Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 30
30 H&lQorbictö I>V LAUGARDAGUH 19. OKTÓBER 2002 Enska knattspyrnan af stað að nýju: Gerrard ekki með Liverpool - meiddist í leik með enska landsliðinu Steven Gerrard borinn út af í leik Englendinga og Makedóníu-manna í vikuiiiii. Hann verður ekki með Liverpool þegar liðið inætir Leeds í dag. Liverpool verður án Steven Gerrard þegar liðið heimsækir Leeds United á Elland Road í dag og er þetta mikil blóðtaka fyrir Liverpool-liðið, enda Gerr- ard lykilmaður bæði í liði Liverpool og enska lands- liðinu. Þá er vafamál hvort Emile Heskey verði með liðinu vegna meiðsla og þá er varamarkvörðurinn Kris Kirkland frá af sömu ástæðum. Það er þungt hljóðið í Houllier, framkvæmdastjóra Liverpool, og segir hann að Liverpool þurfi að greiða hátt gjald fyrir þátttöku leikmanna sinna með lands- liðum, enda algengt að þeir komi meiddir aftur til Liverpool eftir leikina. Leedsarar eiga i vandræðum en þeir Dominic Matteo og Lucas Radebe eru frá vegna meiðsla og Robbie Fowler er enn úr leik. Leikmanna Everton bíður erfitt verkefni en þeir taka á móti meisturum Arsenal sem eru í gríðarlega góðu formi um þessar mundir og er án efa eitt besta lið í Evrópu eins og staðan er nú. Þeir mæta með sitt sterkasta mögulega lið og er Dennis Bergkamp tilbú- inn í slaginn að nýju eftir meiðsli. Ekki er þó talið liklegt að Arsene Wenger tefli fram Robert Pirez sem er þó óðum að ná sér eftir langvarandi meiðsli. Dav- id Weir kemur að nýju inn i lið Everton eftir meiðsli og veitir liðinu eflaust ekki af sínum sterkustu mönn- um í þessa viðureign. Eiður Smári Guðjohnsen er að sjálfsögðu mættur til leiks í Englandi að nýju eftir góðan leik hans gegn Litháum á miðvikudag, en Chelsea leikur gegn Man.City á Maine Road í Manchester. Chelsea hefur tapað þremur leikjum í röð og vill Claudio Ranieri ef- laust enda það tímabil með sigri nú. Líklegt er talið að Boudewij Zenden verði ekki með en hann meiddist í leik með Hollendingum gegn Austurríki í vikunni. Richard Dunne kemur að nýju inn í lið Man.City, en Danny Tiatto er enn að taka út þriggja leikja bann. Fulham tekur á móti Man. Utd og koma þeir Steve Finnan og Alain Goma að nýju inn í lið Fulham, en Manchester-menn geta ekki teflt fram Ruud Van Nis- stilrooy, en hann er enn frá vegna tognunar á fæti. Líklegt er talið að Diego Forlan taki stöðu hans, en hann ku hafa skorað með varaliði Man. Utd í vik- unni. Lárus Orri Sigurðsson verður í leikmannahópi WBA sem mætir Birmingham í grannaslag, þrátt fyr- ir agabrot með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. Gary Megson segist ekki sjá ástæðu til að refsa leik- manninum frekar en gert hefur verið. -PS Engir sæludagar hjá Seaman David Seaman á ekki sjö dagana sæla nú um þess- ar mundir en hann hefur á undanförnum mánuðum verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með enska landsliðinu og ekki bætti úr skák mark sem hann fékk á sig í leik gegn Makedóníu-mönnum á miðviku- dag, en það var skorað beint úr hornspyrnu. Fyrir þetta hefur hann verið harkalega gagnrýndur í Englandi, en síðan þá hafa jafnt liðsmenn sem og þjálfari enska liðsins lagt nótt við dag til að reyna að verja markvörðinn og lýst því yfir að ekki megi kenna Seaman um. Gagnrýnendur segja að það sé kominn tími til að skipta um landsliðsmarkvörð og hafa þeir David James og Paul Robinson helst verið nefndir til sögunnar. Enskir fjölmiðlar eru harðorðir David Seaman er nú hvattur til að hætta að leika með enska landsliðinu áður en sú áltvörðun verður tekin fyrir hann. og segja að nú eigi hausar að fjúka. Þá hefur Peter Shilton, fyrrum markvörður enska landsliðsins, látið hafa eftir sér að Seaman eigi að hætta sjálfur með liðinu, áður en honum verður „sparkað út úr því“, eins og Shilton orðar það. Það má segja að sorgarsaga Seaman hafi hafist af alvöru i leik Englands og Brasilíu á HM i sumar, en sigurmark Ronaldinho í leiknum var algerlega eign Seamans. Ronaldinho tók aukaspyrnu fjarri markinu, sem hann hitti illa, en þó með þeim árangri að knött- urinn sveif yfir Seaman í markinu. Hann hafði fram að því varið vel í keppninni en mistök hans urðu þess valdandi að Englendingar voru sendir heim. Næsta stóra höggið sem hann varð fyrir var svo í landsleik gegn Makedóníu-mönnum á miðvikudag. Sven Göran Eriksson hefur sagt að hann myndi velja Seaman í landsliðið í raun á meðan hann gefur kost á sér. Eftir atvikið hefur hann haldið áfram að styðja við Seaman. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að henda eigi Seaman út úr liðinu og hann mun ekki missa sætið í liðinu vegna marksins sem hann fékk á sig á miðvikudag," segir Eriksson, sem þó ætlar að fylgjast vel með leik kappans næstu mánuði. „Það eru fjórir mánuðir í næsta leik og ég mun að sjálfsögðu skoða leikmenn í millitíðinni, markmenn líka. Auð- vitað eru þeir Paul Robinson og David James farnir að pressa á Seaman, en þetta kemur í ljós,“ sagði Eriksson. Enskir fjölmiðlar benda á að Seaman, sem er 39 ára, sé orðinn of gamall til að standa í marki enska landsliðsins og krefjast þess að hann verði látinn víkja. Þá rekja þeir helstu mistök hans í gegnum tíð- ina og auk þeirra sem nefnd eru hér að framan rifja þau upp mark sem hann fékk á sig gegn Real Zara- goza í úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 1995, en þá skoraði Nayim sigurmarkið einni mínútu fyrir leiks- lok með skoti frá miðlínu. Þá minnast þau einnig at- viks í haust þegar Gareth Farelly skoraði fyrir Bolton með skoti frá hliðarlínu. David Seaman hóf ferilinn hjá unglingaliði Leeds United, en hann er fæddur í Rotherham. Hann lék þó aldrei með Leeds, en liðið hafnaði honum og vildi ekki gera samning við unglinginn. Þaðan fór hann til Peterboro og lék hann 106 leiki með liðinu áður en hann var seldur til Birmingham þar sem hann var um hríð, en þar lék hann 84 leiki. Frá Birmingham hélt hann til London þar sem hann lék með QPR, en eftir að hafa leikið 175 leiki með QPR keypti George Graham, þáverandi stjóri Arsenal, hann til liðsins fyrir 1,3 milljónir punda sem var metfé fyrir mark- vörð á þeim tíma. Lengst af hefur hann átt góðan fer- il hjá Arsenal og hefur leikið hátt á sjötta hundrað leikja með liöinu, en undanfarið hefur brugðið fyrir mistökum í leik kappans sem menn setja spurningar- merki við. -PS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.