Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 20
8 HelQdrblaö 13 V LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Kynlíf í ljósi stjörnu- Við huqsum stundum um hvort hún eða hann sé qóður elskhuqi. Stjörnuspekin veitir kannski ekki öll svörin við spurninqum af þessum toqa en qefur okkur vissuleqa vísbendinqar. Vissuð þið t.d. að skrælþurr endurskoðandi í tvíburamerkinu breqt- ist íblóðheitt villidqr ísvefnherberqinu? spekinnar Vatnsberinn (20. jan.-18. feb.) Það eru tvær tegundir af vatnsberum þegar um kynlíf er að ræða. Fyrri týpan þarf ein- göngu á kynlífí að halda til að tappa af streitu og sér kynlíf sem algerlega líkamlegt atferli. Hin gerðin lítur á kynlíf sem trúarathöfn og er líkleg til aö taka þátt i kynlífi sem líkist mest einhvers konar athöfn, t.d. tantra. Ef vatnsberi er ástfanginn er hann opinn og til i allt en ekk- ert sérlega athugull og virðist ekki veita þörfum hins aðilans mikla eftirtekt. Vatnsberinn er ekki eigingjam en í eðli sínu treystir hann á sjálfan sig og gefur sér það að aðrir geri það líka. Einhleypt fólk í merki vatnsberans getur verið lauslátt og til í ýmiss konar af- brigðilegt kynlíf en meira af forvitni en af öðrum (ó)náttúr- legum hvötum. Karlmenn í merkinu verða stundum mjög syflaðir eftir kynlíf og konur í merkinu vilja miklu frekar fara á fætur eftir ærslafulla ástarleiki og halda áfram með lífið en að kúra og kela. Þekktir vatnsberar: Elín Pálmadóttir, Ronald Reagan og Lord Byron. Var Ronald Reagan kannski bara syfjaður? Fiskarnir (19. feb.-20. mars) Af öllum merkjum eru fiskarnir með virkasta ímyndunaraflið og ef þeir eru í ástríku sambandi njóta þeir takmarkalausra ásta. Merkið ber nafn með rentu því einstaklingum sem fædd- ir eru í þessu merki finnst fátt skemmtilegra en kynlíf nærri vatni, hvort sem það eru gosbrunnar, fossar, ár eða bara inni á klósetti. Konur í merkinu kunna vel við fjölbreytilegt kynlíf og hvetja félaga sina áfram og mana jafnvel steingeitur upp i hverslags undarleg- heit. Þeim finnst gaman að segja bólfélaganum til og geta gert hvaða mann sem er að fyrirtaks elskhuga. Karlar í merki fiska taka vel eftir því hvað æsir konu og eru sérlega hrifnir af kyn- þokkafullum undirfótum og leiktækjum af hvers kyns tagi. Þrátt fyrir þetta finnst fiskum ótækt að stunda kyn- líf án ástar. Þekktir fiskar: Fabio, Árni Johnsen og Hannes Hólmsteinn Gissur- arson. Ætll Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé hrifinn af vatni? Hrúturinn (21. mars-19. apríl.) Hrútar eru öðrum fremur þekktir fyrir ævintýragimi og glæfraskap og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að þeir eru mjög framhleypnir er að málefnum svefnherberg- isins kemur. Þeir þurfa mikið kynlíf og því meira framandi og „háskalegra" því betra. Hrúturinn hefur mikla þörf fyrir að gera það á hinum ólík- legustu stöðum og finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í ástarleikjum á stöðum þar sem ágætar líkur eru á að vera staðinn að verki. Áhættan sem slík virkar æsandi á hrúta. Það er hins vegar þversögn í eðli þeirra því að þeir geta al- veg lifað án kynlífs í margar vikur ef ekki mánuði. Hrútar eru þekktir húmoristar og konur fæddar í merkinu heilla gjaman bólfé- lagann með hnyttnum tilsvör- um fyrir og eftir samfarir. Vegna ævintýragiminnar era karlkyns hrútar oft mjög opnir og eiga erfitt með að halda trúnaði við eina konu. Af ofan- töldu má ráða að hrútar ættu að heimsækja kynsjúkdóma- lækni reglulega. Þekktir hrútar eru: Vigdís Finnbogadóttir, Leon- ardo da Vinci og Valgerður Sverrisdóttir. Vlgdís Flnnbogadóttir: Ef tll vill melri grínisti en taliö er. Nautið (20. apríl-20. maí) Nautið er jarðmerki og frægt fyrir stjórnlausa nautnahyggju sem þýðir ekki endilega að naut séu óvenju kynræn. Þó það njóti kynlífs með réttum aðila fram í fingurgóma er það ekki gefið fyrir nein furðu- legheit. Það kann miklu frekar að meta gott spjall, ljúffengan mat og notalega samverustund sem endar jafnvel einungis með kossi frekar en í hamslausu kyn- svalli. Sum naut eru hógvær og flest eru feimin, allavega á yngri árum. Kona í nauts- merkinu byrjar seint að stunda kynlíf en á móti kem- ur að þegar hún loksins byrjar verður hún yfirburða- ástkona. Karlar í nautsmerk- inu eru örlítið stífir en í fé- lagsskap umhyggjusamra kvenna blómstra þeir. Naut- ið er matargat og því gull- tryggt fyrir þann sem ætlar að æsa naut að nota mat í forleiknum og þá er ekki átt við nautakjöt heldur t.d. jógúrt og mjólkurís. Meðal þekktra nauta eru: Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Laxness og Saddam Hussein. Kannski Saddam kunni betur viö einlægan koss en villta ástarleiki? Tvíburarnir (21. maí-21. júní) Tvíburinn er annálaður fyrir gáfnafar og almenna skynsemi en það kemur ekki í veg fyrir heilbrigðan áhuga á kynlífi. Dæmigerður tvíburi gæti verið konan sem vinnur á bókasafh- inu. Hún klæðir sig í gráa dragt, með stór og gáfuleg gler- augu og sítt hárið bundið í hnút í hnakkanum. Innst inni þráir hún samt að einhver bókelskur viðskiptavinur tæli hana í rúmið. Dæmigerður karl í tvíburamerkinu gæti verið hinn einbeitti endurskoð- andi sem breytist í blóðheitan Rómeó þegar hann er kominn undir sæng. Forvitnin sem einkennir tví- bura er þess valdandi að þeir eru tilbúnir að prófa allt, að minnsta kosti einu sinni, jafn- vel stellingar og aðferðir sem fæstum dettur í hug. Fólki í tvíburamerkinu fmnst gaman að tala við fólk og hikar ekki við að klæmast í rúminu, því subbulegra því betra, og finnst skemmtilegt að hafa marga þátttakendur í ástarleiknum. Tvíburar eru öðrum fremur líklegri til að vera tvíkyn- hneigðir. Þekktir tvíburar eru: Hrafti Gunnlaugsson, Margrét Frí- mannsdóttir og Kristján Jó- hannsson Hrafn Gunnlaugsson: Blóöheitur Rómeó. Krabbinn (22. júní- 22. júlí) Þar sem krabbinn er vatnsmerki telja sumir að hann taki vatnskennda væmni fram yfir kynlíf. Svo er ekki. Krabbirm er meö mikla náttúru sem því mið- ur víkur oft fyrir feimni og taugaveiklun sem stundum hrjáir krabba. Konur í krabbamerkinu geta verið sér svo meðvitandi um eigið útlit að þær fækki ekki fót- um nema að þær séu í full- komnu líkamlegu ásigkomu- lagi. Krabbar gleyma sér iðu- lega í alls kyns fantasíum og hafa gaman af ástarsögum og ljósbláum kvikmyndum (svo lengi sem þær hafa rómantískan endi). Subbu- legt klám er ekki fyrir krabba og það verður ást- maður eða kona krabba að gera sér grein fyrir. Ef krabbi er í góðu ástarsam- bandi er hann ávallt tilbú- inn að þóknast hinum aðil- anum á hvaða hátt sem er. Þekktir krabbar: Bryndís Schram, Raymond Chandler og Ármann og Sverrir Jakobssynir. Bryndís Schram er af mörgum talin í full- komnu líkamlegu ásigkomulagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.