Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 22
Helcfarblað 13 V LAUGAROAGUR 15. JÚNf 2002 Nægur Það kom dálítið á óvart þeqar það varð Ijóst að Þorsteinn J. myndi sjá um þáttinn HM 4- 4-2 með Snorra Má Skúlasyni. Þorsteinn hefur hingað til fremur verið tengdur við Ijóðrænni hliðar mannlífsins og hversdaqs- ins eða þá manneskjulegan töffaraskapinn sem verður best lýst með spurningunni Er þetta lokasvar? í Viltu vinna milljón. „Á ÞESSU ER MJÖG EINFÖLD SKÝRING," segir Þor- steinn, „ég spilaði fótbolta með Ármanni og Fram og hef því lágmarksþekkingu á knattspyrnu. Fyrst og fremst langaði mig að búa til þátt sem væri þjónusta við áhorf- endur. Á hverjum degi reynum við Snorri Már og Þór Freysson upptökustjóri að fanga stemninguna i keppn- inni og koma henni í kassann." Yfirleitt er þvi þannig farið að íþróttafréttamenn fjalla um íþróttir og tala þá oft við íþróttamenn. Hvorki Þor- steinn né Snorri Már eru með próf frá íþróttakennara- skor Kennaraháskólans og oftar en ekki er fólkið sem mætir til þeirra í útsendingu þekkt fyrir flest annað en íþróttir. Bragi Ólafsson skáld var gestur þáttarins í vik- unni og Svavar Öm hárgreiðslumeistari ræddi af mikilli þekkingu um hárgreiðslu leikmanna í keppninni. Þor- steinn segir að mót eins og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu snúist ekki bara um þekkingu á íþróttinni. „Fólk sem hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta lifir sig inn í stemninguna og finnst gaman að fylgjast með keppninni. Það þarf ekki að vera lykilatriöi hvað mark- vörður Argentínu er gamall eða með hvaöa liði hann spilar. HM er listahátíð út af fyrir sig,“ segir Þorsteinn. „Það er sjaldan í daglega lífinu sem við fáum tækifæri til að upplifa okkur sem þátttakendur. Á HM getum við lifað okkur inn í leikinn i SO mínútur og það gefur okk- ur eitthvað umfram þann veruleika sem við hrærumst í. Fótbolti kemur bæði inn á spennu og fagurfræði; það er mikil fagurfræði í fótbolta. Margir leikmenn eru að gera hluti sem gætu talist ágætis innsetningar á listsýning- um.“ Spilarðu sjálfur knattspyrnu? spyr ég Þorstein. „Ég lék lengi vel einu sinni í viku með strákum sem voru með mér í bókmenntafræði í Háskólanum, Halahópnum sem má helst ekki rugla saman við Halaleikhópinn. Nú er ég hins vegar orðinn slæmur í baki sem segir allt sem segja þarf um að þegar maður kemst á ákveðinn aldur á að hætta aö leika knattspyrnu. Þegar maður verður mjög þreyttur eftir æfingar og er lengi að ná sér þá eru það ákveðin merki um að nóg sé komið. Fótbolti er ekki ei- lífur. Það er lögmál að tíminn er búinn þegar komið er yfir þrítugt. Ég held að best sé að hlýða því kalli. Ég er ekki sérlega hrifinn af heldri manna fótbolta." Vald yfir vélinni Síöan er það þátturinn Afleggjarar sem er sýndur á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 og er fullkomin andstæða Viltu vinna milljón? Þar er Þorsteinn einn á ferðinni með kvikmyndatökuvélina. „Þetta er hluti af því sem ég hef svosem gert áður, bæði í útvarpi og sjónvarpi," seg- h Þorsteinn. „Þegar ég vann í útvarpi gerði ég mikið af því að fara út með upptökutæki. Það má segja að vinur minn, Einar Falur Ingólfsson, hafi kveikt á myndvarpan- um í mér. Ég var með honum á sýningu Roberts Frank í Washington þegar rann upp fyrir mér ljós, að það væri ekki síður spennandi að myndgera raunveruleikann en að hljóðrita hann. Það eru sennilega fimm ár síðan ég fór að taka skipulega upp á myndatökuvélina. Sjónvarpið er mjög fyrirferðarmikill miðill og því var mjög spennandi að vera einn meö bæði hljóð og mynd. Afleggjarar eru hluti af hugmynd sem ég get vonandi haldið áfram að þróa. Ég hef búið til sögusvið og tengt þau saman. Stundum eru þau ólík, stundum eru þau lík. Síðan leyfi ég áhorfandanum að ráða í þættina. Þættirn- ir eru ekki byggðir upp eins og bandarískt sitcom með upphafi, miðju og endi heldur fylgjumst við með fólki og því sem það gerir. Það þarf ekki einu sinni að vera rök- rétt niðurstaða. Það er mjög gott að hafa líka vald yfir myndavélinni. Sjónvarpið er auðvitað fyrst og fremst myndir. Það er oft mjög illa hugsað um myndvinnslu í islensku sjónvarpi. Það er dæmigert fyrh fréttatímana þegar sýnd er mynd af Hæstarétti um hávetur þegar það er segjum júní hjá okkur áhorfendum. Mér finnst þessi vinna hafa hjálpað mér að skerpa myndskynjunina." Efni alls staöar Þú virðist vera dálítill einfari í útvarpi og sjónvarpi, segi ég við Þorstein, hefur þetta alltaf verið svona? „Þetta er góð spurning," svarar hann. „Það er nú þannig í fjölmiðlum að maður getur ekkert einn. í útvarpi þarf efniviður í hversdeginum „Um leið og búið er að kveikja á hljóðnema eða myndavél er komin spenna í loftið sem brevtir framkomu viðstaddra. Raunveruleikasjónvarp er ekki til. Miðillinn kallar alltaf á ákveðna framleiðslu. sumt er tekið og öðru hent. Að því leyti gef ég ekki ntikið fvrir raunveruleikann í sjónvarpinu." DV-mynd Hari maöur á góðu tæknifólki að halda og í sjónvarpi þarf maður lika á góðu tæknifólki að halda. Sumt getur mað- ur samt gert einn og það er spennandi að minnka fyrir- ferð miðilsins og berstrípa hann þannig að maður sé einn á vettvangi. Stórt myndatökulið tekur frekar yfir aðstæðurnar og gerir að sínum. Það hentar mér lika mjög vel að vinna einn. Svo sest ég við klippitölvuna með Ólafi Ragnari Halldórssyni sem er frábær klippari og raða efniviðnum saman. En það er gaman að geta gert hvort tveggja, unnið með stórum hópi fólks og líka alveg aleinn." Þú talar ekki við sama fólk og aðrir fjölmiðla- menn, segi ég. „Það er efni alls staðar,“ segir Þor- steinn. „Það er líka spurning um hvers konar vega- nesti fólk þarf að hafa til að komast í fjölmiðla: sjúkrasögu, vera í stjórnmálum, mála í frístundum eða gott gjaldþrot. Hversdagurinn sem slíkur er grið- arlega spennandi; það sem við erum að fást við hverju sinni. Efniviöurinn í Afleggjarana er hvers- dagurinn, sem er svo hlægilega nálægt okkur að okk- ur finnst hann ekki vitund merkilegur. En það á hver sína sögu. Það er spennandi að fá að fara inn í aðstæður fólks. Það eru forréttindi blaðamannsins að geta bankað upp á hjá fólki, sest við eldhúsborðið, spurt nokkurra spurninga og farið svo heim og sagt áhorfendum söguna." Raunveruleikasjónvarp er eldíi til Raunveruleikasjónvarp hefur verið aðalmálið síðustu misserin. Þar gengur allt vel fyrir sig og þessi raunveru- leiki sem kynntur er til sögunnar reynist oft hafa ótrú- lega dramatíska byggingu. Síðan sér maður Afleggjara Þorsteins J. þar sem raunveruleikinn virðist nálægari með sínum þögnum og formleysi. „Það er ekki til neitt sem heitir raunveruleiki í fjölmiðli," segir Þorsteinn. „Um leið og búið er að kveikja á hljóðnema eða mynda- vél er komin spenna í loftið sem breytir framkomu við- staddra. Raunveruleikasjónvarp er ekki til. Miðillinn kallar ailtaf á ákveðna framleiðslu, sumt er tekið og öðru hent. Að því leyti gef ég ekki mikið fyrir raunveru- leikann i sjónvarpinu. Ég heyrði einhvern tíma að til aö geta skilað ná- kvæmri mynd af stað þyrfti að dvelja á honum í minnst þrjá daga, gott ef ekki þrjú ár. Ég hef enga trú á því. Og þótt það væru þrjátíu ár væri myndin ekkert sannari. Það er hægt að búa til ákveðna mynd af því sem maður upplifir á ákveðnum tíma en hugmyndin um heildar- myndina, eða þessa einu réttu mynd, er misskilningur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.