Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Síða 27
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 27 ...eitthvað fvrir þig? Þvottur með kaktusahárum Þvottapúöar úr kaktusahárum seljast nú grimmt í Body shop. Kaktusanálar þessar eru týnd- ar í Mezquital valley i Mexíkó og þótt ótrúlegt megi virðast þá er það hin mesta nautn að nota þær til þvotta. Verslunin selur einnig baðbursta með fyrrnefndum nálum. Hver sagði svo að kaktusar væru stingandi? Hveitipokar á vöðvabólguna I Body shop eru seldir lófa- stórir hveitipokar með nátt- úrulegu hveiti sem lina eiga ýmsar líkamlegar þrautir. Poka þessa mó setja i ör- bylgjuofn og skella þeim svo heitum á álagsbletti á likaman- um sem hafa orðið fyrir barðinu á vöðvabólgu. Pokana má einnig setja i frysti og nota þá kalda til þess að lina sárs- auka. Það er tilvalið að taka svona poka með sér i vinnuna og skella í örbylgjuna yfir hádegismatnum. Dagbók konu Nýlega kom út bók sem kallast Dagbók konu. Eins og nafn- ið gefur til kynna þá er þessi bók fyrst og fremst ætluð kon- um en höfundur hennar er Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Ekki er mikið skrifað i þessa bók enda hugmyndin sú að eig- andi hennar fylli hana út. Bókin skiptist i fjóra kafla þar sem konan skrifar niður helstu upplýsingar um heilsufar sitt og annarra fjölskyldumeðlima, afmælisdaga, mikilvæga at- burði, nám, ferðalög og svo framvegis. Þetta er dagbók sem fylgir konunni í gegnum lifið og fellur ekki úr gildi eins og venjulegar dagbækur gera þegar árið er á enda. Bókin er byggð þannig upp að ekki er ætlast til þess að eigandinn skrifi neinar ritgerðir i hana heldur einungis stakar setningar og orð til minnis um mikilvæga hluti. Þetta er bók sem hver kona ætti að eiga. Barnamál á barnafötum I síðasta helgarblaði var viðtal við unga stúlku sem notar barnamál sem skreytingu á barnaföt. Þvi miður misrit- aðist slóðin á heimasíðu hennar en hún er sem sagt: http://homepage.mac.com/johannasvala. Ráðist á rúskinnið Rúskinn er eitt af því heitasta í tískuheiminum um þessar mundir. Verslanir eru yfirfullar af rúskinn- spilsum í indíánastO, beltum og töskvun meö kögri. Þessar vörur þykja gasalega smart en óneitanlega er rúskinnið vandmeðfarið. Eins og flestir vita þá má ekki þvo rúskinn og því þarf að beita öðrum brögðum til þess að ná óhreinind- um af rúskinnsfatnaði. Öruggasti mátinn til þess að ná blett úr rúskinni er einfaldlega sá að setja flikina í hreinsun. Þetta á sér- staklega við ef um meiri háttar bletti er að ræða og vökvi hafi hellst á flíkina. Slíka bletti ætti maður pottþétt að láta fagfólk um en annan minni háttar skít getur maður reynt að eiga við sjálfur. Til eru bæði vír- og gúmmíburstar sem ætlaðir eru tú slíkra hreinsana að ógleymdum svokölluöum sandsteini sem virkar mjög vel. Varast ber þó að bursta of harkalega með þessum græjum. Sé um að ræða litla hluti eins og skó eða töskur þá er hægt að reyna að gufuhreinsa þá heima yfir sjóðheitu vatni. Hjá skósmiðum er hægt að kaupa sérstaka rúskinnsliti sem hægt er að spreyja á gamalt rúskinn eftir að maður hefur burstað skitinn úr skinninu með vír- bursta. Slíkt getur gef- ið gömlum rúskinns- flíkum alveg nýtt * líf. Einnig er mælt með því að fólk sílikon- verji rúskinnsvörur áður en það fer að nota þær, þá þolir rúskinnið meira. Stelpur, pissum standandi ... Armúil 17, lOB ReyhjaviI Sfml: 533 1234 fax.- SBB 0431 Helldarlausn I rennismíði! Vinnur þú undir þrýstingi? Þýsku Kránzle háþrýstidælumar duga í öllu stóru og erfiðu verkin, enda viðurkenndar af kröfuhörðum notendum um allan heim. Kránzle háþrýstidælurnar eru meðfærilegar og til í mörgum stærðum og gerðum. Kránzle háþrýstidælurnar eru með 15 metra slöngu og vinna jafn vel hvort sem vatnið er kalt eða heitt. Þú færð ekki betri háþrýstidælur! ©FOSSBERG stórmarkaður iðnaðarmannsins Suðurlandsbraut 14 - Slmi 57 57 600 - www.fossberg.is KONUR ERU OFT AÐ PIRRA SIG á því hversu ein- falt það er fyrir karlmenn að kasta af sér vatni, ekki síst á ferðalögum. Þessi pirringur er þó algjörlega óþarfur þar sem um nokkurt skeið hefur verið hægt að kaupa ýmiss konar búnað sem gerir konum tæknilega fært að pissa standandi. Útivistarkonur kannast flest- ar við slikan búnað en ókosturinn við hann er þó sá að hann er frekar plássfrekur. Nú er hins vegar hægt að kaupa í apótekum efnisminni búnað, sem er svo fyrirferðarlítill að hann passar vel í djammtöskuna. Um er að ræða franska uppfinningu sem kallast „Urin- elle“ sem samanstendur af einfoldum pappahólk. Það er t.d. alveg kjörið að hafa Urinelle með á djammið þar sem klósett skemmtistaða eru misgeðsleg og ekki alltaf þessleg að konur hafi áhuga á að setjast þar nið- ur tU þess að pissa. Hólkurinn getur einnig nýst vel ef taka þarf þvagsýni. í Lyfju kostar stykkið af þessu þarfaþingi 134 krónur, sem er ekki neitt neitt, nema ef bjór er drukkinn heUt kvöld, þá gæti kostnaðurinn safnast saman með tfðum klósettferðum. -snæ A T H Y G l I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.