Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 54
58
HeIgarblocf DV
LAUGARDAGUR 19. október 2002
Bílar
Reynsluakstur
Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson
Kynningarakstur
G\obetrotler XC
XJo\'JU
_rj_r.
r)
Volvo FH12 6x4 dráttarbíll ineð hátt hús, Globetrotter XL. Gljáandi (Polished) álfelgur setja sinn svip á bílinn.
Áhersla á þægindi
ökumanns
Um það bil ár er síðan ný kynslóð FH og FM vöru-
blla frá Volvo var frumkynnt. Fyrsti FH bíllinn af
þessari kynslóð kom hingað til lands snemmsumars
og nú eru fleiri að skila sér. DV-bílar brugðu sér í
bílaleik á FH12 6x4 dráttarbíl á dögunum.
Sá sem hér skrifar hefur stopula og ekki mikla
reynslu af akstri bíla á stærð við þennan. Fyrstu við-
brögð eru þau hve gríðarlegum framförum vörubílar
hafa tekið frá því upp úr miðri öldinni sem leið og eru
í raun sá samanburður sem skrifari hefur. Þá voru
þetta háværir gaurar og lítið hugsað um þægindi öku-
manns; þeir voru þungir í stýrinu og það átti til að slá
illilega; hemlar voru þungir og svifaseinir. Bílar af
kynslóð þessa nýja Volvo FH eru hljóðlátir eins og
bestu límúsínur. í þeim er áhersla á þægindi öku-
manns, stýrið er létt og nákvæmt, hemlar léttir og af-
kastamiklir. Það væri hreinasti draumur ef fólksbílar
hefði tekið viðlíka framför-
um og væru samt innan
fjárhagslegrar seilingar
fyrir almenna bílakaupend-
ur.
Afbragös hljóðein-
angrun
Yfirbyggingin á þeim bíl
sem hér var prófaður kall-
ast Globetrotter XL. Húsið
er hábyggt og gólfið slétt,
hæstu menn standa hér
uppréttir. Aftan við fram-
sæti eru svokölluð skrif-
stofuinnrétting, tvö þægileg
sæti sitt við hvorn hliðar-
vegg og snúa hlið í aksturs-
stefnu og skrifborð á milii
með hentugri lýsingu yfir.
Þar upp af er svo koja fyrir
einn. Kaupandi hefur val
um hvernig þessum búnaði
er háttað, getur t.d. fórnað
skrifstofunni fyrir tvær koj-
ur, en hérlendis er sjaldan
svo langur samfefldur akst-
ur að ein koja sé ekki nóg.
Stólar ökumanns og framsætisfarþega eru stillan-
legir á alla vegu og auðvelt að finna góða akstursstell-
ingu. Jafnframt eru þeir loftræstir til þæginda eink-
um fyrir ökumanninn. Stýrinu er hagrætt stiglaust
þannig að það henti ökumanni hverju sinni. Bílbelti
eru nú felld inn í sætið sjálft og fylgja þvi óháð still-
ingu.
Tölvustýrð miðstöð og loftkæling eru í þessu húsi
og 6 hátalara hljómflutningstæki eru sögð með ágæt-
um. Afbragðs hljóðeinangrun kemur hljómburði
einnig til góða; það er sama hvar í húsinu farþegi sit-
ur, ekki þarf að hækka röddina til að halda uppi sam-
ræðum. GSM sími er innbyggður og hljóðneminn er á
stöng í sætisbaki þar sem auðvelt er að ná til hennar
er á þarf að halda. Stjómtæki símans, svo og út-
varps/hljómflutningstækja, er í stýrishjóli.
Öryggi og þægindi
Sú nýjung sem mér finnst hvað mest til um er
skiptingin: þetta er svokölluð I-Shift, sjálfvirk gír-
skipting sambærileg við það sem við kynntumst
fyrst sem Selespeed á Alfa Romeo. Kjósi ökumaður
heldur getur hann tekið ráðin af kassanum og skipt
sjálfur, upp eða niður, einn gír i senn, með snert-
ingu á takka. Sjálfvirk skipting er í raun hefðbund-
inn gírkassi með kúplingu; það er bara vélbúnaður
sem sér um verkið. Hefðbundin sjálfskipting er
einnig í boði í þessum bílum en spurning hvað hún
hefur fram yfir sjálfvirku skiptinguna. Kannski er
ekki alveg rétt þegar Volvo FH á í hlut að segja að
þetta sé Nhefðbundinn gírkassii n þessi gírkassi er
t.d. ekki með samhæfingu (syncron) og þarf þess
ekki vegna sjálfvirkninnar. Fyrir bragðið er hann
mun léttari og fyrirferðarminni sem kemur til góða
á öðrum sviðum.
Það sem mestu máli skiptir með I-shift fi eða aðrar
sjálfvirkar skiptingar n er að bíflinn velur alltaf þann
gír sem hentar best hverju sinni og sparar þannig
bæði olíu og slit. Hún tryggir að bíllinn er jafnan inn-
an þess snúningsvægis sem gefur hámarks afköst.
Jafnframt losar hún bílstjórann undan stimpingum
við gírstöng, oft þegar hann hefur nóg annaö að gera,
svo sem í kröppum beygjum. Vafalaust eykur skipting
af þessu tagi öryggi í akstri til verulegra muna.
500 ha vél með 2400 Nm snúningsvægi fer vel meö
þessari skiptingu og gerir bílinn laufléttan í akstri. Að
vísu var bíllinn hlasslaus í þessum reynsluakstri, en
við kynninguna í Svíþjóð i fyrra var eins búinn bíll
prófaður með 60 tonna heildarþunga en fór jafnvel
með þvílíkt hlass furðu létt með það sem honum var
sett fyrir.
Góð fjöðrun
Ekki má sleppa að minnast á 4 þrepa hamlara (ret-
arder) sem dregur hratt og örugglega úr hraða eða
heldur mátulega við, eftir því sem við á. Þá má einnig
nefna að sé ekki tekið i pallið á handhemli virkar hann
alveg eins og handbremsa. Hann liggur vel við hendi
nánast við hliðina á stýrinu og getur komið sér einkar
heppilega, einkum í akstri við þröngar aðstæður þegar
heppilegt er að geta verið með fótinn á olíugjöfinni en
jafnframt stýrt með hemlun.
Fjöðrun sem loftfjöðrun aftan en parabólufjöðrun
framan. Þannig búinn er bíllinn einkar þýður jafnvel
hlasslaus og það á holóttum malarvegi, sem prófaður
var tfl samanburðar við malbikið. Þar kom einnig fram
hið eina athugaverða: lítils háttar óstöðugleiki þegar
bíllinn leitaðist við að elta langsumrákir. Þess má þó
jafnframt geta að þessi tiltekni bíll var á tiltölulega
breiðum dekkjum sem yfirleitt framkalla rásun af
þessu tagi, sé tilhneigingin á annað borð fyrir hendi.
Þegar bílar af þessu tagi eru annars vegar eru ýmsir
þættir sem þarf að vega og meta til að gera sér grein fyr-
ir hvort verðið er hátt eða lágt. Hér eru ekki efni til þess
konar mats, en rétt að geta þess í lokin að bíll eins og sá
sem hér var prófaður kostar um 10,9 milljónir. -SHH
o Grillið er jafnframt að hluta tröppur til að auð-
velda að ná upp á framrúðu þegar þarf að þrífa
hana eða skafa snjó og klaka. Efri hlutanum er
lvft til að komast að helstu þjónustuatriðuiu svo
sem eftirliti og áfyllingum helstu vökva. Það er
Ólafur Árnason, sölustjóri atvinnutækja hjá
Brimborg, sem stendur við hílinn.
© Aðstaða við stýri eins og best verður á kosið.
Handfrjáls GSM-sími er innbyggður, stýrt með
tökkum á stýrishjóli. Hljóðneininn er greinileg-
ur á sætisbaki bílstjórans. Útispeglar eru upp-
hitaðir og rafstýrðir.
© Háreistur og myndarlegur á vegi, með vindkljúf
á topp og niður hliðar. Hann er einnig með
klæðningu á grind sem er ekki aðeins fegurðar-
auki heldur raunhæf undirakstursvörn.
© „Deluxe" innrétting með skrifstofuinnréttingu og
eina koju. Olíumiðstöð fyrir hús og vél, tölvu-
stýrð miðstöð og loftkæling. Sæti ökumanns og
framsætisfarþega eru leðurklædd með loftræst-
ingu, fjölstillanleg með minni. ii Takið eftir sjón-
varpsskjánum sem stendur upp úr mælaborðinu
við stýrið: þarna sér ökumaður hvað er fyrir aftan
bílinn þcgar hann þarf að bakka.