Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 / / e l cj a rk> l o ö 30 V 2*3 Aiidfasisti frá helvíti - Samúel er þrælpólitísk bók og Danir fá duglega á kjaftinn. Þeim er lýst sem rasistum og litilli sjálfum- glaðri þjóð sem getur ekki höndlað sambýli við aðra. „Já, en fyrsta hugsunin mín var önnur. Ég sá fyrir mér, þú veist, að ef einhver smiður í Breiðholtinu fengi bókina í jólagjöf myndi hann hugsa: „Nei, vá! Ég er þessi Dani. ísland er Danmörk." Það var mín von. Það var pælingin. Þegar ég flutti hingað út fékk ég gullið tækifæri til upplifa það að vera útlendingur. Ég hafði alltaf bara verið Islendingur eðá túristi í útlönd- um, aldrei upplifað neitt annað en að kaupa mér bjór fyrir eskúdos og sjá að fólk varð geðveikt ánægt að sjá peningana mína. Síðan allt í einu flutti ég hingað, og vá! Það var ótrúlega merkilegt að vera útlendingur. Maður þarf að gera alls konar hluti og læra á allt upp á nýtt. Það er allt önnur sjálfsmynd sem maður fær. Þegar maður til dæmis labbar inn á skattinn þá er maður fyrst og fremst útlendingur hjá skattinum. Maður er ekki túristi og ekki íslendingur. Og upphaf- lega hugsunin mín var sú að þetta væri ótrúlega þörf bók fyrir okkur að lesa heima. Ef ég t.d. sest inn í leigubíl heima og prófa að tala um útlendinga þá opn- ast upp á gátt fyrir alls konar fyrirlitningu." - Við erum samt ekki komnir eins langt i rasism- anum og Danir, við eigum enga Piu Kjærsgaard, for- mann danska þjóðarflokksins, sem Samúel er með á heilanum? „Nei, við eigum engan flokk enn þá, enda er það ein af ástæðunum fyrir því að skrifa svona bók. Það er enn þá von fyrir okkur ef við spilum rétt úr þessu. En þetta er að gerast. Ég held að hlutfallið af útlending- um sé orðið jafnhátt á íslandi og í Danmörku. Þannig að þeir sem hafa svona brjálaðar skoðanir hafa örugg- lega nóg að pirra sig yfir, alla vega jafnmikið og Dan- ir. Og það er stórhættulegt að mínu áliti - enda er ég andfasisti frá helvíti eftir að hafa verið útlendingur í tvö ár.“ - Mér finnst merkilegt að heyra að þú skulir hugsa Samúel svona mikið út frá íslandi. Er þetta ekki bók sem þú vilt gefa út í Danmörku? „Jú, þrátt fyrir morðhótanirnar sem ég mun fá. Danir verða alveg brjálaðir. Það er ákveðinn hópur sem er með dauðalista og alls konar rugl í gangi hérna. Konan mín segist alla vega vera fegin að við verðum flutt heim þegar bókin kemur út. En það er líka stór hópur hér sem hefur sömu skoð- anir og Samúel og þessir gæjar sem voru að kasta mólótovkokkteilum í Gautaborg i fyrra hafa nákvæm- lega sömu skoðanir og tilfinningar og Samúel. Þetta er ákaflega falleg skoðun en hún stenst ekki, þannig verður heimurinn aldrei." Skyldur rithöfunda - Þú ert ákveðinn í að flytja heim. Þér hefur ekki dottið í hug að setjast bara hér að, fara að skrifa á dönsku? „Nei ég myndi aldrei skrifa á dönsku. Það sem mað- ur fattar fljótlega eftir að maður flytur út er að bók- menntalega búum við í paradís miðað við aðra. Ég á vin hér sem er rithöfundur, fyrsta bókin hans, Hala- lity, var ógeðslegt hit. Hún var í öllum blöðum, frá- bærir dómar og allt, djöfull flott bók. Hann seldi jafn- mörg eintök og ég af Heimsins heimskasta pabba! Samt var bókin hans bestseller og útgefandinn hans faðmar hann og kyssir á hverjum degi. Flóran heima er líka miklu áhugaverðari. Bókmenntir í Danmörku eru allt öðruvísi en heima. Það sem fer mest í taugarnar á mér hér er að bókmenntir eru algert einkamál einhvers eins þjóðfé- lagshóps, sem er ekki heima. Ljóðið er að vísu bund- ið við ákveðinn hóp heima. En ljóðið var ekki þannig, einu sinni. Það var ekki þannig fyrir afa mínum, en ljóðið er þannig fyrir mér, þótt ég sé rithöfundur og pabbi minn og afi hafi endalaust verið að reyna að smita mig. Mér hefur alltaf þótt ljóðið vera einkamál einhverra sem ég ætti ekki að skipta mér neitt af. Skylda rithöfundar er ekki bara að vera sannur sjálfum sér eða eitthvert rugl. Þú getur verið sannur sjálfum þér en þú hlýtur líka að reyna að snerta fólk. Ég kann ekki við stæla. Þá er maður að hindra að- gang fólks að einhverju. Það er eins og að hafa bíó- mynd úr fókus. Ef maður hefur eitthvað að segja á maður að gera það og reyna að komast að fólki og snerta það. En ég held að vandamálið sé að fólk hefur ekkert að segja - þannig að það á ekki einu sinni að skrifa bækur. Þegar ég var að byrja að lesa eitthvað af viti var fullt af höfundum sem voru kannski að segja eitthvað stundum, en yfirleitt voru þeir ekki að segja neitt og útbjuggu það þannig að enginn vildi lesa það og seld- ust ekki neitt. Þetta þóttu voða fínir höfundar. En það hlýtur að vera skylda þín, ef þú hefur eitthvað að segja og langar til að tala við einhvern að gera það sæmilega skýrt. Þetta er bara eins og ef þú vilt ná þér i konu. Þá verðurðu að fara í bað og vera snyrtilegur. Þetta er bara þannig. Ég trúi á það sem ég er að gera og að það eigi er- indi við fullt af fólki. Eins og kúkur t.d. sem eitthvað þema í Heimsins heimskasta pabba. Hvað eru margir svo miklir pervertar að hafa einhvern áhuga á kúk? Kannski fjórir á íslandi. En það gerðist eitthvað í bók- inni og mér tókst að vera sannur viðfangsefninu og tókst að matbúa það og bjó ekki til neina fldusa sem gerðu fólki erfitt að komast að efninu. Lagði bara sál eins manns á borðið og fólk hafði gaman af því að lesa það og það hafði einhver áhrif á það. Og hún náði til fleiri en þessara fjögurra sem hafa áhuga á kúki.“ - Þú ert alveg ófeiminn við að nota orð eins og skyldur rithöfundar? Þetta eru orð sem margir ungir rithöfundar myndu ekki snerta á með töngum. „Þetta hef ég örugglega úr ljóðauppeldi fóður mins. Öll ljóðskáldin sem hann elskaði mest og best, gömlu kallarnir - þeir voru með þetta á hreinu. Þeir vissu þetta. Það er örugglega ástæðan fyrir því að þeir setja sig upp á móti Steini Steinarr, Þórbergur og Laxness og þeir. Þeir vissu þetta. Þeir vissu að hann myndi eyðileggja þetta allt. Þeir hugsuðu: Ókei, veriði snið- ugir ungir strákar og svona en þið eruð að eyðileggja þetta. Þið verðið að vita það. Atómskáldin stálu ljóð- inu og það er ekki enn þá komið til okkar aftur. Þeir bara stálu því og eru með það í rassvasanum, ein- hverjir gæjar niðri í miðbæ og við höfum engan að- gang að því. Ýmsir hafa reynt að stela því aftur. Hall- grímur reyndi það. Einar Már stal þvi aftur. Og ég held að hann viti alveg að hann stal því aftur. Hann hefur fullt að segja í sínum ljóðum og fólk hefur áhuga á þeim. Ég held að hann átti sig alveg á þvi að þar stóð hann undir skyldu sinni. Auðvitað er allt í lagi að gera það ekki, en þá verðurðu að passa þig að særa ekki fólk. Alveg eins og ef maður er svona gæi sem stendur ekki undir skyldu sinni sem faðir eða eiginmaður eða hvað sem er, þá á maður að passa sig að gifta sig ekki, þá á maður ekki að gefa út! Ef mað- ur er eins og pabbi hans Enimems sem yfirgaf hann þá á maður að passa sig á því að vera ekki að fokka upp börnum, þá á maöur bara að sleppa því að giftast og vera einn og vera bara róni á einhverju horni og það er allt í lagi. En ef þú ætlar að gera eitthvað, t.d. gefa út bók, verðurðu að standa þig. Að gefa út bók er að rétta upp hönd og hafa eitthvað að segja.“ - Maður hefur á tilfinningunni að Samúel sé býsna persónuleg bók. Að sumu leyti minnir hún á fyrstu bókina þína, Falskan Fugl, frekar en Heimsins heims- kasta pabba eða Sögu af stúlku. „Ég er eiginlega bara nýhættur aö vera dauðhrædd- ur við Sögu af stúlku. Ég var einhvern veginn hrædd- ur um að ég væri kominn út i of mikla tilrauna- mennsku og eitthvað. í Samúel langaði mig eiginlega til baka, tilfinningalega a.m.k. Ég skrifaði fyrst Falsk- an Fugl, kannski ekki alveg rétt og svona, en þar eru ákveðnar tilfinningar sem mig langaði til baka til.“ Stærsta paranojan - Þú notar hluti úr eigin fortíð i Samúel eins og t.d. söfnuðinn sem Samúel er í, hann minnir mjög á Votta Jehóva sem fjölskylda þín var í þegar þú varst krakki. í fyrri bókunum eru svipaðir hlutir. Ertu bit- ur? „Nei, ekki lengur. I svona sex ár er ég búinn að vera rosalega frelsuð sál. En ég var ekki þannig. Ég var mjög bitur og beiskur. En ég vil ekki missa teng- inguna við þessa beiskju. Ef maður les Minnisblöð úr undirdjúpunum hugsar maður kannski: vá, hvað Dostojevskí er bitur. Og biturð er eitthvað sem fólki finnst neikvætt af því að hún skemmir líka fyrir manni, maður bitrar sig út í horn einhvern veginn og er bara þar einn og snauður og enginn vill elska mann. En það kom ekki fyrir Dostojevski. Það er eitt- hvað sem veldur því að þó að hann væri í nánum tengslum við beiskjuna og skrifaði geðveikt beiska geðsýki þá fór hann á kaffihús eins og annað fólk og leið vel.“ - Þú talar um tengsl við beiskjuna og að þú hafir viljað fara til baka tilfinningalega í eitthvað sem teng- ist Fölskum Fugli. Ertu hræddur við að tapa tengsl- um við unglinginn í sjálfum þér? „Já, ég er geðveikt hræddur við það. Ég var einmitt í heimsókn hjá fólki um daginn og þar var unglings- stelpa sem var að tala og hafa áhyggjur af hlutum sem maður hefur venjulega ekki áhuga á. Þá fékk ég ein- hverja geðveika tilfinningu fyrir því að það væri ein- hvers staðar í hjartanu mínu einhver staður, eitthvað annað heimili sem væri einhvern veginn allt þetta rugl með að vera unglingur og þola ekki foreldra sína og vera bara fullur með vinunum og elska vinina en vera samt einn og vera á móti öllu og vita ekkert hvert maður er að fara. Þetta er að vísu rómantík, en það eru einhverjar svona tilfinningar sem kannski eru ýktar upp hjá Samúel en eru hjá mér einhver svona þægileg rómantísk tilfinning. Mér fannst ótrú- lega þægilegt að vera Samúel, ótrúlega svona hreint, af þvi að hatur og ást eru ótrúlega hreinar tilfinning- ar og heimurinn var ógeðslega hreinn þegar maður var lítill. Og ég er geðveikislega hræddur um að tapa þessu. Alveg brjálæðislega paranojd. Og líka allt þetta að mála sig út í horn og skilja ekki sjálfan sig lengur og skilja ekki fólk. Ég er hræddur um að vakna einn daginn og skilja ekki venjulegt fólk. Vera bara úti í horni, einhver rosa rithöfundur sem þykist vera voða merkilegur gæi. Þetta er hluti af ástæðunni fyrir því að ég flutti út. Þetta er mitt mesta ofsóknarbrjálæði og líka ástæðan fyrir því að einu sinni á ári þá bara hætti ég. Þá segi ég við konuna mína: Hættum þessu bara, nú sæki ég um skóla og fer að læra einhverja iðn.“ -JYJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.