Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Side 45
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 HeIgairblctð H>‘V" 49 Sexý bílar? Að lokum eitt dæmi um bíla og kynlíf sem er þó mjög fjarri því sem þessi grein átti að fjalla um. Þeg- ar verið var að slæða hið næstum því alvitra Internet í leit að gögnum rakst leitarhundur á nokkrar vefslóðir sem er haldið úti af aðilum sem segjast stunda kynlíf með bílum. Þar er að finna ítarlegar lýs- ingar á aðferðafræði slíkra atlota og vandlega farið í ýmsar varúðarráð- stafanir sem nauðsynlegt er að við- hafa. Sömuleiðis er þar að finna myndir af þeim bíltegundum sem höf- undum finnst vera mest „sexý“ og þar eru ameriskir bílar i flestum efstu sætunum. Nokkuð erfitt er að átta sig á þvi hvort hér sé um „raun- verulegar“ vefsíður að ræða en les- endur geta lagt sitt eigið mat á það með þvi að skoða slóðina. http:// www.geocities.com/gnxlover/ PÁÁ NOTAÐAR VINNUVELAR Massey Ferguson 3085 105 hö., 4WD frambúnaður með aflúttaki, 6100 vst. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD Það kemur fram í téðum vísum að þarna var ort um náin samskipti kynjanna í skemmtiferð í bíl. Það er reyndar hætt að nota fjaðrasófa í bílum en enn eimir eftir af hugsunarhættinum um að bíllinn sé framlenging karlmennskunnar þegar menn horfa á eftir stórum jeppum og tuldra: Stór bíll, lítið tippi. Þetta viðhorf virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá yngri kynslóðinni í dag því undanfarna áratugi hafa bílar stöðugt orðið minni og það þykir sennilega frek- ar töff að vera á mjög litlum bíl. Hvemig á að fara að þessu? En fyrst verið er að ræða um ástalif fólks í þessu samhengi er vert að íhuga hversu vel bílar eru falln- ir til mökunar. Sérfræðingur blaðsins í tæknifræði kynlífsins hafði það um málið að segja að hún taldi að þegar gullöld bílakynlífs hófst í Ameríku á fimmta áratugnum hafi einkum verið um munnmök, gagn- kvæmt fitl og gælur að ræða. Það stjórnaðist af því út- breidda viðhorfi að meydómurinn væri dýrmætara en allt annað og hann bæri að varðveita uns í hjóna- sængina væri komið. Þegar kemur fram á rokktímabilið og bítlaárin fer fólk í auknum mæli að hafa samfarir í bílum enda viðhorf að verða frjálslegri. Þegar horft er á tækni- hliðina er auðvitað Ijóst að ameriskir bílar skara framúr hvað varðar aðstöðu til kynmaka og olnboga- rými. Þar skiptir mestu máli að framsætið í mörgum amerískum bílum er heill bekkur og stýrisskiptingar voru og eru vinsælar svo það er engin gírstöng stand- andi úr gólfi sem er að flækjast fyrir ástleitnum hönd- um. Amerískir bílar eru líka nógu breiðir til þess að flest fólk af meðalstærð og þaðan af minna getur l’eg- ið endilangt í sætinu hvort heldur er framsæti eða aft- ursæti. Það mun hafa verið algengt í amerískum bíla- bióum að þegar litið var yfir bílastæðið þá sýndust allir bílarnir vera mannlausir því fólk var í láréttri stöðu í öllum bílum. Þetta er þröngt Gallinn er hins vegar sá að rýmið býður ekki upp á miklar kúnstir aðrar en hefðbundna trúboðastell- ingu. Vilji konan vera á fjórum fótum og maðurinn fyrir aftan hana er líklegt að hann rekið höfuðið uppundir og verði því að vera óþægilega álútur. Vilji maðurinn sitja og konan sitja klofvega á honum er hinsvegar líklegt að hún rekið höfuðið upp i bílþakið auk þess sem hún nær þá augnsambandi við fólk í nærliggjandi bílum eða vegfarendur og það truflar án efa einbeitinguna. Aðrar bíltegundir með tvískiptu framsæti henta afar illa til náinna kynna nema fólk kjósi að færa sig aftur í sem er auðvitað ágætur kostur. Einnig er hægt að opna bíla að aftan og leggja sætin fram og breiða teppi á gólf farangursrýmis en þá þarf að gæta þess að allt aukadrasl sé af skornum skammti svo þáttakend- ur fái ekki tjakk í höfuðið þegar síst skyldi. Er þetta hægt Matthías? Svo eru sumir bílar svo litlir og þröngir að það er undrunarefni að nokkuð skyldi vera hægt að aðhafast í þeim. Volkswagen bjallan er gott dæmi um þetta en bjallan var einmitt afar útbreiddur bíll á íslandi fyr- ir 20-30 árum ekki síst meðal ungs fólks. Er ekki að efa að oft hefur dregið til tíðinda í Voffanum eins og þessir bílar voru oft kallaðir. Til er íslensk gamansaga af barnfaðernismáli sem rekið var fyrir sýslumanni úti á landi. Þar kom í vitnaleiðslum að móðir barnsins bar að náin kynni hefðu farið fram í aftursætinu á Volkswagen. Sýslu- maður horfði stórum augum á vitnið og ávarpaði síð- an dómvörðinn sem átti slíkan bil og sagði: „Er þetta hægt, Matthías?“ Sumir segja að dómvörðurinn hafi ekki viljað svara en þe'gar réttarhöldum var fram haldið daginn eftir hafi hann ræskt sig og sagt stundarhátt við sýslu- mann: „Þetta er hægt, herra sýslumaður." Þessi glæsilegi ameríski vagn eða hvelja eins og svona bílar voru stundum kallaðir hefur ótvírætt marga kosti umfram aðra bíla liugsi fólk sér að stunda náin kynni. Einn kosturinn er stærðin eii fullorðið fólk getur legið endilangt í sætum svona bíls. Annar kosturinn er síðan hin dúnmjúka anieríska fjöðrun. Toyotur á Netinu Það er ekki auðvelt um vik að gera einhverja úttekt eða rannsókn á því hvort kynlif í bílum á enn vin- sældum að fagna meðal ungs fólks. En það er hægt að líta á nokkur dæmi sem gefa ástandið til kynna. Að undanfórnu hafa komið upp tvö tilvik á íslandi þar sem myndum af fólki að hafa samfarir í bíl hefur verið dreift á Netinu. Annað tilvikið kom upp fyrir tveimur árum og snerist um myndir sem voru teknar bakvið hús í Hafnarfirði. í hinu tilvikinu var um að ræða myndir sem voru teknar á Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum í sumar. Það sem vekur athygli er að í báðum þessum tilvik- um var um að ræða fremur lítinn japanskan bíl af gerðinni Toyota Corolla. Þetta staðfestir að líklega er þetta vinsæll bíll og ekki eins lítill og hann sýnist kannski vera. Þetta getur líka staðfest að einbeittur brotavilji á þessu sviði brýtur af sér allar takmarkan- ir sem umhverfið setur. í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Hafinu bregður kynlífi í bílum fyrir en þar má sjá hvar ungt fólk athafnar sig í litlum bíl sem gæti verið Corolla en margir muna eflaust eftir háttbundum slætti berra þjóhnappa mannsins í hallandi afturrúðu bifreiðar- innar. Myndin er almennt talin endurspegla vel það líf sem lifað er í sjávarþorpum íslands um þessar mundir. Þessi þrjú dæmi sem nefnd eru hér að framan stað- festa hvert með sínum hætti að enn leikur bíllinn stórt hlutverk í ástalífi ungu kynslóðarinnar eins og hann hefur gert síðustu fimmtíu árin. Volkswagen bjalla var mjög vinsæl ungmcnnabifreið og hefur undanfarin ár komist mjög í tísku aftur. Að eiga ástarfund í bjöllu krefst mjög einbeitts vilja til verksins og talsverðrar lipurðar beggja aðila. Landrover hefur verið óbreyttur í meginatriðum síðan 1947. Hann var mjög algengur bíll til sveita á íslandi í áratugi og án efa hefur hann stundum verið notaður til náinna kynna þótt erfitt sé að ímynda sér bíl sem er verr fallinn til slíkra hluta. Það er hvaða lilaða eða rjóður sem er betra en aftursætin í Landróver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.