Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 21
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 // e t C) at rb l u ö JOV 19 011 höfum við gaman af stjörnuspám, jafnvel þó við tökum ekki mark á þeim. Við setjumst niður milli jóla og nýárs og lesum spána fyrir næsta ár og tékkum á því hvort við verðum nokkuð rík á kom- andi ári og einhleypingarnir athuga hvort þeir finni loksins þann rétta eða þá réttu. Við lesum þetta og höf- um gaman af og vonum innst inni til að eitthvað sé að marka spána. Þessi fornu stjörnuvísindi geta ekki einungis gefið okkur vísbendingar um framtíð okkar, þau gefa oft ansi glögga mynd af því hver við erum og oft les maður lýs- ingar á sporðdrekum eða meyjum og maður hugsar með sér: „Hei, það er nú bara eitthvað til í þessu.“ Við þekkj- um klisjur eins og að steingeitin sé þurr og vísindalega sinnuð og að vogir eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Og klisjur eru klisjur vegna þess að það er yfirleitt örlít- ið sannleikskorn í þeim. Ef við gefum okkur það að persónulýsingar byggðar á vísindalegum forsendum stjörnuspeki séu sannar upp að vissu marki þá má ætla að stjörnuspekileg úttekt á bólfimi merkjanna eigi að einhverju leyti við rök að styðjast. Og það er tilgangur þessara skrifa: Hvað ein- kennir kynlífshegðun merkjanna? Ljónið Meyjan Vogin Sporðdrekinn maðurinn Steingeitin (23. júlí-22. ágúst) Ljónið elskar kynlíf næst- um því jafnmikið og hrútur- inn. Það er einn stór munur á merkjunum því ljónið get- ur verið vandlátt. Það vill þægindi og það er alveg gef- ið að þú sérð ekki ljón gera það á bak við runna ein- hvers staðar. Þau eru sjálf- stæð og geta auðveldlega lif- að án kynlífs. Þau eru líka stolt og erfitt að fá þau til að fara í af- brigðilegar stellingar nema ef þau eru við fulla stjórn. Karlar í ljónsmerkinu eru af mörgum konum (og körlum) taldir bestu elskhugarnir. Þeir eru hægir og næmir og konur þurfa að öllu jöfnu ekki að segja þeim hvaða hnappa þarf að ýta á til að kom þeim í stuð. Þekkt Ijón: Napóleon, Ámi Sigfússon og Madonna. (23. ágúst-22. sept.) Meyjan er eiginlega hálf- gert rangnefni því meyjur af báðum kynjum eru með mjög öfluga kynhvöt og geta verið lausgirtar með ein- dæmum. Þær rugla ekki saman kynlifi og ást og kyn- líf með annarri manneskju en maka er í þeirra huga ekki endilega framhjáhald. Þær eru forvitnar og forvitn- in kemur þeim oft í mjög at- hyglisverðar aðstæður. í daglegu lífi geta þær verið undirgefnar og kannski þess vegna vilja þær gjaman stjóma þegar kemur að hold- legu samneyti tveggja ein- staklinga. Þær hafa gaman af að binda makann og jafn- vel Qengja hann ef þær eru mjög æstar. Meyjar hafa oft óþarflega miklar áhyggjur af heilsunni og það er mjög óalgengt að kona sængi hjá karlmeyju sem smellir ekki smokk á áður en gamanið hefst. Þekktar meyjur: Steinunn Sigurðardóttir, Ómar Ragnarsson og Hugh Grant. (23. sept-23. okt.) Vogin ruglar þessu hins vegar oft saman, þ.e. ást og kynlífi. Fegurð kynlífsins skiptir vogir miklu máli og smáatriðin eru ávallt á hreinu. Að fá sér einn sjort- ara í einhverju húsasundi er algerlega óhugsandi en einn stuttur þar sem konan hvílir rassinn á gríðarmiklum konsertflygli er aftur á móti vel hugsanlegt. Gæði um- fram magn er mottó allra voga. Konur í voginni stunda ef til vill ekki kynlíf oft en það er gert með stæl í þessi fáu skipti. Karlar í voginni þykja einstaklega góðir elsk- hugar og konur sem hafa fengið erótiskt nudd af hendi vogar vilja ekki sjá karl- menn í öðrum merkjum. Eitt sem einkennir vogir af báð- um kynjum er leti sem þýðir að þær vilja ekki hafa of mikið fyrir hlutunum. Sum sé, engar erflðar stellingar. Þekktar vogir: Friðrik S.ophusson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ólafur Jóhann Ólafsson. (24. okt.-21. nóv) Orðspor sporðdrekans er þekkt þegar kemur að kyn- lífí. Þeir eru sagðir hafa gríðarlegt þol og óseðjandi lyst á kynlífi með eins mörg- um og hægt er. Svo er ekki. Bæði karl- og kvensporð- drekar eru of viðkvæmir til að stunda kynlíf með mörg- um. Kona I merki sporðdrek- ans er hins vegar gríðarlega góð ástkona ef hún er með einhverjum sem hún treystir fullkomlega. Karlar í sporð- drekanum eiga oft i erfið- leikum með að sleppa sér al- mennilega en ef þeim tekst það er voðinn vís og konur sem lenda í hömlulausum sporðdreka panta sér gjam- an tima í nuddi á eftir. Það kemur örlítið á óvart að sporðdrekar eru ekki há- vaðasamir í rúminu. Þeir tjá losta með augunum og lík- amanum. Einhverra hluta vegna hafa sporðdrekar gam- an af því að fara á stripp- búllur. Þekktir sporðdrekar: Þorsteinn Pálsson, Svanfríð- ur Jónasdóttir og Björk Guð- mundsdóttir. (22. nóv.-21. des.) Fólk í þessu merki er þekkt fyrir að vera opið og þá ekki síst er kemur að kynlífi. Ef eitthvert merki er sérstaklega gefið fyrir einn stuttan á opin- berum vettvangi þá er það bog- maðurinn. Þeir vilja það hratt, utandyra og örlítið gróft. Kyn- líf er samt sem áður ekki hreyfiafl í lífi bogmannsins og náinn vinskapur er þeim mun miklvægari. Bogmenn era lík- legastir til að stunda skyndikynni, hvort sem það er með ókunnugum eða vinum. Þar sem þeir era opnir og til- búnir í allt þá lenda bogmenn af báðum kynjum að minnsta kosti einu sinni i einhveiju „kinkí“ á lífsleiðinni. Þeir hafa kannski ekkert voðalega gam- an af því en reynslan sem slík skiptir þá máli. Konur í merk- inu era hávaðasamar og fólk í nálægum húsum ýmist roðnar eða æsist eftir því hvemig það er stemmt. Líkt og hrúturinn á bogmað- urinn marga bólfélaga og ætti því að heimsækja kynsjúk- dómalækni minnst tvisvar til þrisvar á ári. Þekktir Bogmenn: Guðrún Gísladóttir, Þórunn Sveinbjamardóttir og Vil- hjálmur Egilsson. (22. des.-19. jan.) Steingeitin er kynlausasta merkið. Þær geta verið marga mánuði án kynlifs og önnur svið lífsins eru þeim mikilvægari. Sumum stein- geitum hættir til að vera vandræðalegar þegar rætt er um kynlíf og þær stunda oft hefðbundið og vanafast kyn- líf. Skyndikynni eru ekki á dagskrá hjá þeim og allt sem gæt'i talist örlítið öðruvísi er litið homauga. Ef steingeit á að sýna ein- hverja leikni innan veggja svefnherbergisins verður hún að treysta félaga sínum fullkomlega og ef hún gerir það eru allir glaðir. Sá eða sú sem er með steingeit verður að fara varlega að henni og ekki ýta henni út í eitthvað sem henni er ekki að skapi. Ef steingeit er með ráðríkum bólfélaga líður henni illa og karlar í merk- inu hafa oft miklar áhyggjur af því að standa sig ekki. Alls kyns kynraskanir eins og kynkuldi, getuleysi og ótímabært sáðlát herja á steingeitur. Þekktar steingeitur: Jónína Bjartmarz, Bjami Felixson og Ólafur Skúlason. Svanfríður Jónasdóttir: Vllhjálmur Egilsson: Meö lostafull Reynslan sklptlr máll. augu? Olafur Skúlason: Heföbundinn og vanafastur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.