Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdafttjóri: Hjalti Jónsson A&alrltstjóri: Óli Björn Kárason Ritfttjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarrítstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. í spennitreyju Kaup Eimskips á meirihluta hlutabréfa í Haraldi Böövarssyni hf. eru gott dæmi um hvernig, þrátt fyrir allt, stöðugt er leitaö leiða inn- an sjávarútvegsins til aukinnar hagræðingar - til aukinnar verð- mætasköpunar. Með kaupunum verður til samsteypa þriggja sjávar- útvegsfyrirtækja, Haraldar Böðvarssonar, Utgerðarfélags Ak- ureyringa og Skagstrendings, sem verður stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins. En þegar í upphafi er ljóst að mögu- leikar fyrirtækisins til frekari framsóknar hér á landi eru takmarkaðir vegna furðulegra laga. Ótrúleg gerjun hefur verið í íslenskum sjávarútvegi síðasta hálfan annan áratug. Breytingarnar hafa verið örar og á stundum sársaukafullar fyrir einstaklinga og heilu byggðar- lögin. Viðleitni sjávarútvegsfyrirtækja hefur öll miðað að því að ná fram hagkvæmari rekstri svo hægt sé að reka útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki með hagnaði án afskipta stjórn- valda. Þrennt hefur skipt mestu í framsókn sjávarútvegsfyr- irtækjanna. í fyrsta lagi kvótakerfið, í öðru lagi aukið frjáls- ræði á fjármálamarkaði og þróun hlutabréfamarkaðar og í þriðja lagi hafa komið fram á sviðið stjórnendur sem hafa haft framsýni, hæfileika og getu til að nýta sér tækifærin. Skipulag fiskveiða hefur lengi verið pólitískt þrætuepli hér á landi þó deilurnar hafi verið lagðar til hliðar um sinn. Upp- boðsmarkaður stjórnmálanna mun hins vegar sjá til þess að þær deilur blossi upp að nýju. Og þeir sem eiga allt sitt und- ir sjávarútvegi, og þá ekki síst landsbyggðin, munu átta sig á því að búið er að setja atvinnugreinina í spennitreyju. Með fráleitum reglum verður komið i veg fyrir eðlilega hagræð- ingu og aukna verðmætasköpun. Árið 1998 var sett í lög ákveðið hámark á aflahlutdeild fiskiskipa í eigu sömu eða tengdra aðila. Og jafnvel þó núverandi sjávarútvegsráðherra hafi beitt sér fyrir auknu svigrúmi er ljóst að möguleikar sjávarútvegsfyrirtækja eru skertir. Fáar atvinnugreinar búa við meiri þvinganir og hömlur en sjávarútvegurinn. Forystumenn innan sjávarútvegsins höfðu engan skilning á þeirri hættu sem var samfara þvi að setja atvinnugreininni skorður af þessu tagi. Þvert á móti töldu þeir sér trú um að með þeim væri verið að „kaupa“ sjávarútveginn frá auðlinda- gjaidi. Annað hefur komið á daginn. Niðurstaðan er sú að samkeppnishæfni sjávarútvegs, hvort heldur er um vinnuafl eða fjármagn, hefur verið stórkostlega skert. í leiðara DV í apríl síðastliðnum var fjallað um nýsam- þykkt lög um veiðileyfagjald, sem ríkisstjórn Sjáifstæðis- flokks og Framsóknarflokks beitti sér fyrir að yrðu sett. Þar var bent á að hugmyndafræðin að baki lagasetningunni byggði á hugmyndum um óeðlileg afskipti rikisins af atvinnu- lífinu og aukinn hlut þess í efnahagslífinu: „Lögin um veiði- leyfagjaldið tryggja ríkinu stærri sneið af kökunni sem lands- menn allir taka þátt í að baka og stærsti hluti sneiðarinnar verður tekinn af landsbyggðinni. Og það er blekking að halda því fram að slíkt skapi aukna sátt í þjóðfélaginu. Þegar fram líða stundir munu dreifbýlingar vakna upp af vondum draumi. Þeir sem fagna veiðileyfagjaldinu geta talið sjálfum sér trú um að upptaka „hóflegs" gjalds horfi til framfara, en þeir misskilja eðli allrar skattheimtu. Þegar fram líða stund- ir verður hófsemdin græðginni að bráð. Fyrir stjórnmála- menn verður auðveldast að auka skattheimtu af þessu tagi frekar en hækka aðra skatta.“ Vonandi munu kaup Eimskips á Haraldi Böðvarssyni hf. leiða til þess að ólögin um hámarksaflahlutdeiid verði endur- skoðuð þannig að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði gefið svig- rúm til frekari sóknar. Fráleitt er að leggja sérstakan skatt á eina atvinnugrein en um leið setja hana í spennitreyju til að takmarka möguleika hennar til að standa undir hinum sér- staka skatti. Óli Björn Kárason LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 •nv Detroit-bréf • Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Ritstjórnarbréf David Turfy er maöur á besta aldri sem hefur alla sína tíð búið í Michigan- ríki við vötnin miklu í Bandaríkjunum. Hann hefur lengst af búið í bænum Dearbom sem er einn af mörgum ná- grannabæjum Detroit, fjölmennasta svæðis ríkisins. Vitaskuld talar hann ensku eins og hver annar Ameríku- maður og allt í fari hans og háttum bendir ótvírætt til þess að hann sé skil- getið afkvæmi stóra draumsins í vestri. Og velgengni Turfys verður best lýst með því að hann bauð sig fram til Bandaríkjaþings á síðasta ári, fullur metnaðar. Lengi framan af kosningabaráttunni leit út fyrir að Turfy myndi bera góðan sigur úr býtum í viðureign við and- stæðing sinn. Málflutningur hans þótti allt í senn höfða til innfæddra og að- fluttra, íhaldssamra sem fijálslyndra. Hann var einfaldlega „maður fólksins" eins og auglýsingaskiltin höfðu á orði og án nokkurrar áreynslu eða tilþrifa- mikilla svipbrigða náði hann til fólks- ins eins og dagur nær nóttu. Svo kom ellefti september. Andstæðingur Turfys beið ekki boðanna. Og hrærði tiifinn- ingar fólks. Varla Ameríkani Skyndilega var Turfy ekki lengur einn á meðal annarra. Og ekki lengur venjulegur frambjóðandi. Hann var „varla Ameríkani". Hann var arabi. Og I raun og sann kom það mörgum á óvart. Ekkert í fari hans benti til ann- ars en hann væri „venjulegur Banda- ríkjamaður" svo vitnað sé í blaðafregn- ir af máli hans. Útlit hans var eins bjart og gengur og gerist á meðal hvítra manna. Hárið fjóst og augun blá. Sum- sé þvert á þá imynd sem stjómvöld og fjölmiðlar drógu upp af andstæðingi Bandaríkjanna í einni sviphendingu. Eftir ellefta september á síðasta ári, mánuði fyrir kosningar til Bandaríkja- þings, var David Turfy ekki lengur venjulegur amerískur frambjóðandi. Andstæðingur hans ærði óstöðugan al- menning og benti óspart á uppruna Turfys. Hann væri ekkert „annað en ótíndur arabi“ svo enn sé vitnað til blaðafregna aðeins örfáum vikum eftir árásimar sem drápu meira en 3000 manns. Og málflutningurinn dugði. Hann hreif. Á kjördegi kom í Ijós að venjulegir kjósendur vildu fremur „venjulegan frambjóðanda" en mann af „öðrum siðum“. Óvenjulegur bær Heimabær Turfys, Dearbom, er vissulega óvenjulegur. Hvergi í Banda- ríkjunum er hlutfall araba jafnhátt meðal bæjaríbúa og einmitt í þessum þæga svefhbæ vestur af Detroit. Einn af hverjum þremur íbúum bæjarins er af arabískum uppruna, þar af flestir af fyrstu kynslóð innflytjenda. David Turfy er af annarri kynslóð araba á staðnum, stoltur af slóðum forfeðra sinna en engu síður af fæðingarlandi sínu. Unun er að heyra hann tala máli fólksins sem farið hefur vestur og fund- ið þar svigrúm til athafna. Turfy er einn af fjölmörgum Banda- ríkjamönnum af arabiskum uppruna sem falla ekki vel inn á þá einfóldu mynd sem dregin hefur verið upp af aröbum á síðustu árum. Hann er gott dæmi þess að arabar geta verið jafti ólíkir útlits og íslendingur og Albani, þótt báðir búi í sömu álfu. Hann er til vitnis um það að um arabalöndin hafa legið krossgötur ólíkra menningar- strauma um aldir. Hann er ekki einasta ljós yflrlitum heldur gengur hann um í hefðbundnum jakkafótum innfæddra Ameríkana og ekur um á heimagerðum Chrysler. Vesturlandabúum er gjamt að draga upp ein- faldar myndir af íbúum heilu álfanna, ekki síst Afríkubúum sunnan Sa- hara og aröbum. Alhæfingar nm araba Skrifari þessa pistils átti þess kost að hitta einn af helstu talsmönnum banda- ríska Arabaráðsins á ferð sinni um Bandaríkin á dögunum. Sá maður mætti til fundarins jafn vestrænn í klæðaburði og David Turfy mætti kjós- endum sínum á siðasta ári. Ekkert í fari talsmannsins benti til þess að þar færi „hefðbundinn arabi“. Augun voru vissulega brún, en hörundið var ljóst og hárið skolleitt. Harm kvaðst vera frá Sýrlandi, vel blandaður vestrinu eftir eilífar krossfarir Evrópubúa yfir land sitt og þjóð á öldum áður. Talsmaðurinn var greinilega þreytt- ur á innihaldsrýrum alhæfingum um araba. Og skal nokkum undra. Vestur- landabúum er gjamt að draga upp ein- faldar myndir af íbúum heilu álfanna, ekki síst Afríkubúum sunnan Sahara og aröbum. Og eftir atburðina ellefta september hefur imynd araba í hugum margra Vesturlandabúa versnað til muna. Fátt skelfir þá meira en myndir af ungum og illa rökuðum mönnum með slæður um höfuð sér sem horfa flóttalega í myndavélina. Og fólk leggur kynþáttinn á minnið. Arababærinn Dearbom Það em sjö milljónir manna af arab- ískum uppruna f Bandaríkjunum, æði margir í Michigan. Fjölmargir þeirra bera þess merki að vera múslímar og trúir uppruna sínum. Á göngu um „arababæinn“ Dearbom flökta augun á milli slæðna og kufla, pilsa og galla- buxna. í stóra verslunarmiðstöðinni við bilasafn Henrys Ford em fleiri ung- lingsstúlkur með slæður um hárið en þær hinar með teygju í tagli. Og jafnvel konan sem afgreiðir ilmvötnin finu er í kufli frá hvirfli til ilja. Undarleg mynd í einstökum bæ. Talsmaður arabasamfélagsins segir að ellefti september hafi haft mikil áhrif á sitt fólk í vesturheimi. Arabar séu í eðli sínu fremur hlédrægir og vilji gjaman vera einir með sjálfum sér og árásimar á New York og Washington hafi ekki dregið úr þeim einkennum. Fólk sé varara um sig en áður, ófram- fæmara og ekki laust við að margir arabar skammist sín fyrir uppruna sinn í ljósi atburðanna fyrir ári. Nokk- uð beri á því að fólk reyni að breyta eða stytta arabísk nöfn sín og þá sé greini- legt að færri arabar klæða sig að sínum sið. Kaffihús Osama Sumir arabar láta sér þó fátt um finnast. Inni f miðju landi, í smábæ i Missouri-ríki, stendur reffilegur maður á bak við afgreiðsluborð og sinnir ósk- um viðskiptavina sinna sem eru sólgn- ir i arabískt kaffi. Kaffihús hans er fast- ur samkomustaður nemenda og kenn- ara við háskólann í Missouri. Staður- inn ber nafnið Osama’s. Vertinn segir bjánalegt að vera að skipta um nafn á staðnum vegna einhvers brjálæðings úti í heimi sem beri sama nafn. í sínu nágrenni komi kaffi fyrst upp í hugann þegar fólk heyri nafnið Osama. Og vertinn, sem er nokkuð óðamála á milli þess sem hann malar baunir ofan í kúnna sina, segir að viðast hvar í Bandaríkjunum týnist arabar í mann- fjöldanum. Fólk sem búi í Ameríku sé svo vant að horfa upp á ólíkar siðvenj- ur og duttlunga fólks úr öllum homum að það kippi sér ekki upp við enn einn búninginn við borðið. Og svo bendir hann fingri á skiltið með naftii staöar- ins. „Varla skiptir fólk sem heitir Adolf eða Josef að fomafni um nafn sitt við lestur mannkynssögunnar!" Og svo dillar hann sínum ráma hlátri. Ólíkar siðvenjur Talsmaður Arabaráðsins í Detroit segist helst óttast að arabar verði allir steyptir í sama mót eftir atburðina ell- efta september. Það verði til ein og sama myndin af aröbum í hugum fólks. Nú reyni verulega á samfélag araba í Ameríku. Það sé tímabært að þeir minni á fjölbreytta menningu sína og ólíkar siðvenjur frá einu svæði araba til annars og leyfl öðrum landsmönn- um að skyggnast inn i menningarheim þeirra. Arabar séu alls kyns fólk af ýmsum trúarbrögðum. Sjálfur sé hann kristinnar trúar og hafi ailtaf verið. Þegar talsmaðurinn er spurður um Osama bin Laden hnussar í honum. Hann segir hann ótíndan glæpamann sem svívirði trúarbrögð múslíma. Margir haldi að bin Laden hafi verið þekktur á meðal araba fyrir ellefta sept- ember, en svo hafi ekki verið. Hann hafi verið „nobody". Og sem betur fer hafi heiminum farið það mikið fram frá því á hryðjuverkaárum Carlosar á átt- unda og níunda áratugnum að engiim vilji lengur bera ábyrgð á þessum iil- mennum og veita þeim húsaskjól. Hafi Osama verið „nobody" verði hann það áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.