Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 38
42 H e Iqa rb la ö H>"V LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Skrápurinn þykknar aldrei I dag stendur Rauði krossinn fyrir lands- söfnun tileinkaðri sunnanverðri Afríku en á þessum slóðum óqnar hunqurvofan lífi fjórtán milljóna manna. Þórir Guðmunds- son, fyrrum fréttamaður, hefur starfað fyrir Rauða krossinn ísex ár og saqði blaðamanni DV frá stoltu fólki sem býr við neyð. Þórir er nýkominn frá sunnanverðri Afríku, nán- ar tiltekið frá Malaví, þegar blaðamaður hittir hann á skrifstofu Rauða kross íslands við Efstaleiti. Þór- ir var landskunnur fréttamaður þegar hann gaf það starf upp á bátinn og hóf að vinna við hjálparstörf. í starfi sínu hefur hann séð skuggalegu hliðar til- verunnar sem okkur íslendingum er ef til vill ekki kunnugt um. „Við fórum um sveitir þar sem verið var að dreifa hjálpargögnum,“ segir Þórir og útskýr- ir hvers vegna hann var staddur í Malaví. „Við vild- um sjá hvemig aðgerðin fer fram og við vildum líka sjá hvort aðstæður eru eins slæmar og fólk segir. Niðurstaðan er sú að þær eru að minnsta kosti jafn slæmar.“ Helsta fæða fólks á þessu svæði er malaður maís blandaður vatni. Uppskeran er í apríl og á henni lif- ir fólk í eitt ár. Þegar Þórir heimsótti svæðið i sept- ember voru maisbirgðimar á þrotum. „Fólk þarf að þrauka fram í apríl þannig að það er þegar fariö að borða útsæðið og alls kyns villijurtir. Venjulega er talaö um hungurmánuð í mars og þá þarf fólk að þrauka í mánuð. Núna þarf fólkið að lifa í sjö til átta mánuði án matar. Og við erum að tala um millj- ónir manna. I Malaví eru þrjár milljónir manna í hættu á að verða hungurmorða og á öllu svæðinu eru um fjórtán milljónir." Maturinn kemst til skila Aðstoð með þessum hætti hefur oft verið gagn- rýnd fyrir það að hún gagnist helst þeim sem síst þurfa á henni að halda. Til að tryggja að þetta ger- ist ekki fylgir Rauði krossinn mjög ströngu eftirlits- kerfi. „Við gætum þess að sú aðstoð sem kemur frá almenningi fari aldrei út fyrir raðir Rauða krossins. Kerfið virkar þannig að það eru valdar fjölskyldur sem fá mat, t.d. fjölskyldur þar sem alnæmi herjar, fjölskyldur þar sem aðallega er eldra fólk og síðan Á myndinni sést Þórir við störf í Kína. Það vita ekki allir að Rauði krossinn i Kína var fyrsta Rauða kross- deildin til að vcita aðstoð vcgna Vcstniannacyjagoss- ins. ii - ; m mm ' i „Þetta er einfaldlega starf sem maður þarf að kunna en því má heldur ekki gleyma að það er fólkið á staðnum sem gerir mest. Við erum sérfræðingar sem hjálpum til og það væri lítið gagn af okkur ef við værum sífellt full- ir vonleysi.“ DV-mvnd Hari fjölskyldur sem samanstanda af munaðarlausum börnum. Þetta fólk fær aðstoðina og við fylgjumst með því að það hafi fengið mat og við fylgjumst líka með því hvort einhver hafi fengið mat sem átti ekki að fá mat.“ Þórir hefur starfað við þetta í sex ár og farið víða um heiminn og kynnst hræðilegri aðstæðum en orð fá lýst. Eiginkona hans, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, og synir hafa komið með tvisvar sinn- um en undanfarin ár hefur hann ferðast einn. Ég spyr hann hvað sé það versta sem hann hafi séð. „Það er alltaf jafn erfitt að heimsækja fólk sem á ekki mat,“ svarar Þórir umhugsunarlaust. „Þegar ég heimsæki fjölskyldu í Kasakstan þar sem eru níu börn og eingöngu móðirin framfleytir þeim og það eru kannski til fáeinir óþroskaðir tómatar til að borða yfir veturinn þá er það er hvorki betra né verra en þegar maður kemur inn til fjölskyldu í Afr- íku sem á engan mat í september og sér ekki fram á að eiga mat fyrr en í apríl. Það er ekki góð tilfinn- ing fyrir nokkum mann að þurfa að reiða sig á aðra. Fólkið sem við erum að aðstoða er stolt og finnst miður að þiggja utanaðkomandi hjálp. Við segjum gjarnan við fólk að við séum að aðstoða það núna en aðstæður geti breyst og við þurft á þeirra aðstoð að halda síðar. Rauði krossinn í Kína var fyrsta erlenda Rauða kross-félagið sem bauð fram aðstoð vegna gossins í Vestmannaeyjum." Sorgin er hluti af starfinu Þórir kynntist fyrst starfinu þegar hann ferðaðist með Rauða krossinum sem fréttamaður. Sú reynsla hafði djúptæk áhrif á hann. „Mér fannst þetta mjög göfugt starf og þegar mér gafst tækifæri til að taka þátt í því þá þáði ég það og sé ekki eftir því,“ segir hann. „Getur ekki verið erfitt að slíta sig frá sorginni sem rikir á þessum stöðum?" spyr ég. „Hún er hluti af starfinu. Þegar ég var fréttamað- ur þá sveið manni að geta ekkert hjálpað og það er góð tilfinning að geta það núna. Tilfinningunni mætti lýsa sem sambland af sektarkennd og og vilja til að láta gott af sér leiða. Ég gæti aldrei starfað við þetta ef ég væri með tilfinningar mínar á útopnu. Þetta er einfaldlega starf sem maður þarf að kunna en því má heldur ekki gleyma að það er fólkið á staðnum sem gerir mest. Við erum sérfræðingar sem hjálpum til og það væri lítið gagn í okkur ef við værum fullir vonleysi." „En skrápurinn þykknar aldrei,“ heldur Þórir áfram. „Neyðin nístir alltaf og hún kemur alltaf til með að gera það. Þegar maður heimsækir t.d. al- næmissjúklinga þar sem fólk liggur fyrir dauðanum og það eina sem við getum gert er að hjálpa fólki að lifa örlítið lengur svo það geti í það minnsta komið bömunum sínum á legg. Maður frnnur óskaplega til með þessu fólki sem fær heimsókn frá mönnum sem geta kúplað sig út úr þessu umhverfi hvenær sem er. Kosturinn við mitt starf er að ég sé það sem ver- ið er að gera. Ég sé hvað samhjálpin er rík í fólki og hvemig það gerir allt sem í valdi þess stendur til að hjálpa. Ég get nefnt sem dæmi að í Afríku deilir fólk alltaf yfirleitt matnum jafnt á milli þorpsbúa. Mað- ur sér konur - sjálfboðaliða Rauða krossins - vera að hjálpa fársjúkum alnæmissjúklingum jafnvel þótt þær séu sjálfar með veiruna. Svona sýn gefur starfinu gildi.“ „Þú hefur aldrei fyllst örvæntingu og jafnvel vilj- að skipta um starfsvettvang?" spyr ég. „Þvert á móti. Ég fyllist von,“ svarar Þórir. „Við vinnum litla sigra en þeir hjálpa manni. Fólk verð- ur að vita að þetta er ekki botnlaus hít. Það er ver- ið að hjálpa fólki af holdi og blóði sem á við tíma- bundna erfiðleika að stríða. Ég vona bara að það rigni meira á þessu svæði á komandi mánuðum." -JKÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.