legri áreitni starfsmanna á því hæli sem hún er flutt á en starfsmennirn- ir eru allir konur. Kynferöisleg áreitni var ekki mikið í sviðsljósinu á þeim árum, allra síst af lesbískum toga, og voru ásakanir um slíkt litn- ar mjög alvarlegum augum en Matthías hafði fyrir sér skýrslur lögreglunnar um yfirheyrslur yfir stúlkunum á Bjargi. Þar héldu nokkrar stúlknanna því fram að sumar starfskvennanna hefðu átt til að sýna sér óeðlilega mikil blíðuhót, einkum er þær voru kysstar góða nótt á kvöldin. Ekki verður af lögregluskýrslun- um dregin nein afgerandi ályktun um hvort þarna hafi verið eitthvaö óeðlilegt á ferð en ásakanirnar komu að minnsta kosti eingöngu fram í garð norsku starfskvenn- anna, ekki íslendinganna sem af- skipti höfðu af stúlkunum. Stúlk- urnar á Bjargi endurtóku líka marg- ar sömu söguna um að komið hefði verið að tveimur norsku kvennanna nöktum uppi i rúmi um miðjan dag en þær áttu þá ýmist að hafa haldiö því fram að þær væru að læra ís- lensku eða lesa Biblíuna. í leikriti Matthíasar eru hins vegar allar gæslukonurnar íslenskar og undir sömu sök seldar. Ekki var tekin nein afstaða til þess af lögreglunni hvort ásakanir um kynferðislega áreitni ættu við rök að styðjast. Virðast fullyrðing- ar stúlknanna um þetta raunar fremur lausbeislaðar og ekki fram- fylgt af mikilli sannfæringu eöa djúpum sárindum. En þessu gerði Matthías býsna mikið úr í leikriti sínu þótt hann drægi nokkuð í land eftir að hótunin um lögbann var sett fram. Það er svo aftur enn til marks um hina niðumjörvuðu flokkapóli- tík sem öll umræða á íslandi sat föst i að þótt Matthías tæki í leik- riti sínu í raun undir flestar þær fullyrðingar sem til dæmis Þjóð- viljinn hafði áður sett fram um reksturinn á Bjargi dugði það hon- um engan veginn til að leikritiö hlyti náð fyrir augum vinstri- manna. Leikritið hlaut reyndar slæma dóma í sjálfu sér en Matthí- as var líka gagnrýndur fyrir sjálft umfjöllunarefnið. Hann skrifaði síðar: „[Sjíðasta árásin á mig ... var gerð í Austra Þjóðviljans nokkrum mánuðum eftir að hætt var að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu. í sama blaði var mér likt við Frankó, einræðisherra Spánar, í umræðum um verkið, svo broslegt sem það var ... Engin samúð komst að með persónum verksins fyrir þessum hamagangi. Efni verksins og örlög stúlkunnar voru þó sótt í íslenzkt þjóðfélag. Síöan hefur mér þótt skinhelgi ein- kenna þá „félagshyggjumenn" ýmsa, sem þykjast vilja breyta þjóðfélaginu. En ritstjóri Morgun- blaðsins átti a.m.k. ekki að eiga að- ild að slíkri breytingu, hvað sem skáldið sagði! Fýrir bragðið gat ekki verið nein þjóðfélagsgagnrýni i Fjaðrafoki!“ að hylma yfir með óhæfum stjórn- endum Bjargs vegna þess að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra var fóðurbróðir Auðar Eirar Vilhjálms- dóttur og hafði átt mikinn þátt í því að heimilið komst á laggirnar. Gagnrýnendur heimilisins voru á hinn bóginn sakaðir um að nota sér málið í pólitískum tilgangi. Upp úr miðjum nóvember hafði rannsóknarlögreglan lokið yfir- heyrslum í málinu og sendi það til ríkissaksóknara til frekari meðferð- ar ef ástæða þætti til. Saksóknari virðist hafa tekið sér mjög góðan tíma til að hugsa ráð sitt því það var ekki fyrr en ári síðar sem yfir- lýsing kom frá honum um að ekki væri grundvöllur fyrir frekari að- gerðum í málinu. (milllfyrirsagnir eru blaðsins) i Q)a/j irr/fs crm Mikið úrval af glæsilegum náttkjólum og náttfötum, silkitoppar Ii °g bolir. Innigallar og sloppar. Jólagjöf fyrir allar dömur er hjá okkur. rrffry/?/fr DAMAN k 1. .w. Sendum í póstkröfu. Dodge Durango SLT+ árg. 1999 til sölu, ekinn aðeins 17 þús. km, hvítur, leðurinnréttingar, allt rafdrifið, álfelgur, aksturstölva. Einn með öllu. Upplýsingar í síma 695 1787. Ertu með starfsemi erlendis? Viltu ORUGGT netsamband allan sólarhringinn? Við höfum lausnina fyrir þig. Sítengt, öruggt og óháð gagnasamband um gervihnött, hvar sem er, hvenær sem er. lOsat ehf. Borgartúnf 31 ■ 105 Reykjavfk Simí: 561 9600 ■ Fax: 561 9610 iosat@iosat.net ■ www.iosat.net IOsat.net DV Okeypis smáaugiýsingar! ►I Gefins -alltaf á miðvikudögum ►I Tapaö - fundiö -alltaf á þriðjudögum Smáauglýsingar DV 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSIIVIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.