Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 47
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Helcjarblað 13 V Jeppi Porsche vekur athygli VW Touareg frumsýndur Porsche er framleiðandi sem hingað til hefur aðeins verið þekkt- ur fyrir framleiðslu á sportbílum en í síðustu viku frumsýndu þeir fyrsta jeppa sinn, Porsche Cayenne í París. Fjórhjóladrif er þó eitthvað sem Porsche er ekki alveg ókunnugt enda margir sportbíla þeirra fjór- hjóladrifnir. Það sem færri vita er að Porsche hefur tvisvar unnið Par- ís-Dakar rallkeppnina á árum áður, þá á breyttum 959 bíl. Cayenne jeppinn kemur í tveim- ur útfærslum, S sem er 340 hest- öfl og Turbo sem er 450 hestöfl. Hámarkshraðinn á Turbo út- færslunni mun vera 265 km á klukkustund sem er örugglega sá mesti í jeppa. Bíllinn verður hlaðinn búnaði og má þar nefna loftstýrða fjöðrun sem hægt er að stilla á sex vegu, þrjár mis- munandi aksturstillingar á fjöðrun eftir aðstæðum, fjöl- hæfa spólvöm og margt fleira. S útfærslan mun kosta frá 5 millj- ónum í Bandaríkjunum og Turbo frá 7,8 milljónum. Bandaríkin verða stærsti markaðurinn fyrir Cayenne jeppann og er áætlað að þangað fari 60% af þeim 25.000 jeppum sem framleiddir verða árlega. Búast má svo við Clubsport útgáfu af Cayenne árið 2005 sem verður líklega með 600 hestafla V8 vél með tveimur for- þjöppum. -NG Touareg lúxusjeppinn var heimsfrumsýndur á bílasýning- unni í París. Dr. Bernd Pischets- rieder, aðalstjórnandi Volkswagen AG, og Prof. Wilfried Bockel- mann, stjórnandi tækniþróunar- deildar Volkswagen og einn stjórnarmanna samsteypunnar, afhjúpuðu bílinn að viðstöddum Qölda fjölmiðlamanna. Tou- areg verður fyrst kynntur á Þýskalandsmarkaði á þessu hausti. Hann verður í boði með 220 hestafla V6 bensínvél og VIO TDI dísil sem gefur 313 hestöfl sem kemur bílnum frá 0 upp í 100 km/klst á 7,8 sek- úndum. Touareg V6 er með sex gira sjálfskiptingu en verður síðar fáanlegur með handskiptum gírkassa, sem og með nýrri fimm strokka TDI vél og nýrri V8 bensinvél. All- ir Touareg-bílarnir verða með 4Motion aldrifi og sex gíra gír- kassa en í VIO TDI er sjálf- skipting staðalbúnaður. Líkt og Porsche Cayenne verður Touareg VIO TDI er með CDC loftfjöðrun (Continous Damping Control) sem virkar jafnt á vegi sem vegleysum og gefur þægindi í akstri. Bíllinn mun kosta frá 3,5 milljónum króna í Evrópu i sinni ódýrustu útfærslu. -NG Porsehe Cayenne vakti að vonum mikla athygli á Parísarsýningunni, jafnt að utan sem innan. VW Touareg-jeppinn deilir meðal annars undirvagni með Porsche Cayenne en verður aðeins ódýrari en hann. Bilasyningin i Paris Fjöldi nýrra bíla er ávaUt kynntur á haustin í kringum hina árlegu bílasýningu sem til skiptis er haldin í Frankfurt eða Paris. Að þessu sinni er sýningin í Par- is og er hún engin undantekning með fjölda nýrra tilraunabíla og frumsýningar framleiðslugerða. Franskir bílaframleiðendur eru sérlega duglegir við að kynna til- raunabíla þetta árið og má þar nefna bíla eins og Citroén C-Air- dream, Renault EUypse og Peu- geot Sesamé en einnig vakti General Motors athygli með Hy- Wire vetnisbílnum. Litlir sport- legir opnir bílar eru einnig greini- lega vinsælir en fjórir slíkir voru kynntir á sýningunni, Ford StreetKa, Smart Roadster, Peu- geot 307CC og Citroen C3 Pluriel. Meðal helstu framleiðslufrumsýn- inga er helst að nefna Renault Megané, BMW Z4, Audi A8, nýjan Saab 9-3 og Evrópugerð Honda Accord. Frumsýningar jeppa taka einnig sitt pláss á sýningunni en þar voru jeppar eins og Volkswagen Touareg, Porsche Cayenne og ný gerð Toyota Land Cruiser 90 kynntir. Á síðustu vik- um hefur verið fjallað um alla þessa bíla á síðum DV-bíla og því ekki úr vegi að skoða svipmyndir af nokkrum þeirra á sýningunni í París. -NG Það var engin önnur en söngfuglinn Kvlie Minogue sem aflijúpaði Ford StreetKa sportbílinn á Parísarsýningunni. Velgengni Ferrari trvggir þeim mikla athvgli Það og perlan í básnum þeirra er nýi Enzo ofur- sportbíllinn. Það fyrsta sem tekur á móti gestum á sýningunni er bás Renault bílaframleiðandans sem frumkynnir með- al annars nýjan Renault Megané. glansar vel á póleraða ályfirbyggingu hins nýja Jagúar XJ. Peugeot Sesamé er smábíll með rennihurðum en hann tekur líklega við af 106 smábílnum. Þótt Peugeot 307CC sé kynntur sein tilraunabíll á Parísarsýningunni má telja víst að hann fari í fram- leiðslu líkt og 206CC. Einn glæsilegasti sportbíllinn á sýningunni er ef- laust nýr BMW Z4 sem tekur við af Z3. MDI er forvitnilegur tilraunabíll sem kemur fljót- lega á markað. Hann gengur einungis fyrir sain- þjöppuðu lofti og inengar því ekki neitt en bíllinn hefur verið átta ár í þróun. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Ford Focus High-series, bsk., skr. 11/99, ek. 36 þús. Verð kr. 1220 þús. Alfa Romeo, 5 d., bsk., skr. 11/98, ek. 34 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk., skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Grand XL-7, ssk., skr. 5/02, ek. 16 þús. Verð kr. 2990 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk., skr. 6/00, ek. 46 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk., skr. 6/00, ek. 41 þús. Verð kr. 1190 þús. Toyota Yaris, 5 d., bsk., skr. 6/01, ek. 32 þús. Verð 950 þús. VW Polo Comfortline, 5 d., bsk., ek. 40 þús. Nissan Micra GX, 5 d., bsk., skr. 8/01, ek. 8 þús. Verð kr. 1190 pús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///•--------—----- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Baleno Wagon 4x4, 6/98, ek. 42 pús. ð kr. 1030 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.