Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 DV Jonathan Motzfeldt Greinilegur kosningaskjálfti er kom- inn í grænlenska þingmenn sem enn skamma formann heimastjórn- arinnar vegna eldflaugavarna BNA. Motzfeldt sakað- ur um að gefa Dönum frítt spil Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, hefur verið sakaður um að gefa dönskum stjórnvöldum frítt spil þegar hugsanleg þátttaka ratsjár- stöðvarinnar í Thule í áformuðu eldflaugavamakerfi Bandaríkjanna er annars vegar. Motzfeldt sat leiðtogafund NATO í Prag sem hluti af dönsku sendi- nefndinni og hann tók þar undir hugmyndir um eldflaugavamirnar. Hann sagðist óttast að Grænlend- ingar myndu sjá á bak fjölda starfa ef Thule-stöðin væri ekki með. Motzfeldt sagði þó að það sem mestu máli skipti væri að ekki yrði dregið úr öryggi Grænlands. „Hann talar þvert á það umboð sem hann fékk frá utanríkis- og ör- yggismálanefnd landsþingsins," sagði þingmaðurinn Kuupik Kleist í samtali við grænlenska útvarpið. Pútín Rússlandsforseti lét Bush ekki sannfæra sig: Itrekaði efasemdir um stækkun NATO Vladimír Pútín Rússlandsforseti ít- rekaði gær efasemdir ráðamanna í Moskvu um ágæti stækkunar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs. Hann útilokaði þó ekki nánari tengsl við NATO. Rússlandsforseti sagði þetta eftir viðræður við George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Pétursborg í gær. Þang- að fór hann að loknum leiðtogafundi NATO i Prag þar sem sjö ríkjum úr Austur-Evrópu var boðið að ganga í bandalagið. Bush vildi með heimsókn sinni reyna að sannfæra Pútín um að stækkun NATO væri góð fyrir hags- muni Rússa. „Hvað stækkunina varðar teljum við ekki að hún sé nauðsynleg en við hlustum á afstöðu Bandaríkjaforseta," sagði Pútín við fréttamenn eftir fund- inn með Bush sem var haldinn í KatrínarhöUinni sem er frá 18. öld. En hvað sem stækkun NATO líður voru forsetarnir sammála um að þrýsta á stjórnvöld í írak að láta af hendi gjöreyðingarvopn sin, ella eiga á hættu að gripið yrði tU harkalegra aðgerða gegn þeim. í sameiginlegri yfirlýsingu stjórna landanna er írökum ekki beint hótað hernaðaraðgerðum, eins og Bush sjálf- ur hefur margoft gert fari Saddam Hussein íraksforseti ekki að ályktun- um Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Vopnaeftirlitsmenn SÞ eru nú komnir tU íraks eftir 4 ára fjarveru. REUTERSMYND Forsetar í fínni höii George W. Bush Bandaríkjaforseti hitti rússneskan starfsbróöur sinn, Vladimír Pútín, í hinni glæsilegu Katrínarhöll í Pétursborg í gær. Bush fór rak- leiöis til fundar viö Pútín eftir leiötogafund NATO í Prag í Tékklandi til aö reyna aö sannfæra hann um ágæti stækkunar NATO til austurs. Elva Dögg Melsteð Ungfrú island.is árið 2000 „Marga dreymir um að eignast einhverju sinni ROTARY." X u ^.OT A/? y Estabtished in Switzerland 1895 Fegurðardrottningar valda uppþotum: Á annað hundrað týndi lifi í Nígeríu Átök geisuðu í borginni Kaduna í Nígeriu í gær þar sem á annað hundrað manns hefur týnt lífi í upp- þotum undanfarna þrjá daga. Múslímar eru ævareiðir yfir því að halda á fegurðarsamkeppnina Ung- frú heim í landinu í næsta mánuði. Nígeríski Rauði krossinn sagði að í gærmorgun hefðu 105 manns látist í átökunum og sjónarvottar sögðu að eftir það hefðu fjölmargir til við- bótar verið drepnir. Brennd farartæki lágu eins og hráviði á götum Kaduna og hundr- uð íbúa borgarinnar sáust yfirgefa rjúkandi rústir heimila sinna með það sem þeim tókst að bjarga. Átökin blossuðu upp eftir að dag- blað birti grein þar sem látið var að því liggja að Múhameð spámaður hefði líklegast gengið að eiga eina af Brunniö lík á götu í Kaduna fegurðardrottningunum. Keppnin í Nígeríu er mjög umdeild og hafa margar þjóðir hætt við þátttöku vegna dauðadóms yfir konu fyrir að eignast bam í lausaleik. Kafbátur sendur niður að olíuskipi Spænsk yfirvöld sögðust í gær hafa sent kafbát niður að flaki olíu- skipsins Prestige til að kanna hvort enn læki olía úr því. Þúsundir tonna hafa þegar lekið úr skipinu og mengað strendur á Spáni norð- vestanverðum. Fuglar hafa lent i ol- íunni og þúsundir fiskimanna kom- ast ekki á veiðar vegna mengunar- innar. Umhverfisvemdarsamtökin Greenpeace áætla að um tuttugu þúsund tonn hafi lekið úr skipinu sem var með 77 þúsund tonn í lest- um sínum þegar því hlekktist á fyr- ir rúmri viku. Skipið liggur á 3,6 kílómetra dýpi og að sögn sérfræðinga mun olían í því harðna vegna mikils kulda. Rúmlega fimm hundruð manns hafa verið ráönir til að hreinsa olí- una nærri 400 kílómetra langri strandlengjunni, auk þess sem bátar og skip og þyrlur taka þátt í hreins- unarstarfinu. wmzmm Vestnorðrið stækkar Hogni Hoydal, varalögmaöur Fær- eyja, telur mikil- vægt að ríkin í kringum Norður- Atlantshafið auki samstarf sitt og þá á hann við að lönd eins og Skotland og Irland verði tekin með í vestnor- ræna samstarfið innan Norður- landaráðs. Vilji er fyrir slíku, að því er fram kom á ráðstefnu sem haldin var í skoska þinginu á dögunum. Kannabis vont fyrir geðið Læknar hafa varað við því að kannabisreykingar geti aukið hætt- una á geðklofa og þunglyndi. Órói á vinnumarkaði Mikill órói er nú á vinnumarkaði í Frakklandi þar sem fjöldi hópa er ýmist í verkfalli eða hefur boðað að- gerðir á næstu dögum til að lýsa yf- ir óánægju sinni með kjör sin. Kútsjma boðið til Rómar Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, lét sig engu varða til- raunir Bandaríkjanna til að ein- angra Leoníd Kútsjma Úkraínufor- seta vegna meints vopnasmygls til íraks og bauð honum til Rómar til viðræðna um NATO-aðild. Töiva brenndi kynfæri Vísindamaður nokkur brenndist alvarlega á nynfærunum eftir að hafa haft kjöltutölvuna sína í kjöltu sér í um klukkutíma. Hann var þó í bæði buxum og nærbuxum, að sögn læknablaðsins Lancet. ekki morðingi Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að hann væri hóflegur syndari og fengi tæpast heið- urssess á himnum en það vissi guð að hann væri enginn morðingi eða mafiósi. Andreotti var nýlega dæmdur í 24 ára fangelsi fyr- ir að hafa fyrirskipað morð á óþægi- legum blaðamanni. Syndari en Hyljið sætan naflann Yfirvöld í skóla einum á Jótlandi vestanverðu hafa ákveðið að fyrir- skipa öllum námsmeyjum sem koma í skólann með beran magann að fara heim og skipta um fot. Winnie í mál við þingið Winnie Mandela, fyrrum eiginkona Nelsons Mandela i Suður-Afríku, hefur stefnt suður-afríska þinginu fyrir að ákveða að sekta hana fyrir að hafa brotið reglur um tekjur aðrar en þingfararkaup. Winnie var kjörin á þing 1994 en hún hefur sjaldan mætt á þingfundi. Balí-maður játar Tölvusérfræðingurinn Imam Samudra hefur játað við yfirheyrsl- ur hjá indónesísku lögreglunni að hafa skipulagt sprengjutilræðið á Balí í síðasta mánuði. Hjálparliði drepinn Breskur starfsmaður hjálpar- stofnunar SÞ var skotinn til bana í flóttamannabúðum í Jenín á Vestur- bakkanum í gær þegar ísraelar og Palestínumenn skiptust á skotum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.