Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBBR 2002 Helgarblacf I>V 45 Franskur böðull leysir frá skjóðunni: Tók yfir 200 manns af lífi Mikið lá við að ró væri á ög- urstund og dauðamanni ekki gefið tækifæri til að hugsa. Effgrsti aðstoðarmaður klikkaði og sá sem lá undir öxinni færi að gjóa augum og líta íkringum sig var hætta á að hálsinn skekktist til og blaðið lenti á kjálkabeini eða annars staðar þar sem meiri fyrirstaða var en á bana- kringlunni. Þá gat allt farið úrskeiðis og varð að Ijúka verkinu með slátrarahníf sem hafður var við höndina að grípa til ínegðartilfellum. Fernand Meyssonnier hefur höfuð mitt I hendi sér. Hann heldur tveim holdmiklum fingrum aftan við eyrun og teymir mig fram úr sætinu. Þetta er ekki sárt en áhrifin eru vissulega óþægileg. „Svona á að gera þetta. Ekki má halda náunganum með höndunum nærri hálsinum, þá getur orðið slys. Það kom fyrir og fólk missti tvo eða þrjá fingur." Þetta er frásögn blaðamanns sem talaði við franskan böðul sem nú er að gefa út endurminningar sínar og dregur ekkert undan. Monseur Meyssonnier var opinber böðull í 21 ár, en hann hóf starfið árið 1947. Hann starfaði við fall- öxina í Alsír og átti þátt í að afhöfða yfir tvö hundr- uð manns, meirihluti þeirra var arabar í þáverandi franska Alsír. Meðan á stríðinu milli Frakka og Al- sírmanna stóð afhöfðaði hann fimm til sex manns á viku. Honum er vel kunnugt um hvernig er að halda á búklausu mannshöfði og er vanur að sjá blóðlifrar. - Blóðið spýtist úr strjúpanum eins og tvær skvettur úr rauðvínsglösum og draga allt að þrjá metra, segir gamli böðullinn. Hann er núna, að minnsta kosti i Evrópu, síðasti hlekkurinn í fornri atvinnugrein, sem er næstum goðsöguleg, hann drap fyrir fólkið. Böðullinn fyrrverandi býr nú í sveitaþorpi í Frakklandi en þangað flutti hann frá Tahiti árið 1992, þar sem hann rak bar í þrjá áratugi. Til þessa hefur Fernand ekki viljað tala opinber- Fernand Meyssonnier tók við starfi föður síns sem böðull hins opinbera í Alsír. í bók sem hann hefur skrifað lýsir hann sinni blóðugu atvinnugrein sem hann telur sig hafa leyst vel og samviskusamlega af hendi. Á stofuskápnum eru ininjagripir frá liðinni tíð og þeirra á meðal líkan af fallöxi sem böðullinn smíð- aði þegar hann var 15 ára gamall og gaf föður sínum, yfirböðlinum. lega um sitt gamla starf. En nú er hann 72 ára gam- all og er orðinn veikur af krabbameini. Um þessar mundir er að koma út bók eftir hann, Saga böðuls- ins. Þar skýrir hann frá starfi sínu og fegrar það ekki. Faðir Fernands, Murice Meyssonnier, sem var kommúnisti og bareigandi, var yfirböðull í Alsír eft- ir síðari heimsstyrjöld. Hann tók son sinn sem lær- ling í faginu 1947. En guðfaðir Fernands var Henry Roch sem gegndi starfi yfirböðuls fyrir stríð. Forfeður hans í beinan karllegg voru opinberir böðlar og er atvinnugreinin í ættinni rakin allt aftur til 17. aldar. Má segja að öxin hafi fylgt fjölskyldunni í marga ættliði. í endurminningum kemur fram að þegar sonur- inn tók til við að aðstoða föður sinn 1947 hafi hann þurft á manni að halda sem hann gat treyst fullkom- lega. Það er vandaverk að taka fólk af lífi og ekkert má fara úrskeiðis, því þá er voðinn vís. Starfinu fylgdi margs kyns upphefð og kostir. Það var vel launað, böðullinn mátti bera byssu, frítími var nægur og lögreglustjórinn var kumpánlegur við stéttina. Og hann var vel séður í franska Alsír. Hækkaður í tígn Þegar verkefnin kölluðu var hringt frá skrifstofu ákæruvaldsins í barinn þar sem Meyssonnier eldri varð fyrir svörum á meðan sonurinn var enn í læri. Áð áliðnum degi fóru þeir að pakka fallöxinni nið- ur í kassa, en þegar hún var ekki í notkun var hún tekin sundur og geymd í pörtum. Kassarnir voru settir upp á vörubíl og haldið var til viðkomandi fangelsis í Alsírborg, Oran eða Con- standtine. Þar var hafist handa við að setja aftöku- tækið saman og reisa hana í fangelsisgarðinum. Við sólarupprás var verkinu lokið og fallöxin stóð reiðubúin að sinna sínu hlutverki. Fernand hóf böðulsstarfið sem aðstoðarmaður og var hans skylda i fyrstu að binda tryggilega fætur og læri sakamannsins saman með sterkri fiskilínu. Síðan voru handjárn settar á hendur og þær bundn- ar fastar saman aftur fyrir bak og þess gætt aö oln- bogarnir væru þétt saman. Það var gert til að höf- uðið teygðist sem lengst frá búknum, okkur öllum til hægðarauka, segir Fernand, sem dregur ekkert undan í lýsingum sínum á böðulsstarfinu. Þegar frá leið var Fernand hækkaður í tign og gerður að aðalaðstoðarmanni föður síns. Þvi fylgdi sú ábyrgð að standa framan við gálga fallaxarinnar og toga höfuð dauðamanns gegnum gatið á við- arplönkunum sem umluktu hálsinn. Haldið var um höfuðið þegar axarblaðið féll. Fyrsti aðstoðarmaður var kallaður „ljósmyndar- inn“. Það var vegna þess að hann varð að halda höfðinu grafkyrru og horfa beint í augu þess sem lá undir gálganum, eins og ljósmyndarar gerðu i þá tíð þegar allir urðu að vera kyrrir á meðan mynd var tekin. Mikið lá við að ró væri á ögurstund og dauða- manni ekki gefið tækifæri til að hugsa. Ef fyrsti að- stoðarmaður klikkaði og sá sem lá undir öxinni færi að gjóa augum og líta í kringum sig var hætta á að hálsinn skekktist til og blaðið lenti á kjálka- beini eða annars staðar þar sem meiri fyrirstaða var en á banakringlunni. Þá gat allt farið úrskeiðis og varð að ljúka verkinu með slátrarahníf sem hafð- ur var við höndina að grípa til í neyðartilfellum. Þegar fyrsti aðstoðarmaður var tilbúinn sagði hann: „Falla, faðir!“ og smellur. Höfuðið var í hönd- um hans og var strax sett í körfuna. Gaf föður sínum fallexi Böðullinn fyrrverandi segir að það veiti taum- laust vald að deyða samborgara sína. Atburðarásin verður eins og á hraðsýndri kvikmynd. Þegar mik- ið er að gera er komið með þann fyrsta og hann tek- inn af lífi og 20 sekúndum síðar er sá næsti leiddur fram og eru báðir afhöfðaðir fumlaust á skömmum tíma. Verknaðurinn gefur manni ólýsanlegt vald sem aðeins guð hefur yfir að ráða. Þegar Fernand var 15 ára gamall smíðaði hann likan af fallöxi og gaf föður sínum. Hann erfði grip- inn og nú trónir hann á stofuskáp hjá honum sjálf- um. Hann á fleiri minjagripi svo sem gleraugu sem dauðamaður afhenti honum rétt áður en höfuðið skildist frá búknum. Hann á líka mikla stólpagripi sem eru tveir páfa- gaukar sem eigandinn hefur kennt að blístra Marseillaiseinn, þjóðsöng Frakka, og International- inn, sem á íslandi er sunginn með textanum Fram þjáðir menn ... og á eftir garga fuglarnir: „Af með Fallöxin var fundin upp sem líknartæki. Sé kunnáttu- samlega með liana farið sneiðir hún höfuð frá búk á skjótan og tiltölulega hreinlegan hátt. Böðlar með handöxi sköðuðu iðulega dauðamenn án þess að drepa þá fyrr en eftir mörg högg og klaufalcga af hcndi reidd. hausinn - lengi lifi Meyssonnier". Ætla mætti að Fernand væri harðlyndur maður eftir allar þær aftökur sem hann hefur framkvæmt eða staðið að. En karlinn heldur nú síður. Hann seg- ir að stundum þegar hann er að horfa á fótbolta í sjónvarpinu og einhver veslingurinn vinnur háar upphæðir og ætlar af göflunum að ganga af ánægju, þá fær böðullinn tár í augun. Svo segir hann átakanlega sögu af viðkvæmni sinni: „Einu sinni var ég með vini mínum í Alsir sem var að reyna að snúa bíl í gang. Sveifin sló til baka og hann fékk svöðusár á höfuðið. Ég fór með hann til læknis sem saumaði sárið saman, og ég segi það alveg satt, að ég tók það mjög nærri mér að sjá hann þjást svona mikið og varð næstum veikur af að sjá allt blóðið sem úr honum streymdi. Ég spurði lækninn hvað gengi eiginlega að mér og hann svaraði: Þú hefur bara ekki vanist þessu!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.