Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 2
2 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Verslunarskólanemar með tilraunir á Geirsnefi: Hundarnir ærðust af hátíðnihljódum málið í höndum lögreglunnar Hundaparadís Stærstur hluti hundaeigenda vill gera útivistarsvæöiö á Geirsnefi aö eins konar hundaparadís, meö því aö loka á alla umferö og helst aö lýsa svæöiö upp. Það hefur þó ekki gengiö eftir enn. „ DV-MYND E.ÓL. Á góöa „sveitunga" Bubba Morthens þótti vænt um aö vera útnefndur bæjarlistamaöur Sel- tjarnarness viö hátíölega athöfn þar sem hann fékk hlýjan koss frá konu sinni, Brynju Gunnarsdóttur. Bubbi bæjarlistamaður: Hver dagur er ævintýri „Ég er óskaplega glaður og þakklátur fyrir þetta. Mér finnst þetta djörf og skemmtileg ákvörð- un hjá nefndinni, ég er þakklátur í mínu hjarta," sagði Bubbi Morthens við DV eftir að stjórn Menningamefndar Seltjarnamess útnefndi hann bæjarlistamann Sel- tjarnarness í gær með virðulegu viðurkenningarskjali. Bubbi segir að hver dagur sé ævintýri. „Mér líður stórvel. Auð- vitað eru titlar hjóm en þetta kitl- ar hégómagimdina. Aðalatriðið er þó að menn skuli meta það sem maður er að gera. Ég er listamað- ur og breyskur eins og aðrir sagði Bubbi. -Ótt Nokkrir nemendur í Verslunarskóla íslands efndu til tilrauna með hátíðni- tæki og blá, blikkandi ljós á hundaúti- vistarsvæðinu á Geirsnefl fyrir skömmu. Hundar sem voru .lausir á svæðinu ærðust þegar hátiðni- og ljósa- tilraunin fór i gang og þutu út í busk- ann. Þeir munu þó allir hafa komið í leitimar aftur. Jón Magnússon hundaeftirlitsmaður staðfesti við DV að hann hefði verið kallaður á vettvang af hundaeigendum þegar atburðurinn varð. Lögreglan var þá þegar mætt á staðinn. Hún stöðvaði tilraunina og gerði ljós og hátíðnibún- að upptækan. Málið er því í höndum lögreglunnar. Hundaeigendur beijast nú mjög fyr- ir því að Geirsnefi verði lokað fyrir allri bflaumferð. Segja þeir að stórkost- leg hætta stafi af þeirri hraðaumferð sem þar sé. Einn hundur hafi drepist af völdum hennar á árinu, keyrt hafi ver- iö á tvo og lítið bam sloppið naumlega. Þeir vflja að svæðið þjóni þeim sem nenna að ganga úti með hundana sína og þrífa eftir þá, en ekki hinum sem hleypa hundum sínum út, aka hring- inn í kringum það og láta þá hlaupa með bflunum. Þá era uppi óskir um að svæðið verði upplýst. Eins og komið hefúr fram í DV að undanfomu er mik- il óánægja meðal hundaeigenda með að menn komi út á Geirsnef til þess eins að prófa bfla sína og láta jafnvel eins og þeir séu að keppa í torfæraakstri. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur falið Umhverfis- og heilbrigðisstofú að gera úttekt á hundasvæðinu á Geirsnefi og kanna það með tilliti til umgengni, umhirðu og aðbúnaðar. Hefur deildarstjóra garðyrkjudeildar Umhverfis- og heil- brigðisstofu verið falið að gera nefhd- inni grein fyrir niðurstöðum úttektar- innar. -JSS Mikil vonbrigði á heimili í Grafarvogi í gær þegar talsvert hafði verið á sig lagt: Vann verðlausa Toyotabifreið í útvarpskeppni - var búin aö vera í sæluvímu, ætlaði ekki trúa þessu, segir Guðlaug Ólafsdóttir Mikil vonbrigði urðu hjá ungu fólki í Grafarvogi í gær þegar það taldi sig hafa unnið nýja Toyota Corolla-bifreið í keppni sem fram fer hjá útvarpsstöð- inni Steríó. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu enda var ég búin að vera í sælu- vímu um morguninn," sagði Guölaug Ósk Ólafsdóttir í Grafarvogi en maður hennar hafði unnið bifreið í gærmorg- un en galli var á gjöf Njarðar miðað við hvað unga fólkið hafði talið sér trú um. „Svo reyndist þetta vera einhver albrúnn Toyotabíll, árgerð 1986. Hann var algjörlega verðlaus. Ég hringdi meira að segja í Vöku. Þar var mér sagt að þeir skyldu taka bíl- inn en þá yrði ég að borga 2.500 krónur fyrir,“ sagði Guðlaug. „Þetta er alveg rétt, við erum með þessa keppni,“ sagði Sigurður Hlöðversson, talsmaður útvarps- stöðvarinnar. „Þetta eru töff druslur. Við höfum aldrei sagt að við værum að gefa nýja bíla úr kass- anum. Þessir bílar eru ökuhæfir - við látum „sjæna þá upp“ og jafnvel mála líka. Þetta er meira til að ná athygli og við létum alla þátttakend- ur skrifa undir plagg þar sem með- al annars kom fram að aflir gátu hætt við. En ef menn hafa haldið að þeir væru að fá nýja Corollu úr kassanum, þá það,“ sagði Sigurður. Hann sagði að keppt yrði um einn bíl í viku. Maður Guðlaugar fór út klukkan sjö í gærmorgun að húsnæði Steríós til að taka þátt í keppni. Um tveim- ur klukkustundum síðar var hann valinn ásamt fjórum keppendum til að reyna að vinna bílinn. Hann var sendur meö spjald og átti að fá 40 manns til að kyssa inn í reiti. Hann var svo fyrstur og vann bílinn - brúnan Toyota Corolla, árgerð 1986, ökuhæfan. Hann gaf vini sínum vinninginn. -Ótt Orðá nekmtr ÍSLiNSK NUGTAKÁ- OR0ABÓK HMÍwNhl'tf Heildarskrá yfir Ieitarorð tryggir beinan aðgang að öllum orðasamböndum og hugtökum. I Orðaheimi birtist orðabókarlýsing á íslensku sem ekki á sér hliðstæðu í orðabókum um önnur tungumál. JpU JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstígur 7 Sími 575 5600 www.jpv.is Orðaheimur er tímamótaverk sem ég hef lengi beðið eftir, einstœtt verk og ómetanlegt framlag til íslenskrar tungu. Þessi heimur orðanna er ómissandi hverjum íslendingi sem vill hafa ó valdi sínu sígild hugtök íslenskunnar, koma vel fyrir sig orði, vanda mól sitt og auðga. Vigdís Finnbogadóttir DV-MYND ÞÖK Halldór tilkynnir ákvörðun sína Formaöur Framsóknarftokksins tilkynnti í gær aö hann byöi sig fram í Fteykja- víkurkjördæmi noröur. Varaþingmaður Framsóknar á Austurlandi: Halldór verður að taka ákvarðanir sjálfur „Halldór er okkar foringi og verð- ur að taka sínar ákvarðanir sjálfur. Ég styð hann i því,“ sagði Jónas Hallgrímsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Austur- landskjördæmi, um ákvörðun Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jónas kveðst varla geta sagt að ákvörðun Halldórs komi á óvart eft- ir kjördæmabreytinguna. „Þetta er i raun rökrétt afleiðing af því sem á undan er gengið. Auðvitað sjáum við eftir góðum manni. En hann er formaður flokksins og það er geysi- leg vinna að fara um Austurlands- kjördæmið og þjóna þvi með fram öllu öðru. Halldór bauð sig upp- runalega fram fyirir Austur-Skaft- fellinga. Nú er það kjördæmi komið inn í Suðurlandskjördæmi. Þetta mættu menn líka hafa í huga,“ sagði Jónas Hallgrímsson. -Ótt Óbyggðanefndarúrskurður Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skjóta til dómstóla úrskurði sem óbyggðanefnd kvað upp í vor í máli sem tók til Biskupstungnaafréttar og efstu landa í Biskupstungna- hreppi. Hér er um að ræða einn af sjö úrskurðum sem nefndin úr- skurðaði um varðandi lendur í norðanverðri Árnessýslu. Hún starfar á grundvelli laga um þjóð- lendur og ákvörðun marka um eignarlönd. Danir og íslendingar semja Háskólinn í Reykjavík og Við- skiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfssamn- ing um doktorsnám. Hann felur i sér að Háskólinn hér getur boðið doktorsnám með samstarfi við danska háskólann varðandi leið- beinendur og möguleika nemenda til að sækja námskeið. Háskólinn í Reykjavík stefnir með þessu að því að auka námsframboð og renna styrkari stoðum undir rannsóknar- starf. Handritin sýnd Stærsta handritasýning sem sett hefur verið upp hér á landi verður opnuð fyrir almenning í Þjóðmenn- ingarhúsinu á morgun. Lögreglan í Reykjavík hefur annast flutning á handritunum góðu sem meðal ann- ars komu með dönskum herskipum á áttunda áratugnum. Stór skákhelgi Fyrri hluti íslandsmóts skákfé- laga fer fram um helgina í sýning- arsal bílaumboðsins B&L á Grjót- hálsi. 262 skákmenn úr 40 sveitum mæta til leiks og hefur þátttaka aldrei verið meiri á hinu árlega móti Skáksambands íslands. Fjórar umferðir verða tefldar í fjórum flokkum. Lokaumferð verð- ur tefld á sunnudag. Ferðum Herjólfs fjölgað Vegagerð ríkisins og Samskip hafa gert með sér samning til árs- loka 2005 um rekstur farþega- og bílaferjunnar Herjólfs. Ferðunum verður fjölgað um 73 á ári. Tugir árekstra í borginni Umferðardeild lögreglunnar hafði í ýmsu að snúast í gær og á fimmtudag enda voru skráðir árekstrar í höfuðborginni orðnir á fjórða tug frá því á fimmtudag. Sið- degis i gær voru árekstrar sem lög- regla hafði afskipti af þrettán. Ekki lágu fyrir upplýsingar um teljandi slys á fólki en tjón varð á hátt í tveimur tugum bíla. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.