Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Stækkun ESB: Umbrotatímar og óráðin framtíð Höfuðstöðvar ESB í Brussel. Sagt er að þarna ráði embættismenn öllu í aðildarríkjunum. En framtíð Evrópu getur allt eins verið í höndum almennra kjósenda á írlandi. Víða er mikil mótstaða gegn svo stórfelldri stækkun sem búið er að ákveða af œðstu stjórn ESB, þótt ekki beri ýkja mikið á henni opinberlega. Mörgum hrýs hugur við að taka inn nánast öll leppríki gömlu sovétstjórnarinnar í austanverðri álfunni. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan harðsnúnir kommúnistar réðu lögum og lofum í þessum ríkjum og lýðrœðishefð er þar víða af skornum skammti. En ríkisstjómir vilja ekki kannast við það opinberlega að þœr séu í raun mót- fallnar því að taka margar af þjóðunum austur í álfunni inn í samtökin og eiga á hættu að vera sakaðar um fordóma. Oft er búið að útlista hver er hin raunverulega stefna Evrópusambands- ins í fiskveiðimálum. Samt vita fæstir hver hún er og enn síður hvaða breyt- ingar kunna að verða gerðar á henni. íslenskir ráðherrar eru hreint ekki á sama máli um fískveiðistefnuna og er skemmst að minnast ólíkrar túlkunar utanríkisráðherra og sjávarútvegsráð- herra á hvort einhver stefnubreyting hefur orðið varðandi rétt aðildarþjóða við Miðjarðarhaf til að ráða eigin fiski- miðum. Það hvort slíkar reglur geti einnig náð til Norður-Atlantshafsins er ekki á hreinu og skoðanir ráðamanna á því efni mjög misvísandi. Þá berast þversagnarkenndar fregnir af þvi hver niðurstaðan kann að verða í samning- um um rétt til að ráða eigin fiskveiði- lögsögu ef svo fer að ísland sæki um inngöngu í ESB. Á þetta er aðeins drepið til að minna á að flest sýnist orka tvímælis varðandi samninga ein- stakra þjóða við bandalagið og að mál- efni þar að lútandi eru aldrei einfóld. En hver svo sem fiskveiðistefna ESB er og verður eru uppi ótal úrlausnar- efni önnur sem erfitt er að ná sam- komulagi um og aðildarþjóðirnar standa meira og minna ráðþrota gegn. Fiskveiðistefnan er minni háttar mál miðað við mörg önnur, þótt hún kunni að skipta fiskveiðiþjóðina norður í hafi meira máli en önnur ríki sem hlut eiga að bandalaginu. Stóru málin innan ESB um þessar mundir eru stækkunin í austurveg með inntöku fjölda nýrra þjóða og hvemig því mikla hagkerfi mun reiða af sem af leiðir. Hagkerfið mun verða stærra en hið bandaríska en spurning er hvort það verður öflugra. Yfiieitt er gengið út frá því sem vísu að inntaka nýrra ríkja og aðlögunin að mikið breyttum aðstæðum gangi snurðulaust og að breið samstaða sé um þá þróun. En það er öðru nær. Það eru ótal ljón í veginum og mikil vanda- mál við að glíma. Lagfæringa þörf Rikin tíu sem boðið hefur verið að gerast meðlimir 1. janúar 2004 eru Eist- land, Lettland, Litháen, Pólland, Tékk- land, Sióvakía, Ungverjaland, Sló- venína, Malta og Kýpur. Umsóknir Rúmeníu og Búlgaríu eru í biðstöðu og verða þær að bíða til 2007 eftir að fá inngöngu og verða þá búnar að koma málum sínum í það horf að vera inn- tökuhæfar. Umsókn Tyrklands bíður óafgreidd og er eitt mesta feimnismál ESB sem ekki er rætt nema í hvíslingum. f sára- bætur fá Tyrkir fjárhagsaðstoð og klappað er á bakið á þeim og þeim hælt fyrir umbótaviija. En úrslit þing- kosninganna sem fram fara 3. nóvem- ber kunna að hafa einhver áhrif á af- stöðu bandalagsins til aðildarumsókn- ar Tyrkja síðar meir. Öðrum umsóknarþjóðum er gert að lagfæra sitthvað í sínu efnahagskerfi eða stjómsýslu áður en þær gerast full- gildir meðlimir i Evrópusambandinu. Nefna má að Pólverjum er gert að styrkja landamæravarnir sínar í austri þar sem lönd eins og Hvíta-Rúss- land og Úkraína munu eiga sameigin- leg landamæri með ESB. Eistland verður að takmarka veiðar á fiski sem fer i lýsi og mjöl og Malta verður að endurskoða ákvæði um eignarrétt. Það er alls staðar einhver pottur brotinn sem þarf að klístra saman. Meira að segja Rúmenar verða að viðurkenna sígauna sem fullgilda samborgara. Þann 19. október munu írar ganga til þjóðaratkvæðageiðslu um hvort samþykkja eigi stækkunina eftir rúmt ár. En öll aðildarrrikin verða að vera sammála um nýjar aðildarþjóðir. írar hafa einu sinni áður hafhað stækkun- inni austur á bóginn og allt eins er bú- ist við að þeir geri það aftur nú. Ef svo fer er búist við að öflugustu stofnanir innan samtakanna með sín ráðherraráð og valdamikil sam- ráðsapparöt muni fara kringum ákvæðið um að allir þurfi að sam- þykkja nýjar aðildarþjóðir og að ríkin tíu fari þá inn bakdyramegin ef ekki vOl betur til. Hins vegar er víða mikil mótstaða gegn svo stórfelldri stækkun ESB sem búið er að ákveða af æðstu stjóm, þótt ekki beri ýkja mikið á henni opinber- lega. Mörgum hrýs hugur við að taka inn nánast öll leppríki gömlu sovét- stjómarinnar í austanverðri álfunni. Það er ekki nema rúmur áratugur síð- an harðsnúnir kommúnistar réðu lög- um og lofum í þessum ríkjum og lýð- ræðishefð er þar víða af skornum skammti. En ríkisstjómir vilja ekki kannast við það opinberlega að þær séu i raun mótfallnar því að taka margar af þjóðunum austur í álfunni inn í samtökin og eiga á hættu að vera sakaðar um fordóma. Þá er efnahagsástand umsóknarríkj- anna hvergi nærri sambærilegt við hagsældina í gömlu aðildarríkjunum og kann það að valda miklum sveiflum og misræmi í efhahagslífmu, ekki síst fyrir þá sök að myntin verður sameig- inleg. Mikiö misræmi Ef írar segja nei í þjóðaratkvæða- greiðslunni verður einhver dráttur á að ákveðið verði hvenær nýju ríkin fái inngöngu en það verður þá rætt á topp- fundi í Brussel í síðari hluta nóvember og í Kaupmannahöfn nokkm siðar. Landbúnaðarmálin verða sem fyrr aðalásteytingarsteinninn. Ríkin fyrir austan eru öll mikil landbúnaðarlönd og munu samkvæmt jafnræðisreglu fá gífurlega styrki að vestan. Jafnframt munu búvörur þaðan flæða vestur yfir og er tæpast á offramleiðsluna bæt- andi. En þjóðirnar sem fyrir eru i ESB láta í veðri vaka að ekki verði mögu- legt að styrka landbúnaðinn fyrir aust- an eins og í þeim ríkjum sem fyrir eru. Þetta taka Pólveijar til dæmis óstinnt upp og hafa jafnvel á orði að draga að- ildarumsókn sína til baka ef þeir eiga að verða annars flokks ríki innan Evr- ópusambandsins, eins og sitthvað bendir til að gömlu jámtjaldsrikin verði af ástæðum sem illmögulegt er að ráða við. Efnahagur þeirra og tækni- kunnátta stenst engan samjöfnuð við háþróuð velferðarríki í Vestur-Evrópu. Kýpur er enn óleyst vandamál. Skil- yrði fyrir inngöngu í ESB er að eyjan verði gerð að einu ríki en nú skiptist hún á milli Grikkja og Tyrkja. Bæði þjóðarbrotin vilja ganga í ESB en lítill vOji er fyrir hendi að þau sameinist í einu ríki. Hvort það verður í tæka tíð er óvíst en ótækt þykir að taka tvískipt land í samtökin í einu lagi. Grikkir neita að skrifa upp á inn- göngu ríkjanna í austanverðri álfunni nema að Kýpur fylgi með. En Tyrkir á heimalandinu og Kýpverjar af tyrk- nesku bergi brotnir kæra sig ekkert um að sameinast Grikkjum á Kýpur né vera upp á þá komnir á nokkurn hátt. Þama er enn einn þröskuldurinn í vegi útvíkkunar Evrópusambandsins og er erfiður yfirferðar, jafnvel fyrir stjómmálarefina í Brussel. Feimnismál Tyrkland er feimnismál sem ekki er vert að hafa hátt um. Landið er í Nató og hefur lengi átt góð samskipti við Vestur-Evrópu og Bandaríkin og þau náin í varnar- og öryggismálum. En Tyrkir eru múslímar og um margt ólíkir samherjum sinum fyrir vestan og sambúðin við Grikki er afleit, hefur verið það lengi og engra breytinga er þar von. Tyrkir reyna hvað þeir geta til að komast i Evrópusambandið en er neit- að á kurteislegan hátt. Þeir fá góða efnahagsaðstoð frá sambandinu. En skilyrðin sem gefin eru til að fá inn- göngu í bandalag Evrópu eru ekki fyr- ir hendi. Stjómkerfið allt er háð öðr- um lögmálum en sæmilegt þykir fyrir vestan, lýðræðinu áfátt um margt og dómskerfið afleitt og þjóðabrot eru kúguð og mannréttindi fótum troðin. Nú síðast er komið upp ágreinings- efni. Stjórnvöld koma í veg fyrir fram- boð flokks sem byggir stefnuskrá sína á múslímskri trú og hefðum. Þetta er andstætt því stjómmála- og tjáningar- frelsi sem vesturáifumenn telja sjálf- sagt. Er nú komin upp sú þverstæða að vestur í álfu kæra menn sig lítið um að fá múslímska þjóð í sitt ríkjasamband en telja að það sé brot á mannréttind- um að fá ekki að bjóða fram í nafni múslímskra trúarbragða. Stækkun ESB austur á bóginn getur komið sér illa fyrir efnahag Tyrklands. Ef Búlgaría og Rúmenía ganga í sam- bandið getur það haft áhrif á hagkvæm viðskipti sem Tyrkir eiga við múslímsku ríkin íyrir austan og við þjóðimar fyrir norðan og vestan. Tyrk- land hefur verið eins konar brú á milli Austurlanda nær og Evrópu, ekki síst Balkanþjóða og þeirra landa sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Þetta getur allt breyst með stækkun ESB en Tyrk- ir verða úti i kuldanum. Ljóst er að miklir umbrotatímar em fram undan varðandi þróun Evrópu- mála. Hvort írar tefja stækkunarferlið eða samþykkja það er ekki vitað þegar þetta er skrifað. Samt sem áður er iangt frá því að allar aðildarþjóðimar séu sáttar við stækkunina og inntöku ríkja sem sumum þykja eiga lítið er- indi í ríkjasamband þróaðra iðnaðar- og velferðarríkja. Deilur um fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins eru smámál miðað við þau sem nú er við að kljást í höfuð- borgum nær þriggja tuga ríkja og emb- ættismannaskarinn í Brussel reynh- að fá botn í. (Meúal heimilda er Weekendavisen) Erlendar fréttir vikum Kjarnavopn í N-Kóreu Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagð- ist í vikunni telja að ráðamenn í Norður- Kóreu hefðu komið sér upp kjarnorku- vopnum og ættu fáein stykki. Yfirlýsing Rumsfelds kom í kjölfar fregna um að Norður-Kóreu- menn hefðu viðurkennt fyrir banda- rískri sendinefnd sem var i heim- I sókn hjá þeim að þeir hefðu haldið áfram að þróa kjarnavopn á laun, þrátt fyrir að lofa að hætta öllu slíku árið 1994, í skiptum fyrir efnahagsað- stoð. Bush Bandaríkjaforseti sagði þessi tíðindi vera áhyggjuefni. Fjöldamorð á Balí Stjórnvöld i Indónesíu hafa heitið auknum og skjótum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum vegna mikils þrýstings rikja heims í kjölfar sprengjutilræðisins á Balí fyrir viku þar sem hátt í tvö hundruð manns týndu lífi. Flestir hinna látnu voru erlendir ferðamenn, að- allega Ástralar. Þá hafa yfirvöld handtekið íslamskan harðlínuklerk sem talinn er vera leiðtogi samtaka sem liggja undir grun um að hafa staðið fyrir ódæðisverkinu. Stjómir vestrænna ríkja hafa hvatt þegna sína til að hraða sér heim frá Indónesíu vegna hættunnar á frek- ari hryðjuverkum samverkamanna al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens. Meiri líkur á málamiðlun Auknar líkur eru á að Bandaríkjamenn og Frakkar komist að málamiðlun um nýja ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í íraksmálinu. Bandarískir ráða- menn hafa gert tillögur að nýrri ályktun þar sem þeir koma til móts við Frakka sem hafa lýst eindreg- inni andstöðu við einhliða stríðsað- gerðir Bandaríkjamanna til að koma Saddam Hussein Iraksforseta frá völdum. Saddam var endurkjör- inn forseti í vikunni með 100 pró- sentum greiddra atkvæða. Hugsan- legt er talið að Öryggisráðið muni greiða atkvæði um nýja ályktun fyr- ir mánaðamót. Leyniskyttan enn frjáls Svo virðist sem lögreglu miði lítt 1 rannsókn á morðum leyniskyttunnar sem hefur hrætt líftóruna úr íbúum í nágrenni við Washington DC síðast- liðinn hálfan mánuð. Leyniskyttan lét síðast til skarar skríða á mánu- dagskvöld þegar hún drap 47 ára gamla konu á bilastæði versl- unarmiðstöðvar. Konan var níunda fórnarlamb leyniskyttunnar sem læt- ur lífið. Lögregla var vongóð um að lýsingar sjónarvotta myndu koma henni á sporið en nú hefur komið í ljós að lýsing á meintum flóttabíl skotmannsins átti ekki við rök að styðjast. Kosningar á Grænlandi Jonathan Motz- feldt, formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, boð- aði í vikunni til þingkosninga í des- emberbyrjun. Nú- verandi kjörtímabil rennur ekki út fyrr en í febrúar á næsta ári en Motzfeldt ákvað að flýta kosningunum vegna hótana stjómar- andstöðuflokksins Inuit Ataqatigiit um að bera fram vantrauststillögu á stjórnina vegna ríkisreikninganna fyrir árið 2001. ísraelar drepa enn ísraelskir hermenn gerðu árás á Rafah flóttamannabúðirnar á Gaza á fimmtudag og drápu átta Palestínu- menn. Meðal hinna látnu voru gamal- menni, unglingar og stúlkubarn. Tals- maður ísraelska hersins sagði að dát- arnir hefðu aðeins verið að svara skothríð Palestínumanna. Heima- stjórnin palestínska fordæmdi aðgerð- ir ísraela og kallaði þær fjöldamorð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.