Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Qupperneq 52
60 Tilvera LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Akureyri - skrifstofuhúsnasði óskast Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu u.þ.b. 150-160 ferm skrifstofuhúsnæði á Akureyri. Gott aðgengi áskilið. Tilboð, er greini frá ástandi, staðsetningu, bílastæði, leiguverði og áætluðum afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 19. desember. Fjármálaráðuneytið 4. desember 2001 Efhún er ekki inni skaiég hundur heita! Flytjendur á disknum eru meöal annarra: Védís Hervör, Rakel Sif. Þorvaldur Dauíð og Heiða, söngkona URL ÖLL VINS/ELUSTU LÖGIN ÚR SÖNGLEIK ÁRSINS L0KSINS K0MIN ÚT Á GEISLADISK í TAKMÖRKUDU UPPLAGI ár fyrir unga sem aldna einnig vel í skóinn :) Jólagjöfin í ...passar Teflt í Moskvu í heimsmeistarakeppni FIDE í Moskvu er barist til síðasta blóð- dropa og í dag hefjast fjögurra manna úrslit. Indverjinn Anand varð fyrstur til að tryggja sig áfram - vann Shirov 11/2—1/2. Hinum ein- vígjunum lauk öllum með jafntefli og fóru í bráðabana. Bæði eru menn þreyttir og svo taka þeir ekki of mikla áhættu. Það er meira treyst á að andstæðingurinn leiki af sér í bráðabananum eða, eins og Tarta- kower sálugi orðaði það: „Sá vinnur skák sem leikur næstsíðasta af- leiknum"! Hvernig þeim atgangi lyktaði náum við ekki að birta fyrr en eftir helgi! Boris Gelfand - Peter Svidler, 1/2—1/2. Ruslan Ponomariov - Evgení Bareev, 1/2—1/2. Joel Lautier - Vassilí Ivantsjúk, 1/2—1/2. Sýningareinvígi heimsmeistaranna! Það er austur í Moskvu sem hlut- irnir gerast i skákinni og gerast ekki. Þeir Kasparov og Kramnik gerðu 4 tíðindalaus jafntefli, þar af 3 stórmeistarajafntefli, í undir 20 leikjum í einvígi sínu. Einvíginu er skipt í 3 hluta: kappskákir sem nú er lokið, atskákir, 6 talsins, sem hófust í gær, og hraðskákir sem hefjast á sunnudag. Ekki er þetta mjög skemmtileg uppákoma. Þeir fengu greidda um 1000 dollara á leik í kappskákunum og fór meginhluti verðlaunafjárins í þær. Nú geta þeir fariö að leika sér - annar vinnur atið og hinn hraðskákirnar. 750.000 dollurum hefur einhvern timann verið betur varið! Það er alltaf hægt að treysta því að ýmislegt skemmtilegt gerist þeg- ar þessir herramenn eiga í hlut! Hvítt: Vishy Anand (2770) Svart: Alexei Shirov (2706) Petroff-vörn. Moskvu (5.1), 6.12. 2001 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0- 0 Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Be6 11. Re5 c5 Nýjasta nýtt í Petroff, eða rúss- nesku vöminni eins og hún heitir á mörgum tungumálum. Þetta er eins og spánski leikurinn sem heitir Ruy Lopez eftir upphafsmanni sínum í spænsku og enskumælandi löndum. Lettinn Shirov, sem nú er orðinn spænskur ríkisborgari, teflir Petroff að jafnaði, líkt og Jón Viktor Gunn- arsson hér heima. Ungu mönnunum hefur tekist að blása lífi í þessa byrj- un sem eitt sinn þótti hið mesta jafnteflisvopn. Anand nær nú frum- kvæðinu og sleppir því ekki. 12. Rxe4 dxe4 13. d5 Bc8 14. a3 Ra6 15. Dc2 f6 16. Rg4 Dd6 Svartur virðist hafa komið ár sinni þokka- lega fyrir borð og útlit er fyrir snarpan bardaga. Það er aðeins riddarinn svarti sem er aðeins úti á þekju. 17. f3 f5 18. Rf2 Bf6 19. fxe4 Be5 20. h3 Bd4 Svartur hefur nú uppi ýmsa til- burði og Anand sýnir hér að hann þekkir andstæðing sinn vel. Enda tefldu þeir einvígi i Teheran í íran rétt fyrir jólin í fyrra um heims- meistaratitil FIDE. Hann gefur nú peðið aftur fyrir lítið frumkvæði; veit sem er að Shirov verður aö hafa frumkvæði til að geta teflt. F- línunni er líka kirfUega lokað í bili. 21. e5 Dxe5 22. Khl Bd7 23. Rd3 Ba4! 24. Dxa4 Dxe2 25. Hf3 Hae8 26. Bf4 h6 AUt hangir þetta ágæt- lega saman hjá Anand og Shirov á i vandræöum með að slá ryki í augu hans. Takið eftir hvíta riddaranum sem nú kemur aldeilis til skjalanna. 27. Bd6 Hf6 28. Rf4 De4 29. Re6 Riddarinn hugumprúði stöðvar allt samstarf svörtu mannanna og hrókurinn á e8 er valdlaus. Það er ekki nema eitt úrræði eftir og það lítur reyndar ekki iUa út! Skipta- munsfórn er oft aðalsmerki. 29. - Hexe6 30. dxe6 Dxe6 31. Bg3 Bxb2 32. Hel Df7 33. Bh4! He6? Eina leiðin er að leika 33. ng5. Svartur sleppur ekki við endataflið nema ef hvítur vUl og meö þessum uppskipt- um auöveldar Shirov andstæðingi sínum taflið og Anand fer í mát- sókn. 34. Hxe6 Dxe6 35. Dc2! Bd4 36. Dxf5 Dxc4 37. Kh2 De2 38. Bg3 Ddl. Það má alltaf reyna að máta! 39. Hfl Db3 40. De4 Db5 41. De6+ Kh7 42. Df5+ Kg8 43. Dc8+ Kh7 44. HfB 1-0 Hvítur hótar nú 45. Hh8+ Kg6 46. Dg4+ með skelfilegum afleiðingum. Ef 44. - c4 þá missir biskupinn á d4 fótfestuna. Ekkert hægt að gera - vel telft hjá Anand sem verður aö teljast sigurstranglegastur. Tveir Úkrainumenn komust í 8 manna úrslitin, unglingurinn óstýrUáti Ponomariov og hinn reynslumikli ívantsjúk. ívantsjúk hefur teflt eins og engiU - hans veik- leiki eru bráðabanarnir og þá er allt annað upp á teningnum. Stundum teflir hann þá vel og skynsamlega, stundum hörmulega. Ég held að hann hafi ekkert i Anand að gera en hér sjáum við skák i hæsta gæða- flokki frá hans hendi. Hvítt: Vassilí ívantsjúk (2731) Svart: Jiangchuan Ye (2681) Kóngs-indversk vörn. Moskvu (4.1), 03.11. 2001 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Rf3 0-0 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 a5 10. Ba3 b6 11. bxa5 Hxa5 Það er eins og kin- verski skákskólinn leggi mikla áherslu á þessa flóknu og skemmti- legu byrjun. En þeir í landi því sem DV Vishy Anand og Alexei Shirov að tafli í Moskvu. eitt sinn hét Sovétríkin hafa rann- sakað og teflt hana í marga áratugi. ívantsjúk frá Úkraínu hefur fengið sinn skerf af kunnáttu um kóngs- indverjann! 12. Bb4 Ha8 13. a4 He8 14. Dd3!? Skemmtilegur leikur sem villir fyrir svörtum. Hann fer eðlilega með riddarann til d7 og þá hörfar hvíta drottningin þangað sem hún ætlaði í raun og veru. Kín- verjar hafa lært það sem er rétt að það á ekki að leika mönnunum til baka! 14. - Rd7 15. Dbl Bh6 16. a5 Rc5 17. axb6 Hxal 18. Dxal cxb6 Staka peðið stingur dálítið í augun en það er ekki það sem ívantsjúk ætlar að ráðast á! 19. Hbl Dc7 20. Rb5 Dd8 Góður skilningur á stöðutafl- mennsku (“strategíu") er nauðsyn- legur. Hvítur stöðvar sóknartilburði svarts á kóngsvæng með innrás á fyrst a- og b-línunum og síðan á 7. og 8. reitaröðunum. Snilldin stóra! 21. Bxc5! bxc5 22. Da7 Bg4 23. h3 Rc8 24. Db8 Bxf3 25. Bxf3 Bg5 26. Hal h5. Hvítur stendur betur og herðir nú takið. Peðið á d6 er veikleiki, Ridd- arinn á c8 stendur illa og hrókur svarts er frekar leiðinlegur en ekki hrókur alls fagnaðar eins og kollegi hans í hvíta innrásarliðinu. En Kín- verjinn heldur sér fast: hvemig er hægt að brjóta vamirnar á bak aft- ur? 27. Ha6 Be7 28. Hc6! Hf8 29. Hc7! Bg5 30. Db7 Bd2 31. h4! Ba5 32. Hc6 Bel Hvíta drottningin er á leiðinni til b8 og peðið á d6 fellur. Nú eru góð ráð dýr! 33. g3 Da5 Lokatilraunin: Allt hvíta liðið er í sókn og þá má senda öfluga sveit inn fyrir víglínuna og treysta á guð og lukkuna. En ívantsjúk hafði séð fyrir því! 34. Kfl! Dd2 35. Be2 Allt hangir nú saman hjá hvítum og hvað á að gera við riddarann sem tók þátt í skrúfstykkinu, svo ekki sé minnst á guðsmanninn!? Framtíð þeirra er engin, þeim er fórnað og síðan gefist upp. Austurlensk undir- gefni? Nei, ráðleysi, enda duggan komin í strand. 35. - Re7 36. Dxe7 Bxf2 37. Kxf2. 1-0.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.